Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar H ARMAÐI franski bíla- framleiðandinn hlut sinn í fyrra en eftir tvö fyrstu mótin í ár er hann aftur á móti með hýrri há og hef- ur ástæðu til. Má segja að Renault- liðið sé reiðubúið að skora toppliðin þrjú á hólm, eins og það hefur ætlað sér. Strax í fyrsta móti ársins, þar sem allt eins hefði getað farið betur en raun varð á, virtist liggja í loftinu að ólánstíðin væri að baki og sól Renault myndi brjótast fram úr skýjum og brosa við liðinu. Bílana kann að skorta afl, innanbúðarmenn telja hestöflin a.m.k. 50 færri en hjá Will- iams og Ferrari, en sjálfri bílsmíðinni virðist í engu ábótavant og í stjórn- klefunum sitja frábærir ökuþórar. Fernando Alonso og Jarno Trulli urðu í fimmta og sjöunda sæti í fyrsta kappakstrinum í Melbourne en gerðu síðan enn betur í næsta móti, í Sepang í Malasíu fyrir 10 dögum, er Alonso varð yngstur ökuþóra til að vinna ráspól, 21 árs og 9 mánaða gamall. Urðu þeir í þriðja og fimmta sæti í kappakstrinum, en með sæti á verðlaunapalli varð Alonso fyrsti spænski ökuþórinn sem kemst á pall í Formúlu-1 í tæpa hálfa öld, eða frá því Alfonso de Portago gerði það í breska kappakstrinum árið 1956. Öldin er allt önnur en í bílprófun- um vetrarins, þær gáfu ekkert sér- stakt til kynna og bílarnir virtust t.d. standa fákum McLaren og Toyota langt að baki. Liðið fékk samt ekki sömu eftirtekt og Williams sem glímdi við neikvæðan fréttaflutning vegna slaks gengis FW25-bílsins. Einungis var hvíslað hversu aflvana Renault-mótorinn virtist áfram vera. „Hefði einhver sagt okkur við upp- haf vertíðar að báðir bílarnir okkar myndu koma á mark í stigasæti í fyrstu tveimur mótunum þá hefðum við ekki trúað því,“ segir Patrick Faure, íþróttastjóri Renault. Í lokaæfingunum áður en haldið var til Melbourne vænkaði hins veg- ar hagur strympu. Reyndur var nýr loftaflsbúnaður sem liðið hafði þróað í tilraunastofum og hraðinn jókst stórum. „Brautartíminn batnaði um 1,5 sekúndur og við þóttumst því vissir um að hafa stigið stórt fram- faraskref. Ökuþórarnir fundu það strax og það eina sem heldur aftur af okkur nú er ónógt mótorafl. Við þurf- um að bæta mótorinn stórlega – eins og við ætlum okkur – en þá verður bíllinn stórgóður,“ segir tæknistjór- inn Mike Gascoyne við breska akst- ursíþróttaritið Autosport. Svo mikil er trú tæknistjórans að hann er þegar farinn að ræða um mótssigur – og það enga heppnis- sigra. „Undirvagninn er nógu góður til að vinna, bara við hefðum álíka mótorafl og toppliðin þrjú þá mynd- um við vinna,“ bætir Gascoyne við. Þótt hann hljómi borginmannlegur, svona eins og vænta má af manni sem er að koma eigin ágæti á framfæri, þá deila æðstu menn Renault bjartsýni með honum. „Mike hefur rétt fyrir sér, það sem við þurfum nú er að treysta ending- argetu mótorsins og auka svo aflið. Takist okkur það í næstu fjórum til fimm mótum verðum við á fremstu rásmarksröð og í slag um sæti á verð- launapalli þaðan í frá. Útlitið er betra nú en nokkru sinni, við þurfum bara að bæta mótorana nokkuð,“ segir Faure. Endingartraustur keppnisbíll Liðsstjórinn Flavio Briatore segir að árangurinn nú sé bein afleiðing af heilmiklu langvarandi erfiði sem starfsmenn í verksmiðjunum í bíl- smiðjunni í Enston og mótorsmiðj- unni í Viry-Chatillon hafi á sig lagt. Briatore kann að hafa á sér ímynd glaumgosa en kunnugir segja annað. Hann sé fram úr hófi ósérhlífinn og einkar kappsfullur og helgi sig allan þeirri köllun að hjálpa liði sínu til sig- urs. Árangurinn í Melbourne og svo aftur í Sepang sýndi og sannaði að keppnisbíllinn er endingartraustur. Frammistaðan hefur einungis orðið til að blása þrótti í Renaultliðið og gerir liðsmenn áfjáðari í að gera enn betur. „Við okkur blasir að bæta vél- ina. En við stefnum aðeins í eina átt úr þessu, sannfærður er ég um það,“ segir Briatore. Og tæknistjórinn Gascoyne endur- ómar þá skoðun: „Við deilum þriðja sæti með Ferrari og verðum að reyna að berjast við Williams, við ættum að Renault stefnir í hóp þriggja bestu Renault-liðið uppskar lítt á keppnistíðinni í Formúlu-1 í fyrra, besti árangurinn var er Jenson Button var innan við hring frá því að komast á pall í Sepang í Malasíu. Ágúst Ásgeirsson segir að góð tækifæri hafi einnig farið forgörðum í Brasilíu og Mónakó. BÍLASALAN hefur tekið mikinn kipp fyrstu þrjá mánuði ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Fyrstu tvo mánuðina var söluaukningin í nýjum fólksbílum 54,6% og enn eykst hún og var 58,6% meiri fyrstu þrjá mánuði ársins. Ef aðeins er tekinn út marsmánuður er söluaukningin enn meiri, eða 67,8%, miðað við mars í fyrra. Það sem af er árinu hafa selst 1.984 nýir bílar sem er 733 bílum meira en á sama tímabili í fyrra. Langflestir seldir bílar eru af Toyota gerð, 527 talsins, og er markaðshlutdeild Toyota í fólksbíla- sölunni 26,6%. %&'&  (& " ) *'+  ,+- + !  .& ,"&  ,+/+" *&  0 + 1 223 (& 4& 5 + & 3 & 67   + #%                             !   "##$                                             %    & '    !   "##"("##$           ; <   ; 4; ; < "##$"##" )*+ ,- Mikil sölu- aukning fyrstu þrjá mánuðina G.T. ÓSKARSSON Vörubílavarahlutir Vesturvör 23, 200 Kópavogi sími 554 6000. Varahlutir í vörubíla Fjaðrir, plastbretti og verkfærakassar. Einnig notaðir varahlutir. Útvegum vörubíla, vagna og ýmis tæki. Heiði rekstrarfélag, Réttarholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Afgreiðsla: Vélahlutir, Vesturvör 24, Kópavogi, símar 554 6005 og 897 6510. Bílastæðahús/Bílskýli Nú verða naglarnir ekkert vandamál. Með gegndreypiefninu okkar gerum við gólfin sterkari en stál. Skoðaðu heimasíðuna okkar adall.is eða hafðu samband í síma 562 0770 Íslenskur aðall ehf. BÍLASALAN Toppbílar tók til starfa 1. mars sl. og er hún stað- sett á Funahöfða 5. Starfsmenn og eigendur eru Kristinn Sigur- þórsson og Ásvaldur Óskar, sem hafa langa reynslu af sölu not- aðra bíla. 45 bílar eru á útisvæði sölunn- ar og auk þess tekur innisalur 20 bíla. Fjöldi annarra fyrirtækja er í nágrenninu sem sérhæfa sig í sölu á notuðum bílum. Heima- síða Toppbíla er www.topp- bilar.is. Á síðunni verður hægt að nálgast ýtarlegar upplýsing- ar um bíla og myndir af öllum bílum sem hafa komið á staðinn. Að sögn Ásvaldar Óskars hef- ur bílasalan milligöngu um bíla- lán og er í beinu sambandi við helstu lánastofnanir. Bílasalan Toppbílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.