Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ GIVENSHIRE Ltd., sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar stjórnarformanns Pharmaco hf., keypti á mánudag 19,9 milljónir króna að nafnverði hlutafjár í Pharmaco. á verðinu kr. 80. Kaup- verð hlutarins er því 1.592 milljónir króna. Givenshire átti ekki áður hlut í Pharmaco. Eignarhlutur Björgólfs og aðila tengdum honum í Pharmaco er 184.713.891 að nafnverði eftir við- skiptin. Markaðsvirði þess er ef mið- að er við gengið 80 tæpir 14,8 millj- arðar króna eða rúmlega 30% af hlutafé í Pharmaco. Aðalfundur Pharmaco verður haldinn næstkomandi föstudag. Björgólfur Thor eykur hlut sinn í Pharmaco CODE. Fyrir lægi að tekjur vegna þegar gerðra samninga yrðu um 45 milljónir dala, eða 3,5 milljarðar króna, og full ástæða væri jafnframt til að ætla að félagið myndi ná nýjum samningum á árinu sem ykju tekjur enn frekar. Kári Stefánsson greindi á síma- fundinum frá nýjum samastarfsaðil- um deCODE sem komu til á síðasta ári og í byrjun þessa og sagði að tekjugrunnur félagsins hefði styrkst verulega. Hann sagði að samruni de- CODE og bandaríska fyrirtækisins MediChem síðastliðið vor hefði haft gífurlega mikla þýðingu fyrir félagið, í raun umbylt því og skapað grunn fyr- ir lyfjaþróun hjá félaginu. Með sam- starfi við Merck og auknu samstarfi við Roche hefði einnig verið stigið skref frá genaleit til þróunar lyfja. Kári sagði að deCODE legði áherslu á að breikka og þróa afurðir félagsins á þessu ári, og eins og greint hefði verið frá yrði leitast við að hraða lyfjaþróun. Miklar væntingar væru til DECODE Genetics, móðurfélag Ís- lenskrar erfðagreiningar, mun nota um 20 milljónir Bandaríkjadala, um 1,5 milljarða króna, á þessu ári, af þeim 93 milljónum, eða um 7,2 millj- örðum króna, sem félagið átti í hand- bæru fé um síðustu áramót, til að ná því marki að tekjur dugi fyrir útgjöld- um. Þetta kom fram í máli Hannesar Smárasonar, aðstoðarforstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, á símafundi á Netinu í gær þar sem hann og Kári Stefánsson forstjóri gerðu grein fyrir afkomu félagsins á síðasta ári og horf- um fyrir árið 2003. Hannes sagði að fyrir lok ársins myndu tekjur deCODE duga fyrir út- gjöldum, sjóðsteymi yrði jákvætt. Hann lagði áherslu á að um helming- ur af 130 milljóna dala tapi félagsins á síðasta ári, jafnvirði um 10 milljarða íslenskra króna, hefði verið vegna uppsagna á árinu og annars einstaks kostnaðar. Fram kom í máli Hannesar að yf- irstandandi ár yrði sterkt hjá de- samnings deCODE við IBM frá því í janúar síðastliðnum. Þá væri einnig gert ráð fyrir að hægt yrði á árinu að segja frá tímamótum í samstarfi fé- lagsins við Merck og Roche Diagn- ostics og nýjum samningum. Lægri rannsóknar- og þróunarkostnaður Rannsóknar- og þróunarkostnaður deCODE á árinu 2002 nam um 86 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 6,6 milljarða íslenskra króna, en var 71 milljón dala, um 5,5 milljarðar króna, árið áður. Kári sagði að gert væri ráð fyrir að draga myndi úr rannsóknar- og þróunarkostnaði á þessu ári, sem þó myndi ekki leiða til minni árangurs félagsins í þeim efn- um. Hann sagði að tekist hefði að draga úr kostnaði vegna þessa án þess að það kæmi niður á afköstunum. Kári var á símafundinum spurður um hugsanleg áhrif væntanlegra kosninga til Alþingis á ábyrgð vegna útgáfu deCODE á skuldabréfum að fjárhæð allt að 200 milljónum dala, eða sem nemur um 15,4 milljörðum króna, til uppbyggingar nýrrar starf- semi Íslenskrar erfðagreiningar á sviði lyfjaþróunar. Hann svaraði því til að aldrei væri hægt að leggja mat á áhrif kosninga fyrirfram. Stjórnar- flokkarnir og hluti stjórnarandstöð- unnar hefðu þó lýst yfir stuðningi við málið og því gerði hann ekki ráð fyrir að úrslit kosninganna myndu hafa áhrif í þessum efnum. Það væri þó enn til skoðunar hjá ESA, eftirlits- stofnun EFTA, en niðurstaðna þaðan væri að vænta í vor. Hannes var spurður hvort reikna mætti með að fleiri samningum sem deCODE hefði gert yrði lokið áður en þeir rynnu út, eins og tilkynnt var varðandi samning félagsins og Appl- ied Biosystems í síðustu viku. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir því. Alltaf væri spurning hver væri besti sam- starfsaðilinn á hverjum tíma. IBM hefði verið heppilegri samstarfsaðili í þessu sambandi. Forstjóri og aðstoðarforstjóri ÍE á símafundi á Netinu um afkomu félagsins Gera ráð fyrir umskiptum í lok árs FYRSTI fundur um mögulega sam- einingu Búnaðarbankans hf. og Kaupþings banka hf. verður haldinn á morgun að sögn formanns banka- ráðs Búnaðarbankans. „Menn hafa verið að nota síðustu daga til að undirbúa viðræður og fyrsti fundurinn verður haldinn á morgun,“ segir Hjörleifur Jakobs- son, formaður bankaráðs Búnaðar- bankans. Fundað um sameiningu BÍ og Kaupþings AÐ sögn Kára Stefánssonar, forstjóra deCODE, er hagur hluthafa fyrirtækisins nú um stundir miklu frekar undir fjármálamörkuðum kominn en stjórn fyrirtækisins. „Ég vona að við getum sann- fært hluthafa deCODE um að fyrirtækið sé vel rekið, að það sé að skila árangri, að við séum að fá mikið fyrir það fé sem var lagt inn í fyrirtækið og að við séum að afla tekna og búa til vörur sem séu á leið inn á markað. Það er það eina sem við getum gert. Við getum bara reynt að hafa þau áhrif á markaðinn að hann meti okkur að verðleikum. Við getum hins vegar ekki borið uppi þennan fjár- málamarkað. Það þarf nokkuð mikið til að hrifsa hann upp úr þessari holu sem hann er í núna. Hvaða arð hluthafar fá fyrir fjárfestingu í de- CODE kemur, því miður, til með að markast miklu miklu meira af því hvað gerist á fjár- málamörkuðum almennt en af því sem við ger- um.“ Spurður um minnkun á eigin fé segir Kári hana ekki vera óeðlilega. „Við öfluðum 200 milljóna dollara með hlutafjárútboðinu í upphafi og það gerðum við með því loforði að setja það fé í upp- byggingu fyrirtækisins. Ef eigið fé hefði ekki minnkað hefðum við brugðist fjárfestunum, brugðist hluthöfunum. Sú staðreynd að eigið fé er að minnka endurspeglar það að við höfum fram- fylgt þeirri viðskiptaáætlun sem við settum fram. Ef það hefði ekki minnkað værum við ekki að standa okkur. Okkar hlutverk er ekki að geyma fé á bankareikningi, það hefðu fjárfestarnir getað gert sjálfir.“ Kári segir áætlanir fyrirtækisins gera ráð fyrir að jafnvægi verði komið á reksturinn á síðari hluta þessa árs. „Við gerum ráð fyrir að á þessu ári, að öllum líkindum á seinni helmingi þess, verðum við komin í þá aðstöðu að tekjur okkar verði jafnmiklar eða meiri en útgjöld. Þetta er ákvörðun sem við höfum tekið.“ Hvað ríkisábyrgðina varðar segir Kári að í áætlunum fyrirtækisins sé ekki gert ráð fyrir að hún fáist. Hann á ekki von á að kosningarnar í vor breyti miklu. „Það getur allt gerst í kosningum. Mér finnst ólíklegt að niðurstöður úr þessum kosningum komi til með að vera það sem ræður því hvort þessi ríkisábyrgð verður veitt eða ekki. Það fyrsta sem þarf að gerast er að ESA verður að skera úr um hvort þetta samræmist reglum. Ef þeir koma með þann úrskurð að svo sé verður rík- isstjórnin að taka ákvörðun um það hvort hún líti svo á að það sé skynsamlegt að veita þessa ábyrgð. Ef hún kemst að þeirri niðurstöðu verð- um við sem fyrirtæki að meta það hvort við viljum hana, því þetta kemur án nokkurs vafa til með að kosta okkur eitthvað, bæði peningalega og í formi skuldbindinga. Hvort þetta gerist eða ekki veltur því á ýmsu. Áætlanir okkar byggjast ekki á því að við fáum þessa ríkisábyrgð. En hvort sem við fáum hana eða ekki mun ákvörðunin án nokkurs vafa hafa áhrif á fyrirtækið. Markaðurinn mun að öllum líkindum bregðast við því ef ríkið veitir okk- ur ekki þessa ábyrgð, að minnsta kosti til skamms tíma, því áformin og lagasetningin eru auðvitað þekktar staðreyndir.“ Með hvaða hætti verður séð til þess að endar nái saman hjá fyrirtækinu í lok þessa árs? „Við munum gera það sem til þarf til að koma jafnvægi á reksturinn og sjá til þess að fyrirtækið eigi sér langt líf. Ég vonast til þess að markaðsaðstæður batni og við getum stækkað fyrirtækið frekar en að minnka.“ Í áætlunum félagsins er gert ráð fyrir að stjórn- unarkostnaður og annar kostnaður lækki á þessu ári. „Stjórnunarkostnaður jókst töluvert í fyrra en stór hluti hans fólst í markaðssetningu. Við lögð- um miklu meiri áherslu á skipulagða markaðs- setningu á síðasta ári og í því liggur mikill kostn- aður. Við keyptum MediChem í fyrra og það var rek- ið framan af sem tiltölulega sjálfstæð eining. Í því felst töluverður kostnaður að hafa sjálfstæða yf- irstjórn og yfirbyggingu. Nú höfum við verið að bræða þetta saman og ég reikna með að það muni leiða til mikils sparnaðar í stjórnun. Þar liggja ákveðnir möguleikar til hagræðingar.“ Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, um ársuppgjör fyrirtækisins Eðlileg minnkun á eigin fé „Við gerum það sem til þarf,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri deCODE. AIR Atlanta hefur undirritað samning til fimm ára um reglu- bundnar skoðanir á Boeing 747- flugvélum sínum við AMECO (Aircraft Maintenance and Eng- ineering Corporation) í Beijing. Í tilkynningu frá félaginu segir að um umfangsmiklar skoðanir sé að ræða sem taka allt að fjórar vikur og fara fram á 14 til 36 mán- aða fresti eftir flugtíma hverrar vélar. Andvirði þjónustusamnings- ins er allt að 20 milljón dollarar eða sem nemur 1,6 milljörðum ís- lenskra króna, að því er segir í til- kynningunni. Air Atlanta leigir vélar til ann- arra flugfélaga og ferðaskrifstofa vítt um heim ásamt áhöfnum, við- haldi og tryggingum. Flugfélagið rekur nú samtals 27 Boeing vélar – sextán Boeing 747, þrjár Boeing 757 og átta Boeing 767 flugvélar. Í fréttatilkynningunni segir að félagið sé um þessar mundir stærst sinnar tegundar í heimin- um. Atlanta gerir 1,6 milljarða samning TAP Vaka-DNG hf. nam 66,6 millj- ónum króna á síðasta ári en árið 2001 hagnaðist félagið um rúmar 2 millj- ónir króna. Rekstrargjöld samstæð- unnar drógust saman um 9,2% milli ára, námu 374,9 milljónum króna 2002. Rekstrartekjur drógust saman um 21% og námu um 92,3 milljónum króna í fyrra. Styrking krónunnar hafði slæm áhrif á reksturinn en út- flutningur er um 70% af tekjum Vaka og aðeins lítill hluti rekstrar- gjalda félagsins er í erlendri mynt, segir í tilkynningu frá Vaka-DNG. Tap samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, var 28,4 milljónir króna en EBITDA hagn- aður á árinu 2001 nam tæpum 26 milljónum króna. Afskriftir sam- stæðunnar voru 9,5 milljónir króna á síðasta ári og fjármagnsgjöld 29,0 milljónir króna en voru 11,5 milljónir króna árið áður. Í tilkynningu frá Vaka-DNG kem- ur fram að heildareignir samstæð- unnar í árslok 2002 voru 310,3 millj- ónir króna og skuldir námu 258,7 milljónum króna. Eigið fé nam 51,6 milljónum króna og eiginfjárhlutfall var í árslok 16,6%. Ástand á fiskeldismörkuðum hef- ur verið erfitt að undanförnu og er ekki búist við umtalsverðum breyt- ingum fyrr en á seinni hluta ársins, að því er fram kemur í tilkynning- unni. Segir að rekstur Vaka-DNG hafi verið sniðinn að þessum horfum með því að draga verulega úr kostn- aði. „Áætlanir ársins gera ráð fyrir að rekstur ársins verði í jafnvægi og samkvæmt bráðabirgðauppgjöri er rekstur fyrstu þrjá mánuði yfir- standandi árs á áætlun,“ segir í til- kynningu. Gert er ráð fyrir að nokkur hagn- aður verði af sölu helmings hlutafjár DNG ehf., sem sér um framleiðslu á handfæravindum og línuveiðabún- aði, til O. Mustad & Son, norsks fyr- irtækis sem mun sjá um markaðs- setningu á búnaði DNG ehf. Hagn- aðurinn kemur fram á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs. Aðalfundur Vaka DNG hf. verður haldinn fimmtudaginn 15. maí nk. kl. 16.00 í húsakynnum félagsins í Akra- lind 4, Kópavogi. Aukið tap hjá Vaka-DNG ♦ ♦ ♦ ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson og Handtölvur ehf. (handPoint) hafa gengið frá samkomulagi um nýjar handtölvur og hugbúnað fyrir sölu- menn Ölgerðinnar. Lausnin gerir sölumönnum Ölgerðarinnar kleift að taka niður pantanir á handtölvur hjá viðskiptavinum og senda þær þráð- laust til höfuðstöðva til afhendingar. „Fjárfesting Ölgerðarinnar í þessari nýju lausn kemur til með að gera söluferlið skilvirkara og öruggara auk þess að flýta fyrir afhendingu pantana, segir Björn Ársæll Péturs- son, framkvæmdastjóri verslunar- sviðs Ölgerðarinnar, í tilkynningu. Davíð Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Handtölva, segir að lausnin byggist á stöðluðum hugbúnaði fyr- irtækisins sem nú sé í notkun hjá flestum stærstu verslanakeðjum og heildsölum á Íslandi. Hugbúnaður- inn er einnig í mikilli sókn erlendis. „Við erum að afhenda framúrskar- andi lausn til Ölgerðarinnar sem hef- ur verið í þróun frá árinu 1999 og er nú í notkun á öllum Norðurlöndun- um og í uppsetningu víðs vegar í Evrópu,“ að því er haft er eftir Davíð í fréttatilkynningu. Davíð Guðjónsson og Björn Ársæll Pétursson handsala samninginn. Ölgerðin semur við Handtölvur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.