Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Óli KristinnBjörnsson fædd- ist í Hafnarfirði 25. júní 1942. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Björn Bjarnason málara- meistari, f. 8. október 1906, d. 3. ágúst 1961, og Anna Sig- urðardóttir hús- freyja, f. 22. ágúst 1904, d. 15. febrúar 1966. Seinni eigin- kona Björns var Ragna Ágústsdóttir, f. 26. febrúar 1925. Systkini Óla eru Soffía Val- borg, f. 23. desember 1927, Bjarni, f. 29. september 1929, d. 19. júlí 1936, Aðalbjörg, f. 12. september 1933, Bjarni, f. 30. janúar 1938, og Steingrímur Páll, f. 28. október 1959. Óli kvæntist 27. ágúst 1966 eft- irlifandi eiginkonu sinn Jarþrúði Lilju Daníelsdóttur, f. 29. septem- ber 1941. Foreldrar hennar eru Daníel Magnússon, f. 27. desem- ber 1890, d. 29. júlí 1963, og Geir- laug Guðmundsdóttir, f. 2. nóvem- ber 1900, d. 21. desember 1986. Systkini Lilju eru Hulda (látin), Magn- ús, Guðmundur (lát- inn) og Þórólfur. Börn Óla og Lilju eru: 1) Daníel Þór, f. 10. janúar 1967, í sambúð með Þóru Tómasdóttur, þau eiga Hildu Björk, f. 23. nóvember 1992, Sólveigu Önnu, f. 23. nóvember 1992, og Ernu Diljá, f. 26. ágúst 2000. 2) Björn Viðar, f. 11. júní 1973, barnsmóðir hans er Unnur Brynja Guðmunds- dóttir, þau eiga Ástu Valgerði, f. 6. apríl 2000. 3) Hlynur Geir, f. 16. júní 1979. Óli var alinn upp í Hafnarfirði og varð gagnfræðingur frá Flens- borgarskóla árið 1959. Á árunum 1962 til 1965 nam Óli málaraiðn hjá Halldóri Magnússyni og lauk sveinsprófi frá Iðnskólanum í Reykjavík 1966. Óli starfaði sem lögregluþjónn í Reykjavík frá 26. maí 1968 til dánardægurs. Útför Óla fer fram frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku pabbi, það er með þungum hug að ég sest niður og rita þessar línur þar sem kveðjustundin er ótímabær. Þú varst mér allt í senn, ástríkur faðir, félagi og kær vinur. Ófáar stundirnar áttum við fjölskyld- an saman við eldhúsborðið heima á Norðurvangnum, þar sem atburðir líðandi stundu voru ræddir í léttum tón og þá var oft kátt á hjalla. Kímni og gamansemi voru föður mínum töm og hafði hann einstakt lag á að sjá spaugilegu hliðarnar á tilver- unni. Þannig var pabbi stemmnings- maður sem kunni að búa hlutum gamansama umgjörð sem gott var að hvíla í. Pabbi átti mörg áhugamál, en þó aldrei mörg í einu. Hér áður fyrr var það skák, bridge og veiði, en á síð- ari árum var það golfið sem átti hug hans allan. Á mínum unglingsárum eyddum við ófáum stundum saman á golfvellinum. Þá var alltaf spilað upp á kaffið, en pabbi vissi sem var að ég var sjaldnast borgunarmaður fyrir því. Hann borgaði því alltaf kaffið, jafnvel þótt hann ynni, en þá hafði hann gaman af því að minna mann á úrslitin í votta viðurvist og kryfja leikinn, eins og honum var einum lag- ið. Við pabbi áttum margar góðar stundir saman. Mamma og pabbi komu í heimsókn til okkar þegar við Þóra bjuggum í Þýskalandi og síðar í Englandi. Þá var golfsettið alltaf með í för, en pabbi benti stúdentinum góð- fúslega á að óþarfi væri að fara alltaf á „ódýrustu“ vellina til að spila, hann gæti nú sett aðeins meira í púkkið úr því hann væri kominn á annað borð. Mér er sérstaklega minnisstætt þeg- ar ég, pabbi og mamma vorum gerð burtræk frá golfvellinum í Jórvík vegna þess að konum var ekki hleypt á völlinn á sunnudagsmorgnum og skóburður frumburðarins þótti full- ómerkilegur fyrir svona fínan golf- völl. Slík íhaldssemi átti nú ekki upp á pallborðið hjá honum föður mínum, enda var hann réttsýnn maður sem taldi alla jafna fyrir guði og mönnum. Pabbi var tryggur og traustur lífs- förunautur móður minnar og stoð hennar og stytta í súru og sætu. Hennar missir er mikill. Þau bjuggu okkur bræðrum gott heimili og feng- um við frelsi til athafna, en pabbi var þó fljótur að hnippa í öxlina á okkur ef honum fannst við ganga of langt. Ég er honum þakklátur fyrir sveigj- anleikann og vona að ég beri gæfu til að vera jafnhreinskiptinn, umburðar- lyndur, heiðarlegur og skemmtilegur í samskiptum við mínar dætur og hann var gagnvart mér. Hann er mín fyrirmynd. Pabba þótti afskaplega vænt um barnabörnin sín og talaði oft um að „dömurnar“ væru á leiðinni þegar þær voru væntanlegar í heim- sókn. Þá voru gjarnan tekin upp spil og hafði pabbi sama lagið á og áður, það er gaman að vinna en aldrei leið- inlegt að tapa. Elsku pabbi, ég veit að þú varst kvíðinn fyrir aðgerðina en hvorugum datt í hug að þú ættir ekki aftur- kvæmt úr henni. Söknuðurinn er sár og missir okkar mikill, en lífið heldur áfram og við verðum ótrauð að feta þann veg sem þú hefur varðað. Ég veit að þannig myndir þú vilja að við hefðum það. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sig.) Þinn sonur Daníel. Elsku afi, okkur þykir mjög vænt um þig og ætlum alltaf að muna eftir spilakvöldunum okkar. Við skulum vera duglegar að segja litlu stelpun- um sögur um allt það skemmtilega sem við gerðum með þér og ömmu. Þetta er ljóð til þín: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sætt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt og ný. (Þórunn Sig.) „Dömurnar“ þínar Hilda Björk og Sólveig Anna. Mig langar til að kveðja hann Óla bróður minn, en á svo erfitt með að tjá mig. Það er svo ótrúlegt að hann sé farinn frá okkur. Ég gleymi aldrei þeim degi þegar hann kom í heiminn, miðvikudaginn 25. júní 1942. Ég var á leiðinni til Keflavíkur að keppa í handbolta þeg- ar mamma kallar í mig og segir að hún sé komin í gang með að fæða, og það rétt náðist í ljósmóður, svo var hann kominn, lítill bróðir, og ég fór aldrei í keppnina. Þessi litli bróðir var bersköllóttur, svo að við kölluðum hann Jónas eftir einum af alþingis- mönnum okkar, en hann var fljótur að fá hár, mikla og ljósa lokka og mik- ið þótti mér vænt um þennan litla mann. Hann var svo skírður eftir vini pabba, Óli Kristinn, en hann var lát- inn. Óli var tveggja ára þegar ég átti dóttur mína Elísabetu, og má segja að þau urðu miklir vinir alla tíð. Óli stækkaði og gekk honum vel í skóla, mamma okkar var mjög heilsu- lítil og var oft á spítala, ég var farin að heiman, en þegar hún varð að fara á spítalann kom Óli minn með töskurn- ar sínar til okkar Jóa og var alltaf vel- kominn. Svona gekk þetta í mörg ár en þeg- ar Óli var 17 ára flutti hann alveg til okkar á Stekkjarkinnina. Óli var mjög góður í umgengni, alltaf glaður, og kom honum og mínum börnum mjög vel saman. Mér hefur alltaf fundist ég eiga meira í honum en hin- um systkinunum. Það var alltaf glatt á hjalla í Stekkjarkinninni þegar Óli kom með vini sína og var spilað og spjallað og pantaði hann þá kaffi og pönnukökur handa vinunum. Þannig er margs að minnast frá hans ævi. Svo fann hann Lilju sína og var hún strax velkomin hjá okkur. Óli lærði málaraiðn en fór síðan í lögregl- una, og vann þar allt til loka. Óli og Lilja eignuðust yndislegt heimili og eignuðust soninn Daníel, síðan komu svo Björn og Hlynur, allir bráðmyndarlegir strákar og vel gefn- ir. Það var svo notalegt að koma til þeirra og eftir að við fluttum til Dan- merkur komu þau í heimsókn til okk- ar og þegar við komum heim til Ís- lands sótti Óli okkur oftast. Það var svo yndislegt að sjá hann brosandi að taka á móti okkur, höfðinu hærri en flestir aðrir sem biðu. Það er svo erfitt að koma heim núna og enginn Óli til að taka á móti okkur. Óli var mjög traustur, og þeg- ar maður spurði hann hvernig hann hefði það var svarið alltaf það sama: „Mjög gott.“ Ég talaði við hann í sím- ann nokkrum dögum áður en hann lést og bað hann mig að hafa engar áhyggjur, þetta gengi allt saman, en það fór ekki eins og við óskuðum og vildum, og veit ég að góður guð hefur tekið á móti honum ásamt öllum öðr- um sem eru farnir. Mamma mín bað mig að passa Óla ef eitthvað kæmi fyrir hana, og vona ég að ég hafi gert eins og ég hef getað. Elsku Lilja og synir, ykkar sorg er svo stór og vona ég að þið fáið styrk til að lifa lífinu áfram án Óla. Ég og Tage, börnin og aðrir í fjölskyldunni hér í Danmörku sendum ykkur okkar bestu og stærstu samúð. Guð blessi minningu Óla míns. Þín systir Soffía V. Björnsdóttir, Danmörku. Það var ansi langur aðdragandi að því, að Óli færi á skurðarborðið, heilir átján dagar og reyndar hálfum betur. Við vorum bjartsýn á, að þetta tækist allt vel og vorum búin undir það, að þetta væri ekki meiri áhætta en ger- ist almennt þegar holskurður er gerður. Auðvitað vissum við að áhætta fylgir slíkum aðgerðum. Þeg- ar ekkert hafði frést og komið var langt fram yfir þann tíma, sem áætl- aður var, fór okkur að gruna að Óli ætti í erfiðleikum sem og kom á dag- inn. Hann dó í höndum ráðþrota lækna, sem reyndu allt sem margra ára reynsla þeirra hafði kennt þeim. Þetta voru döpur tíðindi og óróleg nótt framundan. Hann dó sextugur að aldri, vel á sig kominn og sterkur. Það dugði honum ekki núna. Það eru yfir þrjátíu ár frá því að Óli kom inn í líf okkar fjölskyldu, þegar hann kvæntist systur okkar Lilju. Hann fór ekkert leynt með það, að hann ætti ættir að rekja til Hafnar- fjarðar, sem við mágar hans höfðum fá orð um það. Þessar fullyrðingar hans urðu því oft tilefni til hressilegra orðaskipta, þar sem við töldum, að hann hefði smyglað sér inn í göfug- ustu ætt á Íslandi á röngum forsend- um. Við urðum þó við frekari kynni við hann og hans fjölskyldu að við- urkenna, að hann væri af góðu fólki kominn, þótt sú viðurkenning færi aldrei hátt. Óli naut þess að vera í orðræðu um hin aðskiljanlegustu efni og gat komið með hressileg innlegg. Við mágarnir vildum hafa vit fyrir honum en sem betur fer fór hann aldrei eftir leiðbeiningum okkar. Óli var mikill veiðimaður og hann gat útskýrt fyrir okkur mágunum hvernig hann ætlaði að taka fiskinn, hvar hann væri mestur og hann þyrfti sennilega að kaupa stærri bíl til að taka aflann heim. Ekki voru all- ar slíkar ferðir til fjár eins og gengur, en það voru þá utanaðkomandi ástæður, sem eyðilögðu slíka ferð. Eins og hann var kappsfullur veiði- maður var hann ekki síður áhuga- maður og reyndar keppnismaður í brids. Hann sýndi okkur mágum sín- um mikla þolinmæði, þegar við vor- um að ræða um þetta spil, þar sem allir sögðu öllum hvaða spil þeir væru með á hendi og spiluðu svo úr þeim, rifust svo í hálftíma um, hvernig hefði átt að spila spilið. Þarna naut Óli sín. Þegar Óli tók til við golfið var ljóst að hátt var stefnt. Hann dreif með sér konuna og strákana sína út á völlinn og þar nutu þau útilífsins og góðs fé- lagsskapar með vinum. Við mágarnir höfðum ýmislegt við þetta sport að athuga og höfðum mörg orð um það, sem Óli leit á sem ólíðanlega van- þekkingu og bæri að drífa okkur í golf. Þegar hann sá yngri mág sinn útkeyrðan og útslitinn á 6. holu reyndi hann ekkert að hvetja mága sína til frekari afreka í þessu sporti. Þetta væri hvort sem er ekki fyrir hvern sem er. Allt volæði var honum ekki að skapi. Óli var lærður húsamálari en lög- reglustarfið varð hans aðalstarf. Þar var hann vel liðinn og sinnti sínu starfi af kostgæfni. Þannig var Óli heill í öllu starfi og allri viðkynningu. Sjálfsagt verða aðrir til að tíunda störf hans þar. Á fjölskyldumótum nutum við öll samvista við Óla. Hann var hress og skemmtilegur í félagsskap. Átti til skopsögur úr lögreglustarfinu en hann meiddi engan með þessum sög- um. Slíkar sögur sagði hann aldrei. Það var þessi hressileiki sem gerði Óla vinsælan og erfiðast verður sætta sig við að hafa misst. Margt bendir þó til að synir hans allir verði engir eft- irbátar hans á því sviði og er það vel. Fjölskylda Óla hefur misst mikið. Góðan eiginmann og föður en ekki síst afastelpurnar hans fjórar hafa misst mikinn aðdáanda og leikbróð- ur, huggara þegar lífið var armæðu- samt, en hann elskaði þessar stelpur og hefði viljað fá að fylgjast með upp- vexti þeirra og framförum svo miklu lengur. Nú er þetta allt breytt. Lífið heldur áfram og ekkert nema tíminn getur læknað þau sáru vonbrigði, sem fjölskylda Óla verður að ganga í gegnum. Við getum huggað okkur við það að ekkert nema góðar minningar streyma frá því tímabili, sem við átt- um með honum. Hann var drengur góður og verður þá engum fleiri orð- um við það bætt. Hann var dulur og hleypti ekki öllum að sér og bar ekki vandamál sín á torg. Við vissum því ekki, hvernig honum sjálfum var inn- anbrjósts síðustu dagana vegna þess, að við okkur var hann hress og virtist hlakka til, þegar þetta væri allt af- staðið. Við mágarnir og fjölskyldur okkar höfum misst góðan vin og er þó missir fjölskyldunnar mestur. Við getum að- eins þakkað fyrir þennan tíma og heitið vináttu okkar við systur okkar, syni þeirra Óla og barnabörnin. Vertu sæll, vinur. Mágarnir, Magnús og Þórólfur. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. (Jóhannes úr Kötlum.) Örfá fátækleg orð til að kveðja vin okkar, Óla Kristin Björnsson. Kynni okkar Óla ná allt til barn- æsku þegar við vorum að alast upp á Selvogsgötunni þar sem Hamarinn var þungamiðja í öllum leikjum. Þar sem bjó skemmtilegt fólk sem gaman var að kynnast og rifjuðum við oft upp minningar frá þeim tíma. Þó að leiðir okkar Óla skildu um nokkura ára bil lágu þær saman aftur þegar við vorum komnir á fullorðinsár, kon- ur okkar kynntust og áttum við sam- an margar góðar og skemmtilegar stundir. Ævinlega var gott að koma á heimili þeirra Óla og Lilju og var þá oft glatt á hjalla því að bæði voru þau glaðlynd og skemmtileg og áttum við hjónin þar ófáar ánægjustundir. Óli var vinamargur og drengur góður og var gott að leita til hans. Við störf- uðum saman í Kiwanisklúbbnum Eldborgu og var Óli þar einn okkar styrkasti félagi. Voru honum falin mörg trúnaðarstörf, forseti 1995 til 1996 og formennska í fjölmörgum mikilvægum nefndum. Mikill harmur er kveðinn að okkur við ótímabært fráfall Óla Kristins og er harmur fjölskyldu Óla mestur. Við hjónin vottum Lilju, sonum þeirra, tengdadóttur og barnabörnum dýpstu samúð. Guð geymi minningu um góðan dreng. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Guðrún og Andrés. „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ Það sannaði sig þegar okkar góði vinur, Óli, kvaddi svo skyndilega þennan heim. Það var á sjöunda ára- tugnum sem hún Lilla æskuvinkona kom með ungan mann upp á arminn. Þá upphófust kynni sem aldrei hefur borið skugga á. Óli Kr. var drengur góður, glettinn og gamnasamur, skemmtilegur ferðafélagi var hann, það fengum við að reyna í Kanar- íeyjaferðum fyrri ára í góðum hópi. Þó svo að við byggjum sín á hvoru landshorni var alla tíð gott samband á milli fjölskyldnanna. Fylgst var með uppvexti barnanna og síðan barna- barnanna á báða bóga. Varla kom fyrir að við færum suður án þess að líta í Norðurvanginn, þangað var gott að koma og ævinlega glatt á hjalla. Af og til komu þau hjónin norður yfir heiðar og síðastliðið sumar glödd- umst við með þeim ásamt fleirum úr fjölskyldunni á Akureyri þar sem húsbóndinn fagnaði 60 ára afmælinu. Svo áttum við ánægjulega daga í Að- aldalnum áður en fríi þeirra lauk. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að aðeins er tæpur mánuður síðan við áttum góða kvöldstund saman, þá ór- aði okkur ekki fyrir að við ættum ekki eftir að hittast aftur. Við erum þakklát fyrir að hafa átt Óla að vini og allar góðu samveru- stundirnar eru nú geymdar í sjóði minninganna. Drýpur sorg á dáins vinar rann, Drottinn, huggaðu alla er syrgja hann, börnin ung sem brennheit fella tár, besti faðir, græddu þeirra sár. Þú ert einn sem leggur líkn með þraut á lífsins örðugustu þyrnibraut. (G.J.) Elsku Lilla, synir, tengdadóttir og litlu afastelpur, megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Halla og Völundur. Þær sorgarfréttir bárust mér 19. mars sl. að daginn áður hefði látist vinur minn og æskufélagi, Óli Kr. Björnsson eftir hjartaaðgerð á Land- spítalanum. Hann fæddist í Hafnarfirði 25. júní 1942 og stóð því á sextugu. Hann var yngstur fjögurra barna Björns Bjarnasonar málarameistara og konu hans Önnu Sigurðardóttur. Í Firðinum ólumst við upp, geng- um í skóla og lukum gagnfræðaprófi frá Flensborg vorið 1959, sem vel að merkja Halldór Laxness taldi allra prófa ómerkilegast, en okkur þótti nokkuð til koma. Uppvaxtarár okkar í Firðinum voru lík og annarra stráka í flestum byggðum þessa lands á árunum eftir heimsstríðið mikla. Skólaganga á vetrum, leikir og íþróttir og eftir fermingu almenn vinna til sjós og lands á sumrin. Með þeirri skemmtan sem í boði var. Óli fetaði í fótspor föður síns og lærði málaraiðn og vann við það í nokkur ár. Ekki varð það þó aðalstarf hans. Hann gekk ungur í lögreglulið Reykjavíkur og starfaði þar til hinstu stundar. Óli var hávaxinn og grannur svo margir máttu líta upp til hans. Hann var góður félagi, glaðlyndur og skemmtinn, bóngóður og samvisku- ÓLI KRISTINN BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.