Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 31. MARS BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A TINDASTÓLL TRYGGÐI SÉR ODDALEIK / B12 SKOSKA dagblaðið Sunday Her- ald sagði í gær að Eiður Smári Guðjohnsen væri í svipaðri stöðu og norður-írski snillingurinn George Best upplifði á sínum tíma. Best var af mörgum talinn besti knattspyrnumaðurinn sem aldrei fékk tækifæri til að leika með þjóð sinni í úrslitakeppni HM. „Guðjohnsen er eina stjarna Ís- lands og sá einstaklingur sem all- ir mótherjar leggja höfuðáherslu á að gæta og gera óvirkan, eins og skoska liðinu tókst í fyrri leiknum í Reykjavík í október,“ sagði í umsögn blaðsins um leik- inn. Aðeins aftar var sagt að þrátt fyrir þetta hefðu skosku varn- armennirnir átt fullt í fangi með Eið í seinni hálfleiknum og gefið honum fáránlega einfalt mark. spurninguna: Ef Atli Eðvaldsson leitar til þín með að spila þessa tvo landsleiki í júní, hvert verður þitt svar? „Ég mun segja já,“ svaraði Guðni án mikillar umhugsunar. Hann bætti við: „Það er hinsvegar ekkert sjálfsagt í þeim efnum. Atli Guðni staðfesti hinsvegar eftirleikinn gegn Skotum í Glasgow á laugardaginn að hann myndi svara því jákvætt ef til kæmi að talin væru not fyrir hann í þessum tveimur leikjum. Morgunblaðið lagði fyrir hann metur stöðuna útfrá þessum úrslit- um í kvöld, hvort þörf sé á að nota mig, en ég mun ekki skorast undan ef til kemur. En ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa tekið þátt í þessum leik gegn Skotum og að hafa fengið tækifæri til að enda landsliðs- ferilinn á jákvæðari nótum en útlit var fyrir,“ sagði Guðni en hann lék á laugardaginn sinn fyrsta landsleik í hálft sjötta ár. Leikurinn við Færeyjar verður á Laugardalsvellinum 7. júní og þar fengju íslenskir knattspyrnuáhuga- menn tækifæri til að kveðja Guðna á viðeigandi hátt. Leikurinn gegn Litháen er á útivelli fjórum dögum síðar. Þess má geta að Guðni lék sinn fyrsta landsleik gegn Færeyjum í Þórshöfn 1984. Morgunblaðið/Kristinn Eiður Smári Guðjohnsen er hér í baráttu við Paul Lambert í leiknum á Hampden Park. Guðni er tilbúinn gegn Færeyjum og Litháen GUÐNI Bergsson er tilbúinn til að framlengja feril sinn um einn mánuð til þess að spila með íslenska landsliðinu gegn Færeyjum og Litháen í undankepni EM dagana 7. og 11. júní. Guðni ætlaði að leggja skóna á hilluna að loknu þessu keppnistímabili í ensku knattspyrnunni en síðasti leikur Bolton fer fram 11. maí. ■ Ég er sár og svekktur.../B3 ■ Ég gat ekki.../B6 ■ Sárt að hafa.../B2 ■ Leikurinn/B6 Eiður í sömu stöðu og George Best GUNNLAUGUR Jónsson, fyr- irliði Skagamanna í knattspyrn- unni, er nefbrotinn, brotnaði á æfingu með liðinu á dögunum þegar hann lenti í árekstri við einn félaga sinn í ÍA. Gunn- laugur gekkst undir aðgerð á föstudaginn og verður vænt- anlega frá keppni næsta mán- uðinn af þeim sökum. Gunnlaugur nefbrotinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.