Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16.  Kvikmyndir.is 1/2 sv mbl Kvikmyndir.isi ir.i FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS” INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. B. I. 16. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV SG DV    Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16 SV MBL HK DV HJ MBL  SG Rás 2 Radio X Kvikmyndir.com ÓHT RÁS 2  Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5, 8 og 10. B.i. 14. 3Besti leikari íaðalhlutverkiAdrien Brody BestileikstjóriRomanPolanski Bestahandrit ÓSKARSVERÐLAUN Sýnd kl. 5.50 og 8. Sýnd kl. 10.10.  HL MBL Gæti hinn rangi verið hinn rétti? Óskarsverðlaun: Besti leikari í aukahlutverki Chris Cooper 1/2 H.L. Mbl.  H.K. DV  RadíóX 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.05.  SG DV Yndislega svört kómedía frá meistara Kaurismaki. Einstök kvikmynd sem hefur heillað áhorfendur jafnt sem gagnrýnendur, um heim allan, og sópað til sín verðlaunum. i l rt í fr i t r ri i. i t i f r ill rf r j f t r r, i ll , til í r l . H.Ö.J Kvikmyndir.com TILGANGUR verkefnisins „MovingNorth – 10 Short Dance Films“ eða „Ínorðurátt – 10 dansstuttmyndir“ er að leiða saman hæfileikaríka danshöfunda og kvikmyndagerðarfólk á Norðurlöndum til að gera nýstárlegar og fjölbreytilegar dans- myndir. Ísland á þarna tvær myndir eftir leikstjórana Reyni Lyngdal og Unni Ösp Stefánsdóttur. Unnur gerði mynd sína, While the Cat’s Away, með dansahöfundinum Hel- enu Jónsdóttur og Reynir vann Burst með Katrínu Hall. Myndirnar voru báðar teknar upp á þremur dögum í haust. Allar tíu myndirnar verða sýndar hér- lendis á kvikmyndahátíðinni Reykjavík Shorts & Docs, sem verður haldin fyrstu helgina í maí. Frumsýning er hins vegar í Kaupmannahöfn 25. apríl þar sem að- standendur verkefnisins fagna saman. Um er að ræða norræna samvinnu milli Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Íslands. Eitt kvikmyndafyrirtæki í hverju landi sá um framleiðsluna, útskýrir Anna Dís Ólafsdóttir frá Sagafilm, sem hélt utan um verkefnið hér á landi. „Það eru tvær myndir gerðar í hverju landi og Sagafilm sá um framleiðsluna hér. Það var auglýst eftir hugmyndum og það bárust 13 hugmyndir frá Íslandi, sem er mjög gott, því það bárust 11 hugmyndir frá Finnlandi,“ seg- ir Anna Dís, sem er ánægð með áhugann á verkefninu. Alþjóðleg dómnefnd skipuð danshöfundum og kvikmyndagerðarfólki sá um valið á hug- myndunum en alls bárust 120 umsóknir. Anna Dís útskýrir að með myndunum sé verið að gera þetta form aðgengilegt. Hún segir að lögð sé áhersla á að þetta séu fyrst og fremst myndir, ekki dansmyndir. Verkefnið naut stuðnings Kvikmyndasjóðs Íslands og annarra kvikmyndasjóða á Norð- urlöndum og er Anna Dís ánægð með það. Útkoman er tíu myndir sem reyna að upp- ræta fordóma gagnvart þessu formi og taka dansinn af sviðinu og inn í daglega lífið. Myndirnar segja sögu og skapa sitt eigið andrúmsloft og gera það allt á innan við fimm mínútum. Dans í daglegu lífi Ert þú með fordóma gegn dansi eða dansmyndum? Inga Rún Sigurðardóttir sá tvær dansstuttmyndir sem komu henni skemmtilega á óvart. ingarun@mbl.is REYNIR Lyngdal leikstýrir mynd- inni Burst með dönsurum Íslenska dansflokksins, Katrínu Á. Johnson og Guðmundi Elíasi Knudsen í að- alhlutverki en dansahöfundur er Katrín Hall. „Katrín Hall hringdi í mig og benti mér á verkefnið en við höfð- um áður unnið saman kynning- armynd fyrir Íslenska dansflokk- inn. Ég skrifaði handrit og sendi inn umsókn,“ segir Reynir um til- urð þess að hann tók þátt í verk- efninu. Myndin snýst um átök pars og er hún kraftmikil, líkt og tónlist eftir Bix og Daníel Ágúst undirstrikar. „Myndin fjallar um mann, sem reynir að koma konunni sinni til en það gengur eitthvað illa og endar með hálfgerðum ósköpum,“ segir Reynir. „Þetta er ýkt útgáfa af raunveruleikanum.“ Tenging við Tomma og Jenna „Tengingin í þessu var Tommi og Jenni og karatemyndir. Okkur langaði til að gera Tomma og Jenna-lega kóreógrafíu og mynd- ræna útfærslu. Við reyndum að halda okkur við þessa pælingu, halda okkur við stílinn þótt myndin sé ekki teiknimyndaleg. Þetta var líka kjörið tækifæri til að prófa þá stæla sem mig hefur langað lengi til að prófa,“ segir Reynir og út- skýrir að unnið sé mikið með hrað- ann. „Okkur bæði langaði til að drekkja leikmyndinni í vatni,“ seg- ir Reynir og þau gerðu nákvæm- lega það. Meirihluti myndarinnar er skotinn í stúdíói en svo var farið með leikmyndina í Mosfellsbæ og henni drekkt ofan í sundlaug. Reynir útskýrir að þau hafi þurft að tjalda yfir sundlaugina og heil nótt hafi farið í þetta. „Þetta var rosalegt vesen.“ Dansinn gerður aðgengilegri „Dans er þess eðlis að mínu mati að hann getur oft verið svolítið list- rænn en okkur langaði að gera mynd sem myndi skila sér til áhorfandans. Það sem er gott við þetta verkefni er að þarna vinna saman dansahöfundur og leik- stjóri. Leikstjórinn hugsar um aðra hluti en dansahöfundurinn. Við er- um þarna að segja litla sögu en er- um líka að gera þetta skemmti- legt,“ segir Reynir og bendir á að það hafi hjálpað að klipparinn, Gunni Palli, hafi í gegnum tíðina klippt mikið af tónlistarmynd- böndum. „Það sem er svo frábært við þetta form er að maður getur gert nánast það sem maður vill. Það sem mér finnst áhugaverðast sem kvikmyndagerðarmaður er hreyf- anlegir líkamar og formið sem þeir mynda. Hreyfing og kvikmynda- gerð eiga svo vel saman því í grunninn er kvikmyndagerð hreyf- ing. Ég væri til í að gera eina svona mynd á ári. Bara það að skoða hreyfingu í gegnum mynda- vél finnst mér áhugavert og hvern- ig er hægt að nota hreyfingu til að segja sögu.“ Burst er lítil saga með stórum tilfinningum. „Þetta er fyrst og fremst lítil saga sem er verið að segja en eins og í Tomma og Jenna eru allar tilfinningar svolítið stór- ar,“ segir Reynir. Leikstýrir Mýrinni Reynir vinnur alla jafna við aug- lýsingagerð og leikstýrði m.a. hin- um rómuðu verðlaunaauglýsingum fyrir Thule, „Bezt í heimi“. Hann vinnur einnig að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd, sem er Mýrin, mynd gerð eftir sam- nefndri sögu Arnalds Indriðasonar í framleiðslu Baltasars Kormáks. „Myndin er í fjármögnun. Þetta er ofsalega spennandi verkefni,“ seg- ir Reynir en hann og Jón Atli Jón- asson skrifuðu handritið saman. Þeir eru enn fremur að vinna að öðru handriti, sem Reynir er greinilega spenntur fyrir þótt hann vilji ekki láta meira uppi um efnið í bili. „Hún er á handritsstigi,“ segir hann leyndardómsfullur. Reynir Lyngdal Lítil saga með stórum tilfinningum Ljósmynd/Jóhannes Bjarnason Dansarar Íslenska dansflokksins, Katrín Á. Johnson og Guðmundur Elías Knudsen, eru í aðalhlutverki í Burst. Reynir Lyngdal er leikstjóri dans- myndarinnar Burst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.