Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Velkominn um borð. Ráðstefna um lífeyrisréttindi Sjóðir sam- lyndra hjóna KvenréttindafélagÍslands stóð fyrirráðstefnu síðast- liðinn laugardag sem hafði yfirskriftina Sjóðir sam- lyndra hjóna. Lífeyris- sjóðsréttindi voru þar tek- in til skoðunar í tengslum við hjónaskilnaði en mörg álitamál hafa komið upp hin seinni ár og dómar sem fallið hafa verið mis- vísandi. Lára V. Júl- íusdóttir hæstaréttarlög- maður og fyrrum formaður Kvenréttinda- félags Íslands var einn fyrirlesara ráðstefnunnar og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðs- ins. – Segðu okkur frá yfir- skriftinni... „Yfirskriftin, Sjóðir samlyndra hjóna, er sótt í titil bókar sem Guðbergur Bergsson skrifaði og hét Ástir samlyndra hjóna. Mál- efni ráðstefnunnar var lífeyris- sjóðsréttindi hjóna, en viss ákvæði í lögum og nokkurt þekk- ingarleysi almennings á vissum möguleikum hafa ekki orðið til að auðvelda uppgjör á réttindunum við skilnað og oftar en ekki hefur það orðið kveikjan að leiðindum þegar allt hefur farið í bál og brand.“ – Hverju vilduð þið koma þarna til skila? „Það var nú ýmislegt sem þurfti að ræða og benda á, en það má kannski segja að aðalatriðið hafi verið að vekja umræðu um og vekja athygli á því að það er hægt að gera vissar ráðstafanir bæði þegar gengið er í hjónaband svo og þegar að skilnaði kemur um jafna skiptingu lífeyrisréttinda. Þá á ég við réttindi til ellilífeyris.“ – Er svo að skilja að þetta sé mikið deiluefni? „Það er nokkuð um að heima- vinnandi konur standi uppi án allra slíkra réttinda við skilnað eftir að karlinn hefur áunnið sér mikil réttindi. Annars staðar, þar sem konur vinna úti, þá eru rétt- indi þeirra oft miklum mun minni vegna lægri launa og þá er það spurningin sem jafnan kemur upp ef kemur til skilnaðar hvort ekki sé sanngjarnt að jafna út lífeyr- isréttindin. Verstu tilvikin eru kannski ekki algeng, en það eru nokkur dæmi um slíkt og hin dæmin eru náttúrulega mun fleiri. Það hafa verið nokkur dómsmál, en því miður þá eru úrskurðir hæstaréttar í þeim misvísandi.“ – Ef við hverfum aftur að lög- unum þá segir þú að þar sé að finna ákvæði sem fólk getur nýtt sér? „Já, heimildin til skiptingar elli- lífeyrisréttinda er til staðar og hana er að finna í 14. grein l. nr. 129 frá 1997, þar stendur þetta svart á hvítu. Þar er klárlega að- ferð eða leið fyrir fólk en því mið- ur er alltof algengt að fólk hafi ekki hina minnstu hugmynd um það og málin skýrast ekki fyrr en illindi og leiðindi eru komin í spilið.“ – Hvers vegna hefur fólk ekki hugmynd um svona lagað, hver á að segja því frá þessu? „Það eiga að vera lögmenn ein- staklinga sem koma að þessu og leiðsögn ætti einnig að koma frá landssamtökum lífeyrissjóðanna. Það hefur hins vegar verið mikill misbrestur á því að þetta ákvæði hafi verið kynnt sem skyldi.“ – Hverjir tóku til máls á ráð- stefnunni og um hvað töluðu þeir? „Ég tók þarna til máls og reif- aði málefnið út frá lögfræðilegum sjónarhóli, eins og við höfum komið hér að. Einnig tóku til máls Hrafn Magnússon hjá Landssam- tökum lífeyrissjóða sem tók á málinu frá þeirra hlið. Guðmund- ur Hallvarðsson alþingismaður skoðaði réttindi heimavinnandi kvenna og Haukur Hafsteinsson fjallaði um lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna.“ – Telur þú að vel hafi tekist til með þessa ráðstefnu og að þið hafið komið umræðunni á ein- hvern rekspöl? „Já, öll umræða um mál af þessu tagi er til bóta og ég hygg og vona að allir sem gera sér grein fyrir því hvernig staða get- ur komið upp séu sammála um að mikillar ósanngirni getur gætt. Það er með ólíkindum hversu stórum hlut af eignum menn hafa getað haldið utan skipta og engin sanngirni í því að einn geti farið með allan lífeyrisréttinn við skiln- að og skilið hinn aðilann eftir með ekki neitt.“ – Þetta er sum sé hreint og klárt jafnréttismál? „Já, hreint og klárt jafnréttis- mál. Þetta er einn angi af barátt- unni.“ – Hvernig gengur sú barátta annars? „Það hefur þokast, vissulega, en því miður eins og þessi dæmi sýna, þá er mikið verk enn óunn- ið. Fordómar hafa minnkað en þeirra gætir enn og hlutirnir mættu ganga hraðar fyrir sig. Það sem hefur einkum breyst hin síðari ár er aukin þátttaka kvenna í atvinnulífinu og lang- skólanámi. Unga fólkið verður víðsýnna og meðvitaðra og sér ójöfnuðinn. Hvað lífeyrisréttindin varðar þá hlýtur að horfa þar til betri vegar. Umræðan er komin á skrið og þessir misvísandi dómar sem fallið hafa í hæstarétti gera ekki annað en að hraða því að tek- ið sé á málinu. Ég trúi ekki öðru en að greitt verði úr málinu næst þegar hjúskaparlögin verða end- urskoðuð.“ Lára V. Júlíusdóttir  Lára V. Júlíusdóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1951. Hún út- skrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1977, varð héraðs- dómslögmaður árið 1980 og hæstaréttarlögmaður árið 1998. Lára rekur nú eigin lög- fræðiskrifstofu og er jafnframt lektor við lagadeild Háskóla Ís- lands. Hún er og fyrrverandi for- maður Kvenréttindafélags Ís- lands. Eiginmaður Láru er Þorsteinn Haraldsson endur- skoðandi og eiga þau þrjú börn. Engin sann- girni að einn geti farið með öll réttindin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.