Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í STJÓRNMÁLAÁLYKTUN landsfundar Sjálfstæðisflokksins sem samþykkt var ein- róma undir lok landsfundarins í gær segir m.a. að sjávarútvegur muni um ókomin ár verða meginstoð íslensks efnahagslífs og þurfi því að vera rekinn á grundvelli ítrustu hag- kvæmni og með virðingu fyrir auðlindinni. „Atvinnugreinin má ekki bera þungar byrð- ar af sérstakri skattheimtu. Sú niðurstaða sem fengin er með innheimtu hóflegs veiði- gjalds er vel viðunandi fyrir atvinnugreinina og hefur haft í för með sér meiri sátt að þessu leyti um nýtingu helstu náttúruauðlindar okk- ar,“ segir í stjórnmálaályktuninni. ESB-aðild þjónar ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar Í umfjöllun um Evrópumál segir að EES- samningurinn hafi tryggt íselnsku atvinnulífi greiðan aðgang að helsta markaðssvæði í Evr- ópu. „Aðild að ESB myndi skerða fullveldi okkar, svipta þjóðina forræði yfir helstu auð- lindum sínum, auka útgjöld ríkissjóðs, efla skrifræði og auka þar með óhagkvæmni. Sjálfstæðisflokkurinn telur því aðild að ESB ekki þjóna hagsmunum íslensku þjóðarinnar eins og málum er nú háttað.“ Aukið samstarf um rekstur í heilbrigðisþjónustu Í umfjöllun um velferðarkerfi og mennta- mál segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji standa vörð um velferðar- og heilbrigðiskerfið og tryggja aðgengi allra Íslendinga að góðri heil- brigðisþjónustu. „Ríkisvaldið á að bera ábyrgð á fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar. Auka þarf samstarf opinberra aðila og einka- aðila um rekstur einstakra þátta heilbrigð- isþjónustunnar með það að markmiði að bæta þjónustu og draga úr kostnaði,“ segir í stjórn- málaályktun landsfundarins. Á landsfundinum var einnig samþykkt sér- stök ályktun um heilbrigðismál, en drög að ályktun um þann málaflokk tóku nokkrum breytingum í starfshópi á landsfundinum. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum í gær er m.a. hvatt til þess að kostnaðargreiningu í heilbrigðiskerfinu verði hraðað, svo hægt verði að hverfa frá föstum fjárlögum til fjár- laga þar sem greitt er fyrir unnin verk. „Sjálf- stæðisflokkurinn vill viðhalda almannatrygg- ingum og að greitt sé úr sameiginlegum sjóðum fyrir heilbrigðisþjónustu. Almanna- tryggingar greiði fyrir þjónustu við sjúklinga, hvort sem hún er veitt af ríki eða öðrum að- ilum, t.d. með þjónustusamningum. Sjúkra- stofnanir, ríkisreknar sem einkareknar og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn, selji þjónustu sína og greiðslur verði í sam- ræmi við kostnað, óháð því hvort reksturinn er á vegum hins opinbera eða einkaaðila. Tryggja þarf jafna rekstrar- og samkeppn- isstöðu þessara aðila. Landsfundurinn hvetur til aukins samstarfs opinberra aðila og einkaaðila um rekstur ein- stakra þátta í heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að hagkvæmni og kostir einka- rekstrar fái notið sín sem víðast. Fundurinn telur að í heilbrigðisþjónustu, jafnt sem öðr- um atvinnugreinum, sé þörf fyrir framtak ein- staklinga og minnkandi opinberan rekstur. Fundurinn leggur sérstaka áherslu á fjöl- breytt rekstrarform og valmöguleika í heilsu- gæslu auk tilfærslu verkefna í heilsugæslu og einstarka verkefna í sjúkrahúsþjónustu frá ríki til annarra aðila,“ segir í ályktun fund- arins um heilbrigðismál. Í ályktun um réttarfars- og stjórnskipunar- mál segir að Landsfundurinn telji að það sé í samræmi við nútímalýðræðisviðhorf að stjórnarskrárbreytingar öðlist ekki gildi fyrr en þær hafi verið samþykktar í sérstakri þjóð- aratkvæðagreiðslu. Þá vekur fundurinn at- hygli á því að þrátt fyrir nauðsyn á öflun, skráningu og vörslu upplýsinga verði að virða friðhelgi einkalífs. „Landsfundur leggur því til að opinber birting álagninga- og skattskráa verði lögð af.“ Þá leggur fundurinn áherslu á að réttur manna til að standa utan félaga verði virtur. Í ályktun um iðnaðarmál segir að erlend fjárfesting hafi hingað til verið hvað fyrirferð- armest í stóriðju og að svo virðist sem enn sé áhugi fyrir hendi á því sviði. „Samhliða því að komið verði á samkeppni í orkubúskapnum er sjálfsagt að gera erlendum aðilum kleift að fjárfesta í byggingu og rekstri orkuvera. Draga þarf úr hvers konar hindrunum sem standa í vegi fyrir þátttöku erlendra fjárfesta í einstökum greinum.“ Í ályktun um umhverfis- og skipulagsmál hvetur fundurinn til þess að allar greinar at- vinnulífs hafi sjálfbæra þróun að leiðarljósi og taki þátt í mótun og þróun Staðardagskrár 21. „Í þeim tilgangi er æskilegt að atvinnulífið færi að eigin frumkvæði grænt bókhald.“ Að síðustu má geta ályktunar um sam- göngumál en þar er m.a. hvatt til þess að einkafjármagn verði nýtt við uppbyggingu samgöngumannvirkja þar sem því verði við komið. „Landsfundur hvetur til þess að enn frekar verði farið inn á þá braut að einkaað- ilar taki að sér fjármögnun, verkframkvæmd og rekstur samgöngumannvirkja.“ Stjórnmálaályktun var samþykkt einróma á landsfundi Sjálfstæðisflokksins Innheimta hóf- legs veiðigjalds er vel viðunandi KONUR juku hlut sinn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins við kjör til mið- stjórnar á landsfundi flokksins í gær. Kosið var um ellefu sæti af 33 í miðstjórninni. Alls gáfu 17 manns kost á sér og náðu sex konur kjöri í miðstjórn og fimm karlar. Fjölgar konum um tvær í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins. Gild atkvæði í kosningunni voru 952. Eftirtaldir voru kjörnir í mið- stjórn: Birna Lárusdóttir, bæj- arfulltrúi Ísafirði 847 atkv., Tinna Traustadóttir, lyfjafræðingur Reykjavík 738 atkv., Elínbjörg Magnúsdóttir, sérhæfður fisk- vinnslumarður Akranesi 696 atkv., Ragnar Sær Ragnarsson sveit- arstjóri Bláskógarbyggð 690 atkv., Valgerður Sigurðardóttir, bæj- arfulltrúi hafnarfirði 615 atkv., Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir verk- efnastjóri Reykjavík 597 atkv., Magnús Þór Gylfason, viðskipta- fræðinemi við Háskólann í Reykja- vík 592 atkv., Magni Kristjánsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri Fjarðabyggð 546 atkv., Ásta Þór- arinsdóttir, hagfræðingur, Kópa- vogi 516 atkv., Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri Laxamýri 499 atkv. og Grímur Gíslason, vélstjóri Vestmannaeyjum 490 atkv. Eftirtaldir náðu ekki kjöri: Gunn- laugur Sævar Gunnlaugsson, Hall- dór Gunnarsson, Ingibjörg Jóhann- esdóttir, Jón Magnússon, Kjartan Ólafsson, og Þorsteinn Halldórsson. Konum fjölgaði í miðstjórn Morgunblaðið/Sverrir Fjölmargar ályktanir voru afgreiddar við atkvæðagreiðslur á síðasta degi landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær. Morgunblaðið/Sverrir Nokkrir landsfundarfulltrúar voru heiðraðir sérstaklega á landsfundinum í gær fyrir að hafa tekið þátt í fleiri landsfundum Sjálfstæðisflokksins en flestir aðrir. Þeirra á meðal var Árni Helgason úr Stykkishólmi sem hefur setið landsfundi Sjálfstæðisflokksins í meira en sex áratugi. Á myndinni má sjá landsfundarfulltrúa rísa úr sætum sínum og heiðra Árna með lófataki. TEKIST var á um tillögu um að leggja niður starfsemi ÁTVR sem samþykkt var á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins í gær en tillöguna er að finna í kafla um einkavæðingu í ályktun fundarins um viðskipta- og neytendamál. Miklar umræður urðu um málið fyrir hádegi og kvöddu tæplega 30 landsfundarfulltrúar sér hljóðs um tillöguna. Hún var samþykkt á end- anum með meirihluta atkvæða og breytingartillögur, m.a. um að fella setninguna um ÁTVR út úr álykt- uninni eða gera á henni breytingar t.d. um að verja andvirðinu af sölu ÁTVR til forvarnarstarfs, voru felldar. Ríkið dragi sig út úr öllum verslunarrekstri Umræddur kafli ályktunarinnar sem samþykktur var er svohljóð- andi: „Í tíð tveggja síðustu ríkis- stjórna undir stjórn Sjálfstæðis- flokksins hefur farið fram mesta einkavæðing í sögu íslenskrar þjóð- ar og stór skref verið stigin í þá átt að gera íslenskt efnahagslíf sam- keppnishæfara. Mörg verk eru enn óunnin. T.d. er Síminn enn í eigu ríkisins og starfsemi Íbúðalánasjóðs er gott dæmi um verkefni sem betur á heima hjá einkaaðilum. Þá er mik- ilvægt að ríkið dragi sig út úr öllum verslunarrekstri, t.d. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem skilja skal á milli fasteigna- og viðskipta- reksturs. Leggja skal niður ÁTVR þegar í stað og selja eignir þess. Selja skal áfengi eftir reglum sem Alþingi setur. Nauðsynlegt er að einfalda opinbera kerfið með því að leggja niður óþarfar stofnanir og bjóða í auknum mæli út rekstur þeirra sem eftir verða.“ Þeir sem voru meðmæltir tillög- unni héldu því m.a. fram að þetta væri mannréttindamál og hefði ekk- ert með forvarnir að gera en þeir sem voru andvígir töldu að slíkt fyr- irkomulag myndi leiða til aukinnar áfengisneyslu. Skylduáskrift að fjölmiðlum verði afnumin Í ályktun landsfundarins um við- skipta- og neytendamál segir einnig: „Skylduáskrift að fjölmiðlum verði afnumin nú þegar. Íslenskir neyt- endur eiga sjálfir að ráða hvort og hvaða fjölmiðla þeir kaupa. Endur- skoða skal hlutverk ríkisins á þess- um markaði. Rétt er að afnema einkarétt á póstdreifingu sem fyrst í því skyni að koma á frjálsri samkeppni í þess- ari atvinnugrein með hagsmuni neytenda að leiðarljósi.“ Þar segir einnig að stærstur hluti landsmanna geti ekki valið sér líf- eyrissjóð. „Mikilvægt er að fólki verði gert kleift að velja sér sjóð í nánustu framtíð,“ segir í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem samþykkt var á síðasta degi landsfundarins í Laugardalshöll í gær. Miklar umræður um ályktun um viðskipta- og neytendamál Leggja skal niður ÁTVR þegar í stað NOKKRAR umræður urðu um það á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hvort samþykkja ætti ályktun um að tekin verði upp sérstök ívilnun fyrir dagróðrabáta sem róa með línu. Guðmundur Halldórsson skipstjóri lagði tillöguna fyrst fram í sjávarút- vegsnefnd flokksins, en þar var hún felld, að sögn Guðmundar með naumum meirihluta. Í ljósi þess ákvað hann að bera tillöguna aftur upp fyrir sjálfan landsfundinn. Eftir nokkrar umræður var hún síðan samþykkt og henni bætt við ályktun fundarins um sjávarútvegsmál. Í sjávarútvegsnefnd urðu miklar umræða um hvalveiðimál og hvenær hefja skyldi hvalveiðar að nýju. Að lokum var eftirfarandi ályktun bætt inn í ályktun um sjávarútvegsmál: „Fundurinn telur tímabært að hefja hvalveiðar í vísindaskyni sumarið 2003 og veiðar í atvinnuskyni hefjist árið 2006 í samræmi við þann fyr- irvara sem Íslendingar settu við inn- göngu í ráðið árið 2002. Fundurinn beinir því til sjávarútvegsráðherra að hann gefi út leyfi til vísindaveiða á hvölum sumarið 2003.“ Í sjávarútvegsnefnd var einnig samþykkt að bæta eftirfarandi setn- ingu inn í ályktunina um sjávarút- vegsmál: „Lög sem kveða á um há- marksaflahlutdeild einstakra fyrirtækja hafa gefist vel og kemur alls ekki til greina að breyta þeim til rýmkunar.“ Þessar breytingar voru síðan samþykktar á landsfundinum. Ívilnun tekin upp fyrir dagróðrarbáta TILLAGA um afnám sjó- mannaafsláttar í skattkerfinu var felld eftir töluverðar um- ræður á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins í gær. Í upphaflegum drögum að ályktun um skattamál sem lögð voru fyrir fundinn sagði að leita ætti eftir viðræðum um yfir- töku útgerða á sjámannaaf- slættinum. Í starfshópi fundar- ins var þessi setning hins vegar felld út og í staðinn lagði starfs- hópurinn fram svohljóðandi til- lögu: ,,Leitað verði leiða við að afnema sjómannaafslátt.“ Við umræður um ályktunina lögðust Grímur Gíslason, vél- stjóri í Vestmannaeyjum, og Guðmundur Hallvarðsson al- þingismaður eindregið gegn til- lögunni. Grímur sagði m.a. fá- ránlegt að setja þessa tillögu um afnám sjómannaafsláttar- ins inn í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins rétt fyrir kosningar. Lögðu þeir til að til- lagan yrði felld og var það sam- þykkt með þorra atkvæða. Tillaga um afnám sjó- mannaaf- sláttar felld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.