Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STRÍÐ Í ÍRAK „Draumurinn um Bandaríkin er von alls mannkyns“ GEORGE W. BUSH Í RÆÐU. TRÚARLEGAR VÍSANIR ERU ALGENGAR Í RÆÐUM BANDARÍSKRA RÁÐAMANNA. DONALD Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, hunzaði ítrekað ráðgjafa ráðuneytisins varð- andi undirbúning og skipulagningu innrásarinnar í Írak, að því segir í grein í tímaritinu The New Yorker sem kemur út í dag, mánudag. „Hann hélt hann vissi betur. Hann tók allar ákvarðanirnar,“ hefur blaðið eftir ein- um hernaðarráðgjaf- anna. „Rummy kom sjálfum sér í þessi vandræði vegna þess að hann vildi takmarka stærð landhersins á vettvangi.“ Eftir því sem skýrt er frá í greininni, sem samin er af Seymour Hersh, segja ráðgjaf- arnir að Rumsfeld hafi „stýrt hernaðaráætlun- inni í smáatriðum vegna tortryggni í garð hershöfðingjanna og vegna þess að hann vildi gera tilraun til að sanna eigin kenningu um að léttur og sveigjanlegur herafli gæti af- greitt Saddam Hussein snyrtilega og snögglega.“ Reyndar er fullyrt að lengi hafi samskipti Rumsfelds og yfirmanna bandaríska heraflans verið stirð. Vísar ásökunum á bug Ráðgjafarnir vildu senda mun fleiri hermenn og hergögn til Íraks en ráðherrann. „Þetta er harmleik- ur. Það er verið að fórna bandarísk- um mannslífum,“ tjáði einn háttsett- ur hernaðarráðgjafi tímaritinu. Rumsfeld vísaði þessum ásökun- um á bug í sjónvarpsviðtali í gær. Rumsfeld sagði að allar kröfur sem yfirstjórn hersins hefði gert hefðu verið uppfylltar. Þá sagði hann eng- in áform vera uppi um að gera hlé á hernaðaraðgerðum í Írak. Eftir að tyrkneska þingið kom ráðamönnum í Washington óþægi- lega á óvart með því að meina Bandaríkjaher að senda fjölmennt herlið inn í Írak í gegnum Tyrkland kvað Tommy Franks hershöfðingi, sem stýrir öllum umsvifum Banda- ríkjahers á Persaflóasvæðinu, hafa mælzt til þess að innrásinni yrði frestað unz þær herdeildir sem gert hafði verið ráð fyrir að gætu farið í gegnum Tyrkland væru komnar þangað sem þær gætu tekið þátt í henni. Er í grein New Yorker haft eftir fyrr- verandi leyniþjónustu- manni að Rumsfeld hafi „kveðið Franks í kútinn“ í þessu máli. Franks sagði hins vegar á daglegum blaðamannafundi í stjórnstöð herja bandamanna í Doha í Katar í gær að það væri ekki rétt að hann hefði farið fram á frek- ari liðsauka en þegar var ákveðinn er innrás- in hófst. Hann kom sér hins vegar undan því að svara því hvort stríðið gæti dregizt á langinn fram á sumar. Fréttastofur greina frá því, að nú sé staðan sú í stríðsrekstrinum, að sumum bandarískum hermönnum hafi verið fyrirskipað að bíða með að sækja á landi að Bagdad og að biðin geti varað í nokkrar vikur vegna skorts á hergögnum og birgðum og svo vegna óvænt mikillar mótspyrnu Íraka. Rumsfeld hefur aftur á móti ítrekað haldið því fram að stríðið gangi vel þrátt fyrir óvæntar bar- dagaaðferðir Íraka. Pattstaða í stríðsrekstrinum? Í greininni er vitnað í orð fyrrver- andi liðsmanns leyniþjónustunnar um að stríðið sé nú í pattstöðu. Hörgull sé orðinn á Tomahawk-flug- skeytum, þá sé lítið eftir af ná- kvæmnisprengjum og mikils við- halds og viðgerða sé þörf á skriðdrekum og öðrum hergögnum. „Eina von okkar er að þeir geti hald- ið út þar til liðsauki berst,“ segir fyrrverandi leyniþjónustumaðurinn. Um 125.000 bandarískir og brezk- ir hermenn eru nú á vettvangi í Írak. Sl. fimmtudag tilkynntu bandarísk yfirvöld, að fram til aprílloka yrði þeim fjölgað um 100.000 manns. Saka Rums- feld um mis- ráðið ráðríki Varnarmálaráðherrann segir rangt að hann hafi ekki hlítt ráðgjöf Washington, New York, Doha. AFP, AP, The Washington Post. Donald H. Rumsfeld ROBIN Cook, fyrrverandi utanrík- isráðherra Bretlands, sem sagði af sér embætti oddvita stjórnarliðsins á þingi í mótmælaskyni við stríðið í Írak, hefur skorað á bresku stjórn- ina að kalla herliðið heim. „Sjálfur er ég búinn að fá meira en nóg af þessu blóðuga og ónauð- synlega stríði,“ segir Cook í grein, sem birtist í gær í Sunday Mirror. „Ég vil hermennina heim og áður en fleiri verða drepnir.“ Niðurstöður skoðanakönnunar, sem birtust í gær í News of the World, sýnir aftur á móti, að nú vilja 84% Breta, að stríðið í Írak verði leitt til lykta með sigri og að- eins 11% vilja kalla hermennina heim nú strax. Ummæli Cooks kölluðu fram hörð viðbrögð, ekki síst meðal hans eigin flokksmanna. Síðar í gær sendi hann frá sér yfirlýsingu, þar sem hann sagðist ekki vera að mælast til þess að breska herliðið yrði kallað heim frá ókláruðu verki í Írak, úr því sem komið er, heldur vildi hann að sigur vinnist skjótt svo bundinn verði endi á mannfall af völdum stríðsins. Varar við hatri Cook sakar í greininni í Sunday Mirror bresku stjórnina um að vera að undirbúa umsátur um Bagdad, sem muni valda enn fleiri dauðs- föllum og enn meiri hörmungum fyrir óbreytta borgara. „Það er ekki til grimmilegra stríð en umsátur. Fólk sveltur, það er án vatns og raf- magns. Börnin deyja,“ sagði Cook og varaði við því dauðlega hatri, sem Bandaríkjamenn og Bretar og vestræn ríki almennt væru að ávinna sér meðal allra araba og múslíma. Talsmaður Íhaldsflokksins sagð- ist „undrandi“ á ummælum Cooks og sakaði hann um að mæla „með því að íraska þjóðin verði svikin eina ferðina enn“. David Blunkett innan- ríkisráðherra sagði Cook hafa rangt fyrir sér og að ástæða væri til að spyrja hann og aðra hverjir þeir vildu að ynnu stríðið. Í yfirlýsingu frá skrifstofu Tonys Blairs forsætis- ráðherra var það eitt sagt að skoð- anir Cooks á stríðinu væru vel þekktar. Cook vill herinn heim London. AFP. MÓTMÆLI gegn stríðinu í Írak héldu áfram víða um heim í gær. Á mótmælafundi í Barcelona á Spáni hékk þessi leikari í gær neðan í loftbelg sem á er ritað „friður“ á fjöldamörgum tungumálum. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum segjast níu af hverjum tíu Spánverjum andsnúnir já- kvæðri afstöðu eigin ríkisstjórnar til hernaðaríhlutunar Bandaríkja- manna og Breta í Írak. Mótmælendur í Egyptalandi hvöttu í gær til þess að stjórn landsins lokaði Suez-skurðinum fyrir umferð herskipa banda- manna til að stöðva liðsflutninga þeirra til Íraks. Reuters Svifið í þágu friðar                           ! "        #     $%%&'   *+ *,        .%.-/&0 . 1-%.--& & 2 .-  3& .( &%.3& 4%&1& 5 &.&63& 4 7  4 %&1&  --& . & 5 &  3&83 &--&1&  )9  & % 8 & ) 88&8   /&%::&8&1 53#6.  &. &   *  *;<&= .- - &%--  & 3&63& &1&  56. 5 &-8&%.&6>3 8& &6 &63& LOFTVARNABYRGI undir höll Saddams Husseins forseta Íraks var byggt til að þola kjarnorkuárás- ir og mun að öllum líkindum þola allar árásir sem gerðar eru á það með hefðbundnum vopnum. Þetta segir þýskur sérfræðingur sem að- stoðaði við byggingu byrgisins. „Ég trúi því ekki að sprengjur Bandaríkjamanna dugi,“ tjáði Karl Esser AP-fréttastofunni. Hann var ráðgjafi þýsks hóps sem byggði byrgið á níunda áratugnum. Esser sagði að byrgið hefði verið hannað til að þola kjarnorkuspreng- ingu, álíka öfluga og þá sem varð í Hiroshima, í um 200 metra fjar- lægð, og yfir 300°C hita. „Það er mjög, mjög erfitt að vinna á því nema lítil atómsprengja lendi á því miðju. Venjulega er aðeins hægt að vinna á slíkum byrgjum með land- göngusveitum,“ sagði Esser. Hann sagðist hafa hannað byrgið, skipulagt aðföng tæknibúnaðar og tryggt að það uppfyllti vestræna staðla. Það kostaði um 60 milljónir dala, um 4,7 milljarða króna. Esser sagðist hafa hitt Saddam vorið 1984 þegar honum var boðið til Bagdad um það leyti sem smíði byrgisins lauk. Hann sagðist hafa unnið lengi við að hanna skýli og byrgi fyrir almannavarnir í München. Fyrirtæki í borginni hefði leitað til hans vegna verksins í Bagdad. „Þetta var bara vinna sem var vel borguð,“ sagði Esser. Hlutverk Þjóðverja í smíði byrg- isins undir forsetahöllinni við Tígr- isfljót kom einnig fram í kring um Persaflóastríðið 1991. Byrgi Saddams hannað til að þola kjarnorkusprengju Berlín. AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.