Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.2003, Blaðsíða 12
 JÓN Arnór Stefánsson gerði 11 stig þegar hann og félagar hans í Trier töpuðu á heimavelli fyrir Bamberg í þýsku 1. deildinni í körfuknattleik. Lokatölur 87:91. Jón Arnór tók 3 fráköst og stal bolt- anum einu sinni. Staða liðsins er slæm því þrjár umferðir eru eftir og þriðja neðsta liðið er með 14 stig, jafnmörg og Trier getur náð með því að sigra í þeim leikjum sem eftir eru.  LOGI Gunnarsson og félagar í Ulm töpuðu einnig um helgina og var það mjög óvænt. Liðið tók á móti Avitos Lich og tapaði 83:85. Logi gerði 10 stig, tók 4 fráköst og átti fjórar stoðsendingar. Lich er í næstneðsta sæti deildarinnar en Logi og félagar í næstefsta.  ANNA María Sveinsdóttir tók 12 fráköst í leiknum við KR á laugar- daginn, gerði 10 stig og átti 6 stoð- sendingar.  SINISA Kekic, leikmaður Grind- víkinga, var rekinn af velli fyrir annað gult spjald á 49. mínútu þegar Grindavík mætti Víkingum í deilda- bikarkeppninni. Grindvíkingar léku því einum færri megnið af síðari hálfleik en það dugði ekki Víkingum til sigurs, liðin gerðu 2:2 jafntefli. Grindvíkingar eru þar með komnir áfram í keppninni, fyrstir liða.  ÞÓRARINN Kristjánsson gerði þrjú mörk fyrir Keflvíkinga þegar liðið lagði KA 4:2.  KRISTÍN Ýr Bjarnadóttir skor- aði fjögur mörk fyrir Val sem vann stórsigur á Íslands- og bikarmeist- urum KR, 7:1, í deildabikar kvenna í gærkvöld. Arna Steinsdóttir, fyrr- um landsliðskona, tók fram skóna og lék með KR en hún er fertug.  FORRÁÐAMENN þýska félags- ins Bayern München eru að íhuga að framlengja samningnum við Ott- mar Hitzfeld þjálfara liðsins. Það veerður þó ekki til langs tíma því þjálfarinn siguræsli vill ekki gera nema eins árs samning í einu.  KARL -HEINZ Rummenigge, forseti félagsins segist þó sannfærð- ur um að hann eigi eftir að vinna með Hitzfeld lengur en standi á samningnum. Þjálfarinn, sem er fyrrum starfræðikennari, tók við fé- laginu 1998 og hefur þrívegis orðið þýskur meistari með það. Til stóð að reka hann fyrr í vetur þegar félagið féll út úr Meistaradeildinni.  ÓLÖF María Jónsdóttir, kylfing- ur úr Keili, komst ekki áfram á fyrsta mótinu sínu í Future móta- röðinni. Hún lék fyrri daginn á 77 höggum og þann síðari á 79 og var fjórum höggum frá því að fá að keppa á lokadeginum. FÓLK Öruggt hjá Keflavík KEFLAVÍK vann öruggan sigur á KR í fyrsta leik lið- anna í úrslitum í körfuknatt- leik kvenna, 75:47. Það var aðeins rétt í byrjun sem KR- stúlkur veittu sterku og jöfnu Keflavíkurliði keppni. Erla Þorsteinsdóttir hafði góðar gætur á Jessica Stomski, en þegar hún tók sér hvíld er hún var komin með þrjár vill- ur, tók Anna María Sveins- dóttir við og gaf ekkert eftir, frekar en aðrir leikmenn Keflavíkurliðsins, sem sýndi öflugan varnarleik. Kristín Blöndal var best í liði Keflvíkinga sem nutu að- stoðar Sigurðar Ingimund- arsonar þjálfara karlaliðsins, en hann var á varamanna- bekknum stelpunum til halds og trausts. Annar leikur lið- anna fer fram í DHL-höll KR- inga í kvöld kl. 19.15. Augljóst var þegar í upphafi aðundanfarnir leikir eru verulega farnir að setja mark sitt á leikmenn, enda byrjaði leikur- inn nú mun hægar en hinir fyrri, hvorugt liðið reyndi að keyra upp hraðann, en reyndu hinsvegar að leika yfirvegað og uppá stig í hverri sókn. Nokkuð var um mistök í sendingum og ljóst að leikmenn voru langt í frá eins frískir og þeir hafa verið í fyrri leikjum og þreytan farin að setja svip sinn á leik- inn. Varnir beggja liða voru fastar fyrir og ekki auðgert að brjótast þar í gegn enda kom á daginn að bæði lið urðu að enda sóknirnar á skotum ut- an þriggjastiga línu og höfðu gestirn- ir vinninginn í þeirri viðureign. Tindastólsmenn voru fyrri til að skora og var það Axel Kárason sem opnaði stigareikninginn, en Páll Axel svaraði með þriggja stiga körfu, og þannig hélst fyrsti leikhluti í jafn- vægi, ýmist var jafnt eða munurinn mest fimm stig. Lewis og Páll Axel skoruðu fyrir gestina en Kristinn Friðriksson fyrir heimamenn og þeg- ar nokkrar sekúndur voru eftir var staðan 19:19, þegar Cook skaut nán- ast frá miðlínu og breytti stöðunni í 22:19 um leið og tíminn rann út. Í öðrum leikhluta hélst sama bar- áttan en nú náðu gestirnir að stilla stóru kanónurnar og af 19 stigum gestanna í þessum hluta voru 15 úr þriggja stiga skotum sem þeir Lewis, Jóhann Þór og Helgi Jónas settu nið- ur. Sem fyrr var Kristinn Friðriksson allt í öllu hjá heimamönnum, en Axel barðist vel í vörninni, Antropov átti fullt í fangi með Guðmund Bragason, sem áhorfendum þótti a.m.k. á köfl- um fá fullfrjálsar hendur að berja á honum.. Darrel náði að halda Cook niðri í þessum hluta og gestirnir sigu framúr og höfðu fjögurra stiga for- skot í hálfleik, 34:38. Þegar í upphafi þriðja hluta lenti þeim enn saman Antropov og Guð- mundi og þurfti sá fyrrnefndi að fara af velli um stundarsakir vegna ein- hverra skráma, en Helgi Rafn kom inn í hans stað. Lék hann mjög fast á Guðmund sem lét mótlætið pirra sig og heimamenn náðu nú að jafna og komast yfir, en það sem eftir lifði af leikhlutanum var jafnt á tölum og eitt stig skildi liðin við upphaf lokahlutans og höfðu þar gestirnir vinninginn. Bæði lið gáfu nú það sem þau áttu í leikinn í lokahlutanum og í upphafi höfðu gestirnir frumkvæðið, en þegar fimm mínútur voru til loka komust heimamenn yfir, og þó að forystan væri ekki mikil , tvö til fimm stig, létu þeir hana ekki af hendi, og þó að gest- irnir tækju að brjóta á lokamínútunni til að reyna að knýja fram sigur með því að treysta á misheppnuð vítaskot og síðan þriggja stiga sóknir, þá náð- ist það ekki og lokatölur urðu 87:82 í miklum baráttuleik. Friðrik Rúnarsson þjálfari Grind- víkinga var ekki ánægður í leikslok. „Við höfðum leikinn í hendi okkar oft- ar en einu sinni en köstuðum sigr- inum frá okkur og það er bara eins og það er, við áttum ekki skilið að vinna. Við höfum hinsvegar unnið okkar heimaleiki, og þó að við hefðum ætlað okkur að klára þetta núna þá verðum við bara að gera það á þriðjudaginn, því að við ætlum áfram, það er alveg klárt,“ sagði hann. Kristinn Friðriksson var hinsvegar ánægður með sína menn: „Við vissum að þetta yrði erfitt, en ég er ánægð- astur með að núna unnum við úr þessum erfiðu síðustu fjórum mínút- um sem alltaf eru að gera okkur lífið leitt, við héldum góðu tempói allan tímann og hittum vel úr vítunum sem við þurftum að hitta úr, og við mæt- um í Grindavík með sjálfstraustið í lagi, því að í vetur eins og stundum áður höfum við þurft að klára málin á útivelli og það munum við gera núna,“ sagði Kristinn. Í liði Tindastóls átti Kristinn Frið- riksson mjög góðan leik, en ekki er raunar unnt að gera upp á milli leik- manna því að allir börðust sem einn maður. Í liði Grindavíkur mæddi mest á Lewis sem eins og oft áður átti mjög góðan leik, en einnig áttu Páll Axel og Helgi Jónas mjög góða spretti. Guð- mundur Bragason var fastur við gæslu á Antropov, en hafði þar ekki alltaf erindi sem erfiði. Morgunblaðið/Golli Grindvíkingurinn Darrel Lewis sækir að körfu Tindastóls, þar sem Einar Ö. Aðalsteinsson er til varnar. Tindastóll knúði fram oddaleik ENN og aftur var gríðarleg spenna í leik um sæti í úrslitakeppni úr- valsdeildarinnar á milli Tindastóls og Grindavíkur þegar liðin mætt- ust á Sauðárkróki í fjórða leik liðanna í gær. Grindvíkingarnir hefðu með sigri komist í úrslitin, en hörkubarátta Tindastólsmanna, með þjálfarann Kristin Friðriksson í eldlínunni, leiddi til 87:82 sigurs og oddaleik í Grindavík annað kvöld. Björn Björnsson skrifar Ég hef svo sem sagt að þettaværi titill sem ég vildi ekki endilega vinna en ég hefði ekki vilj- að sjá Valsmenn lyfta bikarnum á loft. Við notuðum fríið sem gert var vegna HM geysilega vel og það skil- aði því að við efldumst við hverja raun á meðan Valur og ÍR gáfu eft- ir í baráttunni,“ sagði Viggó í sam- tali við Morgunblaðið skömmu eftir að Haukarnir höfðu tekið við verð- launum sínum. Það hljóta að vera töluvert blendnar tilfinningar að hampa deildarmeistaratitlinum minnugir tímabilsins í fyrra þegar þið unnuð deildina en urðuð af Íslandsmeist- aratitlinum eftir tap á móti KA í undanúrslitunum? „Við pompuðum niður í úr- slitakeppninni í fyrra og ég held að það gerist ekki aftur. Við erum sjó- aðri en það og erum að mínu mati með sterkara lið í dag en á sama tíma á síðasta ári. Hitt er annað mál að ef við fáum svona dómgæslu í úr- slitakeppninni þá getur allt gerst. Dómararnir voru áberandi hlut- drægir. Þeir gripu inn í leikinn trekk í trekk og undantekn- ingalaust var okkur refsað en ÍR- ingar sluppu fyrir sams konar brot. Dómgæslan setti ljótan blett á ann- ars ágætan leik.“ Spurður út í andstæðinga Hauka í úrslitakeppninni sem verða Fram- arar sagði Viggó: „Það verða hörkuleikir. Framararnir eru með gott lið og hafa verið að sækja í sig veðrið og þegar í svona leiki er komið er þetta svipað og bik- arleikir þar sem allt getur gerst. Nú tekur nýtt mót við og ef við höldum okkar striki og einbeiting- unni þá óttumst við ekki neitt.“ Notuðum fríið geysilega vel VIGGÓ Sigurðsson, þjálfari deildarmeistara Hauka í handknattleik, og Páll Ólafsson, aðstoðarmaður hans, féllust í faðma á vara- mannabekk Hauka þegar ljóst var að lærisveinar þeirra voru að landa sigrinum á ÍR-ingum og um leið að tryggja sér deildarmeistaratit- ilinn, 28:26. Á tímabili virtist ekkert í spilunum benda til þess að Haukarnir færu alla leið en frábær endasprettur þar sem þeir unnu átta síðustu leiki sína gerði það að verkum þeir rauðklæddu stóðu uppi sem sigurvegarar. Hitt Hafnarfjarðarliðið, FH, lagði Gróttu/KR að velli og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum í lokaumferðinni. ■ Leikirnir/B8 ■ Lokastaðan/B10 Fjórða sætið hjá snóker- landsliðinu ÍSLENSKA landsliðið í snóker varð í fjórða sæti á Álfumótinu sem lauk á Möltu um helgina. Liðið sigraði í sínum riðli, vann síðan Möltu 2 11:6 í næstu umferð og var þar með komið í undanúrslit. Þar tapaði liðið fyrir Belgíu, 12:4, og varð því af úrslita- leiknum við Hollendinga. Í leik um 3. sætið tapaði liðið fyrir Finnum 8:10. Hollend- ingar urðu meistarar, lögðu Belga 11:10 í úrslitaleik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.