Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 C 7 Félagsmálafulltrúi starfar á félagsþjónustusviði sveitarfélaganna undir stjórn Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu bs. Almennt ábyrgðarsvið: Fulltrúinn samræmir og hefur með höndum yfir- umsjón og ábyrgð með þeirri starfsemi er undir sviðið heyrir, s.s. félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagsleg heimaþjónusta, málefni barna og ung- menna, þjónusta við aldraða og fatlaða og varnir gegn vímuefnanotkun. Almennt stjórnunarsvið: Fulltrúinn stjórnar og vinnur við Félagsþjónustuna í samræmi við lög og reglugerðir, markmið Félags- þjónustunnar og fjárhagsáætlun á hverjum tíma. Aðrir starfsmenn á félagsþjónustusviði verða áfram starfsmenn einstakra sveitarfélaga. Menntun og hæfniskröfur: Menntun á sviði félagsráðgjafar, sálfræði eða sambærilegra greina. Lögð er áhersla á frumkvæði, skipulagshæfileika, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í mannlegum samskiptum. Búseta: Skilyrði fyrir ráðningu í starfið er að viðkomandi sé eða verði búsettur í Rangárvalla- eða Vestur-Skaftafellssýslu. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknir óskast sendar til Hagvangs merktar „Félagsmálafullrúi 3228“ fyrir 5. apríl nk. Upplýsingar veita Þórir Þorvarðarson og Ari Eyberg. Netföng: thorir@hagvangur.is ari@hagvangur.is Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Félagsmálafulltrúi Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu bs. óskar að ráða félagsmálafulltrúa með aðsetur á Hvolsvelli. Aðstoðarskólastjóri Engjaskóla Vegna námsleyfis er laus staða aðstoðarskóla- stjóra í Engjaskóla til eins árs, frá 1. ágúst 2003 til 31. júlí 2004. Engjaskóli er heildstæður grunnskóli í Grafarvogi með um 450 nemend- ur. Skólinn er móðurskóli í foreldrastarfi. Nán- ari upplýsingar um skólann er á finna á vefsíðu skólans www.engjaskoli.is . Helstu verkefni eru meðal annars: — Að hafa umsjón með daglegri framkvæmd skólastarfsins, sjá um afleysingar vegna for- falla starfsmanna o.fl. — Að taka þátt í skipulagningu skólaársins, gerð rekstraráætlunar og öðrum skipulags- störfum. — Stýra starfi nemendaverndarráðs. — Bera ábyrgð á endurmenntun og starfsþjálf- un starfsfólks. Kröfur til umsækjenda: — Kennaramenntun. Framhaldsmenntun æski- leg t.d. á sviði stjórnunar eða í uppeldis- og kennslufræðum. — Stjórnunarhæfileikar og reynsla af kennslu og stjórnun. — Lipurð í mannlegum samskiptum. — Metnaður í starfi. — Þekking á sviði rekstrar er æskileg en ekki skilyrði. Nánari upplýsingar veita: Hildur Hafstað, skóla- stjóri Engjaskóla, sími 510 1300, netfang hild- haf@engjaskoli.is og Ingunn Gísladóttir, starfs- mannastjóri á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sími 535 5000, netfang ingunng@rvk.is . Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og störf, gögn er varða frumkvæði á sviði skólamála auk annarra gagna sem málið varða. Umsóknarfrestur er til 11. apríl. Umsóknir sendist á Engjaskóla, Vallengi 14, 112 Reykjavík. Laun eru skv kjarasamningi LN og KÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.