Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 B 7 bílar BANDARÍKJAMENN hafa fínpússað stríðstól sín en lengi má gott bæta. Tvinnbílar og efnisrafalabílar, öðru nafni vetnisbílar, er tækni framtíð- arinnar en hægt gengur að koma þessari tækni á markað. Þótt það hljómi kaldhæðnislega getur hernaður hugsanlega verið lyftistöng framfara á þessu sviði. Margar tækniframfarir hafa orðið í kringum hernaðarfram- leiðslu og nú hefur General Motors, GM, þróað frumgerð herbíls sem notar minni orku og getur framleitt sína eig- in raforku úti í eyðimörkum vígvall- anna án þess að vekja athygli með hávaða. Hervagn með vetnisvél Hervagn með dísilvél, rafmótor og efnarafala er kannski framtíðin í hernaði. Miðar í rétta átt í samræm- ingu verðs EVRÓPUSAMBANDIÐ stefnir að því að samræma bílverð frá framleiðendum inn á evr- ópska markaðinn og þar með evrópska efnahagssvæðið sem Ísland tilheyrir. Í Evrópu hefur tíðkast að framleiðendur að- laga verð að aðstæðum í hverju landi fyrir sig með tilliti til skattaumhverfisins og kaupgetu almennings. Þannig hafa bílar verið dýrastir fyrir opinberar álögur í þeim lönd- um þar sem kaupgetan er mest og vörugjöld og aðrar álögur lægstar en ódýrastir þar sem mestar álögur eru, eins og t.d. í Danmörku. Í nýrri skýrslu Evrópuráðsins um samræmingu verðs segir að nokkuð hafi miðað í rétta átt en ennþá sé þó mikill verðmunur á milli landa. Sam- ræming í verði hafi verið mest innan þeirra landa sem hafa tekið upp evruna. Bílverð fyrir skatta lægst í Danmörku Bílverð fyrir skatta var lægst í Danmörku, Grikklandi og Hollandi en með því hæsta í Þýskalandi, sem er stærsti einstaki bílmarkaðurinn í Evr- ópu, og Austurríki. Bretland stendur þó upp úr hvað varðar hátt verð á bílum fyrir skatta. Mesti verðmunur á einstakri bílgerð milli aðildarríkja ESB er á Fiat Seicento, sem kostar 59,5% meira fyrir skatta í Bretlandi en á Spáni. Peugeot 406 kostar t.a.m. 5.100 evr- um minna, rúmum 428.000 ÍSK, í því landi innan ESB þar sem verðið er lægst en þar sem það er hæst. Það er því ennþá eftir miklu að slægjast fyrir bílkaupendur sem sumir hverjir geta gert mun betri kaup annars staðar en á sínum heimaslóðum. Um tíma mátti skýra næstum 50% af allri sölu á nýjum fólksbílum í Danmörku með sölu til Svíþjóðar og Þýska- lands. Ekki er ljóst hver þróunin í bílverði frá framleiðendum til íslenskra umboða hefur verið og virðist enginn halda utan um þær upplýsingar, sam- kvæmt upplýsingum frá Bíl- greinasambandinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.