Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 21 samur og mátti ekki vamm sitt vita. Gaman þótti honum að félagsskap Bakkusar, á góðri stund, eins og okk- ur fleirum en allt var það í hófi. Hann kynntist ungur henni Lilju sinni. Þau gengu í hjónaband í kirkj- unni í Görðum á Álftanesi á sólríkum sumardegi árið 1966. Þau byggðu sér hús í Norðurbænum í Hafnarfirði og eignuðust synina þrjá, Daníel, Björn og Hlyn sem allir eru hinir mestu sómamenn. Hálffimmtugur fékk Óli slæmt hjartaáfall og gekkst undir mikla að- gerð í Englandi, og náði góðri heilsu eftir atvikum. Stuttu eftir það hóf hann að stunda golf og varð vel lið- tækur í þeirri göfugu íþrótt og vann til verðlauna á völlunum grænu. Á sínum yngri árum stundaði Óli skáklistina og var mjög góður skák- maður. Hann spilaði einnig bridge með undirrituðum og var ekki síðri í þeirri íþrótt. Hann gekk einnig til liðs við Kiw- anishreyfinguna, en ekki eru mér störf hans þar kunn. Að leiðarlokum kveð ég minn gamla vin með söknuði. Megi sá sem öllu ræður gefa honum raun lofi betri. Lilju, sonum þeirra, fjölskyldum og barnabörnum, vottum við The- resia okkar innilegustu samúð. Gísli Helgason. Óli Kr. Björnsson er allur. Sú sorg- arfregn barst mér til eyrna er ég mætti til vinnu að morgni miðviku- dags 19. þ.m. Hann hafði látist þar sem færustu læknar þessa lands gerðu á honum hjartaaðgerð, ekki tókst að bjarga lífi hans, hann and- aðist í sjálfri aðgerðinni og allt mann- legt var reynt að koma honum til lífs, án árangurs. Leiðir okkar Óla lágu saman í um 32 ár. Hann hafði hafið störf 1968, hann var því orðinn nokkurri reynslu ríkari þegar ég hóf störf þar. Það var gott fyrir nýliðann að hitta mann sem Óla. Samfélagið á lögreglustöðinni við Pósthússtræti var einstakt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Óla sem reyndist mér hinn besti drengur, í lífi og starfi. Hann var þá í augum nýliðans, hafandi reynslu sem vert væri að virða, fyrir mig. Mér varð fljótt ljóst að Óli var mikill mannkostamaður. Óli var ekki lögreglumaður þeirrar gerðar að stofna til meiri vandræða en fyrir voru á þeim vettvangi þar sem lög- reglumenn voru tilkvaddir. Óli var mannasættir og ég minnist þess ekki að komið hafi til líkamlegra átaka við þá sem við var að eiga, spjallið var oftast lausnin þó ekki síst að koma á ró á vettvangi þar sem lög- reglumönnum er ætlað að koma á friði og spekt. Þar var Óli fremstur meðal jafningja að ekki kæmi til lík- amlegra átaka. Ég tel hans mesta gæfuspor hafa verið, er hann kynntist Lilju, eftirlif- andi eiginkonu sinni, milli þeira ríkti gagnkvæm virðing og ekki síst mikil vinátta og samheldni. Þau eignuðust syni, sem Óla varð tíðrætt um, og þá ekki síður litlu dúllurnar, sem hann nefndi svo, átti þar við barnabörnin. Það má segja að þau hjón hafi átt barnaláni að fagna. Óli var mikill áhugamaður um knattspyrnu, þá var hann mjög lið- tækur í golfi og stundaði þá íþrótt af miklum móð þegar sá gállinn var á honum, ekki er heldur ofsagt, að Óli var afburðagóður bridsspilari. Ég ætla ekki að orðlengja frekar þessi minningarbrot, ég bið Guð um að varðveita minninguna um góðan dreng. Þess sama bið ég öllum ástvin- um og vinum Óla að þeir öðlist þá sýn, að góður drengur er horfinn af þess- ari storð og að lífið heldur áfram. Björn Helgason. Það var sorgarfrétt sem okkur fé- lögunum barst á Stöðina að morgni miðvikudagsins 19. mars s.l., að Óli hefði látist deginum áður. Hugljúfur og góður drengur var fallinn í valinn. Við Óli höfðum starfað saman í um 35 ára skeið í lögreglunni í Reykjavík, lengst af á sömu vakt. Það var ákaf- lega mikil samheldni og góður fé- lagsandi á þeirri vakt, og átti Óli hvað drýgstan þátt í þeim góða anda sem þar var. Hann var góður félagi, bæði í leik og starfi og þótt hann væri ekki margmáll, var vel eftir tekið þegar Óli lét skoðanir sínar í ljós. Þá voru það ferðalögin, bæði inn- anlands og utan sem farin voru í stórum hópi vina og þar voru þau ómissandi, Óli og Lilla. Já, þær voru margar stundirnar og mörg ferðalög- in, sem við fórum öll saman í góðum vinahópi og væri hægt að dvelja lengi við þær góðu minningar. Ég vil þakka þér, Óli minn, fyrir samfylgdina öll þessi ár og þín er sárt saknað. Við Hanna sendum þér, Lilla mín, sonum ykkar og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Jón Thorberg. Óli Kr. Björnsson hóf störf í lög- reglunni í Reykjavík á H-daginn 26. maí 1968. Hann var einn af þeim ungu mönnum sem komu með nýrri kynslóð inn í lögregluna og átti þátt í að fylgja eftir breytingunni frá vinstri í hægri umferð á Íslandi. Hann vann að lögreglumálum þar til yfir lauk og var afar farsæll og vand- aður maður í störfum sínum, enda raunsær og rökfastur. Ég kynntist honum þegar ég gekk í lögregluna haustið 1968 og urðum við ævilangir vinir. Hann hafði mikið yndi af úti- vist, stundaði lax- og silungsveiðar, jafnframt var hann mikill golfmaður og stundaði þá íþrótt af miklum áhuga. Óli var til fjölda ára í Kiwanis- klúbbnum Eldborg í Hafnarfirði og naut þar virðingar og trúnaðar, sem annars staðar á æviferli sínum. Við höfðum báðir gaman af ferða- lögum og stóðum ásamt fleirum að skipulögðum ferðum lögreglumanna með fjölskyldum og vinum, m.a. til Kanaríeyja. Fyrsta ferðin var 1976 og síðan næstu ár. Erfiðasta ferðin en ekki sú sísta hefur oft verið nefnd „Trouble 82“, en þá urðu vandræði með gistingu þegar til Kanaríeyja kom, þetta leystist allt að sjálfsögðu og Óli Kr. hélt sinni ró með léttu glensi og skemmtilegheitum. Hann átti það oft til að kalla menn saman í brids síðdegis á góðum dögum, gjarn- an úti í garði í góðu veðri. Það hefur ávallt laðast að honum fólk vegna glaðværðar hans og hlýju í garð ann- arra. Hópurinn hefur síðan haldið vel saman og margar skemmtilegar ferð- ir verið farnar, t.d. um verslunar- mannahelgar, Kanaríhátíðir hér heima og svo einnig erlendis. Eðli- lega hefur endurnýjast í hópnum, en gamli kjarninn heldur ávallt vel sam- an. Í haust verður farin ein ferðin enn út í ókunn lönd, reyndar á nýjar slóð- ir sem gamlar og harmonikurnar þandar í glaðværum hóp. Óli Kr. Björnsson verður þar með okkur, alla vega í huga okkar sem áttum kost á því að kynnast honum. Ferðafélagar og vinir senda Lillu, sonum og fjölskyldum innilegar sam- úðarkveðjur. Gylfi Guðjónsson. Látinn er fyrir aldur fram góður samstarfsfélagi Óli Kristinn Björns- son lögregluflokksstjóri. Enginn af okkur samstarfsfélög- unum var viðbúinn skyndilegu fráfalli Óla, þótt við höfum vitað að hann þyrfti að fara í erfiða aðgerð vegna veikinda sem hann hafði kennt fyrir nokkru. Við hittum Óla á Landspítalanum nokkru fyrir aðgerðina og áttum ekki von á öðru en að sjá hann hressan og kátan að vanda koma aftur til starfa eftir nokkra mánuði. En lífið er hverfult, það skynjar maður enn betur við aðstæður sem þessar og stendur eftir þögull og hugsi. Óli hafði starfað með nokkrum okkar deildarfélögunum á D-vaktinni fyrrum og nú síðustu þrjú árin í rann- sóknardeild sekta, fyrirkalls og fulln- ustumála í góðra vina hópi. Óli var traustur og góður lögreglu- maður og því gott að starfa við hlið hans við hinar ýmsu aðstæður. Við munum því minnast hans sem góðs samstarfsfélaga sem sá spaugi- legu hliðarnar á hlutunum sem kom sér oft vel til að létta lund manna í kröfuhörðu starfi. Þær voru margar og góðar sam- verustundirnar sem við áttum saman vaktarfélagarinir á D-vaktinni og þá oft á erfiðum vöktum, en léttleiki Óla skapaði það andrúmsloft að vaktirnar liðu hraðar og urðu léttari en ella fyr- ir alla. Slíkir menn sem Óli var eru ómiss- andi í starfi sem þessu, hvort sem er í erfiðum útköllum eða við eftirfylgni og rannsókn mála. Einnig áttum við saman góðar veiði- og fjallaferðir, þar sem Óli naut sín ríkulega í faðmi fagurra fjalla og við vatnakyrrð. Við horfum því á eftir góðum fé- laga sem við munum sakna og minn- ast um ókomin ár. Megi Guð vernda þig, kæri sam- starfsfélagi. Eiginkonu, sonum og fjölskyldu Óla, vottum við okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að gefa þeim styrk. Fyrir hönd deildarfélaga Ómar G. Jónsson. Við Óli gátum helst aldrei verið sammála um neitt. Við deildum um stjórnmál, um kvenréttindi og rök- ræður okkar um kartöflurækt gátu stundum orðið ansi heitar og þá féllu oft þung orð en skopskyn hans var mikið og féll andstæðingur hans oft í valinn afvopnaður af hlátri. En undir niðri bjó hlý vinátta. Við ferðuðumst saman, við glöddumst saman og við grétum saman. Hann hughreysti mig í þungri raun. Hann sagði mér að honum þætti vænt um mig og ég sagði honum að mér þætti vænt um hann. Sú minning er mér dýrmæt. Ég var lánsöm að eignast vináttu hans og ég er gæfusöm að eiga þig fyrir vin, elsku besta Lilja mín. Engin orð ná að lina söknuð þinn og sársauka, en ég veit að minningarnar verða dýr- mætar perlur sem glitra og skína og veita frið og gleði þegar frá líður. Elín Magnúsdóttir. Árið 1998 hóf sá er þessar línur rit- ar störf sem lögreglumaður í Graf- arvogsstöð lögreglunnar í Reykjavík. Þar voru þá starfandi fimm starfs- menn og var ég sá sjötti í röðinni. Á meðal starfsmanna stöðvarinnar var Óli Kr. Björnsson. Þá þekkti ég ekki Óla vel en mundi eftir honum úr slysarannsóknum á D-vakt lögregl- unnar. Við Óli unnum saman í Graf- arvogsstöðinni í tæp tvö ár og á þeim tíma kynntist ég honum ágætlega. Þá kom í ljós að Óli var mjög skemmtilegur starfsfélagi, orðhepp- inn og rökfastur og lá ekki á skoð- unum sínum við háa sem lága. Óli var nokkuð glúrinn í glímunni við tölvuna en það var ekki sjálfgefið meðal félaga okkar á hans aldri. Ég minnist þess að eftir að hafa kynnst manninum þá undraðist ég mjög að vegur hans innan lögreglunnar í Reykjavík hefði ekki verið meiri og betri en raun varð. Mér var kunnugt um að hann hefði sótt um yfirmanna- stöður en ekki fengið. Óli hafði hárfínan og beittan húm- or sem kom mér á óvart því hann bar það svo sannarlega ekki utan á sér. Það var einstaklega gaman að hlæja með honum þegar hann með brosi sínu og hlátri smitaði umhverfi sitt af gleði. Stundum sagði hann eitthvað grafalvarlegur en gerði það á þann hátt að ég sprakk úr hlátri og þá var stutt í brosið hans. Skemmtilegar voru ferðir okkar í Mjóddina til að ná í mat hjá Dóra og færa á stöðina. Það mátti heita að það væri helgistund þegar við fórum og fengum hakkabuff með lauk hjá Dóra. Óli var iðkandi golfíþróttarinnar sem mér þótti lítið til koma. En hon- um tókst að vekja áhuga minn þannig að ég vissi þó eilítið um íþróttina eftir að við höfðum starfað saman. Eiginkonu Óla, Lilju, kynntist ég aðeins þann tíma sem við Óli unnum saman. Eftir að samvinnu okkar í Grafar- vogsstöðinni lauk þá heimsótti ég þau hjón nokkrum sinnum til að aðstoða þau í uppsetningu á heimilistölvu þeirra. Það var mér sönn ánægja að koma á heimili þeirra til að aðstoða þau. Ég sendi Lilju mínar innilegustu samúðarkveðjur við ótímabært frá- fall Óla vinar míns. Ég mun sakna hans. Sonum þeirra Óla og öðrum ættingjum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur. Ingólfur Bruun. Kynni okkar Óla hófust árið 1971 þegar ég hóf störf í lögreglunni á gömlu lögreglustöðinni í Hafnar- stræti. Ég var svo heppinn að komast í kynni við Óla fljótlega og fann strax að þarna fór góður maður. Óli var einn af þeim mönnum sem tilbúinn var að aðstoða þá, sem nýir voru í starfi og var gott að leita til hans. Fljótlega þegar lögreglan flutti á Hverfisgötuna myndaðist kjarni vina á D-vakt og hefur sá vinskapur hald- ist, þrátt fyrir að menn hafi farið í ýmis störf, í dagvinnu á stöðinni. Óli hafði gaman af því að tefla skák og spila brids og var hann ávallt fremst- ur þar í flokki. Eftir að við hættum vaktavinnu hélst vinskapur okkar áfram og áttum við góðar stundir saman í félagi okkar, Stríðsmönnum, og var Óli þar formaður. Eftir þetta snögga fráfall Óla er ég enn að reyna að átta mig á því, að þessi vinur hringi ekki í mig eins og hann var vanur og tilkynni mér um ýmis mál, eins og það að ég væri „rekinn“, þar sem ég hafi ekki staðið mig um helgina. Óli minn, ég vil fá að þakka þér þessi ár vináttu. Lilla, Daníel, Björn og Hlynur og allar smáu dúllurnar hans Óla, eins og hann kallaði þær, við Erla biðjum Guð að blessa ykkur í þessari miklu sorg. Kristinn Pedersen. Mér líður eins og barni, sem hefur fengið sælgæti frá föður sínum. Sæl- gætið verður betra og betra þar til það er orðið verulega gott, þá tekur faðirinn skyndilega sælgætið af barninu, en það brestur þá í grát. Það er að vísu þakklátt föðurnum fyrir að hafa fengið að bragða á svo góðu sæl- gæti en það er líka reitt föðurnum fyrir að taka það frá sér þegar það bragðaðist best. Faðirinn fyrirgefur barninu reiðina því hún er sprottin af kærleika á því sem hann hafði gefið barninu. Óli hóf störf í lögreglunni í maí 1968 tveimur árum seinna en ég. Upp frá því hófust kynni okkar, sem urðu að mikilli vináttu, ekki bara okkar því einnig urðu eiginkonurnar miklar vinkonur. Við störfuðum saman á D- vaktinni í 18 ár, eða þar til ég hóf störf hjá Alþingi. Þegar Óli gat farið að starfa aftur eftir fyrri hjartaað- gerð, starfaði hann aftur við hlið mér á Alþingi í tvö ár en þá sneri hann sér aftur að lögreglustörfum. Hann var mjög traustur starfsmaður, sam- viskusamur og heiðarlegur. Óli starf- aði á lögreglustöðinni í Grafarvogi um skeið, þar til fyrir rúmum tveimur árum að hann sinnti störfum við sekt- arinnheimtu á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Ég var þá starfsmaður Rarik með aðsetur við Hlemm. Þá gerðist það að Rarik gerði samning við lögreglusjóraembættið að starfs- menn Rarik fengju aðgang að mötu- neyti lögreglunnar. Eftir það borðuð- um við vinirnir saman hádegismat alla virka daga. Við ferðuðumst mikið saman fyrst með eiginkonum og börnum en síðar án barnanna. Veiddum fisk í ám og vötnum víða um landið, svo tók golf- íþróttin við og þá heimsóttum við SJÁ SÍÐU 22 Hann Elli vinur okk- ar og gull af manni er dáinn. Hann dó eins og flestir þrá er kallið kemur, í svefni. Lát hans kom okkur mjög á óvart, nánast eins og þruma úr heið- skíru lofti. Enda hafði hann verið hress og kátur og virtist alls ekki vera á leiðinni að yfirgefa þetta líf. Undanfarið hafði hann verið kom- inn eldsnemma niður á Kaffi Duus til að rétta hjálparhönd og til að drekka kaffi með þeim sem opnaði. En þegar hann var ekki kominn á hádegi var farið að spyrja: „Hvar er Elli, því kemur hann ekki?“ Eins og fyrr segir var Elli gull af manni, hjálpsamur og gefandi. Allt sem hann gerði var innt þannig af hendi að það skildist svo að það væri meira en sjálfsagt. Því er það sem hann gerði fyrir okkur á Kaffi Duus sérstaklega þakkarvert. Og ekki voru kröfurnar miklar um borgun fyrir, aðeins kaffi- sopi og eitthvað í svanginn, ef hann mátti vera að því, fyrir áhuganum. ✝ Ellert Rögnvald-ur Emanúelsson fæddist í Ólafsvík 27. nóvember 1933. Hann lést 9. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 21. mars. Hann bara mætti eins og það væri skylda hans og var tilbúinn að rétta hjálparhönd. Var vak- andi og spyrjandi um það hvað hann gæti gert. Setti bara upp svuntuna tilbúinn í að vaska upp, fara út með ruslið, flaka fisk og sjá um tómu glerin. Allt þetta gerði hann með gleði. Og launin sem hann bað um sjálfur fyrir verkin voru: Má ég vera hjá ykkur og hjálpa til. Eftir að hann missti konu sína á síðasta ári var hann einmana, eins og hendir alla sem missa maka sinn eftir áratuga samveru. Þess vegna varð Kaffi Duus og starfsfólkið hans vin í eyðimörkinni sem hann mat mikils, enda kominn á eftirlaun. Elli var nær heyrnarlaus og átti þar af leiðandi erfitt með að tjá sig í tali, en bætti það upp með góðu skapi, brosi og klappi á bak og öxl, sem þýddi: Þótt þú skiljir mig ekki, þá þykir mér vænt um þig. En þrátt fyrir heyrnarleysið hafði hann mikið dálæti á tónlist og var oft í essinu sínu þegar hann var að flaka, með útvarpið á fullu. Enda þekktur af góðum danshæfileikum. Og þá dill- aði hann sér í bak og fyrir og sagði þá ef stuðið var mikið: „Þetta er flott lag.“ Þrátt fyrir heyrnarleysið hafði hann það á hreinu hvað væri flott lag. Elli var ekki bara mannvinur, heldur líka mikill dýravinur. Því til staðfestingar gaf hann mörgum villi- köttum úti í Höfnum og fékk til þess matarafganga á veitingastaðnum og hafði til þess fötu sem við starfsfólkið sáum um að fylla. Og daglega fór hann með þennan feng út í Hafnir til að gefa köttunum. og hann sagði sjálfur að þett gæfi sér svo mikið, því þegar hann kæmi á staðinn kæmu þeir hlaupandi til hans úr öllum átt- um til að fá kræsingar í svanginn. Nú kemur hann Elli vinur okkar ekki meira á Kaffi Duus og skarð hans verður vandfyllt. Við söknum hans, því það gengur ekki á hverjum degi svona mannkostur inn á gólf til að bæta lífið. Einni úr okkar hópi varð að orði: „Hver á nú að vaska upp? Hver á að flaka? Hver á nú að fara út með ruslið og fara með flöskurnar? Hver á að gefa köttunum og hvað verður um þá?“ Hér var söknuður í röddinni, ekki vegna verkanna, heldur að hún saknar Ella og það gerum við öll. Blessuð sé minningin um Ella og við þökkum Guði fyrir það að hann gaf okkur hann sem sólargeisla inn á Kaffi Duus þrjú síðustu árin sem hann lifði. Aðstandendum hans vottum við samúð okkar og biðjum Guð að blessa þá. Sigurbjörn (Bói) og starfsfólkið á Kaffi Duus. ELLERT RÖGNVALDUR EMANÚELSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.