Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Bílasala Guðfinns sími 5621055 - Vöktuð bílasala - M. Benz 500 sl , árg. 96, ekinn 52 þús. Til sýnis og sölu á Bilasölu Guðfinns. LAND ROVER 130, árg. 01, 35 tommu, ekinn 35 þús. Verð 2700 þús. Athugið að þetta "logo" bílasölunnar er EKKI til sölu, en við höfum ávallt pláss fyrir bíla á skrá og í stæði. ÞEIR sem eiga leið yfir Elliðaárdal- inn komast ekki hjá því að virða fyrir sér safn fornbíla við íbúðarhús skammt frá stíflunni. Þetta er mynd- arlegur floti bandarískra forngripa sem eigandinn, Ársæll Árnason, hefur sankað að sér í gegnum árin. Ársæll eignaðist líka Hudson Commandore árgerð 1947 árið 1977, en bíllinn var fluttur inn nýr af Heklu. Fyrsti eig- andi hans var Óskar Einarsson, lyfsali Lyfjabúðinni Iðunni. Hann átti bílinn fram til ársins 1955 og eignaðist þá föðurbróðir hans bílinn, Jón Óskar Guðjónsson. Sonur Jóns Óskars fékk síðan bílinn en gaf Ársæli hann þegar það átti að farga honum árið 1974. Þá var hann orðinn hálfgerður ryðhaug- ur. Það hafa því aðeins verið fjórir eig- endur að bílnum frá upphafi; eða reyndar fimm því Ársæll gaf syni sín- um, Árna, bílinn í vöggugjöf 1980. Ár- sæll hefur notað bílinn í gegnum árin eins og hvern annan brúksbíl en þó er hann hættur að nota hann á veturna. Þetta er einn af þekktustu fornbílum landsins og hefur m.a. brugðið fyrir í nokkrum íslenskum bíómyndum. Notaði bílinn samfleytt í 17 ár Var bíllinn illa farinn þegar þú fékkst hann? „Já, það vantaði á hann eitt fet upp og eitt fet inn; hann var svo ryðgaður. Ég þurfti mikið að ryðbæta hann og margt varð ég að smíða upp á nýtt. Það er í sjálfu sér hægt að fá flest í þessa bíla í Bandaríkjunum en Hud- son er samt ekki vinsælasti fornbíll- inn í Ameríku. Maður fær allt í Ford og Chevrolet en erfiðara er að fá í dauðu bílana, eins og Hudson, nema á ruslavöllum í Ameríku,“ segir Ársæll. Dauðu bílana nefnir hann þá sem ekki eru lengur framleiddir og framleið- andinn lagt upp laupana. Ársæl byrjaði að nota bílinn eftir uppgerð árið 1977 og notaði hann samfleytt í 17 ár. Um tíma bjó hann á Siglufirði og ók honum á milli Siglu- fjarðar og Reykjavíkur nokkrum sinnum. Bíllinn er ekki lengur með upphaf- legu krami. Hann er með sex strokka, 300 kúbiktommu Ford-vél. Upphaf- lega var bíllinn beinskiptur en Ársæll setti í hann sjálfskiptingu, vökvastýri og aflhemla. Bíllinn var með 6 volta rafkerfi en sett var í hann 12 volta kerfi og af þeim sökum er útvarpið, sem er upprunalegt og gert fyrir 6 voltin, ekki nothæft. Að öðru leyti er bíllinn að mestu leyti eins og þegar hann kom frá verksmiðjunni, þ.e.a.s. að utan og innan. „Það sem gerði út af við þessa bíla var kramið frá Hudson sem var lélegt,“ segir Ársæll. Leigður út í brúðkaup Árið 1987 fór Ársæll á bílnum hringinn í kringum landið með Forn- bílaklúbbnum og þá var sett á bílinn taxaskilti og hann merktur Hreyfli. Ársæll segir að á árum áður hafi margir Hud- son-bílar verið í leigu- bílaakstri. Inni í bílnum er líka handtrekktur HALDA-gjaldmælir og á sólskyggninu er gjald- skrá sem gaf til kynna gjaldið ef um nætur- vinnu var að ræða. Forn- bílaklúbburinn hefur tvisvar efnt til hringferð- ar um landið og Hudson- inn er eini fornbíllinn sem hefur farið í þær báðar, að sögn Ársæls. Í seinni ferðinni, 1997, var Árni bílstjórinn, þá ný- orðinn sautján ára. Bíllinn er aðallega notaður á sumrin núna. Hann er leigður út með bílstjóra í kringum brúð- kaup en Ársæll segir, að það sé einungis tilfall- andi verkefni. Blaða- manni þykir miður að ekki sé hægt að bjóða upp á almennan leigu- bílaakstur í bílnum, en Ársæll bendir á að hann sé of erfiður í rekstri til að henta sem atvinnubíll. „Bíllinn hefur hins vegar verið í mörgum íslenskum bíómyndum; þ.e. Djöflaeyjunni, Mávahlátri og Bíódögum og líka í tónlistarmyndböndum. Það er lítið upp úr þessu að hafa. Það eru svo sjaldan gerðar bíómyndir á Íslandi. En ég lít bara á þetta sem bíl og ekk- ert umfram það. Mörgum þykir hins vegar svo vænt um bílana sína og telja sig hafa lagt svo mikla fjármuni og tíma í þá, að þeir vilja helst ekki fara með þá út úr bílskúr ef einhver vafi er á því að hann haldist þurr. En ég hef keyrt í brúðkaupi jafnvel um harðasta vetur í ófærð og set þá bara keðjur undir.“ 13 af 17 bílum í Djöflaeyjunni Hudson-inn er ekki eini fornbíll Ársæls sem kom fram í Djöflaeyjunni því hann átti þrettán af sautján bílum sem þar sáust. „Það var mjög gaman að vinna að þessu verkefni. Þetta er annar heimur.“ Hvers vegna eru menn að halda upp á svona gamla bíla? „Ætli það sé ekki bara bilun. Sumir líta þannig á málið að verið sé að bjarga sögulegum verðmætum en ég hef ekki það sjónarmið. Ég er vissu- lega í Fornbílaklúbbnum og einn af stofnfélögunum. Ég er búinn að eiga svona gamla bíla frá því ég eignaðist bíl fyrst. Ökuréttindi fékk ég 1962 og það skildi það enginn þá hvernig ég, unglingurinn, gat átt 1955-módelið af bíl. Það þótti nýr bíll þá. Fyrsti bíllinn minn var reyndar 1942-módelið af Plymouth sem ég fékk í skiptum fyrir skellinöðru sem ég átti. En það er ekkert vit í því að eiga svona gamla bíla. Það þarf að taka þá í gegn á 10– 15 ára fresti og gera þá upp liggur við frá grunni. Ég er búinn að gera þenn- an bíl upp tvisvar síðan 1977. Síðast 1994 og það fer að koma tími á hann aftur.“ Árni hlær þegar blaðamaður spyr Ársæl hve marga bíla hann hafi átt í gegnum tíðina. „Núna ertu að leggja fram mjög erfiða spurningu. Það er einhver slatti. Árni hélt því reyndar fram að ég ætti núna sautján bíla, en ég held hann sé að plata mig. Þetta eru allt fornbílar og allir í ökufæru ástandi. Ég er líklega með flesta forn- bíla í umferð,“ segir Ársæll. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Mikið af krómi og sams konar litur á bílnum frá upphafi. Hudson Commandore árgerð 1947 Leikmunur í þremur íslensk- um bíómyndum Ársæll Árnason á u.þ.b. sautján fornbíla í ökufæru ástandi. Einn þeirra er Hudson Commandore árgerð 1947 sem hefur víða komið við, m.a. í íslenskum bíó- myndum. Guðjón Guðmundsson ræddi við Ársæl sem sagði að líklega væri það bara bilun að eiga gamla bíla. Feðgarnir Árni og Ársæll Árnason kunna vel við sig í Hudson Commandore. Farangursrýmið er ekki stórt en tók samt nokkrar töskur. FORNBÍLAR Hudson Commandore Eigandi Ársæll Árnason . Eins og leigubíll á sjötta áratugnum. Klukka, olíu- og hleðsluljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.