Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 5
96% fitusnau ður Mest seldiísdrykkur í USA! Kringlunni (Stjörnutorg) og Ingólfstorgi Tilboðið gildir þessa helgi. ísálfar í úrvali! ískexloka Smoothies! Hellingur af ídýfum! ferskur og nána st fitulaus! Það voru mikil tíðindi þegar innflutningur á ítalskri Parmaskinku var heimilaður hingað til lands í fyrsta skipti á síðasta ári. Á dögunum urðu hins vegar engu minni tíðindi þegar fyrsta spænska hráskinkan var flutt inn og sneidd niður við hátíðlega athöfn á Hótel Holti. Hvergi í heiminum er framleidd betri skinka og betri hrápylsur en á Spáni. Parmaskinkan er vissulega stórkostleg en hún stenst eftir sem áður ekki sam- anburð við spænsku vindþurrkuðu Íberíkó-skinkuna (Jamón Ibérico). Eða kannski er slíkur samanburður ekki mögulegur. Parma og Iberico eru tveir stórkost- legir stílar og að mörgu leyti ólíkir. Það er því kannski fyrst og fremst smekksatriði hvor stíllinn manni líkar betur. Svona eins og með Búrgund og Bordeaux í rauðvínum. Hið einstaka við þessar spænsku kjötvörur er Íber- íusvínið, sem er að finna í skógarhéruðum í suðvest- urhluta Spánar, aðallega í héruðunum Andalúsíu og Extremadura. Tegund þessi á rætur sínar að rekja til villisvínanna er áður fyrr voru algeng við Miðjarð- arhafsströnd Evrópu en eru nú nær horfin. Þekktasta framleiðslusvæðið er Jabugo í Andalúsíu. Svínategund þessi er dökk á lit og skinkulærin auð- þekkjanleg á svörtu klaufunum. Á spænskum veit- ingastöðum er algengt að heil læri hangi uppi og er síðan sneitt af þeim eftir þörfum. Þannig geta líka gestir sannreynt að klaufarnar séu svartar. Skinka þessi er í daglegu tali Spánverja yfirleitt nefnd „Pata Negra“ eða „svartar klaufir“ með vísun í þetta. Skinkan nýtur mikill vinsælda á Spáni og er oft snædd sem forréttur með tómatabrauði (sjá aðra grein á síðunni) og glasi af rauðvíni eða þurru sérríi. Bragð hennar er einstakt og hún bókstaflega bráðnar í munni. Ekki spillir fyrir að þótt kjötið sé feitt þá verða efnaskipti við framleiðslu skinkunnar, sem vís- indamenn hafa fundið út að geri fituna líka þeirri kól- esterólvænu fitu sem er að finna í ólívuolíu. En það er ekki bara skinka, sem framleidd er úr kjöti Íberíusvínsins. Pylsur úr svínalundum – cana de llomo – eru mjög eftirsóttar og oft dýrari en skinkan, sem þó er langt frá því að vera ódýr. Raunar er spænska hráskinkan með dýrari kjötvörum í heim- inum. Hvert hérað hefur sínar þurrkuðu pylsur, hver annari betri. Það hefur lengi verið baráttumál íslenskra sælkera að fá skinkur sem þessar hingað til lands og nú er þeim áfanga náð. Eygló Ólafsdóttir, hjá fyrirtækinu Karli K. Karlssyni, segir að leyfi hafi fengist þar sem hægt hafi verið að sýna fram á öryggi vörunnar. „Þegar hægt hefur verið að sýna fram á að vara sé skaðlaus og lýtur ákveðnum og ströngum reglum af hálfu framleiðenda þá hafa menn viðurkennt þau rök. Það er búið að sýna fram á öryggi vörunnar. Þetta er vottuð vara og verndað vöruheiti, rétt eins og Parma- skinkan á Ítalíu,“ segir Eygló. Fyrsta lærið kom með kokki og vínþjóni frá Torres í tengslum við Torres-daga en í næstu viku er von á sendingu fyrir almennan markað. Eygló segir að skinkan verði seld í heilum lærum á veitingahús en einnig verði hún fáanleg forpökkuð í sneiðum í betri verslunum. Búist er við fyrstu sendingunni í næstu viku. Fyrsta spænska hráskinkan Morgunblaðið/Sverrir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 B 5 FRAMSÓKNARFLOKKURINN MÁNUDAGUR 31. MARS Félagsheimilið Sævangur kl. 13:00 Guðni Ágústsson, Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefánsson, Herdís Á. Sæmundardóttir Fundarstjóri : Guðbrandur Sverrisson Hvammstangi kl.20:30 – Gunnu Kaffi Jón Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Magnús Stefánsson, Herdís Á. Sæmundardóttir Fundarstjóri: Elín R. Líndal Aratunga kl. 20:30 Guðni Ágústsson, Hjálmar Árnason, Eygló Þóra Harðardóttir Fundarstjóri: Brynjar Sigurðsson Eskifjörður kl.20:30 – Félagsheimilið Valhöll Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverrisdóttir, Dagný Jónsdóttir Fundarstjóri: Svanhvít Aradóttir Kópavogur kl. 20:30 – Digranesvegur 12 Siv Friðleifsdóttir, Páll Magnússon, Egill Arnar Sigurþórsson Fundarstjóri: Una María Óskarsdóttir vinna - vöxtur - velferð Fundaferð Framsóknarflokksins 2003 til aukinnar velferðar Leggjum áfram leiðina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.