Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 23 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is GSM VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Handfrjáls búnaður Mikið úrval Vertu með báðar hendur á stýri w w w .d es ig n. is © 20 03 ÁRLEGIR vortónleikar Karlakórs- ins Fóstbræðra ganga í garð í kvöld. Um er að ræða röð fernra tónleika og verða þeir fyrstu í Langholtskirkju í kvöld kl. 20, en næstu tónleikar eru á morgun í kirkjunni kl. 20, á föstudag í Hafn- arborg kl. 20 og aftur í Langholts- kirkju á laugardag kl. 15. „Það er fastur liður að við höld- um þessa vortónleika, sem eru eins konar uppskeruhátíð vetrarins og eru ekki síst ætlaðir styrktar- félögum kórsins,“ segir stjórnandi kórsins, Árni Harðarson, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir tón- leikana vera opna öllum, þó að bú- ast megi við mörgum styrktar- félögum kórsins. „Við eigum tryggan áheyrendahóp og þurfum þess vegna að halda þetta marga tónleika til þess að koma öllum fyr- ir. Það er mjög gaman að hafa tæki- færi til að endurtaka efnisskrána þetta oft.“ Verk eftir Þórarin Jónsson Þau nýmæli verða á vortón- leikum Fóstbræðra í ár, að ein- söngvarar með kórnum eru að þessu sinni eingöngu úr röðum kórsins. „Venjulega höfum við haft gestaeinsöngvara með okkur, en við eigum þó nokkra hörkusöngv- ara í okkar röðum sem munu stíga fram á tónleikunum núna. Sumir hverjir hafa verið lengi í kórnum og hafa lært í gegnum það starf, en aðrir eru nýir menn sem margir hverjir eru lærðir og geta því staðið einir,“ segir Árni. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda, og mun fyrri hluti tón- leikanna vera tileinkaður íslenskri og amerískri tónlist, en seinni hlut- inn skandinavískum lögum. Af ís- lenskum verkum verður sér- staklega lögð áhersla á tónsmíðar eftir Þórarin Jónsson sem fæddur var 1901. Árni segir að verk hans séu mörg hver miklar perlur sem sjaldan séu fluttar. „Það kemur til af því að við vorum beðnir að taka upp öll karlakóralög Þórarins fyrir útgáfu á geisladiski með söng- tónlist hans. Langþekktasta lag hans er Ár vas alda, sem er eitt glæsilegasta karlakóralag sem við eigum og hefur löngum verið fastur liður á efnisskrá okkar. Við flytjum það auk tveggja annarra laga hans sem við höfum ekki sungið áður, Huldur, við texta Gríms Thomsen og Verndi þig englar, sem er vögguvísa. Þó verk Þórarins hafi ekki verið mikið flutt, eru mörg þeirra þess eðlis að vert sé að halda þeim á loft.“ Tveir þættir úr Friðþjófi eftir Max Bruch Fóstbræður stefna á söngferð til Færeyja í lok júní og hefur kórinn því seinni hluta tónleikanna á tveimur færeyskum lögum, Jeg vil mig Herren Lofve og Regin smiður, í útsetningu Bjarna Restorff. Síð- asta verk efnisskrárinnar eru tveir þættir úr óratóríunni Friðþjófur eftir Max Bruch. „Við fluttum hana í heild sinni ásamt Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna í febrúar. Í þessum tveim þáttum sem við flytj- um á tónleikunum leikur Steinunn Birna Ragnarsdóttir hins vegar með á píanó,“ segir Árni. Í Fær- eyjum munu Fóstbræður taka þátt í vest-norrænni menningarhátíð, sem fram fer í Klakksvík og Fugla- firði, og verður lagt af stað í ferð- ina þann 30. júní. Í byrjun júní kem- ur kórinn hins vegar fram á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju ásamt norskum kvartett er nefnist Quattro Staggione. „Þá flytjum við trúarlega tónlist, bæði í sitthvoru lagi og saman. Á efnisskránni þar eru meðal annars verk eftir norsk tónskáld og nýtt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson,“ segir Árni að lokum. Karlakórinn Fóstbræður kemur fram á fernum vortónleikum að þessu sinni Árleg uppskeru- hátíð vetrarins Morgunblaðið/Þorkell Liðsmenn Karlakórsins Fóstbræðra á æfingu. Þeir munu syngja í Langholtskirkju og Hafnarborg á næstu dögum. Súfistinn kl. 20.30 Í tilefni af út- komu bókar Þrastar Helgasonar, Einkavegir, stendur Bjartur fyrir útgáfuhátíð. Þröstur mun lesa úr bók sinni og Böðvar Bjarki Pét- ursson sýnir úr og fjallar um ófull- gerða kvikmynd sína Esjuna og tím- ann. Aðgangur er ókeypis. Fríkirkjan í Hafnarfirði kl. 20 Kór Fríkirkjunnar í Hafnarfirði heldur vortónleika. Á efnisskránni er tónlist á trúarlegum og veraldlegum nót- um. Kórstjórar eru Þóra Vigdís Guð- mundsdóttir og Örn Arnarson. Hljómsveit kirkjunnar skipa Örn Arnarson, gítarleikari, Skarphéðinn Hjartarson, píanóleikari, og Guð- mundur Pálsson, bassaleikari. Ein- söngvari er Kristín Erna Blöndal og þverflautuleikari Inga Dóra Hrólfs- dóttir. Tónleikarnir eru liður í fjár- öflun kórsins, en hann fer til Dan- merkur í lok maí og kemur þar fram við ýmis tækifæri, m.a. syngur hann á stóra sviðinu í Tívolí (Plænen) í Kaupmannahöfn. Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 kl. 20.30 Kvikmyndin „Nach dem Fall“/„After the Fall“ frá árinu 1999. Ummerki hins 160 km langa Berl- ínarmúrs, sem fyrrum klauf borgina í tvennt, eru á ytra borðinu nánast alveg horfin. Í leit að þessum um- merkjum kynnumst við verktaka, sem fæst við að rífa hús og önnur mannvirki, fyrrverandi landamæra- verði, sálfræðiráðgjafa og fleira fólki. Minningar viðmælenda sýna glögglega að ekki er enn búið að vinna úr reynslu nýliðinna tíma og ummæli þeirra leiða í ljós hversu ólíkum augum þeir líta múrinn og fall hans enn í dag. Leikstjórar eru Frauke Sandig og Eric Black. Ensk- ur texti. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is KVENNAKÓRINN Vox feminae heldur tónleika í tónlistarhúsinu Ými við Skógarhlíð í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20.30. Tónleik- arnir bera yfir- skriftina: Til Clöru, til heiðurs Clöru Schumann. Að þessu sinni flytur kórinn ný verk á efnisskrá sinni, Romanzer op. 69 og 91 eftir Robert A. Schu- mann ásamt því að endurflytja Ást- arljóðavalsa, Liebesliederwalzer op. 52, eftir Johannes Brahms. Stjórn- andi er Margrét J. Pálmadóttir og píanóleikarar eru Arnhildur Val- garðsdóttir og Ástríður Haralds- dóttir. Sungið til heiðurs Clöru Schumann Clara Schumann Í UPPHAFI sumars verður haldin menn- ingarhátíð sem ber yfirskriftina Bjartar sumarnætur á Sel- tjarnarnesi og fer fram dagana 13., 14. og 15. júní í Seltjarn- arneskirkju. Tónlistarhátíðin er byggð upp með það í huga að ná til sem flestra tónlistarunnenda. Tíu lista- menn taka þátt í hátíðinni, þeirra á meðal Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran, sem kemur gagngert frá Vínarborg til að syngja í kirkj- unni. Þá verður Bubbi Morthens, bæjarlistamaður Seltjarnarness 2003, meðal listamanna og verða gerðar sérstakar útsetningar á nokkrum vinsælustu laga hans í til- efni listahátíðarinnar. Aðrir listamenn verða Gerrit Schuil píanóleikari, Unnur Svein- bjarnardóttir víóluleikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Margrét Árnadóttir sellóleikari, Monica Abendroth hörpuleikari og Tríó Reykjavíkur sem er skipað Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunn- ari Kvaran sellóleikara og Peter Máté píanóleikara. Uppi eru áform um að menning- arhátíðin verði framvegis árviss við- burður á Seltjarnarnesi. Formaður menningarnefndar Seltjarnarness er Sólveig Pálsdóttir. Framkvæmd hátíðarinnar er á vegum menningarnefndar Seltjarn- arnesbæjar í samvinnu við hjónin og Seltjarnarnesbúana Guðnýju Guð- mundsdóttur fiðluleikara og Gunnar Kvaran sellóleikara og eru þau jafn- framt listrænir stjórnendur hátíðar- innar. Bjartar sumar- nætur á Nesinu Bubbi Morthens Guðný Guðmundsdóttir Gunnar Kvaran SÍÐUSTU tónleikar Tríós Reykja- víkur á þessum vetri voru frekar ein- söngstónleikar en hefðbundnir tríó- tónleikar. Píanóleikari tríósins, Peter Máté, var í fríi vegna anna á öðrum vígstöðvum. Gestir að þessu sinni voru þau Richard Simm, píanóleikari, og Elín Ósk Óskarsdóttir, óperusöng- kona. Tónleikarnir hófust á píanótríói eftir Áskel Másson sem upphaflega var samið 1983 fyrir stærri hóp með slagverki en endurskoðað síðan 1995 og breytt í píanótríó. Tríóið hefur ver- ið flutt í þessari gerð í Japan og Eng- landi og áður á Íslandi af Tríó Nord- ica. Verkið er í einum þætti, hefst á einleik fiðlunnar og lýkur á því sama þar sem fiðlutónarnir deyja út í eilífð- ina. Verkið er fullt af átökum og einn- ig blíðu og angurværð. Hér er á ferð- inni mjög athyglisvert verk og vel útfært af flytjendum. Þá var komið að óperutónlistinni. Hið vel þekkta Int- ermezzo úr óperunni Cavalleria rusticana eftir Pietro Mascagni var flutt í mjög smekklegri útsetningu Guðnýjar fyrir tríóið. Elín Ósk söng þá aríu Santuzzu, Voi lo sapete (Þú veist það, mamma) úr sömu óperu og aríu Giocondu, Suicidio (eða sjálfsvíg) úr óperunni La Gioconda eftir Amilc- are Ponchielli. Báðar þessar aríur fjalla um ást, svik og afbrýði sem end- ar með ósköpum og fór Elín á kostum í þeim sem og í þeirri næstu, sem var aría Önnu Elísu, Liebe du Himmel auf Erden, úr óperettunni um Pag- anini eftir Franz Lehár, en þar er að- eins léttara yfir og engin afbrýði á ferðinni. Eftir hlé kom arían L’altra notte in fondo al mare úr óperunni Mefistofele eftir Arrigo Boito. Hér náði Elín að túlka mjög sann- færandi hina ólæknandi ör- væntingu Mar- gheritu sem upp- götvar að sá vondi hefur platað hana til að drepa móður sína og barn. Eftir þessa miklu dramatík léku þau Guðný, Gunnar og Richard hið vinsæla píanótríó Mend- elssohns Op. 49 nr. 1 í d moll sem hann samdi þegar hann stóð á þrí- tugu. Eins og Gunnar benti réttilega á minnir verkið mikið á Mozart enda mjög lýriskt og fallegt og í klassísku fjögurra þátta formi. Ekki er ástæða til að fjalla um hvern þátt fyrir sig. Allur leikur þeirra var sérlega mús- íkalskur og lifandi þar sem hver tónn söng og naut sín til fulls og gott jafn- vægi var á milli hljóðfæranna. Síðast á efnisskránni var arían Pace, pace mio Dio, úr Valdi örlaganna eftir Verdi, þar sem Leonora biður um að meiga loksins öðlast sálarfrið. Þessi dramatíska aría var glæsilega flutt. Elín komst ekki hjá því að syngja aukalag og varð Vilja söngurinn úr Kátu ekkjunni eftir Lehár fyrir val- inu; ekki verra að fá svolitla gleði á eftir allri þessari miklu dramatík. Það er ekki nóg að Elín Ósk hafi gullfallega rödd sem hún beitir af fag- mannlegri kunnáttu heldur er hún líka leikari fram í fingurgóma og fór hreinlega á kostum og létu áheyrend- ur þakklæti sitt óspart í ljós. Það var mjög vel til fallið að kynna innihald hverrar aríu jafnóðum og var það mjög vel gert af Svönu Berglindi. Það þarf ekki að fjölyrða um frammistöðu einstaka hljóðfæraleikara enda fag- fólk í hæsta gæðaflokki sem skilaði sínu í samræmi við það. Allur með- leikur í aríunum var útsettur fyrir fiðlu, píanó og selló, þær voru smekk- lega gerðar og áttu sinn þátt í þessum glæsilegu tónleikum sem voru góður endapunktur á tónleikaröð vetrarins. Stórglæsilegur söng- ur með og án orða TÓNLIST Hafnarborg Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmunds- dóttir, fiðluleikari, og Gunnar Kvaran, sellóleikari), Elín Ósk Óskarsdóttir, óp- erusöngkona, og Richard Simm, píanó- leikari. Svana Berglind Karlsdóttir kynnti og útskýrði óperutextana. Sunnudag- urinn 30. mars 2003 kl. 20.00. KAMMERTÓNLEIKAR Elín Ósk Óskarsdóttir Jón Ólafur Sigurðsson JÓHANN Ásmundsson bassaleikari heldur burtfararprófstónleika í sal Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, kl. 20 í kvöld. Efnisskráin er að mestu lög eftir hann sjálfan en einn- ig verða flutt lög eftir Ornette Cole- man, Andrae Crouch og Bob Berg. Jóhann hefur um árabil leikið í hljómsveitinni Mezzoforte. Hann ákvað að setjast á skólabekk FÍH og fór inn í kennaradeild skólans eftir tveggja ára nám. Stefnir á útskrift úr kennaradeildinni nú í vor. Honum til fulltingis á tónleikunum eru Eyþór Gunnarsson, Jóel Páls- son, Sigurgeir Sigmundsson, Erik Quick, Agnar Már Magnússon, Óskar Einarsson sem mun stjórna Gospelkór Reykjavíkur og ætlar hann að syngja tvö lög. Einsöngvarar úr þeirra hópi eru Fanney Tryggva- dóttir og Edgar Smári Atlason. Þá munu Sigurður Flosason og Snorri Sigurðarson koma fram í laginu Peace eftir Orn- ette Coleman. Burtfararpróf Jó- hanns Ásmundssonar Jóhann Ásmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.