Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ FERÐAMÁLARÁÐ Íslands hefur gengið til samstarfs við aðila í ferðaþjónustunni um notkun 185 milljóna króna til landkynningar erlendis. Samtals hefur Ferða- málaráð 202 milljónir til ráðstöf- unar í slík verkefni á næstu ellefu mánuðum. Alls er um að ræða 13 samstarfsaðila og 22 samstarfs- verkefni á fjórum markaðssvæðum, sem eru meginland Evrópu, Bret- landseyjar, Norðurlöndin og Norð- ur-Ameríka. Í tilkynningu frá Ferðamálaráði segir að á næstu vikum verði geng- ið til samstarfs við fleiri aðila og verði þá nýttar þær 17 milljónir króna sem eru til viðbótar í þessi verkefni. Segir í tilkynningunni að með þessu samstarfi verði alls nýtt- ar rúmlega 400 milljónir króna í al- menna kynningu á markaðs- svæðunum fjórum á næstu ellefu mánuðum, þegar framlagi sam- starfsaðilanna er bætt við. Þegar Ferðamálaráð auglýsti eftir sam- starfsaðilum að markaðs- og kynn- ingarmálum erlendis í febrúar- mánuði síðastliðnum var tekið fram að gert væri ráð fyrir að framlag starfstarfsaðilanna yrði a.m.k. jafn- hátt framlagi Ferðamálaráðs til hvers verkefnis. Flugleiðir með 84% fjármagnsins Dótturfélag Flugleiða, Ice- landair, fær samtals 156 milljónir króna af þeim 185 milljónum sem Ferðamálaráð hefur gengið til sam- starfs um, eða rúm 84%. Aðrir ferðaþjónustaðilar fá saman af- ganginn, þ.e. 29 milljónir. Það fjármagn sem nú hefur verið ákveðið að verja til kynningarmála skiptist þannig milli markaðs- svæðanna fjögurra, að 58 milljónum verður varið á meginlandi Evrópu, 36 milljónum á Bretlandseyjum, 50 milljónum á Norðurlöndunum og 41 milljón í Norður-Ameríku. Alls bár- ust 146 umsóknir um samstarf við Ferðamálaráð. Segir í tilkynningu ráðsins að meirihluti umsókna hafi ekki verið í samræmi við þá lýsingu sem sett var fram í auglýsingu. Ferðamálaráð út- hlutar 185 milljónum til landkynningar Morgunblaðið/Kristinn Ferðamálaráði bárust alls 146 umsóknir um samstarf í markaðs- og kynn- ingarmálum erlendis en fæstar þeirra voru í samræmi við auglýsingu. ÁFRÝJUNARNEFND samkeppn- ismála hefur vísað frá kæru Net- tengsla ehf. vegna ákvörðunar sam- keppnisráðs frá því í janúar síðastliðnum varðandi rekstur fjár- málaráðuneytisins á vefnum starfa- torg.is. Í úrskurði áfrýjunarnefnd- arinnar kemur fram að ástæða frávísunarinnar sé að frestur til að kæra ákvörðun samkeppnisráðs hafi verið útrunninn þegar kæran barst á starfsstöð ritara áfrýjunar- nefndarinnar. Málavextir eru þeir að Nettengsl ehf. óskuðu eftir því í júlí 2002 að Samkeppnisstofnun tæki til athug- unar hvort rekstur fjármálaráðu- neytisins á vefnum Starfatorgi fyrir hið opinbera samræmdist tiltekn- um ákvæðum samkeppnislaga. Á fundi samkeppnisráðs hinn 28. jan- úar 2002 var erindið tekið fyrir og afgreitt á þann veg að kröfum Net- tengsla var hafnað. Ákvörðunarorð samkeppnisráðs voru á þá leið, að ráðið myndi ekki hafast frekar að í þessu máli. Ákvörðun samkeppnisráðs var boðsend til lögmanns Nettengsla, Logos lögmannsþjónustu, hinn 30. janúar 2002, þar sem kvittað var fyrir móttöku. Í úrskurði áfrýjun- arnefndar samkeppnismála segir að kæra Nettengsla til nefndarinn- ar, dagsett 28. febrúar 2003, hafi síðan borist á starfsstöð nefndar- innar sama dag. Segir nefndin að það hafi verið einum degi of seint, því kæran hefði þurft að berast nefndinni í síðasta lagi 27. febrúar, þ.e. innan fjögurra vikna frá því að- ila máls var tilkynnt um ákvörðun samkeppnisráðs hinn 30. janúar 2003. Kæru Nettengsla ehf. vísað frá Kæra barst degi of seint REKSTRARHAGNAÐUR Húsa- smiðjunnar hf. á árinu 2002 nam 705 m.kr. eftir skatta. Í fréttatil- kynningu frá félaginu segir að á árinu hafi flestar af fasteignum fé- lagsins verið seldar og nam sölu- hagnaður vegna þessa 535 m.kr. „Rekstrartekjur ársins námu 9.591 m.kr. og jukust um 5,4% milli ára. Sölutekjur námu 8.915 m.kr. og lækkuðu um 1,2% milli ára. Vöru- notkun var 62,7% af sölutekjum samanborið við 61,8% árið 2001. Laun og launatengd gjöld voru nán- ast óbreytt milli ára eða um 1.600 m.kr. Annar rekstrarkostnaður nam 1.433 m.kr. og hækkaði um 361 m.kr. milli ára. Hækkunin skýrist aðallega af hærri leigukostnaði og aukinni varúðarfærslu viðskipta- krafna. Hreinar fjármunatekjur námu 38 m.kr. Gengishagnaður vegna skuld- bindinga félagsins í erlendum mynt- um nam 279 m.kr. Eigið fé Húsasmiðjunnar hf. 31.12. 2002 nam 3.954 m.kr. og hækkaði það um 593 m.kr. á árinu. Eiginfjárhlutfall var 53,2% í árslok samanborið við 34,1% í árslok 2001. Heildarskuldir félagsins voru í árslok 2002 um 3.230 m.kr. Lang- tímaskuldir námu um 1.128 m.kr. Veltufjárhlutfall í árslok var 2,53. Veltufé frá rekstri nam 481 m.kr. og handbært fé frá rekstri nam 1.017 m.kr.,“ segir í tilkynningunni. Húsasmiðjan hf. er dótturfélag Eignarhaldsfélags Húsasmiðjunnar ehf. Eigendur alls hlutafjár í Eign- arhaldsfélagi Húsasmiðjunnar ehf. eru Baugur þróun og fjárfesting sem á 45% hlut, Múli eignarhalds- félag ehf. sem á 39,6% hlut og Vogabakki ehf. sem á 15,4% hlut. Allt hlutafé í Múla eignarhalds- félagi ehf. og Vogabakka ehf. er í eigu Árna Haukssonar og Hall- björns Karlssonar. Stjórn Húsasmiðjunnar hf. skipa Jón Scheving Thorsteinsson (for- maður), Árni Hauksson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Hallbjörn Karlsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Söluhagnaður Húsa- smiðjunnar 535 milljónir HAGNAÐUR Gúmmívinnslunnar hf. á Akureyri nam 31 milljón króna á síðasta ári en árið á undan var hann 8,6 milljónir króna. Veltufé frá rekstri nam 32,6 millj- ónum króna og jókst um 6,5 millj- ónir milli ára. Í tilkynningu kemur fram að félagið hafi verið rekið með hagnaði frá upphafi. Hagn- aður af rekstrinum, fyrir fjár- magnsliði og skatta, nam 26 millj- ónum króna, fjármagnstekjur voru 8,5 milljónir og hagnaður af reglu- legri starfsemi fyrir skatta nam 35,8 milljónum. Veltufjárhlutfall var 6,31 og innra virði hlutafjár var 3,10. Heildartekjur félagsins námu 173 milljónum króna í fyrra, sem er 6,7% aukning milli ára. Mikil aukning varð á veltu stáldeildar, en þar jókst veltan úr 27 millj- ónum í 40 milljónir króna. Hins vegar varð áframhald á samdrætti í sólningardeild. Um 11% af tekjum félagsins koma af útflutn- ingi á framleiðsluvörum þess og er stefnt að áframhaldandi eflingu á þeim þætti starfseminnar. Rekstr- argjöld námu 147 milljónum og lækkuðu frá fyrra ári um 4,3% milli ára Eignir félagsins námu í árslok 194 milljónum króna og juk- ust um 6,6% milli ára. Heildar- skuldir félagsins námu 35,6 millj- ónum króna og eigið fé var því í árslok um 158,6 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið er 82%. Hlut- hafar félagsins voru 34 í árslok og áttu tveir þeirra meira en 10% af útistandandi hlutafé, að því er seg- ir í fréttatilkynningu. Hagnaður eykst hjá Gúmmí- vinnslunni SÉRFRÆÐINGUR hjá fjármálafyrirtækinu Julius Baer fjallar um íslensk skuldabréf í nýj- asta fréttabréfi fyrirtækisins, Baer Essentials. Mælt er með því að eigendur íslenskra skulda- bréfa selji bréfin og kaupi þýsk ríkisskuldabréf. Sérfræðingurinn, Tom O’Shea, telur þó framtíð íslenskra ríkisskuldabréfa vera bjarta. Hann mælir með því að fjárfestar bíði með að kaupa bréfin þar til Seðlabankinn hækki vexti. O’Shea reiknar með því að það verði innan nokkurra mánaða. 20% ávöxtun og 20% gengishækkun á árinu 2002 Í greininni segir að íslensk skuldabréf hafi ver- ið meðal uppáhaldsfjárfestinga Baer-manna síð- asta árið. Bréfin hafi skilað um 20% ávöxtun árið 2002, auk svipaðrar gengishækkunar íslensku krónunnar gagnvart dollar. Farið er yfir sviðið í íslensku efnahagslífi og áhersla lögð á væntanleg- an „eftirspurnarskell“ sem fylgja muni álvers- framkvæmdum hér á landi. Vextir ættu að nálgast vexti annarra svipaðra landa O’Shea segir að Seðlabankinn virðist reiðubú- inn til að hækka vexti áður en til framkvæmdanna komi, þrátt fyrir að hagvöxtur sé í minna lagi og slaki sé á vinnumarkaðnum. „Á meðan aðrir seðlabankar eru að lækka vexti eða halda þeim óbreyttum, er erfitt að sjá að íslensk skuldabréf skili meiri ávöxtun en aðrir skuldabréfamarkaðir heimsins á næstu mánuðum,“ segir í greininni. „Peningastefna Seðlabankans, sem gengur út á verðbólgumarkmið, ætti hins vegar að gera ís- lensk skuldabréf að góðri fjárfestingu til milli- langs tíma. Um leið og markaðsaðilar fara að trúa á hæfni Seðlabankans til að ná 2,5% verðbólgu- markmiði til millilangs tíma, ættu langtímavextir að ná því stigi sem algengast er í hagkerfum af svipaðri stærð. Þar að auki ætti verðbólgumark- mið að auka skilvirkni peningastefnunnar (eins og raunin hefur til dæmis orðið í Bretlandi og Ástr- alíu). Ekki verður þörf á jafnharkalegri vaxta- hækkun og ella ef verðbólguvæntingar almenn- ings til skamms tíma eru nægilega raunhæfar. Kannanir sýna að þessi er raunin á Íslandi og þar sem heimilin eru afar skuldsett þyrftu vextir ekki endilega að hækka svo mjög (sérstaklega ef mikill þrýstingur er á hækkun krónunnar vegna fjár- festingar Alcoa).“ Íslensk skuldabréf góð fjárfesting BRESKA blaðið The Financ- ial Mail on Sunday segir að Baugur Group hf. sé með yf- irtökutilboð í Big Food Group PLC í undirbúningi en blaðið nefnir engar heimildir er styðja frásögn þess. Big Food Group á og rekur verslunar- keðjurnar Iceland, Booker og Woodward. Í blaðinu er sagt að eftir að Baugur ID hafi aukið við hlut sinn í félaginu í mars upp í 22,1% hlut hefðu vaknað vangaveltur um áhuga Baugs á yfirtöku, þrátt fyrir að fé- lagið hafi neitað slíkum fyr- irætlunum á síðasta ári, að því er segir í fréttinni. Jafnframt er vitnað til þess að í apríl renni út sá sex mánaða tími sem félaginu er óheimilt að bjóða í Big Food Group en um leið og Baugur ID keypti 14,99% hlut í félaginu í októ- ber sl. gaf það út yfirlýsingu um að það myndi ekki gera tilboð í félagið næstu sex mánuðina. Óbreyttar áætlanir hjá Baugi Hjá Baugi fengust þær upp- lýsingar að ekkert hefði breyst frá því að 14,99% hlut- urinn var keyptur sl. haust. Þá hafi verið um að ræða góða langtímafjárfestingu og svo væri enn. Að öðru leyti vildi félagið ekki tjá sig um málið. Rætt um að Baug- ur bjóði í BFG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.