Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNI Ragnar Árna- son, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, skýrði frá því í samtali við Morgunblaðið í gær að hann hefði fyr- ir skömmu síðan greinst með stað- bundið krabbamein. Læknismeðferð hefði hins vegar gengið mjög vel að undan- förnu og að áliti lækna er gott útlit fyrir að hann muni ná góðum bata. Árni segist hafa fullt starfsþrek og ætli að taka fullan þátt í kosninga- baráttunni sem fram undan er en Árni leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. „Ég hef glímt við krabbamein á undanförnum árum eða frá 1995 og hef gengið undir skurðaðgerðir og meðferðir við því, sem hafa bæði verið geislun og lyfjagjafir. Á þessum árum hef ég þó átt miklu lengri tíma með fullt starfsþrek og góða heilsu,“ segir Árni. „Ég átti í mikilli glímu við sjúk- dóminn á fyrri hluta síðasta árs og þegar kom fram á sumarið sýndist mínum læknum svo að tekist hefði mjög vel að komast fyrir sjúkdóm- inn. Þeir álitu raunar þá að svo vel hefði tekist til að það væru varla meiri líkur á því að ég myndi veikj- ast aftur en að einhver sem ekki hefði áður greinst með krabba- mein myndi fá þennan sjúkdóm. Útlitið var því mjög gott að þeirra áliti. Þrátt fyrir það greindist meinvarp í mér fyrir skömmu síð- an og var strax gripið til ráðstaf- ana gegn því. Það er staðbundið og virðist því ekki vera hætta á að það muni breiðast út. Það hefur hins vegar verið svolítið áberandi vegna þess að það klemmdi taug og olli helti á fæti. Nú hefur náðst sá árangur að heltin er að hverfa og geislameð- ferðinni lýkur innan tveggja daga. Lyfjagjöf verður þó haldið áfram en hún er fyrst og fremst örygg- isráðstöfun til þess að stemma stigu við hugsanlegri útbreiðslu eða endurkomu sjúkdómsins. Læknar eru bjartsýn- ir á að með þessu ná- ist góður árangur og að ég muni halda áfram því góða starfs- þreki sem ég hef í dag.“ Árni hefur greint nánustu samstarfs- mönnum sínum og forystumönnum í Sjálfstæðisflokknum bæði í kjördæminu og á landsvísu frá sjúk- dómnum og þeim ár- angri sem meðferðin hefur skilað. „Við telj- um, samkvæmt áliti lækna, að þetta muni hafa lítil áhrif á starf mitt í kosningabaráttunni og erum þeirrar skoðunar að ég geti gegnt áfram því hlutverki sem mér hefur verið falið. Gegni áfram því hlutverki sem mér hefur verið falið Mér líður vel, ég hef eðlilegt starfsþrek og er í góðu ástandi. Ég mun því hella mér út í kosninga- baráttuna og geri ráð fyrir að hægt verði að skipuleggja minn þátt í henni þannig að ég komi alls staðar fram þar sem þörf er á. Ég geri því ekki ráð fyrir að það þurfi að breyta kosningastarfi okkar í nein- um aðalatriðum vegna þessa. Ég mun kappkosta að haga mín- um tíma þannig að flokksmenn, trúnaðarmenn flokksins og stuðn- ingsmenn hans hafi aðgang að mér eins og þeir hafa gert ráð fyrir og geti leitað til mín. Ég hef þess vegna ástæðu til að ætla að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á okkar baráttu og henni ætla ég að gegna eins og kostur er,“ segir Árni. Hann hvetur alla trúnaðarmenn og stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins í Suðurkjördæmi að snúa bökum saman í þeirri hörðu bar- áttu sem þegar er hafin og veita flokknum allt það lið sem þeir geta. „Ég er bjartsýnn maður að upp- lagi. Þessi tilkynning er ekki stærsta áfallið sem ég hef orðið fyrir. Ég hef áður fengið alvarlegri tilkynningar um þennan sjúkdóm en nú, og hefur samt tekist vel að vinna úr,“ segir Árni. Árni Ragnar Árnason alþingis- maður greinist með krabbamein Ætlar að taka fullan þátt í kosn- ingabaráttunni Árni Ragnar Árnason OLÍUFÉLÖGIN þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, hafa enga ákvörðun tekið ennþá um breytingar á elds- neytisverði um þessi mánaðamót. Reynir A. Guðlaugsson, forstöðu- maður hjá Skeljungi, segir að ákveðið hafi verið að fylgjast með því hvernig þróunin verður þar sem miklar sveiflur hafi verið á heims- markaðsverði að undanförnu. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur heldurverið að hækka undanfarna daga eftir talsverða lækkun í mars. Í byrjun mars stóð verðið í rúmum 32 dölum á tunnu en fór niður í tæpa 25 dali þegar leið á mánuðinn. Í gær var verðið á tunnu tæpir 27 dalir. Síðasta verðbreyting á eldsneyti var gerð í byrjun mars sl. Þá hækk- uðu olíufélögin verð á díselolíu bæði til bíla og skipa. Síðasta verðbreyt- ing á bensíni var gerð í byrjun febr- úar. Bensínverð enn óbreytt                      ! "             #$   " " SJÓBIRTINGSVEIÐI byrjaði bærilega vel miðað við erfið skil- yrði til veiða á fyrsta degi, en mjög kalt var í norðanbáli á Suð- urlandi. Helst voru tíðindi úr Tungulæk, Geirlandsá og Vatna- mótum, en einnig fréttist af afla í Hörgsá og Varmá við Hveragerði. Veiðimenn í Tungulæk fengu 21 fisk á morgunvaktinni, þann stærsta 19 punda hæng sem tók Snældu í Opinu. Margir voru á bilinu 4 til 8 pund og var fisk- urinn almennt vel haldinn. Flest- um var sleppt, aðeins örfáir sem sködduðust voru hirtir, að sögn Þórarins Kristinssonar, eiganda Tungulækjar. Gunnar Óskarsson sagði 20 fiska hafa komið úr Geirlandsá í opnun, þar af 16 á fyrsta úthald- inu. Allir veiddust í Ármótunum og var sá stærsti um 10 pund og annar um 8 pund, en flestir voru 2 til 4 punda geldfiskar. Aflinn kom jöfnum höndum á flugu og spón. Í Vatnamótunum gekk vel og hópur veiðimanna náði 28 fiskum á fyrstu tveimur tímunum, en að sögn Ragnars Johansens leigu- taka, var veður skaplegt milli 8 og 10 um morguninn, en eftir það rauk rokið upp og hættu flestir þá. Um kvöldið var komið stillt veður. Að sögn Ragnars voru tveir fiskar frá morgninum „mjög stórir“, en hann hafði ekki nánari lýsingar að svo komnu máli. Lítið er að frétta annars staðar frá, í Minnivallalæk veiddust nokkrir fiskar, upp í 5 pund, og menn fengu slatta í Varmá, en mest fremur smáan fisk eftir því sem næst var komist. Þó fréttist ekki af öllum. Morgunblaðið/Guðmundur Brynjólfur Eyvindsson var afar ánægður með þennan fallega sjóbirting sem hann veiddi í Faxinu í Tungulæk. Fiski er almennt sleppt í læknum, en þessi skaddaðist og var því lógað. 21 fiskur veiddist í Tungulæk í gær. Veiðin byrjaði bærilega ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Út- sýn og VISA Island hafa ákveðið að fresta fyrirhugaðri ferð til Shanghai í Kína vegna lungnabólgufaraldurs sem þar geisar. Þeim 450 farþegum, sem eiga bók- að í ferðina, býðst vikuferð í beinu leiguflugi til Peking 28. október og er sú ferð auglýst í sérferðabæklingi Úrvals-Útsýnar. Einnig hefur páskaferð til Kúbu á sérstökum kjörum verið sett á lagg- irnar og verður farið sunnudaginn 13. apríl en komið til baka 20. apríl. Þeir, sem kjósa að fara til Kúbu, fá mismun á ferðunum endurgreiddan. Í tilkynningu frá Úrvali-Útsýn kemur fram að þeir, sem ekki geta nýtt sér þessa ferðamöguleika, fái ferð sína að fullu endurgreidda. Í gær var reynt að hafa samband við farþega til að kynna þeim þessa kosti en þeir sem ekki náðist í eru beðnir að hafa samband við söluskrifstofur og umboðsmenn í dag, miðvikudag- inn 2. apríl. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að ekki verði komið með nein tilmæli um að fólk ferðist ekki um þessar slóðir en hann segir mikil- vægt að ferðamenn séu sér meðvit- andi um hvað sé þarna á seyði, þeir hugi að heilsunni og hafi samband við lækni finni þeir til lasleika. Haraldur segir að engar upplýs- ingar séu um smit í Shanghai, en á þeim slóðum munu íslensku ferða- mennirnir hafa fyrirhugað að dvelj- ast. Vandamálið sé stærra í Hong Kong og héraðinu þar í kring. Hann segir jafnframt flest benda til þess að lungabólgan sé ekki eins smitandi og inflúensa, hingað til hafi flestir sem smitast annaðhvort verið heil- brigðisstarfsmenn eða nánustu að- standendur smitaðra. Lungnabólgufaraldurinn Hópferð til Kína var frestað í gær HEIMSFERÐIR hafa hætt við ferðir til Rhodos vegna stríðs- ástandsins í Írak en 600 manns höfðu bókað ferðir þangað í sumar, að sögn Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða. „Við tókum þessa ákvörðun eftir að hafa fengið fjölda óska frá við- skiptavinum okkar en auk þess hafði hægt á bókunum þangað þegar frétt- ir um stríðið tóku að berast.“ Hann segir að langflestir þeirra sem áttu bókað til Rhodos hafi valið að fara til Ítalíu eða Spánar í staðinn og m.a. hafi sex aukaferðum verið bætt við til Costa del sol á Spáni til að anna aukinni eftirspurn. „Fólk vill frekar fara þangað á meðan stríðið stendur yfir í Írak. Það er þó ánægjulegt að menn virðast ekki ætla að hætta við að fara í sumarfrí,“ segir Andri. Hætt við ferðir til Rhodos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.