Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 9
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. MARS 2003 B 9  HANNES Jón Jónsson gerði fimm mörk þegar lið hans, Naranco Treycar, vann lið Malaga, 27:25, í spænsku 2. deildinni í handknattleik. Mikilvægur sigur hjá Hannesi og fé- lögum í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni.  HÉÐINN Gilsson lék í tveimur keppnistreyjum í leiknum við Vík- inga. Hann byrjaði í treyju með nú- erinu 45 á eins og hann hefur leikið í í vetur. Sú treyja rifnaði hins vegar í átökunum í leiknum og í síðari hluta seinni hálfleiks var hann kominn í treyju númer 6.  BIRKIR Sigurðsson, þjálfari Vík- ings, var ekki sáttur við hvernig hans menn tóku aukakast á síðustu sek- úndu leiksins. Vildi að gefið yrði á Björn Guðmundsson sem var tilbú- inn að skjóta en Hafsteinn Haf- steinsson snéri sér við og skaut sjálf- ur. Birgir lét Hafstein heyra það eftir að hann hafði fyrst látið bræði sína bitna á stól og áhorfendabekk.  PÁLL Þórólfsson í Gróttu/KR fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að skjóta í andlit Magnúsar Sigmunds- sonar markvarðar FH í vítakasti þegar liðin mættust í gær. Á mynd- bandi sést greinilega að Magnús vindur sér til hliðar og því vafi hvort dómurinn var sanngjarn.  RÓBERT Duranona skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar og Róbert Sig- hvatsson 2 þegar liðið gerði jafntefli á útivelli fyrir Pfullingen, 29:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði 1 mark fyrir Essen í sigri liðsins á Lübbecke á útivelli, 33:31. Patrekur Jóhannesson náði ekki að skora fyrir Essen sem er í fjórða sæti deildar- innar.  EINAR Örn Jónsson skoraði 2 af mörkum Wallau Massenheim þegar liðið sigraði Göppingen, 30:24. Einar og félagar eru í áttunda sæti deild- arinnar.  GYLFI Gylfason komst ekki á blað fyrir Wilmelshavener sem tapaði á heimavelli fyrir Grosswallstadt, 27:23.  MAGDEBURG, lið þeirra Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðs- sonar, átti frí um helgina en á mið- vikudaginn leikur liðið við Minden.  RÚNAR Sigtryggsson var ekki í leikmannahópi spænska liðsins Ciud- ad Real sem sigraði Celje Piovarna Lasko, 34:27, í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Danski landsliðsmað- urinn Christian Hjermind var at- kvæðamestur í liði Ciudad Real með 12 mörk, þar af 7 úr vítaköstum.  REDBERGSLID frá Svíþjóð sigr- aði þýska liðið Lemgo, 36:32, í hinum undanúrslitaleiknum. Martin Bo- qvist var í miklum ham í liði Svíanna og skoraði 13 mörk. FÓLK Eftir fjörugar fyrstu mínútur varleikurinn í járnum og fátt um mörk en því meira um átök í vörninni. Valur náði naumri forystu en þegar tólf af síðustu 14 sóknum þeirra runnu út í sandinn tókst Víking- um að halda forskotinu við eitt mark í hálfleik. Eftir hlé var leikurinn áfram í járnum. Hver mistök eru þá dýr og þau voru fjölmörg en það munaði aldrei meira en tveimur mörkum fram í miðjan síðari hálfleik. Þá skor- uðu Valsstúlkur þrjú mörk í röð og gestirnir reyndu að herða róðurinn en það voru of mikil umskipti og gekk ekki upp. „Við æfðum einmitt sókn miklu meira en vörn fyrir þennan leik,“ hélt Hafrún áfram. „Hann gekk hinsvegar alls ekki vel, mest vegna þess að við gerðum alltof mikið af mistökum en sem betur fer gerðu Víkingar senni- lega aðeins fleiri því við unnum. Ég ætla að vona að í næsta leik verði leik- inn betri handbolti því þetta var skelfilegt en við unnum og það skiptir öllu máli. Við stefnum að því að halda góðri vörn í næsta leik og bæta sókn- ina, við eigum nóg inni og vinnum ef við gerum það.“ Hafrún og Drífa Skúladóttir voru bestar í Valsliðinu, sem stóð sig í vörn en vantaði mun meira af hugmyndum í sókninni. „Við ætluðum að vinna vel í vörn- inni eins og við höfum gert vel en við kláruðum ekki sóknirnar,“ sagði Guð- björg Guðmannsdóttir, sem fór fyrir Víkingsvörninni á laugardaginn. „Við gerðum of mörg mistök með boltann og það telur drjúgt í svona leik því þær voru fljótar að refsa okkur fyrir það. Við verðum að einbeita okkur að því að bæta sóknina í næsta leik, skapa okkur betri færi og nýta þau. Það verður því ljóst að það verður þriðji leikur.“ Ásamt Guðbjörgu voru Steinunn Þorsteinsdóttir og nafna hennar Bjarnarson sterkar í vörninni og lítið fór fyrir skæðum hornamönn- um Vals. Hinsvegar vantaði alltof mikið að taka af skarið í sókninni og skjóta hreinlega á markið. Að vísu vantaði skyttuna Guðmundu Ósk Kristjánsdóttur og Önnu Kristínu Árnadóttur en aðrar verða þá að taka upp fánann. Haukar skrefinu á undan Í Hafnarfirði náðu Haukastúlkur strax undirtökunum og tókst að halda gestunum í Gróttu/KR nokkrum mörkum frá sér og höfðu yfirleitt þriggja marka forskot þar til í lokin að þær bættu í og unnu með fimm marka mun, 29:24. Í deildinni töpuðu Hafnfirðingar fyrsta leik liðanna í deildinni en unnu næsta naumlega og þriðja örugglega. Segja má að vörn Hauka hafi ekki verið vel á verði á laugardaginn því Hafnfirðingar fengu á sig 12 mörk úr vítaköstum. „Þetta var ekki fallegur handbolti enda mikið í húfi,“ sagði Inga Fríða Tryggvadóttir úr Hauk- um eftir leikinn. „Við spiluðum vörn- ina framarlega og þær skora alltof mikið af mörkum hjá okkur en fæst þeirra komu þó með skotum á undan. Við verðum að bæta vörnina fyrir næsta leik því þær sluppu alltof mikið í gegn hjá okkur,“ bætti Inga Fríða við og vill mikið á sig leggja til að vinna líka næsta leik og fá því góða hvíld fyrir næstu viðureign. „Við stefnum á að vinna báða leikina til að fá góða hvíld og undirbúa okkur fyrir næsta leik þar á eftir en ég tek skýrt fram að við erum langt í frá komnar áfram og verðum að vera í lagi í næsta leik ef við ætlum okkur að gera út um hann.“ Reynsla og kjarkur skilaði sigri Reynsla eldri leikmanna og kjark-ur hinna yngri skilaði Stjörn- unni sigri í fyrsta leik þeirra gegn FH í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í handknattleik, en lið- in mættust í Ásgarði í Garðabæ á laugar- dag. Stjarnan sigraði, 23:21, eftir að hafa verið yfir nær allan tímann. Leikir liðanna í vetur hafa verið jafnir og spennandi og þessi leikur var eng- in undantekning þar á. Leikmenn beggja liða hafa án efa hugsað til síð- asta leiks liðanna í deildarkeppninni þar sem FH hafði betur en Stjarnan vann annan leikinn og liðin skildu jöfn í fyrsta leik liðanna. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleiknum en slakur kafli hjá Hafnfirðingum ásamt heldur óhagstæðri dómgæslu færði Stjörnustúlkum gott forskot í leikhléi, 13:9. Stjarnan hafði þægilega stöðu framan af öllum síðari hálfleik en þegar 13 mínútur voru liðnar af leiknum áttu FH-ingar frábæran leikkafla þar sem þær skoruðu fjögur mörk í röð án þess að Stjörnunni tæk- ist að svara og síðustu 10 mínúturnar voru mjög spennandi. En reynsla Amelu Hegic og kjarkur Sólveigar Láru Kjærnested á lokamínútunum ásamt óbilandi baráttuanda í vörninni færði Stjörnunni 23:21 sigur. Jelena Jovanovic lék best í liði Stjörnunnar ásamt Hind Hannes- dóttur og Amelu Hegic. Hjá FH léku þær Jolanta Slapikiene, Dröfn Sæ- mundsdóttir og Berglind Björgvins- dóttir best. Barátta vó upp sóknarleysið Morgunblaðið/Golli Gerður Beta Jóhannsdóttir, Víkingi, sækir að marki Vals. „Við spiluðum góða vörn en sóknir okkar voru næstum eins lélegar og vörnin var góð,“ sagði Hafrún Kristjánsdóttir sem skoraði þrjú mörk í 13:10 sigri Vals á Víkingum að Hlíð- arenda á laugardaginn í fyrsta eða fyrri leik liðanna í 8-liða úr- slitum. Rétt er að allt var lagt í varnirnar, sem skapaði oft átök og sóknartilburðir því oftast til- viljunarkenndir en þegar á móti kom gríðarleg barátta og ekki síst stórskemmtilegir áhorf- endur, sem lifðu sig inn í leikinn varð úr hins besta skemmtun. Í Hafnarfirði unnu Haukar örugg- an 29:24 sigur á Gróttu/KR. Stefán Stefánsson skrifar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Nýkrýndir deildarmeistararÍBV sigruðu Fylki/ÍR örugg- lega í fyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum, 32:20. Það tók þó Eyjastúlkur tutt- ugu mínútur að hrista gestina af sér en Gunnar Magnússon þjálfari Fylkis/ÍR brá á það ráð frá fyrstu mínútu að taka þær Sylviu Strass og Önnu Yakovu úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikur ÍBV nokkuð. Eyjastúlkur tóku leikhlé í stöðunni 5:4 og hvað sem Unnur Sigmarsdóttir sagði við stúlkurnar þá virkaði herbragðið, þær skor- uðu næstu fjögur mörk og lögðu þar grunninn að sigrinum. Fimm mörk skildu liðin að í hálfleik, 13:8. Í síðari hálfleik voru yfirburðir ÍBV algjörir og þær juku forskotið jafnt og þétt og áður en yfir lauk voru tólf mörk á milli liðanna. Þór- steina Sigurbjörnsdóttir horna- maður ÍBV var besti maður vall- arins en þessi stúlka sem lítið hefur látið að sér kveða í vetur nýtti plássið vel sem skapaðist þegar tveir leikmenn ÍBV voru teknir úr umferð, skoraði sjö mörk og nýtti færin sín vel. Anna Yak- ova kom sterk til leiks í seinni hálfleik eftir að hafa lítið haft sig í frammi í þeim fyrri. Hún skoraði grimmt undir lokin og alls sex mörk í leiknum. Hekla Daðadóttir var yfirburðaleikmaður í liði gest- anna og þá sérstaklega í seinni hálfleik þar sem hún skoraði sex mörk. Öruggur sigur í Eyjum „ÞETTA var kaflaskipt hjá okkur. Við byrjuðum mjög illa en náðum að vinna okkur inn í leikinn og vorum á tíma komnir tveimur mörkum yfir. En við misstum dampinn í seinni hálfleik og það er erfitt að ætla sér að vinna upp fimm marka mun gegn jafnsterku liði og Haukar hafa á að skipa. Þeir eru reynslumiklir í svona leikjum en ég tel samt að við eigum meira inni heldur en við sýndum í þessum leik,“ sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, við Morgunblaðið. ÍR-ingar mæta Þórsurum í 8-liða úrslitunum og líst Bjarna vel á þá viðureign. „Það er mikill hugur í okkur. Undanfarin ár höfum við verið slegnir út í 8-liða úrslitunum en ég tel okkur vera með það sterkt lið núna að við eigum að hafa burði til að fara langt og að sjálf- sögðu stefnum við á að fara alla leið. Þórsarar eru með gott lið en ég tel okkur sterkari og við ætlum að taka þá.“ Mikill hugur hjá ÍR-ingum SIGURÐUR Bjarnason, landsliðsmaður í hand- knattleik, sem leikið hefur með þýska liðinu Wetzlar undanfarin fjögur ár hefur tekið ákvörðun um að flytja heim í sumar. Sigurður sagði í samtali við Morgunblaðið að Wetzlar hefði boðið sér nýjan samning en að vel athug- uðu máli hafi hann hafnað því boði og ákveðið að snúa heim. „Okkur fjölskyldunni finnst kominn tími á að flytja heim. Við erum búin að vera úti í mörg ár og eiga þar góðan tíma en finnst núna rétti tíma- punkturinn á að snúa til baka. Það hefur blundað í mér að fara út í þjálfun og ég tel líklegt að ég geri það heima á næsta tímabili samhliða því að spila,“ sagði Sigurður við Morgunblaðið. Sigurður er sem kunnugt er frá vegna meiðsla og leikur ekki meira með Wetzlar á leiktíðinni en hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné og gekkst undir aðgerð í byrjun þessa mánaðar. Sigurður Bjarna- son er á heimleið Morgunblaðið /RAX Sigurður Bjarnason Sigursveinn Þórðarson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.