Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ M yndlistarþróunin fer ekki eftir nein- um ákveðnum og afmörkuðum reglum eins og lunginn af síðustu öld er helst til vitnis um. Hún virðist háð sömu lög- málum og sjálf náttúran, sem endurnýjar sig reglulega sbr. veðrabrigði, jarð- skjálfta, eldgos sem og tilvistarbarátta alls sem lifir og hrærist á jarðmöttlinum. Jafnvel mætti illu heilli álykta, að víga- ferli og styrjaldir heyri undir lífskeðjuna, sem nauðsynlegur liður til viðhalds lífi í mannheimi, ennfremur að einslit mannsátt, friður og lognmolla geti borið í sér úrkynjun og dauða. Tvær heimsstyrj- aldir á síðustu öld báru þannig í sér mestu tækniframfarir í sögu mannsins og ollu um leið umfangsmikilum hvörfum í mannlegum samskiptum og hugs- unarhætti. Í þeirri fyrri hrundu fordómar gagnvart óheftri tjáningu og hinu and- lega og vitræna í myndlistinni. Þannig settust nokkrir fulltrúar úthverfs innsæis sem áður voru ut- angarðs í prófess- orstóla virðulegra akademía og listahá- skóla í Þýskalandi eftir að stríðinu lauk. Hefði annars verið óhugsandi fyrr en löngu seinna. Jafnframt litu stílbrigði líkt og surrealisminn og dada dagsins ljós um miðbik þess. Svipað skeði um seinni heimsstyrjöldina, þá viðhorf manna til huglægra vinnubragða tók umskiptum, abstraktið og óformlega málverkið sem höfðu verið að þróast fyrir stríð þrengdu sér fram, loks strangflatalistin í kjölfar kalda stríðsins. Enginn skyldi þó álykta að styrjaldir og pólitísk átök þurfi til að valda byltingu í myndlist, frekar að myndlistin sem fyrrum hafi verið hin virka ratsjá tímanna. Aldrei á undan samtímanum heldur samhliða honum, púls spegill og kviksjá. Það virðist jafn- framt viðlíka óhugsandi að til lengdar sé hægt að fjarstýra listinni og til að mynda hræringum í iðrum jarðar, jarðskjálftum og eldgosum, jafnvel breyta gangi him- intungla. Listin er nefnilega í kjarna sín- um óáþreifanlegt líf, hún er vitundin um vitundina og trúin á óáþreifanlegan guðdóm- inn, mögulegt að fjalla um þessi fyrirbæri út í það óendanlega, enda um engan botn að ræða frekar en sjálfa eilífðina, upphaf, miðju og endi. Kannski getur kalda atómið sem vís- indamenn voru nýlega að uppgötva gefið svör við lífsgátunni, en væri það nokkurs virði að lifa ef menn vissu svör við öllu, forvitni, metn- aður og óvæntar uppgötvanir úr leik. Allt það sem skarar sjálfan kjarna lífsfyllingarinnar og er í góðum samhljómi með grómögnum jarð- ar? Andráin er þungamiðja lífsins, en kalda atómið setur spurningarmerki við tímann, hvað sé fram og hvað aftur, þá farsælast að hafa allt á hreinu eins og vegfarandi við um- ferðaræð. Ana ekki beint áfram heldur líta til beggja hliða áður en haldið skal yfir hana, á sama hátt má sá vera jarðfastur í núinu sem lítur jafnt til fortíðar og framtíðar þá hann tekst á við samtímann. Fyrir margt hefur hátækniiðnaðurinntekið við af styrjöldum, þess sérstað frá tilkomu örtölvunnar líkt ogá línuriti, í heimi þar sem hlutirnir úreldast með ógnvekjandi hraða, sem menn eru svo til hættir að ráða við. Hvað listina áhrærir er það í ljósi fortíðar hámark glópsku að spá langt til framtíðar, því ef eitthvert fyr- irbæri ræður sér sjálft er listin í kjarna sínum holdgervingur þess í óræði sinni og ófreski. Um þetta er öll síðasta öld einnig til vitnis um, einkum seinni hluti hennar, er menn voru í kapphlaupi við að hafna eldri gildum, valta yfir fortíðina og spá í framtíðina. Eldri gildin svo stöðugt að rísa upp aftur og sanna sig, einkum ef hinn hreini kjarni listarinnar leynist í þeim, því gild list er alltaf fersk og ný. Spádómar og lærðar fræðikenningar bera ekki alltaf í sér visku og hvernig í ósköpunum datt mönnum á sínum tíma og í fullri alvöru í hug að fígúrann væri úrelt, maðurinn sjálfur og allt hlutvakið á myndfleti um leið. Allt eins hægt að úrelda kynlífið og tímgunina, hvernig skyldi mögulegt að viðhalda mannkyninu án hvatalífsins? Strangflatalistin iðkuð sem trúarbrögð í heilan áratug, síðan ýtt út af borðinu, kastað fyrir róða sem hverjum öðr- um úrtíningi. Svo kom poppið og þarnæst hugmyndafræðin, sem ríkti sem grimmur harðstjóri allann áttunda áratuginn og hélt fyrri áratuga númálverki í gislingu, síðan nýja málverkið er gaf hugmyndafræðinni langt nef og loks síðmódernisminn með alla sína list- heimspeki, orðræðu, afneitun skynfæranna, háleitra hugmynda og afturhvarfi til fortíðar, loks naumhyggjan og í kjölfar hennar end- urreisn hugmyndalistarinnar. Í upphafi tutt- ugustu aldar er líkast sem stefnur og hugtök séu fljótandi, jafnframt að menn hafi ekki við að tína gullmola úr rennsli fortíðar, en nú til að lyfta sjálfum sér á stall og lauga í ný- uppgötvuðum sannindum, heita vatninu. Það sem mönnum hefði þótt óhugsandifyrir nokkrum áratugum spretturnú upp, vex og dafnar, almenningurmeira en nokkru sinni með á nót- unum. Á sama tíma loka fræðingar að sér dyrunum og vilja helst leysa listhugtakið upp í frumeindir sínar, umbreyta í samræmd fræði og þjóðfélagslega umræðu. Geta þó ekki án þess og fortíðarinnar verið ef listmiðlun á að hafa bakland. En skyldi það ekki mál mál- anna, að fólk nálgist listaverk opnum huga og fordómalaust, læri að uppgötva og upplifa á eigin spýtur í takt við hina miklu möguleika sem hátæknin býður upp á, og við eldri stönd- um höggdofa frammi fyrir. Man þá tíð á fimmta áratugnum þá hver ný bók um heims- listina sem að utan rataði í bókabúðir þótti ungum listspírum opinberun. Nú geta jafnt listnemar sem almenningur heimsótt heims- listasöfnin á netinu, nálgast svo til hvaða lista- verk sögunnar sem er á skjánum. Eru þó vel að merkja litlu nær en menn fyrrum að fanga sjálft eðli listaverkanna af bókum og litprent- unum. Sú lifun að standa frammi fyrir þeim sjálfum allt annar heimur, það sem hefur breyst er að flæði upplýsinga er þúsund, ef ekki mörg þúsund sinnum meira. Eitt af því sem óforvarendis hefur gengið í endurnýjun lífdaga er mannamynda- og and- listsmálun, í öllum sínum blæbrigðum. Allt það sem skilgreinist blóðrík og svipmikil túlk- un á myndefninu, síður andlaus kortlagning ytra byrði þess eða fallvaltur stundlegur boð- skapur. Menn þurfa ekki lengur að mála fyrir byrgðum gluggum né fara hjá sér þótt við- fangið sé mannslíkaminn, andlit eða gips- stytta, þessi sígildu viðföng akademíska grunnsins. Og eins og ég hef áður vísað til kom ameríski núlistamaðurinn Jim Dine mönnum í opna skjöldu er hann bað um að fá að teikna gipsfígúrur í Glyptotekíinu í Kaup- mannahöfn fyrir nokkrum árum og framkall- aði í vinnubrögðum sínum gilda núlist. Það sem er hið góða við sanna listamenn að þeir spyrja ekki, eru hvorki viðhengi annarra né þræða einvörðungu hin glóðheitu spor, heldur framkvæma það sem þeim dettur í hug. Hér má enn árétta það sem E. H. Gombrich sagði í viðtali teknu í tilefni áttræðsafmælis list- spekingsins; langi þig til að mála blóm, mál- aðu blóm ... Fyrir nokkrum árum skrifaði ég greinum nýuppgötvað portrett safn viðausturrenda Þjóðlistasafnsins viðTrafalgartorg í London, sem var mér opinberun. Næst þegar mig bar að voru nokkrar efri hæðirnar lokaðar vegna end- urnýjunar og þegar þær komust aftur í gagn- ið nokkrum árum seinna voru menn strax farnir að ræða um umtalsverða stækkun safnsins í formi viðbyggingar. Einnig skrifað greinar um hina stórmerku portrettdeild í Friðriksborgarsafninu, í Hillerød í nágrenni Kaupmannahafnar, sem geymir myndverk af ásjónum fjölda stórmenna Danmerkur lífs og liðinna, og þenst út. Um þessar mundir er í höllinni sýning á danskri portrettlist í 500 ár, list þess að halda hinum dauðu lifandi, eins og safnstjórinn Tove Thage komst að orði í við- tali í Weekendavisen 21.-27. mars. Sýningin er haldin í tilefni 125 ára afmælis safnsins og einungis um samtíning mikils úrvals að ræða. Okkar fyrrum kúgarar hafa þannig lagt rækt við að jarðtengja núið og leggja í hendur óborinna kynslóða, virkjað marga sína bestu listamenn í því skyni og gera enn, bæði í hin- um sígildu geirum og ljósmyndum. En þótt Íslendingar nútímans þurfi einungis að fara yfir bækjarlækinn eða svo til að vera í beinu sjónmáli við myndverkin hafa þeir verið nær blindir á þessa hlið sjónmennta og þjóðmenn- ingar. Portrettlist afgangsstærð, nema í flest- um tilvikum í formi frekar veigalítilla skjalfestinga á ásjónum stjórnskörunga, banka- og forstjóra. Síður metnaðarfullt uppgjör listamanns og viðfangs. Portrett, eru tveir í áflogum, eins og Danskurinn skilgreinir framningin svo skemmtilega og á þá við árekstra tveggja ólíkra sjónarmiða, gerandans og viðfangsins. Við höfum þó átt prýðilega myndlistarmenn og ljósmyndara, sem hafa komið að portrettgerð, og eigum nóg til í stofn að slíku samsafni. Beini ítrekað sjónum manna hérað, nota um leið tækifærið ogles í portrettmálverk sem Sig-urður Sigurðsson (1916-1998) málaði 1968 af konu sinni, hinni nýlátnu Önnu Kristínu Jónsdóttur. Mynd af mál- verkinu blasti við mér framan á skrá við útför Önnu Kristínar á dögunum og varð mér til margra hugleiðinga um lífið og listina, tel það í tölu frammúrskarandi portrettmálverka sem gerð voru á síð- ustu öld. Í henni kennir maður hina danska menntun málarans, en Sigurður nam við listakademíuna í Kaupmanna- höfn 1939-45 og var lærimeistari hans Kresten Iversen, sem taldist af Born- hólmsskólanum svonefnda. Af þeim skóla má nefna Kristian Zahrtmann, kennara Jóns Stefánssonar, Oluf Høst, Michael Ancher, Holger Drachmann, Kresten Iversen, Karl Isakson, Nils Leergaard, Richard Mortensen, kennara Sigurðar Örlygssonar og Magnúsar Kjart- anssonar, Asger Jorn, Olav Rude og Edvard Weie, kennara Svavars Guðna- sonar, að því hann sagði sjálfur. Þetta er fríð sveit nokkurra snjöllustu málara Danmerkur, en innbyrðis voru þeir afar ólíkir. Samhverf burðargrind myndarinnar er í anda sígildrar hefðar, algeng í danskri myndlist en þaulhugsuð og mjög vel útfærð af málaranum, litir jarð- tengdir hófstilltir og þó ferskir og mett- aðir. Lóðréttu línurnar sem skera bak- grunninn til vinstri vinna vel á móti hinum opnu og stóru flötum í hægra helmingi hennar. Öll er myndin vígð ein- faldleika og myndrænni rökvísi, ber mik- illi þekkingu og þjálfun vitni, hefur jafnt yfir sér svipmót traustleika og við- kvæmni. En á bak við allan þennan aga og einfaldleika í útfærslu skynjar maður þó drjúg átök við myndbyggingu, línu, liti og form. Átök sem kristallast í einhverjum yf- irhöfnum og þó jarðtengdum léttleika, líkast sem núið standi í stað, fangað og skilað til óborinna kynslóða. Sjálfri útfærslu myndarinnar hefur núverið gerð nokkur skil en allt þaðsamanlagt og margt annað, semmögulegt væri að vísa til, væri harla léttvægt ef ekki kæmi til innra svipmót fyr- irmyndarinnar, er líkt og streymir út úr myndinni sem nokkurs konar lífsins hljóm- botn. Allt vinnur hér saman, ást málarans á lífsförunaut sínum, löngun hans og metnaður að skila góðu verki, afhjúpa persónuleika, við- mót og skapfestu róðunnar með miðlunum handa á milli, kvenleika jafnt sem nægjusemi og hógværð. Bæði voru þau Sigurður og Anna náttúrubörn, sóttust ekki eftir veraldlegu fá- nýti og hneigðust að hollu líferni, þótt mein- læti væri þeim fjarri. Þannig trúði málarinn mér eitt sinn fyrir því að þeim þættu góðar súpur, hefðu þó aldrei keypt svonefndar pakkasúpur og stæði ekki til. Allt sótt til nátt- úrunnar og hollar jurtir ræktaðar bæði í gluggakistum og garði sem þau gengu að af mikilli alúð og nærfærni. Var enginn venju- legur samræmdur garður heldur ævintýri út af fyrir sig og sem minnst hróflað við upp- runalegu náttúrunnar sköpunarverki. Ein- hvern veginn hefur málarinn fest ímynd þessa alls á dúk sinn og að vissu marki hefur hann frekar búið til Ikon úr viðfanginu en að þræða og kortleggja nákvæmlega útlit þess, styðst við menntunargrunn sinn, skynjanir og til- finningar, hreinar og falslausar. Málunarhátt- urinn hefur í það heila svip þess að nú sé létt yfir gerandanum og hann sáttari við til- veruna, myndin einmitt máluð á þeim tíma þá hið hlutvakta reis upp úr öskustó, sem fullgild núlist við hlið hins óhlutlæga, eftir að poppið hafði sprengt öll fyrri gildi og opnað sviðið til margra átta. Léttkeypt áhrifameðöl hér fjarri, meginveigurinn skýr afdráttarlaus og fastmótuð heild. Að öllu samanlögðu hefur málarinn reist konu sinni minnisvarða, bauta- stein til langrar framtíðar. Anna, eiginkona málarans Sigurður Sigurðsson: Anna, 1968, olía á dúk. SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson bragia@itn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.