Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 4
Í HÓPI götuhjóla var YZF R-6 meðal nýjunga. Þetta er létt götuhjól með 600 rúmsenti- metra vél, 123 hestafla. Fjöðr- unarslaglengdin er 120 mm að fram- an og aftan og diskabremsur eru að framan og aftan. Verðið: 1.297.000 kr. Öllu aflmeira er FJR 1300 með 143,5 hestafla vél. Það er fáanlegt með ABS-bremsum og kostar þá 1.737.000 kr. Auk þess vakti ekki síður athygli YZF R-1, 152 hestafla hjól, 174 kg að þyngd. Það kostar 1.597.000 kr. Hippahjólin voru nokk- ur á sýningunni og þar var nýjast Warrior 1700. Það er með öflugustu V-Twin vél sem Yamaha hefur nokkru sinni smíðað. Ólíkt götuhjólunum eru hipp- arnir með loftkælda vél og mun aflminni vélum. Það hippalegasta og mesti hlunkurinn er líklega Wildstar 1600, með 62 hestafla vél; 307 kg að þyngd. 1.447.000 íslenskar krónur. Torfæruhjólin voru þarna nokkur, þ. á m. nýtt fimm gíra WR450F með fjórgengisvél með rafstarti. Það veg- ur 112 kg. Einnig nýtt YZ450F fjór- gengishjól, fjögurra gíra, létt og meðfærilegt, 102 kg, og kostar 897.000 kr. Arctic Trucks flytur líka inn flott- ar vespur frá Yamaha. Aerox-R er með tvígengisvél og vegur 89 kg. Það kostar frá 347.000 kr. en T-Max 500, 40 hestafla með fjórgengisvél, kostar 977.000 kr. Yamaha er með skemmtilega línu í fjórhjólum, þ. á m. Raptor 80 sem hentar yngstu notendunum. Það er með 79 rúmsentimetra fjórgengisvél og þremur gírum og vegur aðeins 110 kg. Grizzly 660 er hins vegar flaggskipið í línunni með 660 rúm- sentimetra fjórgengisvél. Hjólið er sjálfskipt og með bakkgír og drif- læsingar að framan og aftan. Þá eru á því diskabremsur, sjálfstæð fjöðr- un og toggetan er 550 kg. Verðið 1.197.000 kr. Yamaha FJR 1300-götuhjólið er með fjögurra strokka, 143,5 hestafla vél. Morgunblaðið/Sverrir Yamaha Wildstar 1600-hippinn er gamaldags og glæsilegur. Yamaha-sýning hjá Arctic Trucks Arctic Trucks, umboðsaðili Yamaha, stóð fyrir mynd- arlegri sýningu á mótor- hjólum og fjórhjólum um síðustu helgi. Fjölmenni mætti á staðinn en meðal þess sem mátti virða fyrir sér voru ný götu-, hippa- og torfæruhjól ásamt fjór- hjólum, utanborðsmótorum og ýmiss konar fylgibúnaði, eins og klæðnaði, skóm, hönskum og hjálmum. YZF R-6 er nýtt frá Yamaha; 600 rsm, 123 hestafla. YZF R-1 er eitt aflmesta götuhjólið frá Yamaha, 152 hestöfl. Elmar Freyr 5 ára mátar Raptor 80- fjórhjólið og virðist passa vel í það. Snædís Birta er kannski fullung fyrir PW50 sem þó er ætlað börnum. Grizzly 660 er öflugasta fjórhjólið frá Yamaha á sýningunni. 4 B MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar MMC Pajero Sport 3000 V6, f.skr.d. 13.12. 2001, ek. 25 þús. km, sjálfskiptur, 5 dyra, leðurinnrétting, sóllúga o.fl. Verð 3.280.000 Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI JEEP Grand Cherokee Limited 4,7, ek. 60.000 km, innfl. heill, einn með öllu. V. 3.450.000. Toyota Land Cruiser 90 GX 1997, ek. 150.000. 38" breyttur, 7 manna, aukatankur o.fl. Klár á fjöllin. V. 2.350.000. Nissan X-Trail 05/02, ek 11.000, 5 gíra, eins og nýr. V. 2.850.000. Toyota Land Cruiser 100 VX diesel, 09/00, ek. 41.000, ssk., toppl., TEMS, leður, 33" breyttur, gullfallegur bíll. V. 5.830.000. BÍLALEIGURNAR Avis og Hertz á Ís- landi hafa fest kaup á samtals 120 bifreiðum frá Ingvari Helgasyni hf. og Bílheimum til útleigu í sumar. Avis keypti 60 bíla af gerðinni Opel Corsa, Opel Astra og Nissan Almera og verða nokkrir þeirra afhentir strax en meginhlutinn í maí og júní. Bílaleigan Hertz fær 60 Opel Astra skutbíla til afhendingar í lok maí en þessir bílar hafa reynst ákafvel og þykja hag- kvæmir í rekstri. Frá afhendingu bílanna til Hertz, f.v.: Hjörvar Sæbjörn Högnason, sölustjóri Bíl- heima, Guðmundur Ingvarsson, forstjóri Ingvars Helgasonar hf., og Hjálmar Pétursson frá Bílaleigunni Hertz. Avis og Hertz kaupa Opel og Nissan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.