Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 11
geta haft þá undir í nokkrum braut- um. Ferrari og McLaren virðast sterk- ari en við verðum að reyna að standa okkur vel, koma báðum bílum ætíð á mark og þá getum við orðið í ná- munda við toppinn í lok ársins. Renault varð í fjórða sæti í stiga- keppni bílsmiða í fyrra, vann 23 stig eða 42 færra en McLaren sem varð í þriðja sæti og enn fjær Williams, að ekki sé minnst á Ferrari sem sigraði með yfirburðum. Nú ætlar liðið að skáka einhverju þeirra og telur Willi- ams-liðið nærtækasta fórnarlambið.“ „Við búumst við að bæta okkur miklu meira í náinni framtíð, segir tæknistjórinn Mike Gascoyne. „Við erum með ýmislegt í pípunum sem eykur okkur sjálfstraust. Verulegt framfaraskref verður stigið áður en að Mónakókappakstrinum kemur,“ bætir hann við. „Liðið gerir sér t.a.m. vonir um góðan árangur um komandi helgi í Interlagos. Styrkur undir- vagnsins og skilvirkni loftafls bílsins muni njóta sín jafnvel enn betur þar en til þessa.“ Til marks um ágæti frönsku bíl- smíðinnar var grínast með það í Melbourne, á kostnað Williams-liðs- ins, að hefðu það og Renault skipti á mótorum myndu gulbláu bílarnir vinna keppnina um ráspólinn auð- veldlega en hvítbláu drekar enska liðsins reka lestina. Ólíkt toppliðunum sem verja mikl- um fjárfúlgum til tilraunaaksturs og tefla fram sérstökum bílprófanasveit- um á evrópskum kappakstursbraut- um milli móta er Renault eitt fjögurra liða sem fallist hefur á að takmarka þróunarakstur sinn mjög en fá í stað- inn að æfa sig í tvo klukkutíma á keppnisstað á föstudagsmorgni á hverri mótshelgi. Nýtti liðið tímann vel og lögðu Alonso, Trulli og til- raunaökuþórinn Allan McNish rúma 630 km að baki á þremur bílum á föstudeginum. Segir verkfræðistjórinn Pat Sym- onds að á þessum æfingum í Sepang hafi liðið notað tækifærið til að prófa dekkjagerðir sem til boða standi fyrir kappaksturinn í Sao Paulo hálfum mánuði seinna. Sömuleiðis hafi æfing- arnar eflt tilfinningu Alonso og Trulli fyrir brautinni sem komið hafi sér vel í tímatökunum þar sem þeir urðu í fyrstu tveimur sætum. Útlit fyrir harðan slag bílsmiða Þótt Renault-liðið setji markið hátt og stefni á fleiri pallsæti á árinu gætir vissrar varfærni hvað væntingar varðar vertíðina út í gegn. Ferrari, McLaren og Williams hafa að líkind- um grunnstyrk til að vinna þrjú efstu sætin í stigakeppni bílsmiða. Þá hafa bæði BAR og Toyota bætt bíla sína það mikið frá í fyrra að þau veiti Ren- ault harða keppni þegar fram í sækir – og jafnvel toppliðunum á stundum. Alltjént er útlit fyrir harðan bíl- smiðaslag á árinu, það virðist a.m.k. skoðun Briatore. „Sem stendur virðast jafnir mögu- leikar á því að lenda í öðru sæti sem því áttunda. Ég hef í raun ekki hug- mynd um hvar við höfnum. Léttara er um sætin að tala en í að komast, allir virðast góðir í ár og Ferrari ekki eins langt á undan og í fyrra,“ segir Briat- ore. Renault tefldi fram liði undir eigin merkjum í fyrra í fyrsta sinn frá 1984 en þá hætti franska bílasmiðjan þátttöku í Formúlu-1 og einbeitti sér í staðinn að smíði mótora í keppn- isbíla. Og með góðum árangri því lið sem unnu heimsmeistaratitil bíl- smiða 6 ár í röð á árunum 1992–97 notuðu Renault-mótora. Þegar Ren- ault hóf upphaflega keppni árið 1977 gerðist það með hvelli því þá leyndist undir vélarhlífinni forþjappaður mótor, hinn fyrsti í Formúlu-1, og bílarnir slógu strax í gegn. Vegna ágætis keppnismótorsins sem færði Benetton og Williams hvern meistaratitilinn á fætur öðrum 1992–97 voru miklar væntingar gerð- ar til mótorsmíði Renault nú. Ekki síst eftir að liðið ákvað að fara ótroðn- ar slóðir og smíða mótor með allt að 110 gráðu horni milli strokkanna í stað 90, eins og keppinautarnir hafa kosið. Enn sem komið er hefur mótorinn samt ekki staðið undir væntingum. Skemmst er frá því að segja að fram- farirnar hafa orðið fremur litlar und- anfarin þrjú ár. Innanbúðarmenn segja jafnvel að mótorinn í ár sé þyngri en 2002-mótorinn og jafnvel 30 hestum aflminni. Með öðrum orð- um er hann þá allt að 130 hestöflum máttminni en mótorar BMW og Ferr- ari. Ástæðan fyrir þessu, upplýsir Jean-Jacques His, yfirmótorsmiður Renault, er að liðið hefur einbeitt sér að því í vetur að smíða endingar- trausta vél sem mætti bæta að afli eft- ir því sem hún yrði tilkeyrð meira. Fremur en að smíða í byrjun aflmeiri mótor en ótraustari. Miðað við aflsmuninn þykir það til marks um ágæti bílhönnunarinnar – og reyndar einnig um hversu ágæt- lega samþætting mótors og undir- vagns í eina heild hefur tekist – að ekki er meiri munur á Renault og öðr- um liðum. Í Sepang hafði aflið verið bætt um 10 hestöfl frá í Melbourne og liðið ætlar sér enn meiri framfarir á næstunni því heitið er allt að 40 hest- afla viðbót áður en Mónakókappakst- urinn rennur upp en eftir það vantar ekki nema um 50 hesta í mótora BMW og Ferrari. Renault sýndi eftirminnilegt áræði í tímatökunum í Sepang með því að fara í þær með nokkru minna af bens- íni um borð en þar með voru bílarnir léttari og hraðskreiðari. Gekk her- fræðin upp ef litið er til árangursins. Renault hefur í áranna rás verið ófeimið við að taka áhættu. Í því sam- bandi hefur liðið fengið mótorgúrúinn Bernard Dudot að nýju til liðs við sig. Hann var höfuðsmiður keppnismót- orsins sigursæla á síðasta áratug. Kannski var ráðning hans það sem þurfti til að ná settu marki og komast í hóp þriggja bestu liðanna í Form- úlu-1 í ár. Fernando Alonso og Jarno Trulli á brautinni í Sepang 23. mars sl. Jarno Trulli í viðgerðarhléi í Sepang. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 B 11 bílar  Steypusögun  Vegg- og gólfsögun  Múrbrot  Vikursögun  Malbiksögun  Kjarnaborun  Loftræsti- og lagnagöt  Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-sögun Sími 567 7544 Gsm 892 7544 Rauðagerði 64 • sími 553 1244 • 128 Reykjavík P.O. BOX 8804 • FAX 568 1299 Umboðsaðili fyrir TRANSPO INC. USA, sem framleiðir DIODUR og spennustilla í flestar gerðir alternatora LAGERVARA Seljum einnig ALTERNATORA og STARTARA GOTT VERÐ Bónstöð Reykjavíkur Tilboð Fólksbílar í alþrif frá kr. 3.600 Smiðjuvegi 5, Kóp. - grá gata Sími 551 7740 Tökum að okkur breytingar, viðhald á pallhúsum og fellihýsum BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- hurðir Öryggis- hurðirÁrmúla 42 - sími 553 4236 netfang: glofaxi@simnet.is Hurðir til á lager Smíðað eftir máli Alternatorar – Startarar í allflesta fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar, bátavélar á lager og hraðpantanir. Trumatic gasmiðstöðvar í bíla, báta o.fl. Bílaraf Auðbrekku 20, s. 564 0400, f. 564 0404, n.bilaraf@isl.is umboðið umboðið Vagnhöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 6095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.