Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 19 ;<=: CIFF2= =>H> 3(2<=JC :HCK)>KC2> ;<=: FG= L: 3( 2<=HC FÆRSLA Hringbrautar mun ekki valda umtalsverðum umhverfisáhrif- um samkvæmt matsskýrslu sem Línuhönnun hefur tekið saman fyrir Vegagerðina og Reykjavíkurborg. Hringbrautin, á kaflanum frá Þor- finnstjörn að Rauðarárstíg, verður færð suður fyrir Umferðarmiðstöð og Læknagarð og undir brú á Bú- staðavegi. Stefnt er að því að umferð verði hleypt á veginn haustið 2004. Reykjavíkurborg og Vegagerðin standa fyrir framkvæmdunum sem munu kosta um 1.240 milljónir króna. Í matsskýrslunni kemur fram að gönguleiðir og öryggi gangandi og akandi vegfarenda verði stórbætt. Þar með er talið er að framkvæmdin muni spara sem nemur 100 milljón- um í slysakostnað á ári. Með minnk- un umferðar á eldri Hringbraut mun mengun og hávaði frá umferð minnka. Vegna framkvæmdarinnar þarf að færa leikskólann Sólbakka ásamt því að rífa þarf húsið á Miklubraut 16– 18. Bílasölur á svæðinu munu víkja ásamt því að auglýsingaskilti á Vals- svæði verður fært. Í matsskýrslunni kemur fram að landslag og jarðmyndanir munu ekki verða fyrir neinum umhverfisáhrif- um. Tryggt verður að grunnvatn og yfirborðsvatn renni ennþá til Tjarn- arinnar og ekki verður hróflað við friðuðu svæði í Vatnsmýrinni. Búist er við að loftmengun við Hringbraut verði að mestu undir viðmiðunar- mörkum. Hljóðvist batnar við Landspítal- ann og nokkur hús við Sóleyjargötu og Miklubraut en versnar við hús er standa við enda Eskihlíðar. Áhrif á gróðurfar verður óveru- legt en framkvæmdin getur haft nokkur áhrif á fuglalíf. Segir í skýrslunni að ráðstafanir verði gerð- ar til að minnka áhrif á fugla og séð til þess að endur geti áfram farið með unga sína úr Vatnsmýrinni und- ir Hringbrautina og yfir á Tjörnina. Í skýrslunni segir að áhrif fram- kvæmdarinnar á samfélag verði mjög jákvæð og mun framkvæmdin styrkja framtíðaruppbyggingu Landspítalans og Háskólasvæðisins. Skýrslan liggur frammi til kynn- ingar til 9. maí og hafa allir rétt á að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Tölvuunnin mynd sem sýnir hvar nýja Hringbrautin mun liggja, sunnan við Umferðarmiðstöð og Læknagarð. Færsla Hringbrautar veld- ur ekki umhverfisspjöllum Miðborg ALDREI hafa fleiri heimsótt Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn í mars- mánuði eins og sl. mars þegar 10.764 gestir komu í heimsókn. Er þetta fjórða aðsóknarmetið sem slegið er í garðinum á hálfu ári. Í mars á síðasta ári komu 7.470 gestir sem var met þá en í ár mættu 3.293 fleiri. „Veturinn hefur verið einstaklega hlýr og svo hefur Styrmir storkur verið ötull í að draga fólk að,“ sagði Einar Karlsson, markaðsstjóri. Hann sagði að Fjölskyldu- og hús- dýragarðurinn hafi náð að skapa sér jákvæða ímynd undanfarin ár og þarna sé skemmtilegt að koma í faðmi fjölskyldunnar. Hann sagði garðinn í samkeppni við Kringluna og Smáralind, en að fjölskyldufólk hefði meira gaman af því að skoða dýrin heldur en að versla. Þá bætti hann við að stöðugt væri verið að bæta við afþreyingu í garðinn ásamt því að verði væri haldið í lágmarki. Fjórða að- sóknarmetið á hálfu ári Reykjavík EKKI er gert ráð fyrir hækkun op- inberra gjalda á nýrri þriggja ára fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árin 2004–2006 sem var sam- þykkt mótatkvæðalaust á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í síð- ustu viku. Gert er ráð fyrir 3,2% hækkun tekna og rekstrargjalda á tíma- bilinu. Gert er ráð fyrir að skammtíma- lánum fyrir allt að 100 milljónir verði skuldbreytt í hagstæðari lang- tímalán en slík breyting hefur ekki áhrif á nettóskuldir bæjarins. Nettóskuldir bæjarsjóðs í lok ársins 2006 eru áætlaðar 354 milljónir. Það þýðir að skuldirnar hafa lækk- að um 111 milljónir frá árinu 2004. Áætlunin gerir ekki ráð fyrir að íbúafjölgun eigi sér stað á Seltjarn- arnesi á tímabilinu þar sem fyr- irhugaðar byggingaframkvæmdir á Hrófsskálamel og Suðurströnd liggja ekki fyrir. Í áætluninni eru sett fram mark- mið um nýframkvæmdir og end- urbætur, m.a. stækkun tónlistar- skóla bæjarins, endurbætur á þjónustukjarnanum á Eiðistorgi og sundlaug bæjarins ásamt átaki í gatnaframkvæmdum og fegrun bæjarins. Einnig verður haldið áfram vinnu við uppbyggingu í öldrunarmálum. Áætlað er að um hálfum milljarði verði varið til fjárfestinga og við- halds á tímabilinu. Engin hækkun opinberra gjalda Seltjarnarnesbær REYKJAVÍKURBORG og IMG Gallup hleyptu í gær af stokkunum verkefninu Hið gullna jafnvægi. Verkefnið var fyrst tekið fyrir árið 2001 þannig að nú er um fram- haldsverkefni að ræða. Að þessu sinni hafa nokkur samtök, stofnanir og fyrirtæki á vinnumarkaðinum tekið höndum saman og munu und- ir heitinu Hollvinir hins gullna jafn- vægis meðal annars starfrækja nýtt vefsvæði. Tilgangur verkefnisins er að styrkja umræðu um sveigjanleika á vinnustöðum og samræmingu starfs og einkalífs og miðla nýjum fróðleik um það efni. Heimasíða Hollvinanna hefur að geyma ýmsar upplýsingar til að miðla auk þess sem þar verða birtar niðurstöður rannsókna. Umræður munu einnig fara fram á vefsvæðinu. Hollvinir munu einnig standa fyr- ir árlegri viðurkenningu til ein- staklings, félagasamtaka eða vinnustaðar sem skarað hefur framúr á þessu sviði eða lagt þýð- ingarmikinn skerf til umræðunnar. Hildur Jónsdóttir, jafnrétt- isráðgjafi hjá Reykjavíkurborg, er framkvæmdastjóri verkefnisins. Hún kynnti m.a. fyrsta hluta verk- efnisins á ráðstefnu sem breska rík- isstjórnin gekkst fyrir vorið 2001. Þórólfur Árnason borgarstjóri opnaði í gær heimasíðu Hollvina hins gullna jafnvægis. „Það er gott fyrir svona verkefni að þau eigi sér framhaldslíf og ég held að þetta sé fordæmi um að það er hægt, með tiltölulega litlum tilkostnaði, að búa til gagnabanka og miðla upplýs- ingum og þá er vefurinn alveg ein- stakt tækifæri sem var ekki áður. Það er ekki eins og menn þurfi að hittast á dýrum fundum til þess að hafa aðgengilegar upplýsingar sem er þá uppspretta nýrra rannsókna og hugmynda,“ sagði Þórólfur. Hann sagði Reykjavíkurborg hafa haft frumkvæði í að koma verkefninu Hið gullna jafnvægi á. „Mér finnst það til fyrirmyndar þegar borgin getur virkjað fyr- irtæki úti í bæ með svona áhuga- verðu verkefni. Ég þekki málið frá þeim glugga, að hafa orðið hrifinn af þessu sem forstjóri Tals. Ég sá hvað starfsmannastefna skiptir sérstaklega ný fyrirtæki gífurlega miklu máli. Einnig að það sé sam- ræmi milli einkalífs og vinnu. Á fyrirtækjasviði er maður oft tregur að gefa upp upplýsingar um rekstrarlega þætti og faglega þekkingu en í starfsmannamálum er maður mjög opinn, maður lærir svo mikið á því að tala við stjórn- endur,“ sagði Þórólfur og bætti við að að verkefninu kæmu launþega- samtök, Samtök atvinnulífsins, Reykjavíkurborg ásamt fyrir- tækjum. „Fyrirtækin eru mjög ánægð með þetta og svo hefur þetta nýst borginni ekki síður í að lyfta upp gæðum sinnar starfsmannastefnu.“ Aukin sam- ræming einka- og atvinnulífs Morgunblaðið/Jim Smart Linda Rut Benediktsdóttir, ritstjóri nýs vefsvæðis Hollvina hins gullna jafnvægis, kynnir síðuna. Við hlið hennar eru Tómas Bjarnason, stjórn- armaður fyrirtækja- og starfsmannarannsókna hjá IMG Gallup, Hafsteinn Már Einarsson, forstöðumaður IMG Gallup, Þórólfur Árnason borgarstjóri og Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og fram- kvæmdastjóri verkefnisins. Reykjavík TENGLAR ............................................. www.hgj.is BÖRN og unglingar á aldrinum tólf til tvítugs kepptu í stærð- fræðikeppni Fjölbrautaskólans í Garðabæ sem haldin var nýlega. Keppnin, sem er haldin fyrir grunnskólanemendur í 7.–10. bekk og nemendur í FG, fór fram í sjötta sinn. Stærðfræðikennarar í FG sáu um skipulagningu og framkvæmd keppninnar en kennarar í Garða- skóla sáu um að auglýsa keppnina og skráðu þátttakendur. Keppt var í þremur flokkum, skipt eftir aldri og alls tóku 79 nemendur þátt, 54 úr Garðaskóla og 25 úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Í yngsta flokki sigraði Svein- björn Finnsson, Guðbjörg Rist Jónsdóttir varð önnur og Dóra Hrund Gísladóttir varð þriðja. Í miðflokknum sigraði Petra Andr- ea Maack, Einar Hjörleifsson varð annar og Daði Bjarnason þriðji. Í flokki nema í FG voru þeir Tómas Örn Snorrason og Brynj- ólfur V. Ólafsson jafnir í fyrsta til öðru sæti og Orri Hafsteinsson varð þriðji. Þeir sem höfnuðu í fimm efstu sætunum fengu viðurkenningar- skjal en þeir sem lentu í þremur efstu sætunum fengu verðlaun að auki sem afhent voru í FG sl. laug- ardag. Að sögn Hörpu Rúnarsdóttur, stærðfræðikennara í FG, fór keppnin afar vel fram. Hún sagði eftirtektarvert að þeir Tómas og Brynjólfur sem deildu efsta sæt- inu í keppni FG-nemenda eru báð- ir á fyrsta ári sínu í framhalds- skóla. Harpa var einnig mjög ánægð með þátttökuna að þessu sinni. Börn og unglingar öttu kappi í stærðfræði Garðabær FRAMKVÆMDIR á nýju húsnæði Bókasafns Seltjarnarness á Eiðis- torgi eru komnar vel á veg og er stefnt að því að opna safnið hinn 17. júní. Samkvæmt fréttatilkynningu frá bænum mun hið nýja húsnæði gjörbylta starfsemi bókasafnsins. Bókasafn á undan áætlun Seltjarnarnesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.