Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 17 BARRY McGaffrey, hershöfðingi sem var einn þeirra er stýrði land- hernaði Bandaríkjamanna í Persa- flóastríðinu 1991, segir í grein sem birtist í gær, að herför banda- manna í Írak hafi um margt tekist vel en greinilegt sé að þörf sé á meiri liðsafla. Leggur hann til að varaliðssveitir verði kallaðar út. Í grein sem birtist í The Wall Street Journal segir McGaffrey að hernaðurinn hafi gert að verkum að tiltækur herafli Bandaríkjamanna víða um heim sé ekki nægilega öfl- ugur. Þetta hafi hættur í för með sér. Tímabært sé að viðurkenna að ástandið sé alvarlegt og því beri að kalla út varaliðið. McGaffrey kveðst telja að gagn- rýni á áætlun bandaríska varnar- málaráðuneytisins um herförina til Íraks hafi verið óhófleg. Á hinn bóginn sé tímabært að almenningur í Bandaríkjunum geri sér ljóst að Bandaríkjamenn eigi í stríði í Írak og það stríð verði, eins og öll önn- ur, að heyja af fullum þunga í þeim tilgangi að knýja fram sigur. McGaffrey fór fyrir 24. vélaher- fylki landhersins í stríðinu 1991 þegar innrásarher Saddams Huss- eins Íraksforseta var hrakinn frá Kúveit. Hann var einnig um tíma sérlegur fulltrúi Bandaríkjaforseta í „stríðinu gegn eiturlyfjaplágunni“. „Tímabundin hætta“ McGaffrey telur hins vegar að áætlun Donalds Rumsfelds varn- armálaráðherra sé ekki yfir gagn- rýni hafin. Stríðið í Írak hefur ver- ið háð í samræmi við áætlanir Rumsfelds um breytingar á herafla Bandaríkjanna sem kveða á um að hann skuli vera sneggri í snún- ingum og hreyfanlegri en verið hef- ur til að unnt sé að beita liðsafla, studdum hátæknivopnum, með skömmum fyrirvara hvar sem er í heiminum. McGaffrey segir þá stöðu sem upp er komin í Írak hafa „tímabundna hættu í för með sér“ af þessum sökum. Liðsafli sé ekki nægjanlegur. Þörf hafi verið á minnst þremur brynfylkjum í Írak. Aðeins eitt slíkt sé í Írak og því sé ætlað að freista þess að eyða fimm brynfylkjum Íraka. Uppræta þarf „þúsundir hryðjuverkamanna“ McGaffrey kveðst hins vegar vera viss um sigur í stríðinu. Hann fagnar því að ákveðið hafi verið að fjölga í herliðinu í Írak um 100.000 manns. Telur hann að yfir Írökum vofi að missa um 5.500 brynvagna sem nú sé ætlað að verja höfuð- borgina, Bagdad. Þetta muni hafa í för með sér mikla breytingu á víg- stöðunni. Erfiðast verði að uppræta brynsveitir og liðsafla úrvalssveita Íraka, Lýðveldisvarðarins. Þá þurfi að sigrast á Píslarvottasveitum Saddams forseta og öðrum liðsafla sem ekki falli undir venjubundið herlið. „Stríðinu lýkur ekki fyrr en stjórnin hefur verið drepin eða henni komið fyrir innan gaddavírs- girðingar,“ segir McGaffrey og bætir við að til þess að sú verði raunin þurfi að eyða „þúsundum hryðjuverkamanna“ sem berjist á vegum stjórnvalda í Írak. Banda- ríkjamenn telja að Píslarvottasveit- irnar séu í raun hryðjuverkamenn enda er sagt að þær séu eitt helsta ógnartæki Saddams forseta og sona hans. McGaffrey segir að verði ekki öllum slagkrafti herafla Bandaríkjamanna beitt gegn þess- um liðsafla Saddams forseta eigi Bandaríkjamenn á hættu að missa „þúsundir manna“ úr árásarsveit- um landhers og landgönguliða. Að auki kunni þá að blasa við óend- anleg hætta á hryðjuverkum í höf- uðborginni. McGaffrey telur að Bandaríkja- her verði bundinn í verkefninu í Írak „í það minnsta næstu 12 mán- uðina“. Hann leggur því til að kall- aðar verði út varaliðssveitir Þjóð- varðliðsins, landgönguliða flotans, flotans, landhelgisgæslunnar og flughersins. Í því felist „viðurkenn- ing á þeirri alvarlegu stöðu sem skapast [hafi]“. Vinna þurfi aðra orrustuna í hryðjuverkastríðinu sem hófst með árásinni á Bandarík- in 11. september 2001. Meiri liðsafla er þörf til að bregðast við erfiðri stöðu Washington. AFP. Reuters Breskir hermenn sitja á Challenger 2-skriðdreka sem laskaðist í orrustu í Suður-Írak í fyrradag. ’ McGaffrey telurað Bandaríkjaher verði bundinn í verk- efninu í Írak í það minnsta næstu 12 mánuðina. ‘ Fyrrverandi hers- höfðingi telur Banda- ríkjamenn ekki hafa nægan liðsafla í Írak og segir að berjast verði af fullum þunga til að knýja fram sigur. Í ÍRAK glíma bandarískir her- menn við mjög erfiðar aðstæður og harðvítugan andstæðing. En hvað fá þeir fyrir að leggja þetta á sig? Það er alla vega örugglega ekki peningagræðgi sem vakir fyrir þeim, ef litið er á launataxta Bandaríkjahers. Á fréttavef Der Spiegel er greint frá því, að óbreyttur bandarískur hermaður fái sam- kvæmt taxta 1.064,70 dollara í mánaðarlaun, andvirði um 84.000 króna. Hershöfðingi fær þó 11.874,90 dollara, eða um 932.000 krónur. En samanborið við þau laun, sem tíðkast að greiða stjórnendum í bandarískum fyr- irtækjum, er þessi upphæð býsna lítilfjörleg. Hermenn fá hins vegar ýmiss konar sporzlur til að bæta þeim það upp hve taxtalaunin eru lág. Þannig fær karlmaður í land- hernum 284 dollara á mánuði í fatastyrk. Liðþjálfi fær matarupp- bót upp á 263 dali. Og fyrir sér- staklega óvinsæl störf er greidd- ur aukabónus. Þannig fá áhafnarliðar kafbáta allt að 425 dali í launauppbót á mánuði. Hermenn sem sendir eru til að taka þátt í átökum eins og þeim sem nú standa yfir í Írak njóta sérstakra skattfríðinda. Bæði fær hver hermaður svokallaða „víg- vallaruppbót“ (Combat Zone Allowance) upp á 150 dali á mán- uði, og aukinheldur eru þeir flest- ir – að minnsta kosti allir sem eru neðarlega í tignarstiganum – undanþegnir allri skattheimtu. Láglauna- menn á víg- vellinum ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122 Lífsins elexír Alhliða orka gegn öldrun PRODIGY krem Nú er nýkomið á markaðinn Prodigy augnkrem. Í tilefni af öllum þeim viðurkenningum sem kremið hefur hlotið bjóðum við þeim, sem kaupa Prodigy 50 ml krem, stóra og glæsilgea tösku að gjöf meðan birgðir endast. Bio Sap „hylki“: einstakt svar við 5 þáttum náttúrulegrar öldrunar húðarinnar. Með notkun Prodigy verðlaunakremsins verður húðin mýkri, þéttari, húðlitur jafnari og ljómandi og húðin rakafyllt. Prodigy kremið hefur fengið verðlaun í ýmsum löndum sem framúrskarandi vara, m.a. Marie Claire og Votre Beauté verðlaunin í Frakklandi og Frau verðlaunin í Japan. HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 Leitið tilboða í stærri verk Stærð: D: 50 cm B: 30/40 cm H: 180 cm Stál- skápar fyrir vinnustaði kr. 7.300,- Verð frá Stálskápar Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 17.928,- Næsta bil kr. 13.894,- Lagerhillur Stærð: D: 60 cm B: 190 cm H: 200 cm 3 hillur kr. 17.800,- Næsta bil kr. 15.366,- Stálhillur í fyrirtæki og heimili Stálhillur Stærð: D: 40 cm B: 100 cm H: 200 cm 5 hillur kr. 8.327,- Næsta bil kr. 5.819,- en gott Við bjóðum ÓDÝRT 13 58 / TA K T ÍK -3 x1 3 - N r.: 29 C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.