Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Glitnir kemur flér í samband vi› rétta bílinn – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun MATVARA var óvenju ódýr í verslunum Hagkaupa í gær þegar verð var lækkað sem nam helmingi virðisaukaskatts. Með þessu vildi fyrirtækið hvetja stjórnvöld til að falla frá tveggja skattþrepa neyslu- stýringu og lækka virðisaukaskatt á alla matvöru niður í 7%. Við upphaf landsfundar Sjálf- stæðisflokksins á fimmtudag hét Davíð Oddsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, umtalsverð- um skattalækkunum á næsta kjör- tímabili. Meðal annars sagði hann að virðisaukaskattur vöruflokka, sem nú tilheyra lægra skattþrepi eða 14%, yrði lækkaður niður í 7%. Að sögn Finns Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Hagkaupa, fagnar fyrirtækið þessum tillögum. „Al- mennt hefur verslun á Íslandi legið undir ámæli fyrir að matur sé of dýr. Okkar málflutningur hefur hins vegar verið mjög skýr: það er fyrst og fremst í höndum hins op- inbera að taka ákvörðun um hvort verð á matvöru hér lækkar eða ekki. Við höfum rökstutt það með því að sá hluti sem hægt er að bera okkur saman á, álagningin, er síst hærri hér á Íslandi en í nágranna- löndunum og í rauninni erum við að vinna á lægri álagningu en Bret- land, Danmörk, Svíþjóð og víðar.“ Lækkaði matarkörfuna um u.þ.b. 8% Hann segir fyrirtækið þó vilja ganga skrefinu lengra og lækka virðisaukaskatt á allri matvöru í 7%, einnig þeirri sem tilheyri efra skattþrepi og beri 24,5% virðis- aukaskatt. „Við bendum á að það er ákveðið misræmi í matarflokk- um. Ég held að það sé venjulegur heimilismatur sem beri hærri skattinn því þótt þar sé kannski ekki alltaf hollasta varan á ferð þá er þetta einfaldlega það sem heim- ilin eru að kaupa.“ Sem dæmi um misræmi nefnir hann að Gerber barnamauk beri 14% virðisauka- skatt á meðan barnadjús frá sama fyrirtæki beri 24,5% skatt. Finnur segir fyrirtækið því hafa ákveðið, í framhaldi af tillögum Davíðs, að lækka verð á vörum sem næmi helmingi á virðisaukaskatti í einn dag. Þannig hafi verið veittur 7% afsláttur af vöruverðinu í þeim tilfellum sem varan bar 14% virð- isauka og ívið meira tilheyrði hún efra skattþrepinu. Taldi hann að heildaráhrifin hefðu orðið til lækk- unar á meðalmatarkörfunni um í kring um 8%. Þannig hafi rauð epli lækkað um 12 krónur kílóið í gær, nautahakk um 62 krónur, skinku- álegg um 103 krónur, lambalæri um tæplega 70 krónur, 2 lítra kók- flaska um rúmlega 20 krónur og mjólkurlítrinn um 5–6 krónur. Rétt er að taka fram að tilboðið gilti að- eins í gærdag. Að sögn Finns fann starfsfólk fyrir því að viðskiptavinir tóku lækkuninni vel og þannig hafi verið heldur meira að gera í verslunum fyrirtækisins í gær en ella. Slæmt veður hafi þó haft áhrif á að að- sóknin var ekki eins mikil um eft- irmiðdaginn og í byrjun dagsins. Hagkaup tóku undir tillögur forsætisráðherra um helmingslækkun virðisaukaskatts á matvælum Lækkuðu virðis- auka um helm- ing í einn dag Morgunblaðið/Sverrir Finnur segir viðskiptavini hafa tekið verðlækkuninni vel, sérstaklega framan af degi á meðan veður var skaplegt. FÓLK sem býr eitt, vantar fé- lagsskap og kvíðir stórhátíðum mun koma saman til fundar í safnaðar- heimili Hallgrímskirkju næstkom- andi miðvikudag kl. 20,00. Hug- myndin er að koma á laggirnar einhvers konar samtökum þar sem einstæðir einstaklingar geti sótt sér félagsskap annarra í svipuðum að- stæðum. Það er Elísabet Jónsdóttir sem á frumkvæðið að því að auglýsa fund- inn en hún hefur verið ekkja til 14 ára. „Samkvæmt tölum frá Hagstof- unni frá því í lok ársins 2001 eru 26,57% Íslendinga 18 ára og eldri ein, þ.e. ekki gift, ekki í sambúð eða einstæðir foreldrar,“ segir hún. „Þetta er svo stór hópur og kannski vekjum við athygli á þessu með því að búa til svona félag.“ Hún segir litla möguleika fyrir þetta fólk að komast í kynna við aðra einstaklinga þar sem íslenskt sam- félag sé svo lokað. „Maður gengur ekki að manninum út í banka og spyr hvort hann vilji fá sér kaffi með manni og þú gerir það hvergi nema kannski í heita pottinum ef þú kemur þangað alltaf á sama tíma.“ Kvíða páskunum Elísabet telur það einkennandi fyrir fólk sem býr eitt að kvíða stórhátíðum og sjálf sé hún farin að kvíða páskunum. Það hafi kannski ýtt á eftir henni að láta til skarar skríða með stofnun samtakanna ein- mitt núna. „Ef við getum haft fé- lagsskap hvert af öðru á stórhátíðum þá er það hið besta mál.“ Að sögn Elísabetar er hugmyndin með fundinum ekki sú að fólk finni sér endilega lífsförunaut enda gagn- rýnir hún að kynningarþjónustur og önnur fyrirbrigði, sem miði að því að koma fólki í samband við hvert ann- að, einblíni á að einstaklingur hitti einstakling. „Þetta er ekki hjóna- bandsmiðlun heldur félagsskapur,“ segir hún. „Ég vil athuga hvort fólk vilji ekki koma á fundinn og hittast. Í framhaldinu gæti ég hugsað mér að búa til litla hópa eftir áhugamálum.“ Auglýsir stofnun félags fyrir einstætt fólk Fjórði hver fullorðinn Íslendingur er einn „STJÓRNMÁLAMENN tala of lítið við börn,“ sagði Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti, meðal annars er hún ávarpaði mál- þingið Börn og lýðræði sem haldið var í Valhöll á Þingvöllum á laug- ardag. Hún sagði þá mynd sem börn fengju af umheiminum vera of mikla glansmynd sem væri óraunsæ. „Lýðræði er ekki hægt að kenna með bókum, það þarf þátttöku,“ sagði Vigdís. Hún sagði að gefa þyrfti börnunum tækifæri til að vinna með lýðræðið og kynnast því í gegnum verkefnavinnu. Þannig væru þau í tengslum við raunveru- leikann sem væri annar en glans- myndirnar kynntu. Hún lagði í erindi sínu áherslu á að búa þyrfti til verkefni í skól- unum þar sem allir væru jafnir og kennarinn ynni með nemendunum og gætti þess að allir væru með, líka þeir sem væru feimnir og óframfærnir. Verkefni kennarans væri að virkja hvern einasta nem- anda því það væri meðal annars til- hneiging í samfélaginu að skilja þann eftir sem til dæmis talaði ekki málið. Hugmynd Vigdísar er að sett verði á þing í skólunum um hin ýmsu mál og allir hefðu rétt á að taka til máls. Nemendur bæru allir ábyrgð á verkefninu. „Þetta mun skila æfingu í lýðræðinu, að allir hafi jafnan rétt til að lifa,“ sagði Vigdís. Hún sagði verkefni af þessu tagi meðal annars geta virkað sem kennsla í því að venja samfélagið af árásargirni, hún hyrfi með því að börnin lærðu að takast á við mis- munandi sjónarmið með umræðum. Þau lærðu að taka tillit til allra í hópnum, að allir ættu sama rétt. Yki skilning milli kynslóða Í erindi sínu benti Vigdís meðal annars á það sem mögulegt verk- efni að börnin í skólunum tækju upp það verkefni að kanna kjör aldraðra. Þetta gætu þau gert á ýmsan hátt, með heimsóknum á stofnanir, með viðtölum við afa og ömmu og svo með því að fá eldra fólk inn í skólann til sín. „Það eru margir eldri borgarar á góðum járnum og vilja glaðir taka þátt í svona verkefni,“ sagði Vigdís og benti á að slík verkefni ykju skiln- ing á milli kynslóða og svo fyndist fólki svo gaman að taka þátt í slíku. „Ég held að það geti orðið okkur til mikils gagns að taka upp svona vinnubrögð og vinna með lýðræð- ið,“ sagði Vigdís. Þau vinnubrögð sagði hún að gætu orðið verkfæri í þá veru að minnka ofbeldið í sam- félaginu. Vigdís Finnbogadóttir á málþingi Börn fái tækifæri til að kynnast lýðræðinu Morgunblaðið/Sig. Jóns. Vigdís Finnbogadóttir flytur ávarp sitt á málþinginu á Þingvöllum. Selfossi. Morgunblaðið. ALÞJÓÐA heilbrigðismálastofnun- in hefur gefið út tilmæli um að- gerðir til að koma í veg fyrir ferða- tengda útbreiðslu heilkennis alvarlegrar bráðrar lungnabólgu (HABL). Aðgerðirnar miða að því að reyna að koma í veg fyrir að fólk, sem smitað er af sjúkdómn- um, beri hann á milli landa. Mælir stofnunin með því að heil- brigðis- og flugvallaryfirvöld á þeim svæðum, sem orðið hafa fyrir útbreiðslu á sjúkdómnum, spyrji flugfarþega um einkenni, sem gefa tilefni til að ætla að þeir séu haldn- ir HABL. Í framhaldinu ráðleggi þau þeim, sem eru með hita og hyggjast fljúga til annarra landa, að fresta förinni þar til þeim líður betur. Haraldur Briem sóttvarnarlækn- ir bendir á að tilmælin séu til heil- brigðis- og flugvallaryfirvalda á þeim stöðum, þar sem veikin hefur breiðst út, og því kalli þau ekki á viðbrögð frá íslenskum heilbrigð- isyfirvöldum. Þessi svæði eru ein- ungis fjögur, þ.e. Toronto í Kan- ada, Singapore, Peking, Guandong, Hong Kong, Shanxi og Taívan í Kína og loks Hanoi í Víetnam. Engin tilfelli hérlendis „Þetta er eins konar fyrirbyggj- andi ráðstöfun en Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin og flestar Evrópuþjóð- irnar eru ekki með nein tilmæli um að fólk sé ekki að ferðast almennt,“ segir hann og bætir því við að lítil hætta sé talin á því að fólk smitist í flugvélum af sjúkdómum. Hins vegar sé ekki talið heppilegt að sitja við hliðina á veikum, hóstandi einstaklingi á langflugi enda smit- ist sjúkdómurinn m.a. með dropum og slími frá öndunarvegi. Engin tilfelli sjúkdómsins hafa komið upp hérlendis, að sögn Har- aldar. Þá hafa ekki komið upp far- aldurs eða vandamál tengd sjúk- dómum á þeim stöðum í Evrópu þar sem hann hefur greinst. Ný tilmæli gefin út vegna útbreiðslu alvarlegrar bráðrar lungnabólgu Kalla ekki á við- brögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.