Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 3
SKOTLAND – ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 B 3 INDRIÐI Sigurðsson kom inn á sem varamaður í íslenska landsliðinu seint í leiknum gegn Skotum og spilaði sinn fyrsta leik í stórkeppni. Hann hafði áður tekið þátt í tveimur leikjum á Norðurlandamóti og fjórum vináttuleikjum, og hef- ur spilað alla sjö landsleiki sína til þessa á útivelli. Indriði var fljótur að gera vart við sig því hann fékk gult spjald fyrir brot aðeins tveimur mínútum eftir að honum var skipt inn á. Það var eina gula spjaldið sem íslenska liðið fékk í leikn- um. BERTI Vogts hafði aldrei fagn- að sigri sem landsliðsþjálfari Skota á Hampden Park, þar til á laugardaginn. Skoskir blaða- menn spurðu Vogts eftir leikinn hvort það væri ekki mikill léttir að hafa loksins náð að vinna leik á þessum velli. „Þetta er ekkert nýtt fyrir mér, ég sigraði á Hampden Park þegar ég lék þar með þýska landsliðinu,“ svaraði Vogts og uppskar mikinn hlátur og lófatak. Það er greinilegt að minni Vogts er eitthvað farið að förl- ast, því að Morgunblaðið veit að hann hefur aldrei fagnað sigri á Hampden Park með þýska landsliðinu. Vogts lék 96 lands- leiki fyrir Vestur-Þýskaland á árunum 1967 til 1978. Hann lék tvisvar með þýska liðinu á Hampden Park – fyrst 16. apríl 1969, þegar Skotland og V- Þýskaland gerðu jafntefli, 1:1. Gerd Müller skoraði þá mark Þýskalands á 39. mín., en Robert Murdoch, Celtic, jafnaði fimm mín. fyrir leikslok. Vogts lék síð- an á Hampden Park 4. nóv- ember 1973 og þá varð aftur jafntefli, 1:1. Þá skoraði James A. Holton, Man. Utd., fyrir Skota, en Uli Höness jafnaði fyr- ir Þjóðverja á 82. mín. Vogst hefur tvisvar verið í sigurliði gegn Skotum – í Ham- borg 1969, 3:2, og Frankfurt 1974, 2:1. Minni Vogts farið að förlast EIÐUR Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta mark Íslendinga gegn Skotum í A-landsleik frá upphafi þegar hann jafnaði metin á 48. mínútu á Hampden Park á laugardaginn. Íslenska liðinu hafði ekki tekist að skora í fyrstu fjórum við- ureignum liðanna og það liðu því samtals 408 mínútur þar til ísinn var brotinn. En Skotar unnu sinn fimmta sigur í jafn- mörgum leikjum gegn Íslandi og markatalan er nú 9:1 þeim í hag. Mark eftir 408 mínútur Guðni sagði við Morgunblaðið eft-ir leikinn að hann hefði notið þess vel að vera með landsliðshópn- um í Glasgow síðan á miðvikudag. „Ég hafði virkilega gaman af öllum undirbúningnum og stemningunni sem honum fylgdi. Á þessari stundu er ég hinsvegar sár og svekktur yfir því að við skyldum ekki fá í það minnsta jafntefli, jafnvel sigur, út úr þessari viðureign við Skota því við áttum mjög góðan síðari hálfleik. Við jöfnuðum, Eiður var nálægt því að skora, átti að fá vítaspyrnu, og möguleikarnir voru svo sannarlega fyrir hendi.“ En eins og aðrir var Guðni óhress með fyrri hálfleikinn. „Við vorum hikandi og of ragir í öll- um okkar aðgerðum. Við héldum ekki boltanum og sendingarnar voru ónákvæmar, og við brugðumst ekki einu sinni við af nægilega miklum krafti þegar Skotarnir skoruðu snemma í leiknum. Enda vissum við upp á okkur skömmina í leikhléinu, Atli minnti okkur rækilega á að við gætum gert miklu betur og ég held að við höfum brugðist mjög vel við kalli hans með frammistöðunni í síð- ari hálfleiknum. Markið var okkur mikil lyftistöng, góð sending frá Jóa Kalla og frábærlega afgreitt hjá Eiði. Í kjölfarið sýndum við á köflum góða knattspyrnu, en eins og alltaf í fótboltanum er það ekki nóg því það eru mörkin sem ráða úrslitum. Sem varnarmaður er ég afar óánægður með þessi tvö mörk sem við fengum á okkur. Í því fyrra komst skoski leikmaðurinn einn inn á erfitt svæði en eftir á hugsar mað- ur alltaf hvort maður hefði getað lok- að á hann fyrr, fylgt betur á eftir og komist fyrir sendinguna. Það seinna kom upp úr aukaspyrnu þar sem við vorum hikandi eftir að leikmaður Skota meiddist. Boltinn var sendur innfyrir vörn- ina á einfaldan hátt, fyrirgjöfin var góð og þessi stóri varnarmaður þeirra var skrefinu á undan okkur og skallaði boltann í markið. Það var dálítill löðrungur fyrir okkur eftir það sem á undan var gengið í seinni hálfleiknum. Við vorum áfram tals- vert með boltann en náðum ekki að brjóta þá á bak aftur og skapa okkur tækifæri til að jafna metin. Ég er af- ar svekktur með þessi úrslit og stað- an í riðlinum er orðin mjög erfið, hæpið að ná öðru sætinu sem stefnt var að, en það er ekki öll nótt úti enn,“ sagði Guðni Bergs- son. Indriði fljótur að fá spjald Morgunblaðið/Kristinn Guðni Bergsson á hér í höggi við Don Hutchison og Steven Pressley. Rúnar fylgist með. Guðni Bergsson aftur í landsliðinu eftir 50 leikja fjarveru Ég er sár og svekktur GUÐNI Bergsson er tilbúinn til að leika áfram með íslenska lands- liðinu í næstu tveimur leikjum þess í undankeppni EM, eins og fram kemur í frétt á B1. Hann spilaði á laugardaginn sinn 78. landsleik, og jafnframt þann fyrsta síðan hann var í liði Íslands gegn Írlandi á Laugardalsvellinum 6. september 1997. Guðni sýndi gamalkunna takta í íslensku vörninni og staðfesti að hann hefði komið að góðum notum í mörgum af þeim 50 landsleikjum sem fram fóru á meðan hann var „úti í kuldanum“. EIÐUR Smári Guðjohnsen tognaði í nára seint í leiknum gegn Skotum og þurfti að fara af velli af þeim sökum rétt fyr- ir leikslok. „Ég rann til og tognaði en ég á ekki von á að þetta sé eitthvað alvarlegt. Það skýrist betur þegar ég kem aftur til Chelsea og fer í meðferð þar eftir helgina en ég vona að þetta komi ekki í veg fyrir að ég geti spilað með liðinu um næstu helgi,“ sagði Eiður en Chelsea leikur gegn Sunderland næsta laugardag. Eiður tognaði í nára Baksíða The Mail on Sunday: Wilkie bjargvætt- ur Skota.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.