Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 C 9 Starfsfólk – Kjötborð Ferskar kjötvörur hf. óska eftir að ráða aðila til afgreiðslustarfa við kjötborð í verslunum Hagkaups. Um fullt starf eða hlutastarf getur verið að ræða. Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu fyrirtækisins í Síðumúla 34 í Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Leifur Þórsson fram- kvæmdastjóri í síma 588 7580 eða 660 6330 frá kl. 8 til 16 virka daga. Upplýsingar um fyrirtækið er að finna á heima- síðu þess, www.ferskar.is . Skógarbær hjúkrunarheimili hjúkrunarstjóri Óskað er eftir hjúkrunarstjóra til starfa við hjúkrunardeild, er skiptist í tvær litlar heimilis- legar einingar. Óskað er eftir hjúkrunarfræðingi með góða þekkingu og reynslu í hjúkrun er nýtist við hjúkrun aldraðra. Einnig er mikilvægt að umsækjandi hafi menntun og reynslu af stjórnun eða kennslu ásamt frumkvæði í starfi og hæfni mannlegum samskiptum. Starfssvið hjúkrunarstjór felst meðal annars í að bera ábyrgð á :  hjúkrun þeirra 27 einstaklinga er dvelja á tveim mismunandi einingum  starfsmannahaldi þar sem að jafnaði eru um 35 manns starfandi í samtals tuttugu stöð- um.  rekstri starfsmannahalds og starfsemi deilda.  samskiptum við aðstandendur þeirra ein- staklinga er dvelja á deildinni. Nánari upplýsingar um starfsemi og stefnu Skógarbæjar er að finna á heimasíðunni www.skogar.is Og hjá Rannveigu Guðnadóttur, hjúkrunarfor- stjóra sími 510 2100/510 2101, Maríu Ríkarðs- dótttur, hjúkrunarstjóra sími 510 2100/ 510 2126 Reykjanesbær Skólastjóri Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Holtaskóla í Reykjanesbæ. Holtaskóli er glæsilegur skóli, einsetinn og heildstæður með um 470 nemendum. Allur aðbúnaður og umgjörð skólans er til fyrirmyndar. Skólastjóri er forstöðumaður skóla, stjórn- ar honum, ber ábyrgð á starfi hans og veitir honum faglega forystu. Næsti yfirmaður skólastjóra er fræðslu- stjóri. Auk kennaramenntunar er æskilegt að umsækjandi hafi framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og búi yfir reynslu af stjórnun. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. ágúst 2003. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Laun- anefndar sveitarfélaga og K. Í. Nánari upplýsingar gefur Eiríkur Her- mannsson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, í síma 421 6700. Umsóknir skulu berast Starfsmannaþjón- ustu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Reykjanesbæ, fyrir 15. apríl næstkomandi. Fræðslustjóri. Veitingasala GKG Veitingarekstur í golfskála Gólfklúbbs Kópa- vogs og Garðbæjar v/Vífilsstaði er laus til umsóknar. Leigutímabilið er frá byrjun maí til loka september 2003. Upplýsingar gefur Hákon í síma 565 7373 frá kl. 8.00—17.00 virka daga. Sölumaður óskast sem fyrst á fasteignasölu. Þarf að hafa bíl til umráða, vera reglusamur og reyklaus. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „F - 13506". Heildsala Heild- og smásölufyrirtæki í örum vexti óskar eftir að ráða starfsfólk. Starfið er fólgið í sölu og þjónustu á vörum sem fyrirtækið býður. Um heilsdagsstörf er að ræða. Verður að hafa bíl til umráða. Áhugasamir vinsamlegast leggi inn umsóknir á augldeild Mbl. ða áfyrir 6. apríl, merktar: „Traust sala—13499", þar sem fram koma almennar upplýsingar, s.s. um aldur og fyrri störf. Öllum umsóknum svarað. Morgunverður Óskum eftir að ráða starfsmann í morgunverð- arsal hótelsins. Reglusemi og starfsreynsla áskilin. Nánari upplýsingar í síma 552 5700. Vélvirkinn sf. Bolungarvík  Viljum ráða vélvirkja eða menn vana vélaviðgerðum.  Menn vana trefjaplastsvinnu, verða að hafa réttindi.  Menn vana vinnu úr járni, áli og ryðfríu stáli.  Menn vana hellulögnum, steinalögnum, garð- og jarðvegsvinnu. Upplýsingar í síma 898 4915. Sölumaður í sportvöruverslun Sportbúð Títan auglýsir eftir sölumanni/konu fyrir sumarið 2003. Umsækjendur þurfa að hafa einhverja þekkingu á kajökum, útivist, skotveið- um og sölustörfum. Einungis reyklausir og reglusamir einstaklingar koma til greina. Umsóknir sendist á robert@velar.is eða á neðan- greint heimilisfang, merktar: Atvinnuumsókn. Umsóknir verða ekki teknar í síma. Sportbúð Títan / Krókhálsi 5g / 110 Reykjavík www.sportbud.is ⓦ í Innri- og Ytri Njarðvík Hafið samband við umboðs- mann í síma 421 3475 og 821 3475 Svæfingahjúkrunar- fræðingar athugið Laus er staða á svæfingadeild Sjúkrahúss Akraness. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. Fáist ekki svæfingahjúkrunarfræðingur kemur til greina að ráða hjúkrunarfræðing, með starfsreynslu, á vöknun. Upplýsingar gefur Guðrún Margrét Halldórs- dóttir, deildarstjóri, í síma 430 6188. Á skurðdeild S.A. eru framkvæmdar um 2000 aðgerðir árlega. Ný og glæsileg skurðdeild var tekin í notkun 30. september 2000. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkra- svið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkra- hús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkra- húsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild og á vel búnum stoðdeildum, þar sem höfuð áhersla er lögð á þjónustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafnframt er lögð áhersla á þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á heilsugæslusviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með forystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar mennta- stofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins. Vallaskóli Selfossi Staða aðstoðarskólastjóra við skólann er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundna stöðu til eins árs vegna námsleyfis. Kennara vantar til starfa næsta skólaár. Meðal kennslugreina eru: Sérkennsla, tónmennt, íþróttir, smíðar, myndmennt, dans, náttúrufræði í eldri deildum auk almennrar kennslu. Umsóknarfrestur um ofangreindar stöður er til 16. apríl. Upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skóla- stjóri, í síma 899 7037. Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið eyjolfur@arborg.is . Viðamiklar upplýsingar um skólann má finna á vefsíðu hans; www.vallaskoli.is . Heildverslun/lagerstarf Heildverslun með snyrtivörur óskar eftir starfsmanni á lager Í starfinu felst að taka upp vörusendingar, af- greiða pantanir af lager, útbúa reikninga, taka pantanir í síma og fleira. Vinnutími er frá kl. 9—17 og starfið er laust nú þegar. Viðkomandi þarf að vera töluglöggur og nákvæmur. Skilyrði er að viðkomandi reyki ekki, sé sam- viskusamur, geðgóður og hafi gaman af mann- legum samskiptum. Umsóknir sendist fyrir 8. apríl til Gudmundur@terma.is eða til Terma - Höfða- bakka 3 - 110 Reykjavík. Ekki er tekið við umsóknum í síma. Ritari í lögfræðideild Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., lögfræðideild, óskar eftir að ráða ritara í fullt starf. Starfið felst í almennum skrifstofustörfum, svo og stofnun innheimtumála, gerð skilagreina, samningum og öðrum samskiptum við viðskiptavini. Viðkomandi þarf að hafa þekkingu á innheimt- ukerfi lögmanna (IL+), kerfi reiknistofu bank- anna svo og öðrum kerfum sem tengjast inn- heimtu. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með starfsreynslu. Nákvæm og öguð vinnubrögð, frumkvæði og sjálfstæði eru æskilegir kostir. Um er að ræða fjölbreytt starf á reyklausum vinnustað. Áhugasamir sendi umsóknir ásamt mynd til augldeildar Mbl., merktar: „Frjálsi“, fyrir 15. apríl nk. eða á netfangið ingolfur@frjalsi.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.