Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 27
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 27 Stórborgarferðir í maí Berlín 2.-8. maí Sem fyrr býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar sínar vinsælu ferðir til Berlínar, höfuðborgar Þýskalands. Berlín er sögufræg borg í örum vexti, nútímaleg og forn- fræg í senn. Flogið verður beint til Berlínar með þýska flugfélaginu Aero-Lloyd og gist á Holiday Inn City Cent- er, sem er nýlegt og gott hótel í Prelnzlauer Berg, sem í dag er helsta kaffihúsa- og kráarhverfi borgarinnar. Verð á mann 61.500 krónur. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 17.000. Innifalið í verði er flug, flug- vallaskattar, gisting í tveggja manna herbergi, morgunverður, akstur milli flugvallar og hót- els við komu og brottför, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjórn. Einnig verða í boði fleiri skoðunarferðir, s.s. til Dresden og Potsdam. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson. Búdapest/Vínarborg 21.-28. maí Enn bjóðum við ferð til Búdapest, höfuðborgar Ungverja- lands, með viðkomu í Vínarborg. Borgirnar eiga sér mikla sögu og eru þekktar fyrir fagrar byggingar, skemmtilegt mannlíf og kaffihús, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er Búdapest ekki síður þekkt fyrir skemmtileg og fjöl- breytt veitingahús, þar sem sígaunar leika gjarnan tónlist meðan á borðhaldi stendur. Flogið verður með Flugleið- um til Kaupmannahafnar og áfram til Vínarborgar með SAS og gist þar eina nótt. Seint á öðrum degi er svo ek- ið til Búdapest, þar sem gist verður næstu 6 nætur og flogið þaðan um Kaupmannhöfn til Keflavíkur. Verð á mann er kr. 83.900. Aukagjald fyrir einsmanns herbergi er kr. 15.900. Innifalið í verði er flug til Vínarborgar og heim frá Búdapest, flugvallaskattar, akstur til og frá flugvelli, gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði, akstur milli Vínarborgar og Búdapest, skoðunarferð um báðar borgirnar og íslensk fararstjórn. Einnig verða í boði dagsferðir út fyrir borgina meðan á dvöl í Búdapest stendur. Fararstjóri Emil Örn Kristjánsson. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upp- lýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helg- ar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8– 24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólarhring- inn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trún- aði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjald- frjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir utan skrifstofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 HVAÐ þýðir stríð gegn Írak (eða eins og Kanarnir segja stríð gegn Saddam Hussein)? Líklega létust á milli 80.000 og 150.000 hermenn og 100.000 og 200.000 óbreyttir borgarar í Persa- flóastríðinu. Í kjölfarið fylgdi við- skiptabann sem gerir ráð fyrir að 10.000 krónur eigi að fæða og klæða eina manneskju í heilt ár. Unicef greindi frá því árið 1999 að eitt af hverjum sjö íröskum börnum nær ekki fimm ára aldri (miðað við fjögur af hverjum 1.000 á Íslandi). 5.000 fleiri börn deyja í hverjum mánuði í Írak nú en árið 1990, sem í tólf ár eru um 720.000 börn. 22% íraskra barna eru vannærð (sjá http://www.uni- cef.org). Margir Írakar þjást af völd- um geislunar vegna úraníums sem Bretar og Bandaríkjamenn notuðu í vopn sín, sem svo dreifðist um eyði- mörkina. Þetta er ein ástæða fyrir aukinni tíðni vansköpunar á nýfædd- um börnum í Írak. Bannað er að flytja inn ýmis lyf og tæki sem lækn- isþjónustan þarfnast. Denis Halliday, aðstoðarritari SÞ, og Hans von Spo- neck, eftirmaður hans, sögðu báðir af sér í mótmælaskyni vegna viðskipta- bannsins, sem þeir sögðu jafnast á við þjóðarmorð. Í nóvember 2001 skrifuðu þeir: „Dauði 5–6.000 barna á mánuði kemur að mestu leyti til vegna mengaðs vatns, skorts á lyfj- um og vannæringar. Tafir á leyfis- veitingu innflutnings tækja og efna frá stjórnum BNA og Bretlands eru valdar að þessum hörmungum, ekki Bagdad.“ (Sjá einnig t.d. http:// news.bbc.co.uk/1/hi/world/_ middle_east/635784.stm.) Drög að stríðsáætlun BNA fyrir Írak gerir ráð fyrir enn meiri hörmungum. Tug- ir þúsunda sjó- og landliða munu ráð- ast í landið frá Kúveit. Hundruð flug- véla munu gera gífurlegar loftárásir gegn þúsundum skotmarka, þ.á m. á flugbrautir, vegi og samskiptamið- stöðvar. Sérsveitir munu ráðast á geymslustaði eða tilraunastofur sem geyma eða framleiða meint gjöreyð- ingarvopn Íraka og skjóta þeim. Allt að 250.000 bandarískir hermenn munu taka þátt í þessu. Hugsanlegur eftirmaður Saddams Husseins er Najibe Saliki, fyrrverandi hershöfð- ingi í þjóðvarnarliði Saddams, sem tók m.a. þátt í innrásinni í Kúveit árið 1990. Hann er af mörgum álitinn stríðsglæpamaður, en utanríkisráðu- neyti BNA lýsir honum sem „rísandi stjörnu“. [Suzanne Goldenberg, the Guardian]. Í þeirri auglýsingaherferð sem nú á sér stað í BNA, og að einhverju leyti hér á Íslandi, til að selja almenn- ingi þessa nýju árás er hún réttlætt með því að Saddam Hussein sé ill- menni og að í Írak sé ekki lýðræði. Einnig er bent á eiturefnaárásina í Halabja árið 1988 þar sem 5.000 borgarar létu lífið (sem var ekki for- dæmd á Vesturlöndum, jafnvel styrkt). Aðrir villimenn heimsins eins og Suharto, fyrrverandi Indónesíu- forseti, og Ariel Sharon fá litla at- hygli. Nú reynir á hvern og einn að standast áróðurinn og svara fyrir sig hvort völd yfir olíulindum Íraks séu milljón mannslífa virði. JÓN KARL STEFÁNSSON, Völvufelli 15, Reykjavík. Smávægilegar staðreyndir um stríð gegn Írak Frá Jóni Karli Stefánssyni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.