Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 53 Sýnd kl. 10.30 Sýnd kl. 10.30 ÁLFABAKKI Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 12. / Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 12. SV MBL RADIO X KVIKMYNDIR.IS KEFLAVÍK / AKUREYRI Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. Ísl.tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 4. / ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI / KRINGLAN ÁLFABAKKI / KRINGLAN kl. 5.50, 8 og 10.10. / kl. 5.50, 8 og 10.15 / Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI ÁLFABAKKI  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI / AKUREYRI Óskarsverðlaun Besti leikari í aukahlutverki Chris Cooper  Radíó X  H.K. DV 1/2 HL Mbl Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com sv mbl Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum í síðustu viku með óskarsverðlaunahöfunum Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverki. Kvikmyndir.isi ir.i Gæti hinn rangi verið hinn rétti? Frábær og innileg rómantísk gaman- mynd. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. KRINGLAN FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS” INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT KEFLAVÍK Sýnd kl. 6 og 8. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV SG DV ;<=: CIFF2= =>H> 3(2<=JC :HCK)>KC2> ;<=: FG= L: 3( 2<=HC LEIKKONAN og leikstjórinn Unn- ur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir dansmyndinni While the Cat’s Away en dansahöfundur er Helena Jónsdóttir. Fram koma Margrét Ólafsdóttir og Edda Arnljótsdóttir, en myndin segir sögu af gamalli konu (Margréti), sem sýnir á sér nýja hlið á meðan að dóttirin (Edda) er í vinnunni. Unnur Ösp segir að strax í upp- hafi hafi sagan heillað hana en áð- ur hafði hún unnið með eigin texta, en frumraun hennar í leik- stjórn var myndin Reykjavík Guesthouse – Rent a Bike frá 2002. „Það skiptir máli að maður kveiki á sögunni. Þegar Helena hafði samband við mig í fyrrasum- ar, þá sendi hún mér handritið og ég féll strax fyrir þessari hugmynd um þessa fullorðnu konu,“ segir Unnur Ösp og bætir við að full- orðið fólk standi í hugum margra fyrir eitthvað samfélag sem ein- kennist af bið. Fantasía um líf gamla fólksins „Þetta er í raun og veru fantasía um hvernig líf gamla fólksins er,“ segir Unnur Ösp en í myndinni dansar gamla konan um íbúðina og lætur hugann reika. „Þarna býr hún með dóttur sinni sem er skipulögð og öguð og virð- ist halda henni niðri. Við getum ímyndað okkur að svona sé hver einasti dagur í lífi þessarar konu. Þessi mynd gæti gerst á einum degi eða heilu ári. Það er skemmti- lega opinn tíminn í henni.“ Unnur Ösp segir að þeim hafi snemma dottið í hug að leita til Margrétar. „Hún er með svo ofsa- lega opið og skemmtilegt útlit og mikla útgeislun. Við erum líka að vinna með það í myndinni hvernig það er að eldast, fá krumpaða húð og aðra hluti sem allt of margir óttast en er í raun gullfallegt,“ segir hún og bætir við að viðbrögð fólks við að sjá gamla manneskju nakta séu misjöfn. „Æskudýrkun einkennir heiminn nú á dögum og okkur fannst þetta því órannsakað efni. Við vildum ekki fara „kúl og sexí“ leið heldur búa til hugvekju þar sem fólk get- ur staldrað við og séð þetta efni út frá nýju sjónarhorni.“ Hversdagslegur dans Hún segir að Helena sé mikið í því að búa til dans úr hversdags- legum hreyfingum. „Það voru for- réttindi að vinna þetta með Hel- enu. Hún er óvenjulegur dansa- höfundur. Hún hefur svo mikinn áhuga á að sjá dansinn í hvers- dagsleikanum.“ Myndin var tekin upp í íbúð í miðbænum en Filippía Elísdóttir sá um útlitið, Hallur Ingólfsson um tónlistina og Elísabet Ronalds- dóttir um klippingu. Unni Ösp finnst boðskapur myndarinnar mikilvægur. „Mér finnst hún mikilvæg þessi hug- vekja. Það er svo auðvelt að vera ungur og upprennandi en þegar maður er orðinn 25 ára þá er mað- ur það ekki lengur. Þetta er svo mikið kapphlaup. Öll verðum við gömul og þurfum að hafa ofan af fyrir okkur og lifa lífinu.“ Unni Ösp langar til að gera fleiri dansmyndir. „Þetta er ofsalega op- ið og skemmtilegt form.“ Hún seg- ir að samstarfið við Helenu hafi gengið sérlega vel. „Við komum úr ólíkri átt og það er gaman að sjá þessa tvo heima mætast.“ Unnur hefur bæði leikið og leik- stýrt síðan hún útskrifaðist af leik- listarbraut LHÍ. Hún var aðstoð- arleikstjóri Kaldaljóss eftir Hilmar Oddsson en næst á dagskrá er að leika í nýrri uppfærslu á Grease. Ekki í tísku að taka afstöðu Enn fremur er hún að vinna að heimildarmynd. „Ég er að klippa heimildarmynd sem ég frumsýni í vor eða sumar, sem ég tók síðasta sumar. Hún heitir Á skjön – Saga fjöllistafræðings. Hún fjallar um fimmtugan einstakling í Reykjavík sem gengur ekki heill til skógar og er sérstakur listamaður.“ Unnur Ösp hefur ákveðnar skoð- anir á hlutverki listamanna í nú- tímanum. „Mér finnst mikilvægt að listamenn leyfi sér að taka afstöðu. Ég er mjög fylgjandi því og mér finnst allt of fáir gera það. Það eru svo ofsalega mikil tækifæri í kvik- myndagerð og leikstjórn og ég hef ríka þörf til að hafa eitthvað að segja og reyna að vekja fólk til umhugsunar,“ segir Unnur Ösp og nefnir Lukas Moodyson (Lilja að eilífu) og Michael Moore (Í keilu fyrir Columbine), sem leikstjóra sem taki afstöðu og hún virði. „Það er ekki í tísku í dag að taka afstöðu. Það er í tísku að vera kúl.“ Unnur Ösp Stefánsdóttir Gamalt líf í nýju ljósi Ljósmynd/Helena Jónsdóttir Margrét Ólafsdóttir er í aðalhlutverki í dansmynd eftir Unni Ösp Stefáns- dóttur en leikstjórinn segir myndina í raun fantasíu um líf gamals fólks. Morgunblaðið/Golli Unnur Ösp leikstýrir dansmyndinni While the Cat’s Away. FYRRVERANDI trommari Oasis, Tony McCarroll, hefur tapað máli sem hann höfðaði gegn lögfræð- ingum sveitarinnar fyrir að hafa staðið ólöglega að brottrekstri sín- um. McCarroll var rekinn úr Oasis árið 1995, að sögn þeirra Gallagher- bræðra, fyrir það eitt að vera hund- leiðinlegur. Hann hélt því fram að lögfræðingar Oasis hafi sýnt van- rækslu í starfi þegar þeir stóðu að gerð samnings við útgáfufyrirtækið Sony 1993 sem kvað á um að hægt yrði að reka hann án þess að hann ætti rétt á skaðabótum. Dómari hafði vísað málshöfðun McCarrolls frá í nóvember á síðasta ári vegna þess hversu langt er liðið frá brott- rekstrinum og nú á þriðjudag stað- festu áfrýjunardómarar úrskurðinn. Árið 1999 voru McCarroll greiddar 66 milljónir króna, vegna vangold- inna höfundarréttarlauna. FÓLK Ífréttum Í umfjöllun um Músík- tilraunir Tónabæjar og Hins hússins hef- ur láðst að geta þess að Arnljót- ur Sigurðs- son var kjörinn efnilegasti bassaleikari tilraunanna, en Arnljót- ur lék með djasssveit- inni Danna og Dixieland-dvergun- um sem komust í úrslit. Hann fékk að launum úttekt úr versluninni Tónastöðinni. Efnilegasti bassaleikarinn Arnljótur Sigurðsson, bassaleikari Danna og Dixieland-dverganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.