Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 39
Samfylkingin á Selfossi opnar kosningaskrifstofu á morgun, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 20. Fram- bjóðendur ávarpa samkomuna. Boð- ið verður upp á léttar veitingar og skemmtiatriði. Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar er í Hótel Sel- fossi, þar sem Betri stofan var, og verður opin alla virka daga kl. 16–22 og um helgar kl. 11–17. Starfsmenn verða þau Dagbjört Hannesdóttir og Davíð Kristjánsson. Netfang: sud- ur@samfylking.is og vefslóð: xs.is/ sudur. STJÓRNMÁL FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 39 Þátttöku þarf að tilkynna til skrifstofu LV. í síma 568-9170 Námstefnan er í boði sambandsins og er öllum opin Námstefna Landssambands vörubifreiðastjóra Í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins Haldin að Hótel Loftleiðum 5. apríl Kl. 10:00 Setning: Jón M. Pálsson formaður LV. Ávarp samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar Kl. 10:30 Vegaframkvæmdir 2003-2004 Rögnvaldur Gunnarsson, Vegagerðin Kl. 11:15 Bílkranar: Skráning, CE staðall, eftirlit, réttindi Haukur Sölvason, Vinnueftirlit ríkisins Kl. 12:00 Hlé Kl. 13:00 Umhverfisstefna: Tilgangur, markmið, hverju skilar hún Úlfur Björnsson forsvarsmaður Beluga umhverfis og vottunarfyrirtækis Kl. 13:30 Eco Driving: Kynning, markmið Sigurður Steinsson, Ökuskólinn í Mjódd Kl. 14:15 MAN: Kynning, nýjungar Gunnar Margeirsson, Krafti hf. Kl. 14:45 Mercedes Bens: Nýtt módel Actros Árni Árnason, Ræsir hf. Kl. 15:15 EKERI vagnar, SAF ásar, sanddreifarar Júlíus Bjarnason, Stilling hf. Kl. 16:00 Námstefnuslit Námstefnustjóri: Páll Kristjánsson, Vörubílastöð Hafnarfjarðar Inni verða fyrirtæki með kynningu og úti verða bifreiðaumboð með bíla til sýnis Kl. 17-19 Móttaka í boði Landssambands vörubifreiðastjóra og samgönguráðherra í tilefni af 50 ára afmæli sambandssins. Dagskrá BÚNAÐARBANKI Íslands hefur gert samning við Krabbameinsfélag Íslands og Krabbameinsfélag Reykjavíkur um að bankinn verði aðalstyrktaraðili Krabbameins- félagsins. Samningurinn er til fimm ára og kemur í framhaldi af hlið- stæðum samningi sem gerður var 1998. Búnaðarbankinn verður kynntur sem aðalstyrktaraðili félagsins í út- gáfu- og kynningarefni þess, auglýs- ingum og öðrum gögnum, eftir því sem við verður komið, meðal annars á vefsíðu og á gíróseðlum vegna happdrættis. Þá mun bankinn tengjast væntanlegum átaksverk- efnum félagsins. Samningurinn var undirritaður nýlega í húsakynnum Krabbameinsfélagsins. Að lokinni undirskrift samningsins: Þórður S. Óskarsson, gjaldkeri Krabba- meinsfélags Íslands, Sigurður Björnsson, formaður Krabbameinsfélags Ís- lands, Sólon R. Sigurðsson og Árni Tómasson bankastjórar Búnaðarbankans, Ásthildur E. Bernharðsdóttir, gjaldkeri Krabbameinsfélags Reykjavíkur, og Jóhannes Tómasson, formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Búnaðarbankinn aðalstyrktaraðili Krabbameinsfélagsins ALÞÝÐUSAMBAND Íslands gengst fyrir málþingi um velferðar- mál í dag, miðvikudaginn 2. apríl, kl. 20 á Grandhóteli í Reykjavík. Formönnum stjórnmálaflokkanna hefur verið boðið að koma og kynna viðhorf og afstöðu flokka sinna til þeirra áherslna sem ASÍ hefur kynnt, undir yfirskriftinni: Velferð fyrir alla. Pallborðsumræður verða undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnarsson- ar, ritstjóra DV. Málþing um velferðarmál Stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli verður með rabb- fund í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík í dag, mið- vikudaginn 2. apríl, kl. 17. Erindi heldur Kjartan Magnússon, krabba- meinslæknir á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Fundurinn er eink- um ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra. Kaffi verður á könnunni. Síðasta málstofa sálfræðiskorar á vormisseri verður haldin í dag, miðvikudaginn 2. apríl, kl. 12.05– 12.55, í Odda, húsi félagsvís- indadeildar HÍ. Finnur Oddsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, heldur erindið: Afleið- ingastjórnun - hagnýt nálgun fyrir stjórnendur. Málstofan er öllum op- in. Vinstrihreyfingin – grænt framboð heldur fund um landbúnaðarmál á Gistihúsinu Egilsstöðum, í dag, mið- vikudaginn 2. apríl 2003, kl. 20.30. Lárus Hreiðarsson, skógrækt- arráðunautur, flytur erindi um skóg- rækt og landbúnað, Guðrún Schmidt, héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Austurlandi, um landgræðslu og hag bóndans, Þorsteinn Bergsson, bóndi, fjallar um spurninguna hvort slátrað verði fyrir austan. Að loknum fram- söguerindum tekur Þuríður Back- mann, alþingismaður, þátt í pall- borðsumræðum. Fundarstjóri er Ásmundur Þór- arinsson, bóndi. Í DAG Málþing um tengsl akademíu og atvinnulífs Rannsóknaþjónusta Háskóla Íslands, Byggðastofnun og Samtök iðnaðarins standa fyrir mál- þingi um tengsl akademíu og at- vinnulífs, á morgun, fimmtudaginn 3. apríl kl. 13-15.15, í fundarsal á 6. hæð Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Gestur málþingsins er Clive Winters sem hefur reynslu af sam- starfi akademíu og atvinnulífs í Bretlandi og Evrópu. Erindi halda: Vilhjálmur Lúðvíksson, fyrrum framkvæmdastjóri RANNÍS, Sveinn Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, Ingjaldur Hannibalsson, framkvæmdastjóri rekstrar- og framkvæmdasviðs Há- skóla Íslands, og Bjarki Jóhann- esson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar. Fundarstjóri er Kristrún Heimisdóttir, lögfræðingur SI. Nánari upplýsingar á heimasíðu Rannsóknaþjónustu Háskóla Ís- lands www.rthj.hi.is Verkfræðistofunni Vista heldur námskeiðið „Hverning getur tölvu- sjón bætt gæðaeftirlit“ fimmtudag- inn 3. apríl kl. 9-16.30 á Höfðabakka 9c Reykjavík. Kennari er Andrés Þórarinsson, verkfræðingur. Nám- skeiðið hentar tæknimönnum, kenn- urum og stjórnendum. Efni nám- skeiðsins er m.a.: Fyrstu kynni af NI Vision Builder, hugbún- aðarverkfæri til að þróa lausnir fyrir gæðaeftirlit og framleiðsluprófanir. Talning hluta, mæling á lengd, þver- máli, flatarmáli o.fl. Skráning í tölvupósti hjá vista@vista.is Málstofa um stöðu fráveitumála á Íslandi, verður á morgun, fimmtu- daginn 3. apríl, kl. 16.15 í húsi verk- og raunvísindadeildar Háskóla Ís- lands, VR-II við Hjarðarhaga, stofu 157. Frummælandi er Ágúst Þor- geirsson, byggingaverkfræðingur og umhverfisfræðingur. Málstofan er á vegum Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands, í samstarfi við Líf- fræðistofnun, umhverfis- og bygg- ingarverkfræðiskor, og jarð- og landfræðistofu Raunvísindastofn- unar. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Málstofa í læknadeild verður hald- in á morgun, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 16.15 í sal Krabbameinsfélags Ís- lands, efstu hæð. Þórunn Ósk Þor- geirsdóttir fjallar um mónóglýseríð til meðferðar á húð- og slímhúð- arsýkingum og þróun lyfjaforma. Tengsl akademíu og atvinnulífs Rannsóknaþjónusta Háskóla Ís- lands, Byggðastofnun og Samtök iðnaðarins standa fyrir málþingi um tengsl akademíu og atvinnulífs á morgun, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 13, í fundarsal á 6. hæð í Húsi at- vinnulífsins í Borgartúni 35. Gestur málþingsins er Clive Winters sem hefur reynslu af samstarfi akademíu og atvinnulífs í Bretlandi og Evrópu. Fræðslufundur Keldna verður á morgun, fimmtudaginn 3 apríl, kl. 12.20. Fyrirlesari verður Hrund Ýr Óladóttir, dýralæknanemi, Dýralæknaháskólanum í Osló. Hún fjallar um lokaverkefni sitt í dýra- lækningum. Fræðslufundir eru haldnir í bókasafni Keldna. Bóka- safnið er í húsi 2, inngangur í bóka- safn er á norðanverðu húsi 2. Rabbfundur Rannsóknastofu í kvennafræðum verður fimmtudag- inn 3. apríl kl. 12-13 í stofu 101 í Lög- bergi. Helga Kress flytur erindið „Úr minjasafni föðurins. Ævisaga Maríu Stephensen (1883-1907), laun- dóttur Þorvalds Thoroddsen, sögð í bréfum.“ Fjallað verður um ævi Maríu Stephensen. Vinnuréttindi útlendinga Alþjóða- hús á Hverfisgötu 18 stendur fyrir fræðslufundi á morgun, fimmtudag- inn 3. apríl, kl. 20.15 um atvinnurétt- indi fyrir útlendinga. Sérfræðingur frá stéttarfélaginu Eflingu mun fjalla um stéttarfélög, vinnuréttindi, launaseðla og önnur málefni sem varða réttindi launþega. Þessi fund- ur er sérstaklega ætlaður innflytj- endum og fer fram á íslensku og er túlkaður á pólsku. Í næstu viku, mið- vikudaginn 9. apríl, fer sama fræðsl- an fram á rússnesku og á ensku fimmtudaginn 10. apríl. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Hvað er að vera Íslendingur? Hollvinafélag heimspekideildar Há- skóla Íslands gengst fyrir almenn- um umræðufundi í Norræna húsinu á morgun, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 17.15. Fjallað verður um íslenskt þjóðerni og hvað felst í að vera Ís- lendingur þegar menning hér á landi er orðin fjölþjóðleg og stöðugt stærri hluti þjóðarinnar af erlendu bergi brotinn. Erindi halda Ólafur Ragnarsson, formaður Hollvina- félags heimspekideildar Háskóla Ís- lands, Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, Katrín Jak- obsdóttir, íslenskufræðingur, Tosh- iki Toma, prestur innflytjenda, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum for- seti Íslands. Fundarstjóri verður Ingi Bogi Bogason, cand. mag. Fundurinn er haldinn í tilefni af 5 ára afmæli Hollvinafélags heim- spekideildar Háskóla Íslands og er fyrsti hluti umfjöllunar félagsins um íslenskt þjóðerni í fjölmenning- arsamfélagi. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Á MORGUN Brunavarnaþing Brunatæknifélag Íslands heldur sitt árlega bruna- varnaþing föstudaginn 4. apríl á Hót- el Loftleiðum kl. 10–16, móttaka og skráning fer fram frá kl. 9.30. Meg- inþema þessa þings verður ,,Bruna- varnir - Eftirlit“. Þingið er opið öllum sem hafa áhuga á þessum málum. Þátttökugjald er kr. 3.500 fyrir aðra en skuldlausa félagsmenn. Eftir þingið verður aðalfundur félagsins haldinn á sama stað kl. 16. Boðið verður upp á léttar veitingar að aðal- fundi loknum. Skráning þátttakenda er á adgat@simnet.is Skógrækt áhugamannsins nefnist skógræktarnámskeið Björns Jóns- sonar, fyrrv. skólastjóra Hagaskóla. Björn fjallar um ýmsa hagnýta þætti fyrir áhugafólk um skógrækt, ekki síst sumarhúsaeigendur. Fyrirhuguð eru þrjú námskeið í Reykjavík í vor, námskeið A) 7. og 10. apríl, námskeið B) 29. og 30. apríl og námskeið C) 6. og 7. maí. Skráning á námskeiðin er hjá Skógræktarfélagi Íslands, Rán- argötu 18, síma eða skog@skog.is. Verð kr. 5.900, innifalin eru nám- skeiðsgögn og kaffi. Félagar í skóg- ræktarfélögum fá afslátt, svo og hjón. Á NÆSTUNNI EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Inga Guðjónssyni fram- kvæmdastjóra Lyfju hf.: „Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum var ráðist inn í lyfjaaf- greiðslu Lyfju í Lágmúla um miðjan mars og lyfjum stolið. Þjófurinn fannst fyrir nokkru síðan og viður- kenndi hann verknaðinn og lögregl- an telur málið að fullu upplýst. Und- irritaður vill af þessu tilefni taka eftirfarandi fram. Það er rangt sem fram kom í fjölmiðlum að ekki væru öryggisverðir í verslunum Lyfju. Hið rétta er að á ákveðnum tím- um er algengt að öryggisverðir vakti verslanir Lyfju, ýmist ein- kennis- eða óeinkennisklæddir. Mik- il áhersla er lögð á öryggismál í Lyfju og eru þau með því besta sem gerist hér á landi. Engu að síður verður enn frekar skerpt á öryggis- málum í ljósi þess atviks sem átti sér stað.“ Yfirlýsing frá Lyfju hf. FLUGIÐ í heiminum fagnar í ár 100 ára afmæli sínu og minnist Fyrsta flugs félagið, félag áhugamanna um flugmál, aldarafmælis flugafreks Wright-bræðra með margvíslegum hætti á þessu ári. Fyrsti viðburð- urinn verður rúmlega klukkutíma langt útsýnisflug á Boeing 747 risa- þotu frá Flugfélaginu Atlanta föstu- daginn 4. apríl. Brottför verður frá Keflavík- urflugvelli kl. 17 síðdegis og stefn- an tekin á hálendi Íslands þar sem flugið verður lækkað til að farþeg- ar njóti útsýnisins. Flugvélin rúmar 460 farþega en aðeins verður selt í 330 sæti þannig að sem flestir geti notið þess sem fyrir augu ber. Flugstjóri verður Arngrímur Jó- hannsson, einn af eigendum Flug- félagsins Atlanta og hinn góðkunni flugáhugamaður Ómar Ragnarsson mun lýsa landslaginu. Þá verða fimm trúðar um borð, en þeirra hlutverk verður að létta lund far- þega og leika á hljómfæri. Í ferða- lok munu allir þátttakendur fá heið- ursskjal til staðfestingar um að hafa verið með í þessari óvenjulegu ferð á 100 ára flugafmælinu. Ásamt Fyrsta flugs félaginu stendur Flugmálafélag Íslands fyrir fluginu en samstarfsaðilar eru einn- ig Flugfélagið Atlanta og Vífilfell. Unnt er að panta sæti í ferðina hjá Flugmálafélagi Íslands. Verð fyrir fullorðna er 8.900 en 6.900 fyrir börn. Morgunblaðið/RAX Flogið verður með breiðþotu Atlanta í útsýnisfluginu á föstudag. Útsýnisflug á Boeing 747 yfir hálendið ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.