Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 1
                 ! # #      HVALVEIÐAR í vísindaskyni gætu hafizt í ár eða á næsta ári. Íslenzk stjórnvöld munu kynna áætlun um veiðar á 250 hvölum á tveggja ára tímabili fyrir vísindanefnd Alþjóðahvalveiði- ráðsins á ársfundi þess í vor. Við inngöngu Ís- lands í hvalveiðiráðið á ný öðlumst við rétt til hvalveiða í vísindaskyni án þess að ráðið geti stöðvað þær, en veiði- og rannsóknaáætlun ber engu að síður að kynna á vettvangi ráðsins. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlun gætu veiðar á 100 hrefnum, 100 langreyðum og 50 sandreyð- um hafizt að einhverju marki á þessu ári, en ein- hverja mánuði gæti tekið að gera klárt fyrir hvalavertíð eftir að ákvörðun liggur fyrir. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir markmiðið með þessum veiðum að afla upplýsinga um þátt hvala í lífríki sjávarins, en rannsóknirnar munu meðal annars beinast að fæðunámi hvala, útbreiðslu, fjölda, samspili við aðrar lífverur í sjónum og erfðatengslum. Nú liggja fyrir þær upplýsingar úr nýjustu hvalatalningum að í hrefnustofninum við Ísland séu um 44.000 dýr og sé ekki um marktæka aukningu að ræða frá fyrri talningum. Nokkur aukning hefur þó orðið fyrir Norðurlandi. Fjölgun á langreyði og hnúfubak Langreyðar eru nú taldar um 24.000 á svæð- inu umhverfis landið og er þar um marktæka aukningu að ræða. Loks hefur hnúfubak fjölgað mikið, en hann var orðinn mjög sjaldgæfur vegna ofveiði fyrir um einni öld. Frá því á átt- unda áratugnum hefur honum fjölgað um 11% árlega. Engar hvalveiðar hafa verið stundaðar hér við land frá árinu 1989, en þá voru veiddar 68 langreyðar í vísindaskyni. Veiðar í ábata- skyni voru bannaðar tímabundið frá og með árinu 1986. Aðspurður hvenær þessar veiðar gætu hafizt segir sjávarútvegsráðherra að beðið verði viðbragða Alþjóðahvalveiðiráðsins á árs- fundi þess í júní. Þá sé tímabært að taka ákvörð- un um upphaf veiðanna. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir enga þörf á því að bíða eftir viðbrögðum Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Íslendingar hafi sem full- gildur aðili að ráðinu óskoraða heimild til að hefja veiðar í vísindaskyni. Eina skilyrðið er að ráðinu sé kynnt áætlunin, en það hafi enga lög- sögu til að koma í veg fyrir veiðarnar. Ekki ligg- ur fyrir hvernig veiðarnar verða fjármagnaðar né heldur hvernig afurðunum verður ráðstafað. Hvalveiðar gætu hafizt í ár Áætlun um veiðar á 250 hvölum í vísindaskyni verða kynntar Alþjóðahvalveiðiráðinu í vor Áætlun/6 Stríð í Írak: „Hamar- og steðjaaðferð í tærustu mynd“ Líkur á að Írakar eigi sök á mannfalli meðal óbreyttra borgara 15/18 STOFNAÐ 1913 90. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hersveitir Breta og Bandaríkja- manna geta búist við frekari áföllum og harðri mótspyrnu Lýðveldisvarð- arins, úrvalssveita Íraka, er þeir sækja í átt að höfuðborginni. Þetta mat kom fram í máli Jacks Straws, utanríkisráðherra Bretlands, í gær. Straw lagði áherslu á að banda- menn myndu „losa heiminn við ruddalega einræðisherrann“ í Bagd- ad vegna þess að hann væri sem „ör á samvisku heimsins“. Fréttir í gærkvöldi hermdu að þungar loftárásir væru gerðar suður af höfuðborginni en færri sprengjur hefðu fallið í Bagdad sjálfri en und- anfarna daga. Hyggjast bandamenn freista þess að veikja mjög varnir úr- valssveitanna áður en herförin til Bagdad hefst. Engar vísbendingar hafa borist um að það kunni að ger- ast á allra næstu dögum. Á sama tíma og Saddam forseti hvatti til „heilags stríðs“ gegn bandamönnum bárust fréttir af frek- ara mannfalli í röðum óbreyttra borgara í Írak. Yfirmaður sjúkra- hússins í bænum Hilla, um 80 km suður af Bagdad, sagði í gær að alls hefðu 48 óbreyttir borgarar fallið í loftárásum bandamanna nærri bæn- um. 33 hefðu fallið í gærmorgun en á mánudag hefði 15 manna fjölskylda fallið er bandamenn skutu flugskeyti á bifreið sem fólkið var í. Frétta- menn sáu lík fallinna og hittu mann einn sem kvaðst hafa misst konu sína, sex börn, föður sinn, móður, þrjá bræður sína og konur þeirra í árásinni. Talsmenn bandamanna sögðu að „frumrannsókn“ á þessum „meinta atburði“ benti ekki til að liðsafli þeirra hefði verið að verki. Undirsátar George Bush lögðu í gær áherslu á að hann bæri fullt traust til Rumsfelds varnarmálaráð- herra en hann hefur verið gagnrýnd- ur fyrir hernaðaráætlunina. Rums- feld hélt uppi vörnum fyrir hana í gærkvöldi og hið sama gerði Richard Myers, forseti bandaríska herráðs- ins. Sagði hann gagnrýnina ekki eiga við rök að styðjast og ekki auka bar- áttuþrek hermanna. Rumsfeld sagði, að engar viðræður um vopnahlé hefðu farið fram við Íraka. Slíkt væri áróður Íraka, það eina sem ræða mætti við þá væri uppgjöf þeirra. Búa sig undir sókn til Bagdad HERAFLI bandamanna er tekinn að undirbúa sókn til Bagdad, höf- uðborgar Íraks, að því er heimildir CNN-sjónvarpsstöðvarinnar sögðu í gærkvöldi. Fréttinni fylgdi að Tommy Franks, yfirmaður liðsaflans við Persaflóa, myndi ákveða hvenær af sókninni yrði og þyrfti hann ekki að ráðfæra sig við yfirmenn sína í Bandaríkjunum. Tæplega 50 óbreyttir borgarar sagðir hafa fallið í bænum Hilla Reuters Breskir hermenn í átökunum í útjaðri borgarinnar Basra. „HÚN flýði með fimm daga gam- alt barn frá Bagdad og komst hingað í flóttamannabúðirnar, Camp B, við illan leik,“ sagði Þor- kell Þorkelsson ljósmyndari, sem starfar nú á vegum Alþjóða Rauða krossins í Jórdaníu, í sam- tali við Morgunblaðið. Segir hann, að í þessum búðum sé eingöngu fólk af öðru þjóðerni en írösku og eigi sumt af því ekki afturkvæmt til síns heimalands. Þorkell sagði, að konan, Mar- yam Hassan Abdi, væri frá Sómal- íu en hún og maður hennar hafa búið í Írak í mörg ár. Féll hann í hendur Írönum í stríði þeirra við Íraka á níunda áratugnum og var í fangabúðum til 1999 þegar Rauði krossinn fékk hann leystan úr haldi. Síðan hafa pappírsmálin verið í ólagi og því fékk hann ekki að fara frá Bagdad þegar kona hans flýði með nýfædda barnið og annað á fjórða ári. Að sögn Þorkels eru nú í búð- unum165 manns en um þær hafa farið nokkrar þúsundir og hefur tekist að koma flestum til síns heima. Vegalaus með nýfætt barn Morgunblaðið/Þorkell SADDAM Hussein Íraksforseti hvatti í gær til Jíhad eða „heilags stríðs“ gegn hersveitum Breta og Bandaríkjamanna. Athygli vakti að upplýsingaráðherra Íraks las upp ávarp forsetans. Sú staðreynd að hann kom ekki sjálfur fyrir myndavélarnar varð til þess að auka enn frekar vangaveltur um að hugsanlega væri leiðtoginn særður eða fallinn. Talsmaður bresku stjórnarinnar sagði þetta hljóta að vekja spurningar um hvort fyrri sjónvarpsávörp leiðtogans hefðu verið ófölsuð. Þau þykja um margt hafa verið torkennileg. Hins vegar er ekki óþekkt að ávörp forset- ans séu lesin upp þótt það hafi ekki áður gerst frá því að stríðið hófst í Írak. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær- kvöldi að ávarpið hefði verið „áhuga- vert“. Ekki væri vitað hvort Saddam væri lífs eða liðinn. „Það kemur í ljós í fyllingu tímans,“ sagði ráðherrann. „Áhugavert“ ávarp Saddams Bagdad. Washington. AFP. AP Donald Rumsfeld á fréttamanna- fundi í Pentagon í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.