Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 33 Sýnd kl. 10.30 Sýnd kl. 10.30 ÁLFABAKKI Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. SV MBL RADIO X KVIKMYNDIR.IS KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 4. Ísl.tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI / KRINGLAN ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI kl. 5.50, 8 og 10.10. / kl. 5.50, 8 og 10.15 / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI ÁLFABAKKI  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI Óskarsverðlaun Besti leikari í aukahlutverki Chris Cooper  Radíó X  H.K. DV 1/2 HL Mbl Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com sv mbl Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum í síðustu viku með óskarsverðlaunahöfunum Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverki. Kvikmyndir.isi ir.i Gæti hinn rangi verið hinn rétti? Frábær og innileg rómantísk gaman- mynd. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. KRINGLAN FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS” INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 8. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV GAMANHASARMYNDIR eru orðnar að gamalgróinni formúlu í Hollywood-kvikmyndagerð en þar birtast iðulega tveir félagar, sem er sérstaklega uppsigað hvorum við annan, en þurfa að snúa bökum saman þegar einhver stórkostlegur glæpahasar brestur á. Allt frá því að Lethal-Weapon myndirnar slógu í gegn hefur verið einkar vinsælt að stilla þar saman persónum af ólík- um kynþáttum (eða jafnvel kyn- ferði), þannig að kynþáttamismun- urinn verði að ákveðinni uppsprettu rifrilda og ólíkra lífsskoðana félag- anna. Það er því fátt nýtt við sam- setningu félaganna í Öryggisgæsl- unni, en þar vaða eld og brennistein saman kjaftfor svertingi og þumb- aralegur hvítingi. Það eru þeir Martin Lawrence og Steve Zahn sem túlka þá Earl og Hank, sem eru hetjur myndarinnar, en þrátt fyrir að hugmyndin sé kunnugleg, tekst hér ágætlega að gæða þessar aðalpersónur lífi og gera samband þeirra að uppsprettu skondinna at- riða í annars þreyttri hasarfram- vindu. Earl og Hank eru óhamingju- samir starfsmenn Öryggisgæslunn- ar hf. sem eldað hafa grátt silfur saman, enda urðu kærur Earls á hendur Hank um kynþáttafordóma til þess að sá síðarnefndi var rekinn úr lögreglunni og þurfti að gerast öryggisvörður. Earl langar reyndar líka mjög mikið að verða lögga, en hann var því miður rekinn úr lög- regluskólanum fyrir að fara offari í kennslustund. Það verður því seint sagt um Earl að hann sé haldinn jafnaðargeði, en það einkennir hins vegar hinn rólyndislega Hank, sem var í raun rekinn úr starfi fyrir hreinan misskilning. Þeir Lawrence og Zahn túlka þessar ólíku persón- ur á skemmtilegan hátt, og ná upp fínum samleik, þar sem spilað er á gamalkunna strengi um kynþátta- mismunun. Þannig er Earl ofur- viðkvæmur fyrir fordómum í garð hörundslitar síns en Hank svo full- komlega laus við slíka fordóma að Earl neyðist til að endurskoða af- stöðu sína. Glæpaframvindan sem notuð er til að knýja gamanmyndina áfram er hins vegar upp á mjög fáa fiska. Í stað þess að taka þá framvindu mátulega alvarlega og láta hana verða að nokkurs konar baksviði fyrir samband félaganna, fær myndin á sig einfeldningslegan og rembingslegan blæ í glæpaatriðun- um. Sérstaklega verður B-myndaf- nykurinn sterkur þegar Eric Ro- berts birtist í hlutverki einkar ósannfærandi silfurhærðs illmennis. Öryggisgæslan er þó ekki alslæm afþreying, skárri en margar hennar líkar. Félagar í blíðu og stríðu KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó Leikstjóri: Dennis Dugan. Handrit: Jay Scherick og David Ronn. Aðalhlutverk: Martin Lawrence, Steve Zahn, Colm Feore og Eric Roberts. Lengd: 85 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, 2003. NATIONAL SECURITY / ÖRYGGISGÆSLAN Einkennisklæddir Martin Lawrence og Steve Zahn í Öryggisgæslunni. Heiða Jóhannsdóttir Á SJÖUNDA áratugnum hófust minniháttar þjóðflutningar í Evr- ópu. Í kjölfar mikillar uppsveiflu í norðurhluta álfunnar varð tilfinnan- legur skortur á verkafólki og fannst lausn vandamálsins á atvinnuleysis- og láglaunasvæðum S-Evrópu, aðal- lega í Tyrklandi. Danska myndin Faðmaðu mig, máni bregður upp nýju ljósi á þessa fólksflutninga í norður, bæði hádramatísku og fræð- andi. Myndin gerist á tveimur tíma- og sögusviðum, í nútímanum í Dan- mörku, þar sem tyrkneskir innflytj- endur, Ali og Osman sonur hans, eru ekki sammála um framtíðarplönin. Ali hefur efnast og vill snúa aftur til föðurlandsins en Osman, sem er að hefja lífið sem tónlistarmaður, með danska konu sér við hlið, vill vinna sér frama í nýja landinu. Jafnhliða fylgist áhorfandinn með atburðarásinni sem leiðir fjölskyld- una í norðurveg. Hún gerist í fátæku sveitaþorpi í Anatólíu þar sem faðir Alis varpar syni sínum, konu hans og börnum á dyr, segir hann óalandi mannleysu. Ali sest að í tjaldi með fólkið sitt sem lifir við mikil harm- kvæli. Ali reynir að byggja yfir fjöl- skylduna en skortir fé og jafnvel sjálf náttúruöflin og Allah virðast snúast gegn honum. Hálfbyggt hús- ið hrynur í náttúruhamförum, hjónin missa tvö yngri börnin, vinnan er stopul, fátækt og basl virðist verða ævihlutskiptið. Þá kemur bróðir Alis akandi í hlaðið á glansandi Opel Kapitän, hann hefur gerst kjúk- lingaslátrari í Danmörku og örlögin eru ráðin. Fyrirferðarmesta persóna Faðm- aðu mig, máni er hinn 7 ára gamli Osman (Bora Akkas), enda sjáum við atburðarásina að mestu leyti með augum hans. Akkas er stórkost- legur, fer með hlutverk drengsins trúverðuglega hvort sem hann er að horfa upp á hörmungar fjölskyld- unnar eða fylgjast með litríku mann- lífinu í þorpinu þar sem hann er m.a. leiðitamur saz-spilaranum sem kennir drengnum á þetta ómfagra hljóðfæri sem á eftir að marka líf hans í framtíðinni. Þrátt fyrir raun- irnar á Osman sínar góðu stundir. Eins og Akkas túlkar hann er maður þess fullviss að hann eigi eftir að spjara sig hvar sem er. Hefur seigl- una hans afa. Fegurð og fátækt Anatólíu, fram- andi menning og lífshættir íbúanna og seiðandi saz-tónarnir flytja okkur inn í forvitnilegan heim og reynir að útskýra fólksstreymið frá Tyrklandi og gefur okkur um leið innsýn og til- finningu fyrir kjörum þess og stöðu í samfélagi Evrópuþjóða þá og nú. Faðmaðu mig, máni minnir nokkuð á Reise der Hoffnung (’90), listahá- tíðarmyndina góðu, eftir Xavier Koller, þótt hún snerti mann ekki jafndjúpt. En segir í hnotskurn á sinn hægfara máta sögu fjölmargra innflytjenda, hvar sem er, hvenær sem er. Eykur skilning á kjörum minnihlutahóps og fær okkur von- andi til að taka sanngjarna afstöðu með honum. Í Faðmaðu mig máni er fjallað um mál tyrkneskra innflytjenda í Danmörku. Forsaga farandverka- mannsins KVIKMYNDIR Háskólabíó (Filmundur) Leikstjóri: Elisabeth Rygaard. Handrit: Yükel Isiks. Kvikmyndatökustjóri: Hans Welin. Aðalleikendur: Bora Akkas, Gürol, Mazlum Cimen, Sebnem Köstern. 90 mín. Sandrew. Danmörk 2002. Faðmaðu mig, máni /Omfavn mig måne)  Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.