Morgunblaðið - 31.03.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 31.03.2003, Síða 1
STOFNAÐ 1913 88. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Stríð í Írak: Þúsundir araba sagðar vilja deyja píslarvættisdauða  „Rumsfeld ráðríkur“ 12/14 FYRIR stríðið í Írak dreifðu íraskir herfor- ingjar meðal sinna manna eintökum af bandarísku kvikmyndinni „Svarthauk- urinn fallinn“ („Black Hawk Down“) sem kennsluefni í því hvernig sigra ætti Banda- ríkjamenn. Kemur þetta fram í viðtölum við banda- ríska leyniþjónustumenn í tímaritinu Time en myndin segir frá dauða 18 bandarískra hermanna, sem reyndu að bjarga félögum sínum eftir að tvær þyrlur voru skotnar niður í Mogadishu í Sómalíu 1993. Eftir þessar ófarir hættu Bandaríkjamenn bein- um afskiptum af óöldinni í landinu. „Írakar vona augljóslega, að sams konar blóðbað á strætum Bagdad-borgar leiði til sömu niðurstöðu nú,“ sagði í Time. Halliburton ekki með Halliburton, fyrirtæki, sem Dick Chen- ey, varaforseti Bandaríkjanna, stýrði í fimm ár fram til 2000, er ekki annað tveggja fyrirtækja, sem berjast um að fá að stjórna uppbyggingunni í Írak að loknu stríði. Kemur það fram á fréttavef News- week. Í Bandaríkjunum hefur það verið gagn- rýnt, að Halliburton eða dótturfyrirtæki þess, Kellogg Brown and Root, KBR, skyldi valið eitt af fimm til að bjóða í uppbygg- inguna en ekki er vitað hvort það dró sig sjálft í hlé til að komast hjá ásökunum um hagsmunaárekstur. KBR fékk hins vegar samning um að slökkva olíuelda án útboðs og hefur það verið harðlega gagnrýnt. Kennsluefni í Íraksher New York. AFP. Reuters Atriði úr myndinni Svarthaukurinn fallinn. „Svarthaukurinn fallinn“ SPRENGJUM og flugskeytum rigndi í gær yfir Bagdad í látlaus- um loftárásum bandamanna. Geisa miklir eldar í borginni en engar áreiðanlegar fréttir voru um mannfall. Með árásunum í gær vildu bandamenn meðal annars leggja áherslu á, að ekkert væri hæft í fréttum um, að til stæði að gera hlé á hernaðinum. Eitt flugskeytanna lenti á Karr- ada-íbúðahverfinu í Bagdad og að sögn Al-Jazeera-sjónvarpsstöðvar- innar í Qatar týndu þar nokkrir óbreyttir borgarar lífi. Fréttaritari AFP segir hins vegar, að tjón hafi orðið lítið og enginn látist eða særst. Loftárásirnar hafa verið mestar fyrir sunnan borgina á varnarlínu Lýðveldisvarðarins. Harðir stórskotaliðsbardagar voru við Basra í Suður-Írak í gær en sagt er, að þar séu breskir her- menn að búa sig undir að ráðast inn í borgina. Í Nasiriya hefur bandarísku herliði tekist að ná undir sig syðri bakka Efrat-fljóts en liggur þar undir harðri skothríð. Gagnrýni hafnað Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, vísaði í gær á bug vaxandi gagnrýni á stríðsreksturinn og gang hans og sagði, að áætlanir um hann hefðu verið unnar af Tommy Franks, hershöfðingja og yfirmanni banda- ríska herliðsins í Írak, í náinni samvinnu við bandaríska herfor- ingjaráðið. Franks sagði í gær, að hernaðurinn gengi vel og von væri á 120.000 hermönnum til viðbótar við þau 90.000, sem nú væru í Írak. Fréttaritari AFP-fréttastofunnar hafði það þó eftir bandarískum hermönnum, sem hafa búið um sig við bæinn al-Kut við Tígris-fljót, að þeir byggjust við, að sóknin til Bagdad drægist í nokkrar vikur. Bandarískir hermenn við borg- ina Najaf bjuggust í gær til að berjast hús úr húsi og í N-Írak er haldið uppi árásum á Íraka við Mosul og Kirkuk. Ezzat Ibrahim, yfirmaður íraska hersins þar, sagði í gær, að mótspyrnan þar yrði ekki minni en sunnar í landinu. Látlausar árásir á víg- línu Lýðveldisvarðar Reuters Íraskar konur á leið frá Basra. Um borgina hefur verið hart barist síðan herir bandamanna réðust inn í Írak. Bagdad, Washington. AP, AFP. DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, sagði í samtali við Morg- unblaðið á landsfundi flokksins í gær að hann útilokaði þátttöku Sjálfstæðisflokksins í þriggja flokka ríkisstjórn. „Það eru eilíf uppboð á milli flokka þannig að það gengur ekki,“ sagði hann. Davíð sagði að sjálfstæðismenn hefðu ávallt verið mjög andsnúnir því að taka þátt í þriggja flokka stjórnum. Þeir hefðu einu sinni tekið þátt í slíkri stjórn en þá hafi þeir neyðst til þess í kjölfar þriggja mánaða stjórnarkreppu. „Það var eftir þriggja mánaða stjórnar- myndunarþóf sem menn gerðu það og það var stjórn sem ekki entist vel.“ Davíð vísar þarna til ríkis- stjórnar Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks und- ir forystu Þorsteins Pálssonar, en sú stjórn var mynduð sumarið 1987 en sprakk árið 1988. Skv. skoðanakönnun Gallup á fylgi stjórnmálaflokkanna í mars- mánuði eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin með um 35% fylgi hvor um sig. Framsóknarflokkur- inn mælist hins vegar með tæplega fengið á landsfundi. Geir H. Haarde var einnig endurkjörinn varaformaður flokksins með 93% gildra atkvæða. Skýrir og ótvíræðir kostir Í stjórnmálaályktun fundarins segir m.a. að eðlilegt sé að Seðla- banki Íslands beiti stjórntækjum sínum til að stuðla að frekari vaxta- lækkun. „Vaxtalækkun nú myndi tvímælalaust stuðla að raungeng- islækkun og efla atvinnulífið frek- ar,“ segir þar. Þá er lýst yfir ein- dregnum stuðningi við stefnu ríkisstjórnarinnar í Íraksmálinu. Í lokaávarpi sínu sagði Davíð m.a. að á landsfundinum hefðu sjálfstæðismenn mótað stefnu sína til næstu ára „Yfirskrift okkar á þessum fundi er áfram Ísland. Það er vel til fundið því í vor verður kosið um hvort við höldum áfram á þeirri braut sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur markað; braut aukins kaupmáttar, braut lægri skatta, braut jafnvægis í efnahagsmálum, braut góðrar heilsugæslu og braut öflugs menntakerfis.“ Útilokar þátttöku í þriggja flokka stjórn Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Geir H. Haarde vara- formaður voru báðir endurkjörnir á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Hér fagna þeir eftir að úrslit kosninganna höfðu verið kunngjörð. Davíð fékk 98% atkvæða Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk á fimmta tímanum í gær en þar var Davíð Oddsson endurkjör- inn formaður flokksins með 98% atkvæða. Halldór Blöndal, sem stýrði fundinum, sagði að þetta væri glæsilegasta kosning sem for- maður Sjálfstæðisflokksins hefði 13% fylgi. Davíð segir þessar nið- urstöður neikvæðar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. „Þessi könnun er að því leytinu til okkur neikvæð og erfið að við sjáum ekki að það sé nema einn möguleiki á tveggja flokka stjórnarmyndun,“ segir hann og bætir við: „En okkur hefur liðið ágætlega í því stjórnarsam- starfi sem við erum í.“  Landsfundur/10 HAFT er eftir bandarískum leyni- þjónustumönnum, að Jemenar, Palest- ínumenn og Tétsenar berjist með Írökum í borginni Nasiriya en um hana hafa staðið harðir bardagar frá upphafi Íraksstríðsins fyrir 12 dögum. Styðja þessar fréttir þær fullyrðing- ar Íraka, sem fram komu í gær, að þúsundir manna frá öllum arabaríkj- unum og jafnvel víðar að séu komnar til Íraks og tilbúnar að deyja píslar- vættisdauða í sjálfsmorðsárásum á breska og bandaríska hermenn. Í gær bárust meðal annars fréttir af því, að ótiltekinn fjöldi manna hefði komið frá Sýrlandi til borgarinnar Mosul í Norð- ur-Írak og nokkuð hefur verið um, að Írakar, búsettir í Jórdaníu, hafi haldið heim til að berjast. Tétsenar í liði Íraka Washington. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.