Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 1
Sunnudagur 30.mars 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 9.127 Innlit 17.525 Flettingar 74.650 Heimild: Samræmd vefmæling Nýjar áhugaverðar tæknilausnir Leitum eftir söluaðila á Íslandi til að selja og kynna nýjar tæknilausnir. Um er að ræða lausnir, sem bæði eru ætluð einstaklingum og fyrirtækjum. Þetta eru lausnir, sem ættu að vera mjög auðseljanlegar, krefjast ekki við- halds né mikillar tækni- eða tölvuþekkingar. Söluaðili þarf að hafa yfir tölvuþekkingu að ráða, virku sölukerfi og stekan vilja til að sinna sölu á þessum lausnum. Ekki er um að ræða mikla fjárbindingu í lager eða þjálfun. Áhugasamir leggi inn svar á auglýsingadeild Mbl., merkt: „PPH — 2003.“ Sölustjóri Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir að ráða sölumann/sölustjóra á nýja starfsstöð okkar í Grafarvogi. Hæfniskröfur: Krafist er víðtækrar reynslu á sviði fasteignasölu. Áhugavert og skemmtilegt starf. Fullum trúnaði heitið. Eignaraðild gæti komið til greina. Upplýsingar um starfið gefur Jón Ellert (ekki í síma). ÞJÓNUSTUFULLTRÚI ÓSKAST TIL STARFA HJÁ LEIKSKÓLUM REYKJAVÍKUR Óskað er eftir þjónustufulltrúa í fullt starf á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur. Helstu verkefni þjónustufulltrúa eru að: sjá um innritun í leikskóla veita upplýsingar um starfsemi Leikskóla Reykjavíkur taka þátt í kynningarmálum sjá um skýrslugerð, upplýsingaöflun og miðlun upplýsinga á tölvutæku formi Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í mannlegum samskiptum og góðri tölvukunnáttu, vera skipulagður og geta sýnt frumkvæði í starfi. Óskað er eftir leikskólakennara eða starfsmanni með aðra sambærilega menntun. Þekking og/eða reynsla af starfsemi leikskóla er nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 8. apríl nk. Upplýsingar veitir Steinunn Hjartardóttir, þjónustustjóri í síma 563 5800. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, og á vefsvæði www.leikskolar.is.                          ! " #       $ &&&# '( ) %               '*  +,-   (  ./0 )#  1+%,,/.%,,    11%,,/.%,, 2 # 0,  #   ! Sölumaður húsbíla Leitum að harðduglegum sölumanni til að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækis sem sérhæfir sig í sölu á nýjum húsbílum. Við viljum áhuga- saman einstakling sem hefur vilja til að takast á við krefjandi og fjölhæft verkefni. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærileg- um sölustörfum ásamt enskukunnáttu. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl. merktar: „Sölumaður — 13594“ fyrir 7. apríl 2003. Staða aðstoðarskólastjóra við Grunnskóla Bláskógabyggðar er laus til umsóknar. Hér er um að ræða nýtt starf. Æskilegt er að umsækjandi hafi verulega reynslu af kennslustörfum, menntun og reynslu á sviði stjórnunar og búi yfir ríku- legri færni á sviði mannlegra samskipta. Nýr sameinaður skóli Bláskógabyggðar tekur til starfa 1. ágúst 2003. Framundan er mikil skipulagsvinna vegna mót- unar og markmiðasetningar nýs skóla. Á skólasvæði Grunnskóla Bláskógabyggðar eru Þingvallasveit, Laugardalur og Biskups- tungur. Umsóknarfrestur er til 11. apríl nk. Nánari upplýsingar veita Arndís Jónsdóttir, skólastjóri, í símum 486 8830/486 8928 og Sveinn A. Sæland, oddviti Bláskógabyggðar, í símum 486 8808/486 8813.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.