Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Svona, burt með ykkur, ég er búinn að vera með ykkur á túttunum í 20 ár og þið eruð alltaf sömu skít-kóðin. Opið hús hjá KHÍ Vekja athygli á framboðinu Kennaraháskóli Ís-lands við Stakka-hlíð efnir til opins húss í húsakynnum sínum á morgun, fimmtudaginn 3. apríl, milli klukkan 15.30 og 18. Hafdís Guðjónsdótt- ir, lektor við KHÍ, er með- al annarra í forsvari fyrir viðburðinn og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. – Segðu okkur örlítið meira ... „Jú, kynning á námi í Kennaraháskólanum fer fram í Hamri, nýju og glæsilegu húsi Kennarahá- skólans og einnig verða sýningar á verkum stúd- enta, aðallega þeirra sem stunda nám í listgreinum.“ – Hver er tilgangur og mark- mið þessa opna húss? „Tilgangurinn er að gefa fólki tækifæri til að kynna sér náms- framboð skólans með því að hlusta á kynningar og ræða við kennara, stúdenta og námsráðgjafa. Einnig er markmiðið að vekja athygli á fjölbreyttu námsframboði skólans en í Kennaraháskólanum eru sex námsbrautir og á flestum braut- um eru nokkrar mismunandi námsleiðir. Nýjasta námsleiðin er tómstundabraut. Þar er í boði 90 eininga nám í tómstunda- og fé- lagsmálafræði til BA-gráðu auk þess sem hægt er að ljúka 45 ein- inga diplómunámi í tómstunda- fræðum. Nám á tómstundabraut fer einungis fram með fjarnáms- sniði. Aðrar námsbrautir sem kynntar verða eru þroskaþjálfa- braut, leikskólabraut, grunn- skólabraut, íþróttabraut og kennsluréttindabraut. Við viljum vekja athyglli á því að boðið er upp á flestar námsleiðir við Kenn- araháskólann bæði sem staðnám og fjarnám. Kennaraháskóli Ís- lands er í fararbroddi þegar litið er til fjarkennslu á háskólastigi.“ – Hverjar verða helstu áhersl- urnar og hvernig verður þetta opna hús byggt upp? „Kennarar, stúdentar og náms- ráðgjafar munu kynna námsfram- boð í grunndeild og svara fyrir- spurnum. Í tengslum við þá kynningu verða einnig til sýnis námsgögn sem notuð er á hinum ýmsu námsbrautum sem og sýn- ingar á verkum stúdenta. Í fyr- irlestrarsalnum Bratta munu námsbrautarstjórar kynna braut- ir sínar frá klukkan 16 og síðan á fimmtán mínútna fresti til klukk- an 17.30. Í Skriðu, sem er annar fyrirlestrarsalur, verður kynning kl. 16 á verkefninu námUST, en það snýst um rannsóknir á áhrif- um upplýsingatækni á kennslu á öllum skólastigum. Auk þessa er vakin athygli á kynningu á mentor-verkefninu Vinátta.“ – Þú nefndir verkefnið nám- UST, segðu okkur eitthvað meira frá því ... „NámUST er rannsóknarverk- efni um notkun á upp- lýsinga- og samskipta- tækni sem miðils í námi og kennslu. Stofnanir sem eiga aðild að verk- efninu eru Háskóli Ís- lands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík. Tilgangur verkefnisins er að skoða hvaða möguleika upplýsingatækni opnar fyrir nám og kennslu á öllum skólastigum, m.a. með því að kanna áhrif upplýsingatækni á skóla, kennara og nemendur. Þur- íður Jóhannsdóttir verkefnisstjóri mun skýra frá þessari vinnu og ræða niðurstöður sem nú þegar liggja fyrir.“ – Er eitthvað sérstakt sem þú vilt nefna? „Ástæða er til að vekja sérstaka athygli á fjölbreyttu og skemmti- legu námi á þroskaþjálfabraut Kennaraháskólans. Starf þroska- þjálfa er bæði mjög fjölbreytt og gefandi. Þroskaþjálfar vinna með fötluðum, börnum, unglingum og fullorðnum við uppeldi, umönnun og þjálfun. Starfsvettvangur þeirra tengist búsetu-, atvinnu-, og skólamálum fatlaðra. Einnig vinna þeir að menningar-, tóm- stunda- og öldrunarmálum. Stjórnun er ríkur þáttur í starfi þroskaþjálfa og þeir hafa mikil áhrif á þróun og uppbyggingu í málefnum fatlaðra. Nám á þroskaþjálfabraut tekur mið af fjölbreyttu starfi þroska- þjálfa og leitast er við að gefa nemendum heildarmynd af starfs- vettvangi þeirra. Viðfangsefnin eru margvísleg. Nemendur læra um orsakir fatlana og hvernig fötl- un getur haft áhrif á líf og starf fólks. Þeir fræðast um starfsemi mannslíkamans og ýmsa sjúk- dóma. Fjallað er um þroska mannsins frá vöggu til grafar. Lögð er áhersla á þroskaþjálfa- fræði og fötlunarfræði sem fræði- greinar en jafnframt eru þær tengdar starfsvettvangi. Áhersla er lögð á að kenna gerð og fram- kvæmd einstaklingsmiðaðra þjón- ustuáætlana vegna þess að þarfir einstaklinga eru mismunandi. Nám á vettvangi er mikilvægt. Nemendur kynnast til- vonandi starfsvett- vangi og fá tækifæri til virkrar þátttöku í dag- legum störfum stéttar- innar. Nám á þroska- þjálfabraut getur verið hvort sem er staðnám, sem tekur þrjú ár, eða fjarnám, sem tekur fjögur ár. Mikill skortur er á þroskaþjálfum og því er næsta víst að þeim sem ljúka námi á þessari braut muni bjóðast fjölbreytt atvinnutæki- færi.“ – Er þetta bara fyrir fram- haldsskólanema? „Það eru allir velkomnir til okk- ar.“ Hafdís Guðjónsdóttir  Dr. Hafdís Guðjónsdóttir lekt- or er fædd 26. maí 1952 á Akur- eyri. Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1973 og stúdentsprófi við sama skóla 1974. BA-prófi í sérkennslufræð- um frá KHÍ 1990, MA-prófi í sér- kennslufræðum frá Oregon- háskóla 1993 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2000. Var grunn- skólakennari í 26 ár, bekkjar- og sérkennari. Lektor við KHÍ frá 2000 og forstöðumaður þroska- þjálfabrautar frá 2001. Maki er Þór Bragason verslunarmaður og eiga þau þrjú uppkomin börn. Tómstunda- braut nýjasta námsleiðin er til hjá okkur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 20 68 8 0 3/ 20 03 Gönguskór - leður 398 Vnr. 5860542-49 Vatnsfráhrindandi m/Gritex öndun. Tilboð 7.990 kr. Ferðatæki - Alba CX-571SIL Vnr. 1802448 Tilboðsverð 6.995 kr. Það eru heimilisdagar hjá Húsasmiðjunni fram að páskum. Verslanir okkar eru hlaðnar af vörum á frábæru verði. Við höfum líka í huga að margir ætla að halda fermingarveislu á næstunni og ekki má gleyma fermingargjöfunum: Þær fást í Húsasmiðjunni. LÆGRA VERÐ Svefnpoki - Nitestar 250 Vnr. 3000039 -10°C. Hlýr og góður fyrir útileigur, sumar, vor og haust. Fylling: Hollow Fiber, 2 kg. Lengd: 230 sm, breidd: 80 sm, fætur: 60 sm. Tilboð 4.995 kr. Muna heimilisd aga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.