Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 B 7  RENE Timmink, hollenski dóm- arinn, bætti fjórum mínútum við leiktímann á laugardaginn, og það þótti áhorfendum á Hampden Park slæm tíðindi. Þeir bauluðu óspart þegar fjórði dómari leiksins gaf það til kynna.  TIMMINK lét síðan leikinn halda áfram í 50 sekúndur í viðbót vegna tafa í uppbótartímanum og Berti Vogts, þjálfari Skota, átti erfitt með að sætta sig við það. Hann gerði fátt annað síðustu mínútuna sem leið en að benda dómaranum á að fylgjast með klukkunni.  VOGTS þakkaði skoskum fjöl- miðlum sérstaklega eftir leikinn fyr- ir jákvæða umfjöllun um landsliðið alla vikuna. „Þið voruð frábærir,“ sagði Vogts við skosku blaðamenn- ina í upphafi blaðamannafundar eftir leikinn, en hann hefur til þessa ekki verið sérlega vinsæll í þeirra röðum.  EIÐUR Smári Guðjohnsen vakti mesta athygli hjá skosku fjölmiðl- unum. Eina blaðið sem gaf leik- mönnum Íslands einkunnir, Sunday Mail, gaf Eiði Smára 7, jafnmikið og sínum bestu mönnum sem það taldi hafa verið Barry Ferguson, Kenny Miller og Lee Wilkie.  BJARNI Þorsteinsson meiddist á læri þegar brotið var harkalega á honum eftir rúmlega hálftíma leik. Bjarni gat haldið áfram en verður væntanlega einhverja daga að jafna sig eftir höggið.  BRÆÐURNIR Þórður og Jóhann- es Karl Guðjónssynir léku landsleik saman öðru sinni. Þeir voru sam- tímis inná síðustu 18 mínútur leiks- ins en höfðu áður náð að leika saman í 12 mínútur í Eistlandi í nóvember. Þetta eru jafnframt tveir fyrstu leik- ir þeirra í sama liði á ferlinum.  TVEIR síðustu landsliðsþjálfarar Íslands, Guðjón Þórðarson og Logi Ólafsson, voru mættir til Glasgow til að fylgjast með viðureign þjóð- anna. Hvorugur þeirra er í starfi sem stendur. Fleiri fyrrum lands- liðsþjálfarar voru á meðal áhorf- enda, þar á meðal Reynir Karlsson sem stýrði landsliðinu árið 1967.  TRYGGVI Guðmundsson kom inn á undir lokin þegar Eiður Smári meiddist og spilaði sinn fyrsta móts- leik með landsliðinu í tvö ár, eða síð- an hann lék gegn Möltu í júníbyrjun 2001. Sama er að segja um Þórð Guðjónsson sem síðast lék mótsleik gegn Möltu í apríl sama ár.  GUÐNI Bergsson kom heim til Ís- lands í gær ásamt þjálfurum, far- arstjórum og Birki Kristinssyni markverði. Guðni fékk frí hjá Bolton til miðvikudags en þá fer hann utan til að búa sig undir leik liðsins við Manchester City í ensku úrvals- deildinni. Morgunblaðið/Kristinn Guðjohnsen spyrnir knettinum – sem fór síðan yfir Robert Douglas, markvörð Skota, og í markið, 1:1. Morgunblaðið/Kristinn Atli Eðvaldsson landsliðs- þjálfari er hér að skipta Indriða Sigurðssyni inná. Í baksýn má sjá Berti Vogts, landsliðsþjálfara Skota. „ÉG ætlaði að gera Guð- johnsen rangstæðan en það mistókst algjörlega. Hann sá við mér og skoraði glæsi- legt mark,“ sagði Steven Pressley, miðvörður Hearts og skoska landsliðsins, sem átti frábæran leik í vörn Skota á laugardaginn. Eina feilspor hans í leikn- um var þegar Jóhannes Karl átti sendingu innfyrir vörn Skota og Pressley var sekúndubroti of seinn að stíga út. Eiður Smári fékk boltann aleinn fyrir innan skosku vörnina og skoraði mark Íslands. „Guðjohnsen er leik- maður í hæsta gæðaflokki og við vorum heppnir að hann skyldi ekki skora með skalla skömmu seinna og eftir að hafa séð atvikið þar sem hann féll í vítateig okk- ar virðist ekki hafa verið um annað en vítaspyrnu að ræða,“ sagði Pressley í íþróttaþætti BBC á laugar- dagskvöldið þar sem atvik úr leiknum voru skoðuð. Guðjohnsen sá við mér FÓLK SKOTLAND – ÍSLAND áði fljótlega góðum tökum á verkefn- u. Íslenska liðið varðist vel, en ekk- rt meira. Miðjumennirnir héldu ekki oltanum, komu honum sjaldan á sam- erja, og ef hann tapaðist ekki á eigin allarhelmingi var honum þrumað am völlinn í von um að Eiður Smári uðjohnsen og Rúnar Kristinsson efðu betur í eltingaleik við Skotana. inmitt þannig átti ekki að spila með essa tvo lipru leikmenn í fremstu víg- nu. Arnar Grétarsson, maðurinn sem elst hefði átt að ná tengslum við óknarmennina tvo, fékk varla boltann á samherja allan hálfleikinn, hvað þá á mótherja. Það hefði mátt halda að ngin áætlun hefði verið í gangi – það efði mátt ætla af leik íslenska liðsins ð gleymst hefði að segja leikmönnum ess hvað þeir ættu að gera þegar þeir æðu boltanum. En það var hreinlega óþekkjanlegt lið Íslands sem hóf síðari hálfleikinn, þótt leikmennirnir væru þeir sömu, og leikur þess breyttist frá svörtu yfir í hvítt. Og það tók aðeins þrjár mínútur að jafna metin. Falleg sending frá Jó- hannesi Karli Guðjónssyni innfyrir vörn Skota, Eiður Smári Guðjohnsen sneri á Steven Pressley sem var of seinn að leika hann rangstæðan og lyfti boltanum laglega yfir Robert Douglas í skoska markinu, sem átti aldrei möguleika, 1:1. Óbeina aukaspyrnan Fimm mínútum síðar átti sér stað umdeilt atvik í vítateig Skota, við endamörkin hægra megin. Vendi- punktur leiksins þegar upp var staðið. Eiður Smári stakk sér framfyrir hinn stóra Lee Wilkie og náði af honum boltanum en Wilkie hrinti honum. Að- stoðardómarinn veifaði, brotið var inn- an vítateigs – en óskiljanleg niðurstaða hins stóra og stæðilega hollenska dóm- ara, Renes Temminks, var óbein auka- spyrna innan vítateigs, sem ekkert varð úr. Um þetta leyti var Ísland komið með undirtökin á vellinum. Á 56. mín- útu sendi Jóhannes Karl boltann fyrir markið frá vinstri og Eiður Smári skallaði af stuttu en þröngu færi úr markteignum, framhjá Douglas mark- verði en einnig framhjá markstönginni fjær. Íslenska liðið hélt áfram að sækja og Bjarni Þorsteinsson braust af harðfylgi upp völlinn hægra megin og inn í vítateig en náði ekki nægum krafti í skotið og Douglas varði auð- veldlega. Tveimur mínútum síðar hittu Skotar í fyrsta og eina skiptið á íslenska markið í síðari hálfleiknum, og skor- uðu úr því sigurmarkið. Vel útfærð aukaspyrna hægra megin, íslenska vörnin missti einbeitinguna eitt and- artak og Wilkie nýtti sér hæðina og kraftinn til að skjótast framfyrir ís- lensku miðverðina og skora með óverj- andi skalla, 2:1. Eftir þetta hugsuðu Skotar fyrst og fremst um að halda fengnum hlut og íslenska liðinu tókst ekki að ógna þeim nægilega þrátt fyrir talsverða pressu. Jóhannes Karl komst næst því, skaut viðstöðulaust frá vítateig en boltinn fór í varnar- mann og yfir markið. Bestu leikmenn íslenska liðsins í heildina voru þeir Guðni Bergsson og Lárus Orri Sigurðsson sem voru firna- sterkir í öftustu vörn. Guðni stjórnaði vörninni vel og virðist enn jafnfljótur og þegar hann lék síðast með landslið- inu. Synd að þessi sterki leikmaður hafi ekki verið nýttur á undanförnum árum, en um leið ánægjulegt að sjá hann aftur í íslenska landsliðsbúningn- um. Lárus Orri, löngum einn van- metnasti knattspyrnumaður landsins, vann nánast hvert einasta návígi við skosku framherjana. Þeir Jóhannes Karl og Arnar Grétarsson komust ágætlega inn í seinni hálfleikinn og náðu þá yfirhöndinni á miðjunni af þeim Barry Ferguson og Paul Lam- bert. Eiður Smári fékk ekki úr neinu að moða í fyrri hálfleiknum en var geysi- lega ógnandi í þeim síðari, þar sem hann skoraði gott mark, hefði átt að fá vítaspyrnu og var hársbreidd frá öðru marki. Rúnar Kristinsson komst ekki heldur inn í leikinn fyrr en í seinni hálfleik þegar hann fór að draga sig aftar á völlinn. En þrátt fyrir góðan síðari hálfleik olli heildarframmistaða íslenska liðsins nokkrum vonbrigðum. Það er í raun heildarniðurstaðan eftir leikina tvo gegn Skotum; það er blóðugt að sjá þá standa uppi með sex stig eftir við- ureignirnar tvær á milli þjóðanna því getumunurinn á þeim er lítill sem eng- inn. Við Skotum blasir hinsvegar skemmtileg barátta við Þjóðverja um efsta sætið í riðlinum á meðan það ís- lenska þarf að huga að því að bæta leik sinn og hugarfar fyrir verkefnin sem framundan eru í sumar. askiptur leikur og á Hampden Park já Ísland fyrir sér í hópi þeirra vrópumóts landsliða seint á sliðið aðeins leikið þrjá af átta r tvo ósigra gegn Skotum er omist ofar en í þriðja sæti í sín- afar kaflaskiptum leik á íslenska liðið sýndi á sér tvær 7 stig eftir þrjá leiki en íslenska neðst í riðlinum eftir leiki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.