Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR því sem stríðinu vindur fram í Írak, fjölgar þeim Bandaríkjamönn- um, sem vitna í Biblíuna og trúna í því skyni að réttlæta hernaðinn og framgöngu Bandaríkjanna á al- þjóðavettvangi. Fyrir því er raunar löng hefð í Bandaríkjunum. Í fyrstu nýlendunni við Massachus- etts-flóa á 16. öld, í sókn landnem- anna vestur á bóginn og í báðum heimsstyrjöldum síðustu aldar var sú trú mjög rík, að Bandaríkjamenn nytu sérstakrar blessunar guðs. Varð hún vissulega til að auka þeim úthald og þolgæði en sumir segja, að hún hafi líka átt stóran þátt í að brengla skilning þeirra á umheiminum. Íraksstríðið, svo umdeilt sem það er, hefur ekki aðeins beint sjónum manna að yfirlýsingum George W. Bush forseta um eigin trúarsannfær- ingu og að þeim áhrifum, sem hún hefur á ákvarðanir hans, heldur einn- ig að trúarlegum rótum „bandarísku sérstöðunnar“, sem sumir fræðimenn kalla svo; að þeirri trú, að Banda- ríkjamenn séu guðs útvalin þjóð og beri því skylda til að deila blessuninni með öðrum þjóðum, hvort sem þeim líki það betur eða verr. Þessi trú á sér djúpar rætur í bandarískri sögu. Þegar skipið Ara- bella var á leið til Nýja heimsins 1630 samdi púritanapresturinn John Winthrop ræðu, sem hann kallaði „Ímynd guðlegrar gæsku“, og túlkaði í henni vilja guðs með nýlendunni. „Við verðum eins og borgin í hæð- unum,“ sagði hann og Ronald Reagan forseti vitnaði oft til þessara orða. Segja má, að þessi vilji guðs hafi verið færður til bókar árið 1845 þegar hann var notaður til að réttlæta land- námið í vestri og stríð við Mexíkó. Ritstjórinn og demókratinn John L. O’Sullivan skrifaði þá, að það væri „vilji Forsjónarinnar, að við leggjum þetta land allt undir okkur til auka svigrúm sístækkandi þjóðar“. Yfirlýsingar með trúarlegu ívafi hafa alla tíð verið vinsælar hjá banda- rískum leiðtogum. „Þessi þjóð stend- ur frammi fyrir augliti guðs,“ sagði Reagan 1984. „Ég hef alltaf trúað því, að þetta blessaða land væri eitthvað alveg sérstakt, að það hafi verið vilji guðs að setja þetta land niður á milli úthafanna svo það gæti orðið athvarf fólks alls staðar að, fólks, sem hefði sérstaka þörf fyrir frelsi.“ Bush hefur sagt margt þessu líkt í ræðum sínum, til dæmis í ræðunni sem hann flutti á Ellis Island er ár var liðið frá hryðjuverkunum 11. september 2001. Þá sótti hann efnið í Nýja testamentið: „Draumurinn um Bandaríkin er von alls mannkyns. Sú von lýsir okkur enn, hún leiðir okkur um dimma stigu og myrkrið mun ekki slökkva hana,“ sagði Bush. Trúaðir hlynntari stríði Trúaðir Bandaríkjamenn eru al- mennt hlynntari stríðinu í Írak en veraldlega sinnaðir landar þeirra, jafnvel þótt drjúgur hluti kirkjuleið- toganna sé andvígur því. Segja fræði- menn, að sú gamla hefð að trúa á sér- stakt hlutverk þjóðarinnar skýri það að hluta. Í nýlegri Gallup-könnun kom fram, að 60% trúrækinna Bandaríkja- manna eru hlynnt stríðinu en 49% þeirra, sem láta sig trúna skipta minna máli. William R. Hutchison, prófessor í trúarbragðasögu við Har- vard-háskóla, segir, að þeir Banda- ríkjamenn, sem trúi því, að þeirra samfélag sé æðra öðrum, séu yfirleitt „fúsari til að láta að sér kveða í heim- inum“. Nærri helmingur Bandaríkja- manna, 48%, trúir því, að þjóðin hafi notið sérstakrar verndar guðs í sögu sinni að því er fram kemur í viðhorfs- könnun Pew-stofnunarinnar. 40% töldu svo ekki vera. Trúin á guðlega handleiðslu er mest meðal evang- elísku kirkjudeildanna en áhangend- ur þeirra eru fjórðungur þjóðarinnar og kjarninn í fylgi Repúblik- anaflokksins. 71% þessa fólks trúir á guðlegu handleiðsluna en aðeins 40% þeirra sem tilheyra öðrum kirkju- deildum, svo sem kaþólsku kirkjunni. Ted Haggart, nýkjörinn forseti ev- angelísku safnaðanna, segir, að þeir trúi á sérstakt hlutverk þjóðarinnar, á gæsku og góðvilja og þá skyldu, að hjálpa þeim, sem höllum fæti standa. „Borgin í hæðunum“ Jeffrey Walz, prófessor við Con- cordia-háskólann í Wisconsin, segir, að evangelískir mótmælendur trúi á „bandarísku sérstöðuna“, að Banda- ríkin séu „borgin í hæðunum, að guð hafi ætlað henni að vera öðrum þjóð- um fyrirmynd“. „Svarið við því hvort þessi evang- elíska trú er farin að hafa áhrif á al- þjóðavettvangi er að finna í „banda- rísku sérstöðunni“,“ segir Walz. „Ég sé það raunar birtast í Bush.“ Walz segir, að Bandaríkjamenn séu mjög óþolinmóð þjóð, m.a. vegna þessarar trúar á sérstakt hlutverk hennar í heiminum. „Við viljum gjarnan taka strax af skarið og gera síðan upp smáatriðin síðar.“ Jack Fitzmier, prófessor í trúar- bragðasögu við Claremont-guðfræði- skólann, segir, að evangelistar séu ekki einir um föðurlandsástina; margir Bandaríkjamenn, án tillits til trúar, beri mikla virðingu fyrir þjóð- fánanum og Biblíunni, „en evangel- istar hafa gefið henni trúarlegt inn- tak“. Ólíkar skoðanir Innan evangelísku safnaðanna eru samt uppi ólíkar skoðanir á þessari samtvinnun Guðs almáttugs og hags- muna þjóðarinnar eða ríkisins. Sumir vilja setja samasemmerki milli trú- arinnar og valdsins í þágu þjóð- arhagsmuna en aðrir líta valdið tor- tryggnum augum og vilja helst skilja alveg á milli trúar og ríkisvalds. 1992 gáfu átta evangelískir fræði- menn út bókina „Enginn er guð nema guð: Segjum skilið við tákn vorra tíma“. Í henni segir meðal annars: „Margir bandarískir evangelistar trúa fremur á föðurlandið en Krist, geðjast betur að sögulegum mýtum en hinni andlegu fæðu og hafa mótast meira af fánanum en krossinum.“ Jim Wallis, framkvæmdastjóri og ritstjóri Sojourners, evangelísks tímarits, sem er almennt frjálslynt í efnahags- og samfélagsmálum, orðaði þennan ágreining svona áratug síðar: „Til trúarinnar er ýmist vitnað til að láta guð blessa athafnir okkar eða til að minna á, að við berum öll ábyrgð frammi fyrir guði. Þetta tvennt fer ekki saman,“ sagði Wallis. „Evangelistar eru báðum megin hryggjar.“ Bandaríkja- menn – hin útvalda þjóð Los Angeles Times. Trúin hefur skipt Bandaríkjamenn miklu máli alla tíð en sumir telja, að um leið hafi hún brenglað skilning þeirra á umheiminum og sé hugsanlega farin að hafa veruleg áhrif á alþjóðavettvangi. George W. Bush Bandaríkjaforseti biðst fyrir. Hann hefur sagst hafa endurfæðst til trúar og í ræðum hans eru margar trúarlegar tilvitnanir. Reuters ’ Ég hef alltaf trúaðþví, að þetta bless- aða land væri alveg sérstakt. ‘ TUTTUGU og sex manns særðust er Palestínumaður sprengdi sig upp við kaffihús í bænum Netanya í Ísrael í gær. Hafa Jihad-samtökin lýst ábyrgð á sjálfsmorðsárásinni, sem þau segja, að hafi verið gjöf til írösku þjóðarinnar. Sex manns eru alvarlega særðir eftir árásina en Palestínumaðurinn, sem er sagður hafa verið tvítugur námsmaður frá Tulkarem á Vestur- bakkanum, var með svokallaða nagla- sprengju innanklæða. Sprungu allar rúður í kaffihúsinu en það, sem varð fólki til lífs, er, að fjórir hermenn ut- andyra meinuðu manninum að fara inn. Ísraelar eru mjög á verði vegna stríðsins í Írak og höfðu yfirvöld var- að við aukinni hættu á hryðjuverkum. Í Sakhnin í Norður-Ísrael efndu um 20.000 arabískir Ísraelar til mik- illa mótmæla í gær en þá var sérstak- ur minningardagur um sex manns, sem féllu 1976 er þeir mótmæltu upp- töku Ísraela á landi þeirra. Í gær breyttust mótmælin í stuðningsyfir- lýsingu við Íraka. Tugir særðust á kaffihúsi Netanya. AFP. Sjálfsmorðsárás í Ísrael EIGINKONA Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hef- ur hafnað því að snúa tafarlaust aft- ur til Serbíu til að mæta til yf- irheyrslu í tengslum við rann- sóknina á morð- inu á öðrum fyrrverandi for- seta landsins, Iv- ans Stambolic. Dóttir þeirra Milosevic-hjóna tjáði svartfellska dagblaðinu Publ- ika að móðir hennar, Mirjana Markovic, sem er nú í Rússlandi, segðist hissa á því að heyra að lög- reglan í Belgrad hefði hótað því að gefa út alþjóðlega handtökuskipun á hendur sér, mæti hún ekki til yfir- heyrslu. „Látum þá bara gefa út þessa handtökuskipun,“ hafði Marija Mil- osevic eftir móður sinni, en serbn- eska lögreglan sagðist á laugardag hafa „trúverðugan grun“ um að Markovic hefði tengzt morðinu á embættisforvera Milosevic, Ivans Stambolic, en hann hvarf fyrir þremur árum er hann var að skokka í almenningsgarði í Belgrad. Jarðneskar leifar Stambolic fund- ust sl. föstudag og meintir morð- ingjar hans – fjórir liðsmenn lög- reglusérsveitar – voru handteknir. Serbneski varaforsætisráðherr- ann Zarko Korac ýjaði að því í sjón- varpsviðtali í gær, að Markovic kynni líka að tengjast morðinu á forsætisráðherranum Zoran Djindj- ic, sem var skotinn 12. marz sl. Mætir ekki til yfirheyrslu Belgrad. AP. Mirjana Markovic ♦ ♦ ♦ UM 1.600 manns víðs vegar um heiminn hafa smitazt og veikzt af völdum bráðrar lungnabólgu, svo- kallaðrar SARS-veiki, en smit- hættan er meiri en upphaflega var gert ráð fyrir, að því er Julie Gerb- erding, yfirmaður smitvarna í Bandaríkjunum, sagði í samtali við sjónvarpsstöðina CNN í gær. Fyrr í mánuðinum, þegar veik- innar fór að verða vart í Norður- Ameríku, héldu heilbrigðisstarfs- menn að hún gæti einungis smitazt við það að vera mjög nærri sýktri manneskju, líkt og á við um lækni og fjölskyldu hins veika. Alls hafa 58 látizt í þrettán lönd- um en flest hafa fórnarlömbin verið í Kína og Hong Kong. Ítalski lækn- irinn Carlo Urbani, sem fyrstur varaði kollega sína við þessari nýju tegund bráðrar lungnabólgu, dó sjálfur úr sjúkdómnum í Bangkok á laugardag, eftir því sem Alþjóða- heilbrigðisstofnunin, WHO, greindi frá. Urbani var einn þeirra sem tóku við friðarverðlaunum Nóbels árið 1999 fyrir hönd alþjóð- legu hjálparsamtakanna Læknar án landamæra. Heilbrigðisyfirvöld í Hong Kong greindu frá því í gær að 60 manns til viðbótar hefðu sýkzt af sjúk- dómnum. Heildarfjöldi smitaðra í Hong Kong er þar með kominn í 530, en af þeim eru 13 þegar látnir. Yfirvöld bæði í Hong Kong og Singapúr greindu frá nýjum dauðs- föllum af völdum SARS í gær. Bandarískir sérfræðingar hvetja fólk til að ferðast ekki til Kína, Hong Kong, Singapúr og Hanoi. Um 1.600 manns hafa smitazt Hong Kong, Genf. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.