Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 19 undan- tonnum af erð á laxa- rari en egi, Chile, ðar tapa ðar er disbænda dum við erða- ðin er og xeldi? vekja at- rekstur langtum Bleikju- ndsins né ið. Ís- ar að eldisins laxeldis g? ðarfyr- í iðnaði Það er einkum tvennt sem kemur til greina: I. Annars vegar sú fyrirhyggja og græðgi að eigna sér firðina fyrir framtíðareldi á saltvatnsfiskum svo sem þorski, ýsu, hvítlúðu og hlýra. Stórvaxnar kvíar, festingar og starfsleyfi einkavinanna munu tryggja viðveru sömu fyrirtækja í þessum dýrmætu fjörðum um ókomna tíð. Eignarhald stórútgerð- anna yfir fjörðum getur í óbreyttu stjórnarfari orðið að veruleika, rétt eins og afnotaréttur þeirra sömu yfir fiskimiðum okkar Íslendinga sem þeir kalla nú blákalt eignarrétt. II. Möguleikinn til að tryggja eigi lágmarkseldi fyrir neyslu á heima- markaði sem í raun greiðir nokkuð hátt verð fyrir laxaafurðir í sam- anburði við aðrar þjóðir. Einnig get- ur flutningur á ferskum laxi til Bandaríkjanna komið til greina en þar mun laxinn keppa við ódýrar laxaafurðir Chilebænda. Upp úr öllu stendur að framleiðsla á frystum laxaafurðum er hrein og bein ávísun á mikinn taprekstur mið- að við núverandi markaðsskilyrði sem ekki sér fyrir endann á. Hvað er til ráða? Frjálslyndi flokkurinn hafnar eldi á erlendum laxfiskstofnum við strendur landsins. Frjálslyndi flokk- urinn styður hins vegar eindregið eldi á íslenskum vatna- og sjávar- lífverum. Þetta var samþykkt ein- róma með ályktun á nýloknu lands- þingi flokksins. Laxeldi á Íslandi er skammt á veg komið, skilar ekki arði og örfáir ein- staklingar hafa starfa við. Mun skynsamlegra væri að stunda eldi saltvatnsfiska við strendur landsins. Hlúum að íslenskum ferðamanna- iðnaði með því að taka mið af arð- semi stangveiðinnar. Með því erum við að hlúa að þeirri atvinnugrein sem hvað mesta framtíð á fyrir sér á Íslandi. Ferðamannaiðnaðurinn hentar mjög vel litlum og meðal- stórum fyrirtækjum þar sem dugn- aður einstaklingsins fær að njóta sín. Stjórnvöld verða að beisla hagn- aðarvonina í almannaþágu með hag og tækifæri einstaklinga að leiðarljósi og hætta að hygla hinum fáu útvöldu. Ég tel að leiguréttur eða afnotagjald skuli vera af ákjósanlegum fjörðum er nýtast munu til fiskeldis á saltvatnsfiskum í framtíðinni. Í Færeyjum og Noregi greiða menn fyrir afnotarétt af ákjósanlegum fjörðum, víkum eða vogum er nýtast til eldisiðnaðar. Höldum við hreinleika villtra ís- lenskra laxfiska í ám landsins og gerum Ísland og náttúru landsins að enn eftirsóttara ferðamannalandi. Tökum íslenska náttúru fram yfir áhættusamar fjárfestingar stór- útgerðanna í norskum eldislaxi. Látum íslenska náttúru njóta vafans og leyfum íslenskri náttúru- ferðamennsku að halda áfram að dafna. i stangveiðinnar di á er- ndur tyður skum Höfundur skipar 1. sæti Frjálslynda flokksins í Suðvesturkjördæmi. ALLT frá unglingsárum hef ég stutt Atlantshafsbandalagið og aðild okkar að því. Kannske það hafi ráðið mestu um virka þátt- töku mína í Sjálfstæðisflokknum lengst af, að flokkurinn stóð vörð um bandalag vestrænna þjóða í því kalda og heita stríði sem mín kynslóð þurfti að lifa við gagn- vart ógnarstjórninni í austri. Þau átök voru enginn barnaleikur og ef ekki hefði verið fyrir staðfestu NATO-sinna á Vesturlöndum og styrk Bandaríkjamanna er engan veginn víst hvernig þeim hildar- leik áróðurs, átaka og ástríðu- fullra sjónarmiða hefði lyktað. Já, Bandaríkin voru stoð og stytta frelsis og lýðræðis í okkar heimshluta. Frelsisstyttan sjálf. Náið varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna hefur reynst okk- ur vel og fyrir það erum við þakklát. Án þess að hvorugur eigi hinum skuld að gjalda. Þar voru gagnkvæmir hagsmunir í húfi. Ísland er örverpi við hliðina á hinni voldugu og fjölmennu þjóð í vestri. En Bandaríkjamenn hafa engu að síður sýnt okkur virðingu sem sjálfstæðri þjóð, sem tekur sjálfstæðar ákvarð- anir án undirgefni eða auðmýkt- ar. Í anda þess frelsis og sjálf- stæðis, sem við höfum jú verið að standa vörð um. Allt hefur þetta gerst, án þess að Íslendingar hafi vopnast, án þess að neinn hafi ver- ið með yfirgang, án þess að við göngumst undir það að árásir og stríðsleikir séu eina lausnin á milli- ríkjadeilum. Allt hefur þetta gerst í þökk meirihluta þjóðarinnar. Í ljósi þessarar sögu er það sorg- legt stílbrot að íslensk stjórnvöld ljái máls á því, í einu símtali, í tveggja manna tali, að lýsa yfir stuðningi við einhliða, ótímabærar aðgerðir og árásir gagnvart Írak. Ísland er vopnlaus þjóð, ekkert í okkar þjóðarsál, menningu, arfleifð eða hlutverki í samfélagi þjóðanna kallar á að Ísland dragist inn í hernað og árásir af þessu tagi. Allra síst í ljósi þess að vestrænar þjóðir skiptast mjög í tvö horn í af- stöðu sinni til hernaðarins og sjálft Atlantshafsbandalagið, þar sem við erum aðilar, hefur ekki samþykkt þátttöku í stríðinu og ekki lagt blessun sína yfir það. Sameinuðu þjóðirnar eru látnar lönd og leið. Þjóðarréttur er að engu hafður. Hvers vegna í ósköpunum gat ekki Ísland staðið til hliðar? Eins og Norðmenn, Svíar, Finnar, Frakkar, Þjóðverjar, Belgar. Eins og NATO. Eins og við flest viljum. Auðvitað vonumst við til að okk- ar gömlu bandamenn, Bretar og Bandaríkjamenn, hafi sigur í þessu stríði. Auðvitað viljum við Saddam Hussein á burt. Auðvitað skiljum við ótta bandarísku þjóðarinnar gagnvart hryðjuverkum og eitur- efnavopnum. En hvatvísleg yfirlýsing um stuðning Íslands er ekki geðþekk, ekki í takt við þau viðhorf, sem ríkja um þá nálgun sem friðsamt fólk, hér sem annars staðar, taldi eðlilega og skynsama, þegar hér var komið sögu. Ég ætla ekki að fullyrða að þeir ráðamenn íslensk- ir, sem stóðu að þessari ákvörðun, hafi gert það af undirlægjuhætti, en hitt er deginum ljósara, að stríðsyfirlýsing af hálfu Íslands er í fullkomnum blóra við þjóðina, kjós- endur og hina íslensku þjóðarsál. Í yfirgnæfandi óþökk þeirra lands- manna, sem ráðamenn okkar fara með umboð fyrir. Eftir Ellert B. Schram „En hvatvísleg yfirlýsing um stuðning Íslands er ekki geðþekk, ekki í takt við þau viðhorf, sem ríkja um þá nálg- un sem friðsamt fólk, hér sem annars staðar, taldi eðlilega og skynsama.“ Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í óþökk landsmanna gúst árið nnskólans n skól- num og til tjórnum. utverk og æði til að nanir sín- óla og tar árið iðmið mikill far- málum. nú kost á mhals-  Menntamálaráðuneytið hefur staðið fyrir rannsóknum á um- fangi eineltis í grunnskólum. Unnið hefur verið markvisst að innleiðingu aðgerða og áætlana gegn einelti í skólum í samstarfi við Samband ísl. sveitarfélaga.  Unnið er að námskrárgerð fyrir starfsnám á framhaldsskólastigi en frumvinnan er í höndum starfsgreinaráða.  Umtalsverðum fjármunum hefur verið varið til fjarnáms enda hef- ur það stöðugt verið að eflast. Fjarnám hefur opnað fjölmörg- um aðgengi að framhalds- og há- skólanámi og nú stunda það á þriðja þúsund manns.  Stofnaðar hafa verið 8 símennt- unarmiðstöðvar í öllum lands- hlutum með aðkomu sveitarfé- laga, atvinnulífs og skóla. Þær eru orðnar mikilvægur þáttur í aðgangi landsmanna að símennt- un og háskólanámi.  Á Íslandi eru nú starfræktir 8 há- skólar og hefur þeim fjölgað um 5 á sl. árum. Nemendur og náms- leiðum hefur fjölgað mikið og hef- ur menntamálaráðuneytið gefið út lista með yfir 250 prófgráðum sem unnt er að ná í íslenskum há- skólum.  Mótuð hefur verið ný stefna um yfirstjórn vísinda og rannsókna. Samþykkt hafa verið ný lög um vísinda- og tækniráð og um op- inberan stuðning við vísindarann- sóknir. Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur framfaraskref í mennta- málum hér á landi sem sýna að mik- ið hefur áunnist í þessum mála- flokki. Sjálfstæðismenn vilja halda áfram að auka framlög til mennta- mála á næstu árum m.a. til þess að festa í sessi þann mikla vöxt sem verið hefur á framhaldsskóla- og háskólastigi síðustu ár og bæta þannig samkeppnishæfni íslenska menntakerfisins enn frekar. álum am að æstu si á .“ Höfundur er 6. maður á lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. atta- nar hafa nafólki afa þeir tur fer við góða afnvel eru ekki Þeir eldri subrest fá öldum. gum held- eysi og á ubrögð- efur afar d að g jafnvel legum aðgerðum eða hjúkrunarrými. Fjársvelti hjúkrunarheimila er slíkt að mörg hver hafa orðið að grípa til þess að skerða þjónustu. Lokanir á deildum fyrir aldraða eru árviss viðburður í sparnaðar- skyni. Söngurinn um að ekki fáist fólk til að vinna störfin hljómar falskt þegar ráðamenn vita að laun- in fyrir erfið umönnunarstörf eru svo lág að margt það fólk sem þau vinnur á varla fyrir brýnustu nauð- synjum. Ónóg heimaþjónusta En það er ekki bara inni á hjúkr- unarheimilum sem skórinn kreppir. Meðan fólk bíður eftir úrræðum þarf það oftast að fá aðstoð heima- hjúkrunar og heimaþjónustu. Þar er unnið frábært starf við erfiðar aðstæður. Fjárskortur á báðum sviðum veldur því hins vegar að sú þjónusta sem er í boði er ekki nóg. Og meðan heimahjúkrun er á hendi ríkisins og heimaþjónusta á hendi sveitarfélaga er alltaf hægt að kasta boltanum á milli sín og benda á hinn aðilann þegar kvartað er undan þjónustuskorti. Samhliða því að vandinn eykst á ofangreindum sviðum og eymdin versnar, verður aðsókn að úrræð- um hjálparstofnana sífellt meiri. Dæmi um allt þetta sáust á áþreif- anlegan hátt í aðdraganda jólahá- tíðarinnar. En hver voru svör æðstu ráðamanna? Jú, eitthvað á þá leið að margt af þessu fólki væri ekki í rauninni hjálparþurfi! Vilja Íslendingar búa í samfélagi sem kemur svona fram við sína varnarlausustu þegna? Ég tel að svarið sé ótvírætt: Nei. Í kosning- unum þann 10. maí fær þjóðin tæki- færi til að losa sig við þá valdhafa sem leitt hafa velferðarkerfið í þær ógöngur sem að ofan er lýst. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur sett fram skýra stefnu í vel- ferðarmálum. Öflugasta andsvarið við áframhaldandi niðurrifi velferð- arkerfisins er stuðningur við VG í vor. ag? Höfundur er öldrunarlæknir og skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. VEGNA ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar er Ísland eitt af 30 ríkjum sem styðja stríðið gegn Írak með ótvíræðum hætti í upphafi átak- anna. Það er sorglegt að íslenska ríkisstjórnin skuli með þessum hætti gera okkur að þátttak- endum í stríði sem flestir þjóð- réttarfræðingar telja vera ólög- mætt. Það var hugsanlega hægt að leysa deiluna á vettvangi Samein- uðu þjóðanna og ýmislegt benti til þess að skriður væri kominn á málið. Það er hins vegar ljóst að ekki var áhugi fyrir friðsamlegri lausn hjá stríðandi öflum. Mark- mið Sameinuðu þjóðanna og álykt- un þeirra var um afvopnun Íraks en stríðið er hins vegar háð til að koma Saddam frá völdum þótt engin ályktun hafi verið gerð um slíkt. Bandaríkjaforseti setti að- eins eitt skilyrði sem hann taldi duga til að koma í veg fyrir stríð. Það var að Saddam Hussein færi frá völdum. Mikil afturför í alþjóðasamskiptum Þróun Íraksmálsins er mikil afturför og minnir á ástand heimsmála í upphafi 20. aldar þeg- ar ekkert alþjóðlegt samkomulag var til og hinn sterki fékk sínu fram. Eftir lok seinni heimsstyrj- aldarinnar hófst lengsta frið- artímabil í sögu Evrópu sem byggðist fyrst og fremst á sam- vinnu þjóðanna innan Evrópusam- bandsins, á félagslegum umbótum og alþjóðaviðskiptum. Í Íraksmál- inu var hins vegar ákveðið að fara aðra leið, leið vopnavaldsins. Átökin í Írak hafa rofið ein- staka samstöðu þjóða heims gegn hinni raunverulegri ógn sem eru hryðjuverk. Eftir 11. september stóðu nær allar þjóðir saman í baráttunni gegn hryðjuverkum. Nú er sú barátta í uppnámi og bandalög hafa klofnað vegna Íraksmálsins. Stjórnmálamenn verða að reyna til hins ýtrasta að komast að frið- samlegri lausn í alþjóðadeilum. Í Íraksmálinu var það ekki gert. Stríð er alltaf neyðarúrræði en það er úrræði engu að síður. Í Kosovo var alþjóðasamfélagið búið að reyna að komast að frið- samlegri lausn en niðurstaðan varð því miður að friðsamleg lausn var ekki fær. Því var skylda alþjóðasamfélagsins að grípa þar inn í með vopnavaldi. Sumir sjálfstæðismenn telja sig sjá einhverja samsvörun í stríðinu í Írak og í átökunum í Kosovo. Þessar aðgerðir eru hins vegar engan veginn sambærilegar. Í Kosovo var um að ræða fjölda- morð í beinni útsendingu, skipu- lagðar hópnauðganir og flótta- menn streymdu yfir landamærin. Alþjóðlegar stofnanir eins og NATO og ESB stóðu heil að að- gerðunum í Kosovo. Öll nágranna- ríki Serbíu studdu þær inngrip ásamt á annað hundrað þjóðríkja. Stríðið í Kosovo var háð á grund- velli alþjóðlegs bandalags af mannúðarástæðum þegar öll önn- ur sund voru lokuð. Í Írak er allt annað uppi á ten- ingnum. Minnihluti þjóða heims styður stríðið gegn Írak sem er háð í mikill óþökk flestra ná- grannaríkja Íraks. Almenningur í langflestum ríkjum er algjörlega andvígur stríðinu. Afvopnunareft- irlit Sameinuðu þjóðanna var í fullum gangi þegar Bandaríkja- menn ákváðu að fara í stríðið. Engar alþjóðlegar stofnanir standa að baki stríðinu. Um er að ræða einhliða hernaðaraðgerðir nokkurra þjóða. Ef Ísland vill taka þátt í slíkum aðgerðum eig- um við að gera það á vegum NATO og Sameinuðu þjóðanna en ekki fara út fyrir alþjóðastofnanir eins og íslensk stjórnvöld hafa nú gert. Vegna smæðar Íslands og herleysis eiga fáar þjóðir jafn- mikið undir því að þjóðarréttur og alþjóðastofnanir séu virt. Þennan mun á átökunum í Kos- ovo og í Írak hafa langflestar þjóðir Evrópu skilið s.s. Þjóð- verjar, Frakkar, Belgar, Norð- menn, Grikkir o.s.frv. sem studdu aðgerðirnar í Kosovo en eru and- vígar stríðinu í Írak. Þennan mun skilur Samfylkingin einnig. Við styðjum ekki Bandaríkin skilyrð- islaust í hernaði þótt Bandaríkin séu ein helsta samstarfsþjóð Ís- lendinga í marga áratugi. Sam- fylkingin er vinveitt Bandaríkj- unum og hún harmar þessa óskynsamlega stefnu vinaþjóðar. Drögum ríkisstjórnina til ábyrgðar Það er að sjálfsögðu enginn að tala máli Saddam Husseins enda er hann hinn mesti harðstjóri sem ber að koma frá völdum. Það var hins vegar ekki fullreynt að leysa málið á friðsamlegan hátt. Íslend- ingar eiga a.m.k. ekki að stuðla að hinu gagnstæða eins og íslenska ríkisstjórnin gerði með stuðnings- yfirlýsingu sinni við stríðið. Ísland er fyrsta ríkið af þessum 30 ríkjum á sérstökum stuðnings- lista stríðsins sem heldur þing- kosningar. Hvort sem stríðið verður stutt eða langt skulum við sýna það í verki, ekki bara fyrir okkur sjálf heldur fyrir umheim- inn, að íslenskur almenningur gleymir þeim ekki sem gerðu þjóðina að þátttakanda í þessu ólögmæta stríði. Röng stefna ríkisstjórn- arinnar í Íraksmálinu Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson ,,Það er sorglegt að íslenska rík- isstjórnin skuli með þessum hætti gera okkur að þátttakendum í stríði sem flestir þjóðréttarfræðingar telja vera ólögmætt.“ Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna og frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti í Reykjavík suður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.