Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 29 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þið eruð staðföst og úrræða- góð. Þið munuð standa frammi fyrir mikilvægri ákvörðun á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú sérð hlutina í nýju ljósi í dag. Það er hugsanlegt að þú snúir við blaðinu í stjórn- málum, trúmálum eða öðrum mikilvægum málum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum árangri. Sam- ræður við maka, samstarfs- menn eða sérfræðinga stað- festa þetta. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er tímabært að þú leggir spilin á borðið gagnvart vini þínum eða maka. Ef þú sýnir öðrum hreinskilni hvetur það þá til að sýna þér hreinskilni. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Yfirmaður þinn eða yfirboðari er tilbúinn að ræða ýmis óvissuatriði. Fólk hefur þörf fyrir að koma hlutunum á hreint. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú færð tækifæri til að kenna einhverjum þér yngri eitthvað mikilvægt í dag. Reyndu að beina viðkomandi inn á nýja braut. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú kemst yfir mikilvægar upplýsingar um sameig- inlegar eignir, lögfræði, skatta eða skuldir. Það liggur sérlega vel fyrir þér að leita uppi þær upplýsingar sem þú þarft á að halda. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert ákveðinn í að komast til botns í ákveðnu máli í dag. Samræður við systkini eða náinn vin geta komið þér á sporið. Taktu vel eftir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú hefur tækifæri til að afla þér aukatekna ef þú sýnir út- sjónarsemi. Ræddu fjáröfl- unarhugmyndir þínar við aðra og kannaðu viðbrögð þeirra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samræður þínar við maka þinn einkennast af mikilli hreinskilni. Þið viljið vita á hverju sambandið byggist og hvar þið standið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fjölskylduleyndarmál geta komið upp á yfirborðið í dag. Eitthvað úr fortíð þinni mun líklega koma upp í huga þinn eða í samræðum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú býrð yfir miklum sannfær- ingarkrafti í dag. Þú getur sannfært hvern sem er um næstum hvað sem er. Notaðu tækifærið til að viðra hug- myndir þínar við vini þína. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð góðar fjáröfl- unarhugmyndir í dag. Hikaðu ekki við að deila þeim með yf- irborðurum þínum. Það mun verða til þess að þú vaxir í áliti hjá þeim. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DALVÍSA Fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum, flóatetur, fífusund, fífilbrekka, smáragrund! Yður hjá ég alla stund uni bezt í sæld og þrautum, fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð með berjalautum! Gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í klettaþröngum, góða skarð með grasa hnoss, gljúfrabúi, hvítur foss! Verið hefur vel með oss, verða mun það ennþá löngum, gljúfrabúi, gamli foss, gilið mitt í klettaþröngum! Bunulækur blár og tær, bakkafögur á í hvammi, sólarylur, blíður blær, bunulækur fagurtær, yndið vekja ykkur nær allra bezt í dalnum frammi, bunulækur blár og tær, bakkafögur á í hvammi! – – – Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT MEÐ MORGUNKAFFINU SEX spaðar er skyn- samlegur samningur og hóf- stilltur á spil NS. En við skulum hækka spennustigið og setja lesandann í sjö spaða. Norður ♠ ÁD ♥ Á63 ♦ Á10 ♣ÁG8753 Suður ♠ KG87642 ♥ G942 ♦ D ♣D Útspil vesturs er tígulnía. Hvernig er best að spila? Sagnhafi á tíu slagi og þarf að búa þrjá til á lauf. Tvennt kemur til greina í þeim efnum: Að svína fyrst drottningunni, eða taka strax á ásinn og reyna að trompa niður kónginn. Spurningin er einfaldlega – hvort er betra? Ef vestur á kónginn fjórða verður að að svína í laufinu, en það er á kostnað þess að austur eigi Kx eða Kxx. Líkur á kóng fjórða í vestur eru 16,16%, en 25,83% líkur eru á kóng öðr- um eða þriðja í austur. Þar með er augljóslega betra að taka strax á ásinn og reyna að trompa út kónginn. Norður ♠ ÁD ♥ Á63 ♦ Á10 ♣ÁG8753 Vestur Austur ♠ 103 ♠ 95 ♥ D87 ♥ K105 ♦ 98762 ♦ KG543 ♣1094 ♣K62 Suður ♠ KG87642 ♥ G942 ♦ D ♣D Spilið kom upp hjá BR síðastliðinn þriðjudag. Sex spaðar voru spilaðir á 15 borðum af 25 en aðeins átta sagnhafar fengu 13 slagi. Hinir sjö kusu að svína lauf- drottningu, sem er vissu- lega öruggasta leiðin til að tryggja 12 slagi ef laufið liggur mjög illa, en hins veg- ar vafasöm varfærni í tví- menningi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. Rf3 g6 4. d4 exd4 5. Rxd4 Bg7 6. Rxc6 bxc6 7. g3 Re7 8. Bg2 0–0 9. 0–0 d6 10. Dd2 Be6 11. b3 d5 12. cxd5 Rxd5 13. Bxd5 cxd5 14. Ba3 He8 15. Hac1 c6 16. Ra4 Staðan kom upp á meist- aramóti Taflfélagsins Hellis sem er nýlokið. Guðmundur Kjartansson (2080) hafði svart og tefldi af miklum fítonskrafti gegn Sverri Erni Björnssyni (1945). 16... d4! 17. Hxc6?! Bh3! 18. Hfc1 18. Hd6 hefði sennilega verið betra þótt svartur standi vel að vígi eftir 18... Dc7 19. Hc1 Db7 20. f3 Db5. Í framhaldinu reyn- ist sókn svarts hvít- um ofviða. 18... Dd5 19. f3 d3! 20. Dxd3 Nú hefði 20. Hd6 ekki gengið upp vegna 20... Bd4+! 21. Kh1 Dxd6! 22. Bxd6 Hxe2 23. Dxe2 dxe2 24. He1 Hc8 og svartur vinnur. 20... Dxd3 21. exd3 Bd4+ 22. Kh1 He2 23. Hg1 Bg2+! og hvítur gafst upp enda að verða mát eftir 24. Hxg2 He1+. Vel telft hjá hinum 15 ára skák- manni. Atkvöld Taflfélags- ins Hellis verður haldið í húsakynnum félagsins Álfa- bakka 14a í kvöld, 31. mars, kl. 19.30. Ljúffeng verðlaun eru í boði! SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. N O N N I O G M A N N I I Y D D A • n m 0 8 7 5 7 / sia .is PENNAVINIR GRACE, sem er 26 ára frá Uganda, óskar eftir íslensk- um pennavinum. Grace Nanteza, P.O. Box 29852, Kampala, Uganda. grcena2002@yahoo.com MASUMI, sem er 49 ára frá Japan, óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Hún skrifar á ensku. Áhugamál hennar eru lestur, tónlist, listir og garðyrkja. Mrs. Masumi Adachi, 321-7 Kitanokubo, Odawara-shi, Kanagawa, 250-0051 Japan. RICHIE, sem er 25 ára karlmaður, óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Hann hefur áhuga á kvikmyndum og raftónlist. Richie Yergovich, 1147 Planters Road, #283657, Lawrenceville, VA 23868-3345, U.S.A. MEGHAN, sem er 25 ára og hefur áhuga á Íslandi, óskar eftir pennavinum. Meghan Hanson, P.O. Box 4602, Jackson, WY 8300 U.S.A. Fyrst þessi fótboltaleikur í sjónvarpinu skiptir þig svona miklu máli þá get ég bara vaskað upp ein! Geturðu ómögulega gleymt því að þú varst einu sinni froskur? Bridsfélag Hornafjarðar Árið hófst með aðalsveitakeppni félagsins. Þátt tóku fimm sveitir. Úrslit urðu eftirfarandi: Málningarþjónustan 76 Jón Nielsson – Skeggi Ragnarsson Guðbrandur Jóh. – Gunnar P. Halld. Víkin 75 Skafti Ottesen – Haraldur Jónsson Þorsteinn Sigjónss. – Örn Ragnarsson S.S. sveitin 68 Stefán Stefánss. – Björn Jón Ævarss. Ólafur Jónss. – Jón Axelsson – Ingvar Þórðarson 13.–27. febr. var svo spilaður að- altvímenningur félagsins og tóku 12 pör þátt. Úrslitin urðu þessi: Guðbrandur Jóh. – Gunnar P. Halld. 5.880 Jón Nielsson – Skeggi Ragnarss. 5.706 Þorsteinn Sigjónss. – Örn Ragnarss. 5.384 Sverrir Guðm. – Ragnar L. Björnss. 5.343 Nú stendur yfir minningamót um Ragnar Snjólfsson einn af máttar- stólpum félagsins á árum áður en hann hefði orðið 100 ára 11. feb. sl. Bridsfélag Kópavogs Það er óhætt að fullyrða að Er- lendur og Guðlaugur hafi verið í sér- flokki fyrsta kvöldið af þremur í Butler tvímenningnum. Staða efstu para: Erlendur Jónsson – Guðlaugur Sveinss. 107 Birgir Ö Steingrímss. – Þórður Björnss. 69 Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 59 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.