Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ DEILDARSTJÓRAR ÓSKAST TIL STARFA HJÁ LEIKSKÓLUM REYKJAVÍKUR Stöður deildarstjóra eru lausar í eftirtöldum leikskólum: Holtaborg, Sólheimum 21 Upplýsingar veitir Guðbjörg Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 553 1409. Kátakot, Fólkvangi, Kjalarnesi Upplýsingar veitir Steinunn Geirdal leikskólastjóri í síma 566 6039/867 4509. Laufskálar, Laufrima 9 Upplýsingar veitir Lilja Ólafsdóttir leikskólastjóri í síma 587 1140. Múlaborg, Ármúla 8a Upplýsingar veitir Arndís Björnsdóttir leikskólastjóri í síma 568 5154. Umsóknareyðublöð má nálgast á ofangreindum leikskólum, á skrifstofu Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, sími 563 5800 og á vefsvæði www.leikskolar.is. Ólafsfjörður Grunnskólakennarar — leikskólakennarar Skólaárið 2003—2004 Barnaskóli Ólafsfjarðar er grunnskóli með 110 nemendur í 1.—7. bekk. Skólastjóri er Hildur Arnars Ólafsdóttir og gefur hún allar nánari upplýsingar um lausar stöður í símum 466 2245 og 466 2721; Netfang: hildur@barnol.olf.is Gagnfræðaskólinn Ólafsfirði er grunnskóli með um 60 nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Skólastjóri er Þórgunnur Reykjalín og gefur hún nánari upplýsingar um lausar stöður í símum 466 2134 og 466 1307; Netfang: threyk@ismennt.is Nokkra umsjónarkennara vantar og auk þess kennara í myndmennt, tónmennt, handmennt, íþróttum (elsta stig), ensku, dönsku, stærð- fræði og raungreinum (G.Ó.) og samfélags- fræði (G.Ó.). Þá vantar sérkennara í G.Ó. og stuðningsfulltrúa í báða skólana. Leikskólinn Leikhólar er 60 barna leikskóli, með breytilegan vistunar- tíma, sem starfar í tveimur deildum. Þar vantar leikskólakennara til starfa. Nánari upplýsingar gefa Svandís Júlíusdóttir, leikskólastjóri, og Olga Gísladóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í símum 466 2392 og 466 2397; Netfang: leikholar@olafsfjordur.is  Samstarf grunnskólanna er mjög náið og margir kennarar starfa við þá báða.  Skólarnir eru einsetnir og stærð bekkjar- deilda er um þessar mundir á bilinu 15—20 nemendur.  Öll húsnæðisaðstaða leik- og grunnskóla er mjög góð svo og tækjakostur.  Félags- og skólaþjónusta - ÚtEy - við utan- verðan Eyjafjörð annast sérfræðiþjónustu o.fl. við skólana.  Væntanlegum kennurum verður útvegað húsnæði á sérstökum kjörum og greiddur verður flutningsstyrkur.  Þess má geta að í Ólafsfirði er ein elsta hita- veita landsins, 45 mínútna akstur er til Akur- eyrar, þjónusta er fjölbreytt og mannlíf gott, aðstaða til íþróttaiðkunar og útivistar er fjölbreyttari en víðast hvar, jafnt sumar sem vetur. Auk skólastjóranna gefur Óskar Þór Sigurbjörns- son, skólamálafulltrúi, oskarth@ismennt.is, Ægisgötu 15, 625 Ólafsfirði, upplýsingar um stöðurnar. Símar: 466 2736, 893 6257 og heima- sími 466 2357. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Ólafsfjarðarbær - Fræðslunefnd. www.bygg.is Byggðastofnun óskar að ráða sérfræðing á Þróunarsvið Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á lands- byggðinni. Helstu verkefni Þróunarsviðs eru:  Upplýsingasöfnun og rannsóknir á sviði atvinnu- og byggðaþróunar.  Samstarf við atvinnuþróunarfélög og fagleg- ur stuðningur við þau.  Samskipti við ráðuneyti, ríkisstofnanir, sveit- arfélög, háskóla og rannsóknastofnanir.  Gerð og öflun innlendra og erlendra sam- starfsverkefna.  Þátttaka í gerð byggðaáætlana. Menntunar- og hæfniskröfur: Krafist er háskólamenntunar á starfssviði Þróunarsviðsins. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á sviði atvinnu- og byggðaþróun- ar og starfsreynslu á sviði rannsókna, nýsköp- unar og upplýsingatækni. Samstarfs- og sam- skiptahæfni eru mikilvægir eiginleikar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Staðsetning starfsins er á Sauðárkróki. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra bankamanna. Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk. og skulu umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendar til Byggðastofnunar, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki. Nánari upplýsingar gefur Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður Þróunarsviðs, sími 455 5400. Störf í grunnskólum Reykjavíkur Foldaskóli, sími 567 2222 Skólaliði, 70% staða út þetta skólaár. Lausar stöður skólaárið 2003-2004 Breiðholtsskóli, símar 557 3000 og 897 0712 Dönskukennsla. Foldaskóli, sími 567 2222 Almenn kennsla á yngsta stigi og miðstigi. Tæknimennt á miðstigi og unglingastigi. Tónmenntakennsla. Heimilisfræði (hlutastarf). Kennsla á unglingastigi, kennslugreinar íslenska, danska og stærðfræði. Sérkennsla á unglingastigi. Upplýsingatækni/tölvufræðsla. Næsta haust verður ráðið í tvær stöður þroskaþjálfa við skólann. Hlutverk þeirra verð- ur m.a. að annast um nemendur með miklar sérkennsluþarfir, þar á meðal eru nemendur með Downs-heilkenni. Unnið er með málörvun samkvæmt kennslufræði Iréne Johansson. Hvassaleitisskóli, sími 570 8800 Heimilisfræði. Öskjuhlíðarskóli, sími 568 9740 Deildarstjóri yngri deilda frá 1. ágúst. 50% staða og möguleiki er á allt að 50% kennslu- stöðu til viðbótar. Upplýsingar veita skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri viðkomandi skóla. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf og grunn- skóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is . Tölvunarfræðingur óskast til starfa á Jarðeðlissvið Veðurstofu Íslands. Meginstarfssvið verður þátttaka í þróunar- vinnu, sem miðar að því að efla eftirlits- og viðvörunarþjónustu stofnunarinnar. Hæfniskröfur  BS eða MS í tölvunarfræði.  Reynsla af kerfishönnun og kerfisþróun.  Þekking og reynsla af forritun í Java (Servlets, JSP), HTML, javascript. Þekking á Unix æskileg. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Jarðeðlis- sviðs, Bjarni G. Jónsson, bjarnij@vedur.is og Páll Halldórsson, ph@vedur.is, í síma 522 6000. Umsóknum skal skila til Veðurstofu Íslands, 150 Reykjavík, fyrir 16. apríl nk. Leikskólastjóra vantar í einn af leikskólum Leikskóla fyrir alla ehf. Óskum eftir að ráða leikskólakennara í stöðu leikskólastjóra. Um er að ræða framtíðarstarf. Góð laun í boði fyrir metnaðarfullan og hæfan starfsmann. Góður starfsandi og skemmtileg vinnuaðstaða í vel búnum leikskólum, þar sem unnið er með mikilvægasta fólki í heimi eftir mannræktarstefnu leikskólanna. Einnig leitum við að leikskólakennurum og fólki með aðra sérmenntun til að vinna með börnunum, s.s. tónlist, dans, myndlist og íþróttir. í hlutastörf eða eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsing- ar veita Guðríður og Þorsteinn í síma 586 1838 eða 698 9931 kl. 9.00—18.00 daglega. Leikskólarnir Fossakot, Korpukot og Runnakot eru einkareknir. Allir leikskólarnir eru reknir með sömu áherslum þar sem unnið er samkvæmt aðalnámskrá og námskrá leikskólanna Fossa-, Korpu- og Runnakot. Draga má saman meginmarkmið og stefnu leikskólanna í eftirfarandi: Markmið leikskólanna er að skila til þjóðfélagsins náms- fúsum og lífsglöðum einstaklingum með jákvætt viðhorf til sam- félagsins. Einstaklingum með sterka sjálfsmynd og heilbrigða sið- ferðiskennd. Einstaklingum með virðingu fyrir sjálfum sér, samfélag- inu og náttúrunni. Leikskólar fyrir alla, sími 586 1838. Rekstrarstjóri Paintball á Íslandi ehf. Okkur vantar harðduglega manneskju til að sjá um daglegan rekstur Paintball á Íslandi í 50% starf fram til 1. júní en 100% starf eftir það. Innifalið í starfi: Umsjón með daglegum rekstri. Umsjón með starfsmannamálum. Innkaup og birgðastýring. Markaðssetning og skráning pantana. Hæfniskröfur: — Heiðarleiki, samviskusemi og skipulagning — Lipurð í mannlegum samskiptum, ákveðni og almenn tölvukunnátta. — Stúdentspróf skilyrði, háskólapróf æskilegt. Áhugasamir sendi ferilskrá á eythor@litbolti.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.