Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 15 STRÍÐ Í ÍRAK „Stríðinu lýkur ekki fyrr en með dauða Íraksstjórnar“ BARRY MCGAFFREY, FYRRVERANDI HERSHÖFÐINGI Í BANDARÍSKA LANDHERNUM                           ! " #  $% &                '  ! (    "  (  "  )       # * +,# -*. /0#.** + 1. 2 3 *#*  * "4562) ) 7 # " - *  . * .      8 9   +    $%&'()*+,)% - +.% &//%0&/  %+1 " + ; * +   + "'     YFIRMENN Bandaríkjahers vörðust í gær gagnrýni vegna at- viks í fyrradag við eftirlitsstöð í suðurhluta Íraks en þá skutu bandarískir hermenn sjö óbreytta borgara til bana og særðu tvo til viðbótar. Hörmuðu þeir atburðinn en sögðu hermennina hafa skotið í sjálfsvörn en fólkið var í bifreið sem ók að eftirlitsstöð nærri borg- inni Najaf og nam ekki staðar þrátt fyrir viðvaranir bandarísku hermannanna. Í gær skutu síðan bandarískir landgönguliðar óvopnaðan íraskan ökumann til bana við aðra eftirlits- stöð í Suður-Írak. Einungis konur og börn voru í hópi fallinna í fyrradag en The Washington Post hefur eftir sínum heimildarmönnum að auk þeirra sjö sem fórust sé ökumanni bifreið- arinnar ekki hugað líf. Rannsókn hefur verið fyrirskipuð á atvikinu. Á nálum eftir sjálfsmorðsárás Íraka um síðustu helgi Atburðurinn átti sér stað við eft- irlitsstöð sem bandaríski herinn hefur komið upp nærri Najaf, sem er um 150 km suður af Bagdad. Sögðu talsmenn Bandaríkjahers að bifreið fórnarlambanna hefði ekki numið staðar, þrátt fyrir að Banda- ríkjamennirnir veifuðu fyrst ítrek- að til bílstjórans og skytu síðan viðvörunarskotum, m.a. í vélarhlíf bílsins. Brugðust hermennirnir loks við með því að skjóta í far- þegarými bílsins. Buford Blount undirhershöfð- ingi, yfirmaður hermannanna sem báru ábyrgð á atburðinum, sagði menn sína „afar leiða vegna þess sem gerðist“. Hann lagði hins vegar áherslu á að þó að það væri vissulega rétt að liðsmenn Bandaríkjahers væru á nálum eftir sjálfsmorðsárás um síðustu helgi þar sem bifreið var ekið að hópi bandarískra hermanna og hún síðan sprengd í loft upp, með þeim afleiðingum að fjórir Bandaríkjamenn féllu, hefðu her- mennirnir í fyrradag gætt ýtrustu varúðar og farið eftir þeim reglum sem gilda í Bandaríkjaher um beit- ingu vopna. Eftir sjálfsmorðsárásina á laug- ardag ákváðu yfirmenn Banda- ríkjahers að herða á reglum varð- andi eftirlitsstöðvar og er nú með öllu bannað að reyna að aka í gegnum þær án þess að stöðva bif- reiðina. Sagði í yfirlýsingu yfirstjórn- enda hersins við Persaflóa að í ljósi nýlegra hryðjuverka Írakshers hefðu bandarísku hermennirnir brugðist eðlilega við aðstæðum. „Við írösku stjórnina að sakast“ James Wilkinson, talsmaður yfirstjórnendanna, sagði að þótt atburðurinn væri sannarlega harmleikur væru baráttuaðferðir íraskra stjórnvalda með þeim hætti, að menn yrðu að vera varir um sig. „Í svona tilvikum er við [írösku] stjórnina að sakast,“ sagði hann í viðtali á BBC. Verjast gagn- rýni vegna mannfalls Yfirmenn bandaríska hersins segja hermenn, sem felldu sjö óbreytta borgara, hafa brugðist eðlilega við Nálægt Najaf. AFP. Segja „mannlega skildi“ hafa fallið Írakar segja átján manns hafa fallið í Bagdad Bagdad. AFP. MOHAMMED Said al Sahhaf, upp- lýsingaráðherra Íraks, sagði í gær að bandarískar orrustuflugvélar hefðu ráðist á tvær rútur á þjóðveginum milli Bagdad, höfuðborgar Íraks, og Amman í Jórdaníu. Í rútunum hefðu verið svonefndir „mannlegir skildir“ frá Bandaríkjunum og ýmsum Evr- ópulöndum, sem hefðu viljað verja ýmis mannvirki í Írak fyrir loftárás- um. Ógerlegt var að staðfesta þessa fullyrðingu ráðherrans. Vincent Brooks, hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagðist á blaða- mannafundi í stjórnstöð hersins í Katar ekki vita til þess að ráðist hefði verið á rútur með svonefndum „mannlegum skjöldum“. Sahhaf sagði að 18 manns hefðu látið lífið og á annað hundrað særst í loftárásum á Bagdad frá því á mánu- dag. Þá hefði fjöldi manna særst og fallið í árásum á bæi suður af Bagdad, þar af hefðu níu börn látið lífið í loft- árás á íbúðarhverfi í Hillah, þar sem Babýlon var til forna. Sahhaf sagði að Írakar réðu enn lögum og lofum í borginni Basra og hefðu hrundið árásum breskra og bandarískra herflokka og valdið miklu mannfalli meðal þeirra. Þá hefði bandarísk Apache-þyrla verið skotin niður. Sahhaf sagði að harðir bardagar stæðu yfir við Nasiriya og Najaf. Þá sagði Sahhaf að Donald Rums- feld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hefði ítrekað orðið uppvís að lygum og bandarískur almenningur væri hættur að treysta honum. Þá ítrekaði ráðherrann að Írakar réðu ekki yfir gereyðingarvopnum. Sahhaf fullyrti einnig að fjöldi breskra hermanna hefði fallið eftir að þeir hefðu lent í þyrlum nærri borg- inni Mosul í Norður-Írak. Liðsafla þessum hefði að mestu verið eytt en nokkrir hefðu komist undan í þyrlu. Talsmenn herstjórnar Breta vildu ekki tjá sig um þessa yfirlýsingu. JACK Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að „vax- andi líkur“ væru á því að Írakar hefðu sjálfir verið ábyrgir fyrir mannfalli í röðum óbreyttra borg- ara í Bagdad í nýliðnum mánuði. Straw lét þessi orð falla í ræðu sem hann flutti yfir ritstjórum breskra blaða í Lundúnum í gær. Hann virtist vera að vísa til sprengingar í Bagdad 26. fyrra mánaðar en þá féllu 14 óbreyttir borgarar og 30 særðust. Sjónar- vottar sögðu að svo virtist sem tvö flugskeyti hefðu þá hafnað á markaði í borginni með þessum afleiðingum. Bandamenn kveðast ekki finna nein gögn til sanninda- merkis um að þeir hafi verið þar að verki. Þeir hafa hins vegar við- urkennt að gerðar hafi verið árás- ir á eldflaugar sem Írakar höfðu komið fyrir nærri heimilum al- mennings í íbúðarhverfi í Bagdad. Þau skotmörk hafi hins vegar ekki verið á þeim slóðum þar sem sprengingin varð. Írakar full- yrða að bandamenn hafi verið að verki og hafa vænt þá um stríðs- glæpi. Geoffrey Hoon, varnarmála- ráðherra Bretands, hefur sagt að vera kunni að íraski herinn hafi verið ábyrgur fyrir sprenging- unni. Hoon segir að ekki sé unnt að útiloka að loftvarnarskot eða -flaugar Íraka hafi fallið til jarðar með þessum „hörmulegu afleið- ingum“. Vaxandi líkur á ábyrgð Íraka Enn ekki ljóst hver bar ábyrgð á sprengingu á markaði í Bagdad Lundúnum. AFP. Jack Straw KAREM Mohammed grætur yfir líkum barna sinna í bænum Hilla, um 90 km suður af Bagdad, í gær. Hermt var að þar hefðu 33 óbreyttir borgarar fallið í loftárás- um í gær og fyrradag og um 300 særzt. Mohammed sagði sex barna sinna vera meðal hinna föllnu. Talsmenn herstjórnar bandamanna sögðu málið í rannsókn. Mannfall í röðum óbreyttra íraskra borgara þykir spilla fyrir viðleitni innrásarhersins til að vinna íbúana á sitt band. Bandamenn segja baráttuaðferðir Íraka auka mjög hættu á að óbreyttir borgarar falli. Reuters Börnin syrgð í bænum Hilla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.