Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 5
SKOTLAND – ÍSLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 B 5 „ÉG skil ekki afhverju dómarinn dæmdi ekki vítaspyrnu á mig,“ sagði varnarmaðurinn stóri hjá Skotum, Lee Wilkie, um atvikið þegar hann braut á Eiði Smára Guðjohnsen og dómarinn dæmdi óbeina aukaspyrnu innan vítateigs skoska liðsins. „Fyrst hann taldi að ég hefði hrint honum, átti hann að dæma vítaspyrnu. Ég hugsaði ekkert um þetta fyrr en nokkrar mínútur voru liðnar frá því þetta gerðist en áttaði mig þá á því hve vel ég hafði sloppið. Þessu verð ég að læra af og gæta þess að gera svona lagað ekki aftur,“ sagði Wilkie, stærsti útispilari Skota frá upphafi, sem skömmu síðar varð hetja sinna manna þegar hann skoraði sig- urmarkið í leiknum – sitt fyrsta mark fyrir Skotland. Skoskir fjölmiðlar tóku í sama streng í gær og sögðu að Skotar hefðu verið stálheppnir að fá ekki á sig vítaspyrnu og lenda 2:1 undir í leiknum. Alan Campbell skrifaði í Sunday Herald: „Berti Vogts ósk- aði eftir að fá tólfta manninn í lið með sér til að sigra Ísland og átti þar við skosku stuðningsmennina, Tartan Army. En tólfti maðurinn sem hann fékk var óvænt hol- lenski dómarinn Rene Temmink.“ Skil ekki af hverju hann dæmdi ekki víti á mig EGGERT Magnússon, formað- ur KSÍ, sagði við Morg- unblaðið eftir ósigurinn gegn Skotum á Hampden Park á laugardaginn að með honum væri draumurinn um að ná öðru sætinu í EM-riðlinum nánast úr sögunni. „Já, hann er allavega orðinn mjög fjarlægur. En það var ekki þessi leikur sem fór með það, heldur tapið í fyrri leikn- um gegn Skotum á heimavelli. Það er á heimavellinum sem við þurfum fyrst og fremst að ná í stigin. Þessi leikur var mikið betri en sá fyrri og ég er mjög stoltur af því hvernig strákarnir rifu sig upp í seinni hálfleik eftir að sá fyrri var slakur. Þeir voru óheppnir að ná ekki allavega einu stigi eins og leikurinn þróaðist því eftir að við jöfnuðum var ekkert að gerast í leik Skotanna, en þeir náðu að nýta sér mistök hjá okkur og skora mark. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem við höfum átt möguleika á að stíga feti fram- ar í baráttunni um að komast áfram í stórmóti en nýtum hann ekki. Við erum farnir að gera kröfur um árangur sem við teljum raunhæfar, og það er kominn tími til að við förum að standa undir þeim,“ sagði Eggert Magnússon. Draum- urinn nánast úr sögunni stund – fyrsta markið gegn Skotum í landsleik. Hip-hip-húrra! Erfitt reyndar að sjá, úr þessari fjarlægð, hvort drengurinn var rangstæður, þannig að vaskur maður hringir heim og fær staðfest að markið hafi samkvæmt endursýningu í íslensku sjónvarpi verið löglegt. Gott að hafa skorað löglegt mark. Frábært. 50. mín. Sumir eru núna fyrst að koma úr sjoppunni. „Sástu ekki markið, maður!? Því- lík veisla!“ Og stundvíslega er sólin komin aftur. Merkilegt hvernig skosku veðurguðirnir fylgjast með einum knattspyrnuleik. Um leið rifjast upp fyrir íslenskum að Skotland er aðeins í 63. sæti á styrkleikalista Fifa, við hliðina á Kongó. Hah! Við eigum enn vaðandi sjens! „Ísland! Klapp-klapp-klapp.“ Þá kemur höggið. 70. mín. Lee Wilkie skorar, 2-1. Proclaimers-laginu er skellt í græj- urnar, fánamálningin tekur að leka úr íslenskum andlitum. Blístur Skota eykst og allt í einu er öllu lokið. Dóm- arinn flautar af. 95. mín. „Við erum ekki ánægðir, það verður að koma fram. Maður er búinn að leggja á sig þetta ferðalag og horfir svo upp á þetta,“ segja fjór- ir ungir, íslenskir menn á leið niður úr stúkunni. Þeir eru búsettir í London og óku alla leið. „Þetta er svona strákaferð,“ segja þeir hálf- brosandi og eru ljóslega ekki jafn- reiðir og í fyrstu sýndist. Allt kvöldið er nefnilega eftir – menning og listir í Glasgow – og smám saman fjara um- ræður um þjálfaraskipti út. Það er aftur gaman, alveg frábært, og algjör óþarfi að pakka íslenska treflinum niður. „Jæja, þá er alla vega orðið ljóst að ég er ekki berdreyminn,“ segir þreyttur Íslendingur í einum stræt- isvagninum á leið frá Hampden. „Nú?“ spyr félagi hans, sem er í fyrsta sinn í tveggja hæða strætó. „Já, mig dreymdi þennan leik í nótt og alveg undir morgun. Og sam- kvæmt því átti Rúnar að skora á 44. mínútu.“ Ja, svei. Aldrei er á neitt að treysta í þessum heimi. Hann var ánægður með markið.„Þetta var frábær sending frá Jóa og fínt mark. Ég hafði nógan tíma, boltinn skopp- aði vel fyrir mig og ég ákvað strax að lyfta yfir markmann- inn sem kom á móti mér. Það er alltaf gaman að skora, ekki síst á svona velli, og markið kveikti í okkur þannig að við spiluð- um nokkuð vel í seinni hálfleiknum. Ég hefði getað skorað annað mark, með skalla, en færið var þröngt og ég náði ekki að stýra boltanum í fjær- hornið eins og ég reyndi.“ Eiður kvaðst ekki átta sig á því hvers vegna ekki var dæmd víta- spyrna þegar Lee Wilkie braut á honum á meðan staðan var 1:1. „Það var fáránlegt að dæma óbeina auka- spyrnu í þessu tilfelli. Ég komst framhjá varnarmanninum, hann hætti að einbeita sér að boltanum og hrinti mér. Þetta var hreint brot, engin hindrun eins og dómarinn virt- ist telja. Ef við hefðum fengið víta- spyrnuna og skorað er engin spurn- ing hvernig leikurinn hefði endað.“ Hann var ósáttur við fyrri hálfleikinn eins og aðrir. „Við vorum alltof var- kárir og hræddir við að taka boltann niður og spila. Sjálfstraustið var ekki nægilegt en það var mikið í húfi og við ætluðum ekki að gefa leikinn frá okkur. Ég er samt á því að við höfum farið í leikinn með réttu hugarfari, það hefði ekki þýtt að ætla að byrja á því að pressa Skota á þeirra heima- velli. Það sýndi sig í seinni hálfleikn- um að við erum ekkert síðri en þeir. Skotar voru mjög óstyrkir eftir að við jöfnuðum og það var synd að nýta það ekki því mér fannst seinni hálf- leikurinn frábær hjá okkur,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen. Maður fær á kjaftinn annað slagið Lárus Orri Sigurðsson, sem steig varla feilspor í íslensku vörninni, sagði að það væru gífurleg vonbrigði að tapa öðru sinni fyrir Skotum. „Þetta var hrikalegt. Þótt við næð- um okkur ekki á strik í fyrri hálfleik var vörnin þétt og góð. Eftir að við skoruðum markið var ég fullviss um að við myndum vinna leikinn því ég gat ekki séð hvernig þeir ættu að fara að því að skora mark hjá okkur. En enn og aftur var okkur refsað fyr- ir augnabliks einbeitingarleysi. Ég ætlaði að sjá um þann stóra þegar við áttum aukaspyrnu en hann er geysi- lega sterkur, náði að smeygja sér framfyrir mig og skalla boltann í markið. Það voru gífurleg von- brigði en svona er fótboltinn. Maður fær á kjaftinn annað slagið en þá er ekkert annað að gera en að standa upp og halda áfram. Skotarn- ir eru ekkert betri en við og það er því afar sárt að tapa sex stigum gegn þessu liði, en þeir virðast hafa spilað sína bestu leiki gegn okkur. Úr þessu verður gríðarlega erfitt að komast áfram úr þessum riðli en það þýðir ekkert að gefast upp og við höldum í vonina eins lengi og nokkur kostur er. Ef með þarf, þá er ekkert annað en að sigra Þjóðverjana tvisvar í lok- in til að kom- ast áfram!“ sagði Lárus Orri Sig- urðsson. Morgunblaðið/Kristinn Lárus Orri Sigurðsson hefur betur í baráttu við Lee Wilkie. Skotar ekkert betri en við EIÐUR Smári Guðjohnsen sagði við Morgunblaðið eftir leikinn á Hampden Park að það væri sorglegt að hafa tapað eftir að hafa náð að jafna metin. „Málið er að Skotar eru ekkert betri en við, þeir fengu engin umtals- verð færi framyfir okkur í seinni hálfleiknum, nema þegar þeir skoruðu,“ sagði Eiður. Víðir Sigurðsson skrifar frá Glasgow SKOSKU dagblöðin töldu flest í gær að skoska knattspyrnulands- liðið ætti enn langt í land þrátt fyrir sigurinn á Íslendingum á laugardaginn. Fullsnemmt væri að spá því að þetta skoska lið ætti raunhæfa möguleika á að komast í lokakeppni EM. Flestum blaðanna þykir ekki mikið til íslenska liðsins koma og það segi sitt um frammi- stöðu Skota að þeir hafi naumlega náð að knýja fram sigur. Alls stað- ar er sagt að Skotar hafi haft heppnina með sér þegar víta- spyrnan var höfð af íslenska liðinu og hinum háværu áhorfendumhafi verið létt þegar dómarinn flautaði til leiksloka. „Verum raunhæfir. Íslenska liðið var í hreinskilni sagt lélegt. Það varðist vissulega vel í vörn og á miðju og það þarf alltaf að gæta sín þegar maður á borð við Guðjohnsen er í framlínunni, en það hefði aldrei átt að skjóta okkur þennan skelk í bringu,“ sagði Sunday Mail. Skotar telja lið sitt eiga langt í land Baksíða Sunday Mirror: Wilkie skorar sigurmarkið rétt eftir vítaspyrnuskrekkinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.