Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ - Vandað og varanlegt - Varmaverk vill ráða vélaverkfræðing Starfssvið:  Vélbúnaðarhönnun, burðarþolsreikningar, teikningar, verklýsingar.  Sala á búnaði, s.s. loftræstivörum, vatns- hreinsibúnaði, stjórnlokum, mælibúnaði, drifbúnaði o.fl.  Við leitum að starfskrafti sem sameinar góða tæknikunnáttu og söluhæfileika. Hæfniskröfur:  Háskólamenntun á sviði vélaverkfræði.  Hæfni í mannlegum samskiptum, heiðarleiki, frumkvæði og dugnaður.  Söluhæfileiki og þjónustulund.  Sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.  Tölvukunnátta AutoCad, MS Office.  Góð íslensku-, ensku- og dönskukunnátta. Varmaverk ehf. stundar ráðgjafarstörf, verktöku, selur íhluti og heildar- lausnir á varmaorku- og vélasviði. Fyrirtækið er með umboð fyrir Nov- enco, Silhorko, Samson, Fisher-Rosemount, SEW-Eurodrive o.fl. Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar til Jónasar Matt- híassonar, framkvæmdastjóra, á netfangið: jonas@varmaverk.is eða í pósti. Varmaverk ehf. Dalshrauni 5 · 220 Hafnarfirði · Sími 565 1750 · Fax 565 1951 Netf.: varmaverk@varmaverk.is · Veffang: www.varmaverk.is Eftirfarandi starf hjá Vinnumálastofnun er laust til umsóknar: Starf afgreiðslufulltrúa hjá Svæðisvinnumiðlun Austurlands á Egilsstöðum Um er að ræða 100% starf sem felst m.a. í:  Símsvörun.  Skráningu atvinnuleitenda.  Vinnslu og útborgun atvinnuleysisbóta ásamt öðrum verkefnum. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða tölvukunnáttu, sé áhugasamur og jákvæður í samskiptum og samvinnu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Um starfskjör, réttindi og skyldur gilda að öðru leyti lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Umsóknarfrestur er til 14. apríl nk. Umsóknum með upplýsingum um mennt- un og starfsferil skal skila til: Vinnumála- stofnunar, Heiðu Gestsdóttur, starfsmanna- stjóra, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 150 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veita Ólöf Magna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Svæðisvinnumiðlunar Austurlands, í síma 471 2288 og Heiða Gestsdóttir í síma 515 4800. Okkur á Siglufirði vantar nokkra menntaða kennara til starfa. Meðal kennslugreina eru: Almenn kennsla, textílmennt, heimilisfræði, enska og sérkennsla. Ef þú hefur áhuga hafðu þá samband. Staða tölvuumsjónarmanns við Grunnskóla Siglufjarðar er laus til umsóknar. Tölvuumsjón er hlutastarf sem felur í sér umsjón með tölvu- búnaði skólans. Við höfum síðan 1997 staðið að markvissri uppbyggingu á skólastarfinu. Unnið að aukn- um gæðum náms (AGN) eftir breska IQEA vinnuferlinu (Improving the Quality af Euducat- ion for All). Í vetur hófum við markvissa vinnu gegn einelti skv. Olweus áætlun og að sjálfs- mati skólans með Skólarýni. Við höfum notið þess að vaxa, læra og ná árangri saman. Ef þú hefur áhuga á því sem við erum að gera hafðu þá samband við Jónínu Magnúsdóttur skólastjóra í síma 460 3733 og 467 1449 eða netfangið skolastjori@sigloskoli.is . Upplýsingar um skólann okkar er að finna á www.sigloskoli.is og upplýsingar um bæinn á www.siglo.is . Mannlíf og menning Í bænum er nýlegur leikskóli, góður tónskóli, öflug heilsugæsla, nýlegt íþróttahús, sundlaug og eitt af betri skíðasvæðum landsins. Á undanförnum árum hefur Síldarminjasafnið byggst upp og vakið verðskuldaða athygli og nú hillir undir að Þjóðlagasetur verði að veruleika. Mannlífið er sérstakt í nyrsta kaupstað landsins og einkenn- ist af öflugu félagslífi. VELKOMIN TIL SIGLUFJARÐAR. Löglærðir fulltrúar Vegna aukinna umsvifa er óskað eftir löglærð- um fulltrúum til starfa sem fyrst á lögmanns- stofunni DP Lögmönnum. Æskilegt er að um- sækjendur hafi þegar aflað sér lögmannsrétt- inda. Hlutastörf koma til greina. Í boði eru áhugaverð og krefjandi verkefni í góðu um- hverfi. Umsóknir með upplýsingum um mennt- un og starfsreynslu skal senda á skrifstofuna eigi síðar en 7. apríl nk. Nánari upplýsingar gefur Dögg Pálsdóttir hrl. í dogg@dp.is . DP LÖGMENN Hverfisgötu 4-6 - 101 Reykjavík - sími 561 7755 Sjúkrahúsið vogur Áfengisráðgjafar Auglýst eru laus störf áfengis- og vímuefnaráð- gjafa hjá Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. Um er að ræða áhuga- verð störf er hefjast með 2ja ára starfsþjálfun, sem fram fer á Sjúkrahúsinu Vogi og öðrum meðferðarstöðvum SÁÁ. Unnið er á vöktum á öllum starfsstöðvum SÁÁ. Upplýsingar gefur Hjalti Björnsson, dagskrár- stjóri, hjalti@saa.is, sími 530 7660. Umsóknar- frestur er til 10. apríl n.k. Grunnskólinn í Ólafsvík Lausar kennarastöður skólaárið 2003—2004 List- og verkgreinar, íslenska, danska, bekkjarkennsla. Frekari upplýsingar veita: Sveinn Þór Elinbergsson, skólastjóri, sveinn@olafsvik.net og Elfa Eydal Ármanns- dóttir, aðstoðarskólastjóri, elfa@olafsvik.net .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.