Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 B 9 bílar EKKERT kemur í stað nagla á blautu og sleipu svelli. Jeppadekk eru yfirleitt negld með svokölluðum jeppa- nöglum sem eru miðlungsstærð milli fólksbíla- og vörubílanagla. Dekk allt að 35" eru yfirleitt negld með 10x12 nöglum sem eru 3,1 g og stærri dekk með 12x15 nöglum sem eru 4,7 g. Jeppar á 15" felgum mega hafa allt að 110 nagla í hverju dekki og á 16" felgum allt að 150 nagla. Breyttir og sérskoðaðir jeppar geta haft naglafjölda sem er 1,5 sinnum raunþvermál dekks í cm. Þannig má 44" dekk sem hefur 108 cm raunþvermál hafa 162 nagla. Mikilvægt er að aka varlega á nýnegldum dekkjum meðan naglarnir eru að setjast og festast. Keðjur Áratugum saman hafa keðjur verið settar á dekk til þess að auka grip þeirra í snjó og jafnvel drullu. Með tilkomu stærri dekkja á jeppum hefur notkun þeirra lagst af, einkum á breyttum jeppum. Nokkrar ástæður liggja þar að baki. Notkun keðja krefst mikils aukarým- is umhverfis dekkin. Væri ætlunin að nota keðjur þyrfti að klippa meira úr brettum og auka hæð bílsins til að skapa nauðsynlegt rými. Meginástæðan er þó sú að þegar ekið er í snjó er leitast við að láta dekkin þjappa snjóinn undir til að fá flot. Notkun keðja myndi brjóta yfirborð snjósins og eyðileggja flotið. Dekkin græfust niður og meiri líkur væru á að festa bílinn. Tjara á dekkjum Stöðugur saltaustur á götur leysir upp tjöru. Tjara sest í mynstur dekkjanna og gerir þau sleip. Við það minnkar veggrip þeirra verulega; mun meira en margur heldur. Það er því mjög mikilvægt að þrífa dekkin reglulega, einkum þegar ekið er í snjó eða hálku. Á bensínstöðvum fæst dekkjahreinsir sem má úða á dekkin. Slöngur eða slöngulaust Nú fást flest jeppadekk án slöngu. Áður fyrr, þegar frumkvöðlarnir voru að byrja að hleypa úr dekkjum, var algengt að þeir sprengdu slöngurnar vegna nún- ingsins inni í dekkjunum. Einnig vildu slöngurnar draga ventlana inn í dekkin ef mikið var hleypt úr. Í slöngu- lausum dekkjum er auðveldara að gera við göt með þar til gerðum dekkjaviðgerðarsettum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stærð jeppanagla er á milli fólksbíla- og vörubílanagla. Naglar, keðjur og slöngulaus dekk JEPPAHORNIÐ Úr Jeppabók Arctic Trucks. Bílastæðahús/Bílskýli Nú verða naglarnir ekkert vandamál. Með gegndreypiefninu okkar gerum við gólfin sterkari en stál. Skoðaðu heimasíðuna okkar adall.is eða hafðu samband í síma 562 0770 Íslenskur aðall ehf. Isuzu Trooper Skráður: Ágúst 2000 Vél: 3000 cc ssk. Ekinn: 55.000 km Litur: Hvítur Verð: 2.890.000 kr. 33" breyting, dráttarbeisli, vindskeið o.fl. Range Rover DSE Skráður: Janúar 2001 Vél: 2500 cc ssk. Ekinn: 130.000 km Litur: Dökkblár Verð: 2.990.000 kr. Leður, air condition ofl. Mitsubishi Pajero GLS Skráður: Janúar 2001 Vél: 3500 cc Ekinn: 62.000 km Litur: Dökkblár Verð: 4.450.000 kr. 35" breyting, dráttarbeisli, leður o.fl. Audi A-8 Skráður: 1995 Vél: 4200 cc ssk. Ekinn: 130.000 km Litur: Silfurgrár Verð: 2.790.000 kr. Einn með öllu. Mitsubishi Pajero GLS DI-D Skráður: Maí 2000 Vél: 3200 cc ssk. Ekinn: 71.000 km Litur: Grár Verð: 4.040.000 kr. Það er óþarfi að hafa líka áhyggjur af bílaviðskiptum Við bjóðum áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti. Allir notaðir bílar hjá okkur fara í gegnum strangt skoðunarferli. 14 daga skiptiréttur. Ókeypis skoðun eftir fyrstu þúsund kílómetrana. Allt að eins árs ábyrgð á notuðum bílum. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í síma 570 5070. Eigendur óskast! BMW 525 Skráður: Maí 2002 Vél: 2500 cc ssk. Ekinn: 11.000 km Litur: Ljósgrár Verð: 3.890.000 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 20 73 5 03 /2 00 3 Tilboð 2.390.000 kr. Tilboð. 2.690.000 kr. Öll ökuréttindi Aukin ökuréttindi Öll vinnuvélaréttindi Hægt að byrja alla föstudaga, helgarnám. Vertu með réttindi til að skapa þitt eigið góðæri Upplýsingar gefur Svavar Svavarsson, öku- og vinnuvélakennari, í síma 588 4500 og 898 3903. Skoðaðu www.et.is og kannaðu verð og fyrirkomulag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.