Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FENG Shui er listsköpun stað- setningar. Það byggist á náttúru- legu flæði orku í umhverfi okkar. Rétt notkun á Feng Shui gerir okkur kleift að beina lífsorku inn á öll svið lífsins. Heimili okkar og vinnustaður eru endurskin af okk- ar innsta kjarna. Því getum við haft áhrif á líf okkar með breyt- ingu á umhverfinu. Með því að lesa úr hinu fjöl- breytta landslagi í kringum okkur tekst okkur að umskrifa framtíð- ina. Bagua skiptir húsum í orku- svæði sem tákna ýmsa hluti í lífi okkar, t.d vinskap og afkomu. Það sýnir okkur hvernig við getum nálgast ákveðin markmið í lífinu og afhverju við náum sumum aldr- ei! Táknmál og orka hluta sem við komum fyrir á þessum svæðum hefur mikil áhrif á viðkomandi at- riði í lífi okkar. Þegar við áttum okkur á þessum áhrifum veitist okkur ný innsýn í af hverju lífið er eins og það er. Það eflir okkur til að framkvæma nauðsynlegar breytingar. Fólk og byggingar hafa einstakt upplag frumkrafta og sérstæða uppbyggingu frá stjarnfræðilegu sjónarmiði. Þegar við skiljum nokkur lykilatriði eins og liti, form o.fl. og hvert þau beina okkur, er- um við fær um að gera breytingar sem bæta líf okkar. Við gætum málað herbergi í ákveðnum lit, breytt notkun þess eða snúið skrif- borði. Grundvöllur seiðmanns Feng Shui er að hver hlutur hafi undirliggjandi eiginleika sem hafi bein áhrif á okkur. Það gæti verið sendirinn fyrir farsímann 7 km í burtu, byggingar umhverfis okkur, mynd með döprum minningum, lit- urinn á svefnherberginu okkar eða afsökunin um að tæma ekki fata- skápinn af gömlu fötunum. Það tekur miklu meiri orku að búa til nýjar afsakanir en að framkvæma verkið. Áhrifavaldurinn er oft hulinn svo við áttum okkur ekki á honum og atburðir endurtaka sig í sífellu. Feng Shui getur haft mikil áhrif á heilsu okkar. Hvert svæði Bagua- kortsins er tengt líkamshluta og tilfinningum. Bakverkur er t.d. oft tengdur stoðkerfi og forfeðrum. Ef við setjum upp réttan stuðning og tökumst á við fortíðina getum við séð stórfenglegar breytingar á lík- ama okkar og innri tilfinningum. Feng Shui er praktískt og býður upp á einfaldar lausnir. Jan Hannant og Roberta Shew- en hafa í mörg ár kynnt sér ýmis form Feng Shui í Bretlandi, Ind- landi, Kína, Tíbet og Nepal. Þær stunda seiðmanns Feng Shui á heimsvísu. Þær koma til Íslands í lok apríl til að halda námskeið um Feng Shui og taka einnig að sér ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyr- irtæki. Uppl. á www.geocities.com/lilly- rokk, hjá Lilju í s: 5667748 og á shamballa@heimsnet.is JAN HANNANT, einn af stofnendum bresku Feng Shui-samtakanna. (Þýð. Lilja Petra Ásgeirsdóttir.) Feng Shui Frá Jan Hannant HVERNIG stendur á því að ís- lenska ríkið samþykkir áform um Kárahnjúkavirkun og álver í Reyð- arfirði þrátt fyrir vægast sagt vafasamt arðsemismat og viðsjár- verðar spár um heimsmarkaðsverð á áli? Nýjustu upplýsingar herma að arðsemismati Landsvirkjunar skeiki um allt að 15%. Hverjum er- um við að gera greiða með því að samþykkja slíkar framkvæmdir? Eins er hægt að spurja sig hvernig stendur á því að íslenska ríkið eltir Bandaríkjastjórn eins og rakki þegar uppi eru áform um einhliða, órökstuddan hernað í Írak? Gæti ekki eins verið að þessar ákvarð- anir tengist og séu báðar liður í allsherjar uppásleikingum gagn- vart bandarísku heimsvaldastefn- unni? Erum við virkilega í þeirri stöðu gagnvart alþjóðasamfélaginu að við neyðumst til að gerast óum- beðnir já-bræður Bandaríkja- stjórnar og þjóna þeirra hagsmun- um umfram okkar eigin efna- hagshagsmuni og fórna trú- verðugleika okkar á altari kapítalsins – allt í þágu banda- rískra hagsmuna? Með framgöngu sinni í báðum þessum málum vinnur sitjandi rík- isstjórn markvisst að því að gera Ísland að aðhlátursefni. Við tökum fáránlega áhættu með slíkum að- gerðum og gerum komandi kyn- slóðum óverjandi grikk með því að grafa á þennan hátt undan sjálfu sjálfstæði þjóðarinnar sem forfeð- ur okkar börðust svo hatrammlega fyrir. Stuðningsyfirlýsing ríkisstjórn- arinnar var ekki rædd á Alþingi heldur tóku forsætis- og utanrík- isráðherra þessa ákvörðun á ólýð- ræðislegan hátt og geta því ekki leyft sér að staðhæfa að stuðning- urinn sé í nafni þjóðarinnar. Sjálfur er ég fullur vantrúar á heiminn eins og hann er í dag. Gæti ekki eins verið að stuðningur ríkisstjórnarinnar við stríð í Írak sé ákveðin endurgreiðsla fyrir skjót viðbrögð hins spillta álrisa Alcoa þegar ríkisstjórnin valdi að henda vafasömum „álbitlingum“ í Austfirðinga kortéri fyrir kosning- ar? Því miður læðist að mér sá grunur að sú sé raunin. Reynist grunur minn réttur höfum við enn eina ástæðuna til að biðja fyrir okkur að þjóðin kjósi ekki yfir sig sömu spilltu ráðstjórnina enn eitt kjörtímabilið. Því vissulega hefur ríkisstjórnin hagað sér eins og drusla í þessum málum báðum. ODDUR ÁSTRÁÐSSON, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Samsæri? Frá Oddi Ástráðssyni menntaskólanema

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.