Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 6
SKOTLAND – ÍSLAND 6 B MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Atli sagði að fyrri hálfleikurinnhefði verið með ólíkindum. „Varnarlínan stóð vel fyrir sínu og Skotar fengu bara tvö marktækifæri all- an hálfleikinn en það gerðist nákvæmlega ekki neitt þegar við fengum boltann. Það kom varla ein góð sending fram völl- inn. Menn gerðu mistök á hættuleg- um stöðum á vellinum, runnu á haus- inn, fóru tveir upp í skallabolta í einu. Það var eins og þeir þyrðu ekki að vera með boltann og þeir gerðu ekk- ert af því sem farið hafði verið ræki- lega yfir á æfingum, þar sem við ætl- uðum að spila boltanum upp völlinn og nýta þá Rúnar og Eið á réttan hátt. Ég sat stundum og hristi höfuðið, ég gat ekki einu sinni orðið reiður – þetta var svo slakt.“ Hann sagðist þó ekki hafa gripið til reiðilesturs í hálfleik. „Ég spurði strákana hvernig þeim fyndist völlur- inn. „Flottur.“ Hvernig er stemning- in? „Fín.“ Þá sagði ég þeim að fara út og spila eins og menn. Þeir fengju tíu mínútur til að bæta ráð sitt, að öðrum kosti myndi ég grípa til róttækra breytinga. Og sem betur fer var eins og allt annað lið væri inni á vellinum í síðari hálfleik. Það var eins og strák- arnir gerðu sér allt í einu grein fyrir því að þeir þyrftu ekki að vera svona stressaðir. Og það merkilega er að þrátt fyrir þessar lélegu 45 mínútur áttum við skilið miklu meira en við fengum út úr þessum leik. Mestu von- brigðin voru að fá ekki vítaspyrnuna þegar dómarinn dæmdi á brotið á Eiði Smára. Fyrst hann dæmdi á ann- að borð, átti þetta að vera vítaspyrna og ekkert annað. Eins og leikurinn þróaðist, hefðu Skotar aldrei átt möguleika ef við hefðum komist í 2:1. Þetta var stóri áhrifavaldurinn í leiknum. En það sem er mest svekkj- andi er að sjá að fyrst liðið getur spil- að eins vel og raun ber vitni á góðu köflunum, eins og sást í seinni hálf- leiknum þar sem það var á blússandi siglingu, skuli það spila eins illa og það gerði í heilar 45 mínútur.“ Atli sagði að fjarvera Hermanns Hreiðarssonar og Heiðars Helguson- ar hefði verið dýr. „Við eigum að vinna Skota á góðum degi og ég spyr sjálfan mig hvers vegna einmitt þess- ir tveir leikmenn, sem við þurftum svo mikið á að halda í þessum leik, skyldu meiðast. Þessir tveir sem gátu ekki beðið eftir því að taka hraustlega á Skotum á Hampden Park. En okkar staða er sú að við þurfum á öllum okk- ar liðsstyrk að halda og megum ekki við því að missa lykilmenn út úr lið- inu. En við fengum Guðna Bergsson aftur inn í liðið og hann var okkur góður styrkur. Honum óx ásmegin jafnt og þétt eftir því sem leið á leik- inn. Eiður spilaði mjög vel, skoraði, átti að fá vítaspyrnu og var óheppinn þegar hann skallaði þvert fyrir mark- ið. Ég veit að hann er svekktur yfir því að hafa ekki nýtt sér eitt tækifæri enn þar sem hann hefði getað stungið varnarmanninn af en ákvað að snúa sér til baka með boltann.“ Hann sagði að bæði mörk Skota hefðu verið ódýr. „Fyrra markið kom þegar Arnar Þór gleymdi einföldu at- riði, hafði ekki augun bæði á mann- inum og boltanum og missti hann framhjá sér. Í síðara markinu gáfum við þeim aukaspyrnu þegar beðið var eftir því að boltanum yrði sparkað út- af þar sem þeirra maður lá meiddur á vellinum. Menn misstu einbeitinguna augnablik og var refsað fyrir það.“ Atli sagði að það næsta sem lægi fyrir væri að vinna þrjá næstu leiki, komast í 12 stig og tryggja þriðja sæt- ið í riðlinum. „Við verðum að fá sex stig gegn Færeyingum, það er skylda okkar, og svo er það leikurinn gegn Litháen á útivelli. Ef við náum þessu, er það árangur út af fyrir sig, og síðan verðum við að sjá hvað gerist í öðrum leikjum. Ef Skotar gera tvisvar jafn- tefli við Litháen, náum við þeim með því að vinna næstu tvo leiki og þá er allt opið á nýjan leik. Þriðja sætið er áfram okkar fyrsta markmið, en það er of snemmt að afskrifa okkur al- gjörlega,“ sagði Atli Eðvaldsson. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari var von- svikinn eftir orrustuna á Hampden Park Ég gat ekki einu sinni orðið reiður ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, sagði við Morgun- blaðið eftir ósigurinn í Glasgow á laugardaginn að hann væri afar vonsvikinn yfir því að hafa ekki náð einu einasta stigi í leikjunum tveimur gegn Skotum. Eftir lélegan fyrri hálfleik á Hampden Park hefðu verið miklir möguleikar í þeim síðari en vendipunktur leiksins hefði verið vítaspyrnan sem höfð hefði verið af íslenska liðinu þeg- ar staðan var 1:1. Víðir Sigurðsson skrifar frá Glasgow Eiður Smári G Morgunblaðið/Kristinn Eiður Smári Guðjohnsen og Bjarni Þorsteinsson hlaupa frá marki Skota, eftir að Eiður Smári skoraði. EINS marks ósigur á útivelli í mikilvægum landsleik í knatt- spyrnu. Hve oft höfum við Íslend- ingar ekki mátt sætta okkur við slíka niðurstöðu undanfarna tvo áratugi? Við höfum horft á lands- liðið okkar tapa mótsleikjum með einu marki í Wales, á Spáni, í Austurríki, í gömlu Tékkóslóv- akíu, í Albaníu, í Grikklandi, í Rússlandi (tvisvar), í Ungverja- landi, í Makedóníu, í Frakklandi, í Búlgaríu – og nú síðast í Skotlandi á hinum fræga Hampden Park. Enn einu sinni horfum við á það sem hefði getað verið, enn eina ferðina grátum við einföld mistök sem leiddu til þess að heimaliðið náði að skora. Einu sinni enn var íslenska landsliðið næstum því bú- ið að ná góðum úrslitum en vant- aði herslumuninn til að fylgja því eftir. Sú var tíðin að Skotar áttu af- burðasnjalla knattspyrnumenn og voru einu númeri of stórir fyrir Ís- lendinga. Þeir gátu teflt fram Kenny Dalglish, Graeme Souness, Jim Bett, Andy Gray, Gordon Strachan, Charlie Nicholas – svona var hægt að telja áfram og áfram. Þá var lítið við því að segja þótt ekki næðust stig af þessari fornfrægu knattspyrnuþjóð. Í dag er staðan allt önnur. Með fullri virðingu fyrir Kenny Miller, Steve Crawford, Steven Pressley, Lee Wilkie, Graham Alexander og hinum strákunum í skoska lands- liðinu sem lék við Ísland á Hamp- den Park á laugardaginn þá er þetta ekki lengur andstæðingur sem fær mótherjana til að skjálfa á beinunum þegar staðið er frammi fyrir þeim á þjóð- arleikvanginum í Glasgow. Enda hafa hinir mögnuðu skosku knatt- spyrnuáhugamenn sem mynda hinn skemmtilega „Tartan Army“ fengið fá tækifæri til að syngja og gleðjast á undanförnum árum. En þeir voru kátir á laugardaginn, enda fágætur heimasigur í höfn. Hvers vegna í ósköpunum standa íslenskir knattspyrnu- menn með hundruð landsleikja á bakinu sig eins og þeir gerðu í fyrri hálfleiknum á Hampden á laugardaginn? Gegn mótherjum sem eru engu betur að sér í göldr- um knattspyrnunnar en þeir sjálf- ir. Hvers vegna í ósköpunum spil- ar íslenska landsliðið aðrar eins 45 mínútur og það gerði í fyrri hálfleiknum? Skortur á sjálfs- trausti? Minnimáttarkennd? Spyr sá sem ekki veit. Þegar flautað var til hálfleiks var ég nánast kominn á þá skoðun að líklega hefði ég gert mig sekan um ofmat á þeim leikmönnum sem klæðast íslenska landsliðsbúningnum með því að telja þá jafnoka hinna skosku. Sú dapurlega frammi- staða sem þeir sýndu í fyrri hálf- leik þar sem boltinn komst varla á milli þriggja manna, þar sem einu úrræðin til að koma knettinum fram á Eið Smára Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson virtust vera ónákvæmar kýlingar, þar sem ís- lenska liðið átti ekki eitt einasta skot að marki andstæðinganna – varð til þess að ég var kominn á fremsta hlunn með að viðurkenna að við ættum bara ekki betra lið og leikmenn. Svo kom síðari hálfleikurinn. Sömu leikmenn og léku þann fyrri voru óþekkjanlegir. Nú spiluðu þeir þann fótbolta sem ég taldi mig vita að þeir kynnu og væru vanir að spila, hver og einn, og fá fyrir það greitt frá viku til viku og frá mánuði til mánaðar. Og þá komu staðreyndirnar í ljós. Skoska landsliðið er ekkert betra en það íslenska. Hvers vegna eru þá Skotar með 6 stig en Íslendingar ekkert eftir tvær við- ureignir? Er þeirra þjóðarstolt meira? Hefur það þýðingu að allir leikmenn Skotlands sungu þjóð- sönginn sinn af innlifun áður en flautað var til leiks á meðan varir þeirra íslensku bærðust ekki á meðan þjóðarsálmurinn ómaði? Einhver utanaðkomandi áhrif hljóta það að vera fyrst munur á knattspyrnuhæfileikum er ekki teljandi. Eru Skotar betur skipu- lagðir? Er sjálfstraust okkar manna það lítið að þeir gangi til leiks með þá hugsun eina að verj- ast? Ég er ekki alveg sáttur við þá skoðun sem virðist ríkjandi að far- sælast sé að verjast og liggja í skotgröfunum fyrsta hálftímann með það markmið eitt að fá ekki á sig mark. Til að ná árangri verða menn að leyfa sér að vera djarfir þegar við á. Vera skynsamir, en tilbúnir til atlögu um leið og tæki- færin gefast. Því miður virtist hugsun íslensku leikmannanna á laugardaginn, flestra hverja, vera bundin við varnarhlutverkið en ekki við það sem við tæki þegar þeir væru komnir með boltann. Þá var eins og þeir vissu ekki hvað gera ætti næst. Það var þar sem skildi á milli liðanna í 45 mínútur og það er ekki nóg að vakna upp við það í hálfleik að hægt sé að spila fótboltann á annan hátt. Víðir Sigurðsson Minnimáttarkennd eða skortur á sjálfstrausti?                              ! "# $%#      &       %  ' !        (   (  &(                 &! '         )*  (              &  !      ! "# $  %  # $ #& '      () '  " + ,   - # $  . #/   0'  $& 1234 05/ /- 6734 #& %89 :*  ; ##   23 .* ' +  ,-! ,../ ( #< 0  # 1.   2 %# = 9*  /3!-/4 $> 5 6   7 /! ( # *>   8  "   *%  #   .   ! #?    @ 1     2 =  #  (  +  A  #   B      +  C& D  ( A> E   0D*     @F34 ( G#  +  +3    0A>   >  6 34 5>  3  >  !H  #      0I&   *  @234 ' )  '  9,:!; (   ! ' <= '  93>!;   ! 8 '    94,!;   ! )+  '  94>!;  %  !    ?* !  ?* ?  ! F 911!;  9@4!;  93.!; 024 1 F 0 4 Fyrri hálfleikurinn á Hampden Parker vafalítið einn sá slakasti sem ís- lenska landsliðið hefur sýnt í langan tíma. Reyndar var varnarhliðin að mestu leyti í lagi. Skotar voru ekki beittir þrátt fyrir að þeir væru með bolt- ann megnið af hálf- leiknum og sköpuðu sér aðeins tvö um- talsverð marktækifæri – og nýttu annað. Kenny Miller skoraði strax á 11. mínútu og þar með hafði það gerst sem koma átti í veg fyrir – að Skotar gerðu mark á fyrsta hálftímanum. Í lok hálfleiksins varði Árni Gautur Ara- son skalla frá Gary Naysmith af stuttu færi en það var í eina skiptið sem virkilega reyndi á hann í markinu í leiknum. Guðni Bergsson var dálitla stund að finna taktinn með nýjum fé- lögum í fimm manna vörn Íslands en ná in er bo he va fr Gu he Ei þe lín he só fr fr en he að þe næ Kafla tap á ÞAÐ er orðinn langsóttur draumur að sj þjóða sem spila um sæti í lokakeppni Ev þessu ári. Reyndar hefur íslenska lands leikjum sínum í undankeppninni en efti varla raunhæft að reikna með að það ko um riðli. Skotar knúðu fram sigur, 2:1, í Hampden Park á laugardaginn þar sem ólíkar hliðar. Skotarnir eru komnir með liðið situr eftir með þrjú stig og er næst helgarinnar. Víðir Sigurðsson skrifar frá Glasgow

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.