Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MÉR skilst á formanni Sjálfstæðis- flokksins að hann sé athafnastjórn- málamaður, maður sem láti verkin tala. Andstæðinga sína skilgreinir hann sem umræðustjórnmálamenn og er á honum að skilja að þeir tali bara og láti þar við sitja. Það er hornsteinn lýðræðisins að ræða mál, vega og meta ólík sjónarmið og byggja ákvarðanir á skynsamlegum rök- um og ályktunum. Umræðan er aflvaki ákvarðana og árangurs. Í þessu ljósi vil ég benda athafnastjórnmálamanninum á ólíkan árangur Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins í jafnréttismálum ekki síst vegna þess að í loforðalista Sjálfstæð- isflokksins frá nýafstöðnum landsfundi, er ekki vikið einu orði að jafnrétti kynjanna. Í starfi mínu hjá Reykjavíkurborg hef ég beitt mér fyrir víðtækri umræðu og aðgerðum með það að markmiði að hrinda í framkvæmd sameiginlegri hug- sjón flestra Íslendinga um jafnrétti kynja. Reynslan hefur kennt mér að það er í raun auðveldara að ná árangri í jafn- réttismálum en margir vilja vera láta. Þegar allt kemur til alls er það aðeins spurning um vilja, þekkingu og þraut- seigju. Því getur fátt skýrt lélegan árang- ur ríkisins í jafnréttismálum annað en skortur á pólitískum metnaði. Og eftir höfðinu dansa limirnir. Árangur borgarinnar og árangursleysi ríkisins Reykjavíkurborg hefur jafnað full- komlega hlut kynjanna í æðstu stjórn- unarstöðum og eru konur nú meðal æðstu embættismanna í öllum greinum borgarrekstursins. Þessi árangur náðist á aðeins átta árum. Þótt hann sé ein- stakur hér á landi á hann sér einfaldar skýringar. Í fyrsta lagi stafar hann af því að jafnréttisstefna borgarinnar og jafn- réttislög landsins hafa verið tekin alvar- lega. Í öðru lagi stafar hann af því að Reykjavíkurborg laðar nú að sér starfs- umsóknir frá fólki sem telja má til þeirra sem hæfastir og best menntaðir eru í samfélagi okkar. Þar af hafa verið fjöl- margar afar hæfar konur. Reynsla þeirra, þekking og sjónarmið hafa leitt til nýsköpunar í stjórnsýslu, þjónustu og öll- um starfsháttum í borgarrekstrinum. Þannig er árangur í jafnréttismálum vitnisburður um hæfni stjórnenda og nú- tímalega, faglega stjórnun. Nýútkomin skýrsla nefndar um jafn- rétti við opinbera stefnumótun, sem for- sætisráðherra skipaði á árinu 2001, er dapur vitnisburður um frammistöðu rík- isins í jafnréttismálum, enda hefur rík- isstjórnin kosið að þegja um niðurstöður hennar. Hvorki formaður nefndarinnar né forsætisráðherra sáu ástæðu til að efna til blaðamannafundar til að kynna hana, eins og gjarnan tíðkast með slíkar skýrslur. Það er tæpast von því þar kem- ur fram að meðal forstöðumanna ráðu- neyta og undirstofnana þeirra eru konur aðeins 18,7%. Í sjö ráðuneytum og und- irstofnunum þeirra eru engar konur meðal forstöðumanna og aðeins þriðj- ungur ráðuneyta hefur sett sér jafnrétt- isáætlun. Ríkið hefur haft næg tækifæri til að bæta stöðu sína að þessu leyti hraðar en raun ber vitni. Það hefur látið mörg tæki- færi framhjá sér fara. Órækasti vottur þess er sá fjöldi erinda til kærunefndar jafnréttismála á ári hverju sem berst frá hámenntuðum og reynslumiklum konum sem telja sér mismunað við ráðningar hjá ríkinu. Að meðaltali hafa hátt í fimm kærur á hendur ríkinu borist nefndinni á ári hverju síðan hún var stofnuð árið 1991, flestar vegna stöðuveitinga. Ég skora á fjármálaráðherra Reykjavíkurborg hefur gert end- urteknar kannanir á launamun kynjanna og þær sýna að hann minnkaði umtals- vert á árabilinu 1995–2001 og er í dag kominn niður í 7%. Þessum árangri hefur m.a. verið náð í góðu samstarfi við verka- lýðshreyfinguna með því að beita fjöl- þættum aðgerðum s.s. gerbreyttum að- ferðum við gerð kjarasamninga og samræmingu á réttindum ASÍ-félaga og opinberra starfsmanna borgarinnar. Nýtt starfsmat, sem nú er í vinnslu hjá borginni, hefur það að markmiði að draga enn frekar úr þessum mun. Ríkið, stærsti atvinnurekandi landsins og stærsti atvinnurekandi kvenna, getur aftur á móti ekki svarað því hver sé launamunur kynja meðal ríkisstarfs- manna. Skýringin er einföld. Fyrirheit fjármálaráðherra frá því í kjarasamn- ingum 1997 um að láta fara fram rann- sókn á launamun kynja hefur ekki verið efnt. Þaðan af síður getur ríkið svarað því hvort launamunurinn er að aukast eða minnka, þrátt fyrir að vera iðulega innt eftir því af alþjóðastofnunum sem hafa það hlutverk að fylgja eftir skuldbind- ingum Íslands að þessu leyti. Samt segir í jafnréttislögum frá árinu 2000 að at- vinnurekendur skuli gera grein fyrir markmiðum og aðgerðum í því skyni að tryggja konum og körlum launajafnrétti. Ég skora á fjármálaráðherra að svara því hvaða árangri jafnrétti kynja og hefur beitt til þes Ég skora á Það eru 45 ár li batt sig á alþjóðav launajafnrétti kyn réttislög voru sett hags- og framfara OECD, eru konur fallslega fleiri en h minni munur á atv og karla og hverg tími kvenna jafn l sem einu fyrirvinn jafn fjölmennar o krefjast þess að fr vinnulífs, hagsæld unar sé virt að ver umslögunum, í stö stefnumótun. Á sama tíma vil málaflokkur láta t réttismálum – rík þykjast vera í fara fyrir jafnrétti kyn fundarherferðum ímyndun sinni á lo irnar, hvar er ára forsætisráðherra isstjórn forystu í íslenskum konum frammistöðu ríkis réttismálum. Hve aðeins 18,7% fors og undirstofnana hverju aðeins þrið ur sett sér jafnrét Leysum afl Jafnrétti kynja muni. Það snýst u þjóðfélagsins. Það arstoðum lýðræði bundið okkur til a njóta sannmælis o þeim jöfn tækifær samfélagsins. Það yfirlýsingum og in s.k. athafnastjórn tækifæri til að bú er meðal annars v stjórnar og hún þ Athafnir og árangur í jafnréttismálum Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur „Nýútkomin skýrsla nefndar um jafnrétti við opinbera stefnumótun er dapur vitnis- burður um frammistöðu rík- isins í jafnréttismálum.“ Höfundur skipa arinnar í Reykja EFTIR að George W. Bush komst til valda hefur utanríkistefna Bandaríkj- anna einkennst af einstefnu á al- þjóðavettvangi. Bush neitaði til að mynda að staðfesta Kyoto-umhverfissáttmálann sem Clinton hafði áður samþykkt og hafnaði jafnframt barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Svo þvingaði hann þjóð- ir heims til að veita bandarískum þegnum friðhelgi frá alþjóðlega sakamáladóm- stólnum í Haag. Heimsveldið fer sínu fram og engu er skeytt um alþjóðlega samvinnu. Innrásin í Írak er í óþökk Sameinuðu þjóðanna og alþjóða- samfélagsins alls og ber einræði Banda- ríkjastjórnar glöggt vitni. Það er því óskiljanlegt að ríkisstjórn Íslands skuli leggja blessun sína yfir framferði hauk- anna í Washington. Samlíkingin við tudd- ann á skólalóðinni er ekki svo fráleit. Að undanförnu hefur Bush komið fram í sjónvarpi og harðlega gagnrýnt með- ferð Íraksstjórnar á bandarískum stríðs- föngum og kvartað sáran yfir að þeir séu ekki meðhöndlaðir samkvæmt Genfar- sáttmálanum um meðhöndlun stríðs- fanga. Nú er það fjarri mér að reyna að réttlæta illa meðferð á stríðsföngum en þessi gagnrýni Bandaríkjaforseta kemur nú úr hörðustu hátt. Þarna er verið að kasta grjóti úr glerhúsi. Enn halda Bandaríkjamenn 650 stríðsföngum í her- stöð sinni á Kúbu sem handteknir voru í herförinni í Afganistan. Þar þverbrýtur Bandaríkjastjórn Genfarsáttmálann á hverjum einasta degi. Tvískinnungurinn er alger Myndirnar sem birtust heiminum af grimmilegri meðferð Bandaríkjastjórnar á afgönsku föngunum á Kúbu vöktu skelfingu um heim allan. Þeim var fleygt í búr sem halda hvorki vindi, vatni né steikjandi hitanum og látnir dúsa þar eins og hverjar aðrar skepnur. Og ekki nóg með það. Á myndunum voru þeir bundnir á höndum og fótum og lokað fyr- ir skilningarvitin – augu, eyru og nef. Það er augljóst að þessi illa og grimmilega meðferð þverbrýt en Bandaríkjame viljað viðurkenna fanga og telja sig að alþjóðalögum. ólöglega stríðsme nú þýðir. Þetta er Bandaríkjamenn hryðjuverkaárási Washington sem neita þeir að meðh kvæmt eigin skilg úrsnúningur er au ekki það sama við það ekki ólögmæt þjóðalögum? Ég f skinnungurinn er Bush kastar grjóti úr gler Eftir Eirík Bergmann Einarsson „Það er því óskiljanlegt að ríkisstjórn Íslands skuli leggja blessun sína yfir framferði haukanna í Washington.“ Höfundur er stjó og skipar 7. sæti Reykjavík norðu TAPREKSTUR RÚV Enn berast fréttir af því að Ríkis-útvarpið sé rekið með miklutapi. Á síðasta ári var hallinn á rekstri stofnunarinnar 188 milljónir króna. Árið áður var hann 337 milljónir. Í tíu ár þar á undan var RÚV rekið með samtals tæplega 700 milljóna króna halla. Undanfarin 12 ár hefur RÚV því tapað um 1,2 milljörðum króna. RÚV tapaði peningum í fyrra þrátt fyrir hækkun afnotagjalda, sem eru í raun skattur á eigendur útvarps- og sjónvarpsviðtækja. Hallarekstur stofn- unarinnar er að sjálfsögðu líka greiddur úr vösum skattgreiðenda. Í góðærinu árið 2000, sem var bezta árið á auglýsingamarkaðnum um langt skeið, var hallinn á rekstri RÚV 92 milljónir króna. Síðan hafa auglýsinga- tekjur dregizt saman hjá öllum fjölmiðl- um og þeir orðið að grípa til hagræð- ingar. Hækkun afnotagjalda og aðhald í rekstri skilaði því hjá RÚV að hallinn minnkaði úr 337 milljónum árið 2001 í 188 milljónir á síðasta ári. Er þar nóg að gert? Í fjárlögum síðasta árs var gert ráð fyrir 147 milljóna króna halla á RÚV. Sum ár undanfarinn áratug hefur stofnunin þannig í raun haft heimild rík- isvaldsins til hallarekstrar, en oftast farið fram úr henni. Þessar staðreyndir sýna að staða einkarekinna ljósvakamiðla, sem keppa við RÚV, er með öllu óviðunandi. Í fyrsta lagi gengur stofnunin að öruggum tekjum af skatti, sem er lagður á alla landsmenn sem eiga útvarp eða sjón- varp – burtséð frá því hvort þeir notfæra sér þjónustu hennar. Í öðru lagi keppir RÚV við þessa miðla um auglýsinga- tekjur, en þótt þær dugi ekki fyrir út- gjöldum skiptir það ekki öllu máli, því að stjórnmálamenn láta það viðgangast ár eftir ár að stofnunin sé rekin með halla. Morgunblaðið hefur stutt tillögur um að hlutverki RÚV verði breytt og dregið verulega saman í rekstrinum um leið og stofnunin einbeiti sér að upplýsinga- og menningarhlutverki sínu en láti afþrey- ingarútvarp og -sjónvarp lönd og leið. Um leið yrði reksturinn settur á fjárlög, afnotagjaldið fellt niður og Ríkissjón- varpið drægi sig út af auglýsingamark- aðnum, að því gefnu að samkeppni væri tryggð á sjónvarpsmarkaði. Við óbreytt ástand hljóta menn hins vegar að gera þá kröfu til stjórnenda RÚV að þeir sníði stofnuninni stakk eftir vexti og taki til í rekstrinum, í stað þess að velta hallanum – sem að hluta er herkostn- aður vegna samkeppni við einkarekna ljósvakamiðla – yfir á skattgreiðendur. AÐ LÁTA SANNFÆRINGU RÁÐA Brezka ríkisstjórnin hefur sætt mik-illi gagnrýni vegna þeirrar ákvörð- unar að taka þátt í hernaðaraðgerðum í Írak með Bandaríkjamönnum. Fyrir nokkrum vikum var jafnvel spurt hvort Tony Blair mundi lifa af sem forsætis- ráðherra Breta vegna eindregins stuðnings hans við Bandaríkjamenn. Smátt og smátt hefur hins vegar komið í ljós, að á bak við þá afstöðu, sem brezka ríkisstjórnin hefur tekið, liggur mjög sterk sannfæring forsætis- ráðherrans sjálfs. Og jafnframt að virðing fólks fyrir Tony Blair er að aukast, ekki vegna þess, að það sé endi- lega sammála honum, heldur vegna hins að hann er tilbúinn til að standa og falla með sannfæringu sinni. Í umræðum hér á Íslandi, ekki sízt nú í aðdraganda kosninga, er stundum spurt hvers vegna einstakir stjórn- málamenn geri þetta og hitt í ljósi þess að skoðanakannanir bendi til þess að fólk vilji allt annað. Og ekki fer á milli mála, að sumir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn leggja meira upp úr skoðanakönnunum en eigin sannfær- ingu um málefni. Það hefur alltaf verið svo, að til hafa verið stjórnmálamenn á Íslandi, sem hafa verið tilbúnir til að gera það, sem þeir hafa talið rétt í málefnum þjóð- arinnar, hvað sem liði afstöðu hins al- menna borgara á líðandi stundum. Skýrasta dæmið um þetta voru þorskastríðin. Þegar brezku herskipin sigldu inn í fiskveiðilögsögu Íslands í 12 mílna deilunni, 50 mílna deilunni og 200 mílna deilunni risu tilfinningar hátt hjá almenningi. Þeim sem fylgdust með þorskastríðunum á sínum tíma er ekki sízt minnisstætt andrúmsloftið í land- inu veturinn 1976, þegar mikil átök voru á fiskimiðunum milli íslenzkra varðskipa og brezkra herskipa. Þá kvað við úr öllum áttum að við Íslendingar ættum að reka bandaríska varnarliðið úr landi, segja Ísland úr Atlantshafs- bandalaginu og jafnvel „beita byssun- um á þá“, þ.e. hinum gömlu fallbyssum varðskipanna á brezku herskipin! Geir Hallgrímsson, sem var forsætis- ráðherra þeirrar ríkisstjórnar, sem þá sat, stóð eins og klettur gegn öllum slíkum kröfum, sem heyrðust líka inn- an Sjálfstæðisflokksins, og hlaut mikla gagnrýni fyrir um skeið. Þegar upp var staðið eftir Oslóarsamningana í byrjun júní 1976 heyrðust þessar kröfur ekki lengur. Auðvitað hljóta stjórnmálamenn að taka tillit til þeirra strauma, sem þeir finna hjá almenningi, en þær stundir koma í lífi allra stjórnmálamanna, sem komast til einhverra áhrifa, að þeir verða að gera upp við sig hvort þeir láta sannfæringu sína ráða ákvörðun- um, sem geta skipt miklu máli fyrir þjóðina, eða hvort þeir hlaupa á eftir þeim tilfinningahita, sem stundum grípur almenning. Þeir sem hafa kjark til þess að láta sannfæringu og heildarhagsmuni þjóð- arinnar ráða en ekki pólitíska stund- arhagsmuni þeirra sjálfra eða flokka þeirra uppskera að lokum virðingu og traust. Þeir sem hneigjast til að hlaupa á eftir almenningsáliti, sem stefnir í eina átt í dag en aðra á morgun, hafa ekki erindi sem erfiði. Það var erfið ákvörðun, sem þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku vegna stríðsins í Írak. Þeim hefur áreiðanlega verið ljóst, að mikil and- staða er við þetta stríð á Íslandi. Það hefur ekki auðveldað þeim að taka þá afstöðu, sem öllum er kunn, að kosn- ingar eru eftir nokkrar vikur. Þeim hefur áreiðanlega verið ljóst, að meiri líkur væru á því en minni að flokkar þeirra mundu tapa atkvæðum vegna þeirrar afstöðu, sem þeir tóku. En þessa erfiðu og pólitískt óþægilegu ákvörðun tóku þeir með heildarhags- muni íslenzku þjóðarinnar til framtíðar í huga og vegna þeirrar sannfæringar, að þjóðir heims eigi að hafa lært eitt- hvað af samskiptum við harðstjóra 20. aldarinnar á borð við Adolf Hitler og Jósep Stalín. Nú á tímum stöðugra skoðanakann- ana, þegar vart líður sá dagur að ekki birtist nýjar skoðanakannanir um allt milli himins og jarðar, er mikilvægt að til séu stjórnmálamenn, sem láta sann- færingu sína ráða en snúast ekki eins og skopparakringlur eftir því, hvernig vindurinn blæs hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.