Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 91. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is           Stríð í Írak: Íbúar Bagdad óttast að þjáningarnar aukist enn  Nýtt stig átakanna hafið 16/23 HAGÞRÓUN á Íslandi hefur verið hagfelld á síðasta áratug og mikill árangur náðst í efnahagsmálum. Fram undan er hins vegar prófraun fyrir efnahagsstefnu síðustu missera og vandasöm hagstjórn vegna áhrifa umfangsmikilla stóriðjufram- kvæmda og er mikilvægt að beita jafnt peningastefnunni og fjármálum hins opinbera til mótvægis. Þetta er mat sérfræðinga Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) í ítar- legri skýrslu um íslenskt efnahagslíf, sem birt var í gær. Í skýrslunni segir að íslenska hag- kerfið hafi sýnt mikla aðlögunar- hæfni þegar ofþenslu og ójafnvægi var afstýrt á skömmum tíma, án þess að það kostaði djúpa niðursveiflu. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti í gær ánægju sinni með umsögn OECD um íslenskt efnahagslíf og hagstjórn undanfarinna ára. Í skýrslu OECD er lögð áhersla á að þótt peningastefnan þurfi ekki að bera allan þungann af áhrifum stór- iðjuframkvæmda sé einnig nauðsyn- legt að beita fjármálatækjum hins opinbera. Draga þurfi úr útgjöldum hins opinbera en einnig er lagt til að dregið verði úr skattheimtu og jað- arskatthlutföll í tekjuskatti einstak- linga verði lækkuð, sem að mati stofnunarinnar hefði góð áhrif á framboð vinnuafls auk þess sem skattalækkun myndi einnig setja út- gjöldum ríkisins skorður. Fjallað er um nýlegar ákvarðanir um auknar framkvæmdir til að slá á tímabundinn slaka í hagkerfinu í skýrslunni og telja sérfræðingar OECD þessar framkvæmdir réttlæt- anlegar en svo virðist sem svigrúmið hafi verið nýtt til fullnustu, sérstak- lega þegar litið sé til þess að áhrif þessara framkvæmda geti skarast við stóriðjuframkvæmdirnar. Tekið er fram að einkavæðing rík- isstofnana og fyrirtækja hafi tekist sérstaklega vel og stjórnvöld hvött til að sofna ekki á verðinum varðandi frekari einkavæðingu. Hvatt er til að flýtt verði einkavæðingu í fjarskipta- og raforkugeiranum. Davíð Oddsson kvaðst í gær telja að skynsamlegt væri að fara sér hægt í einkavæð- ingu í orkugeiranum meðan á stór- framkvæmdunum stæði. „Þetta eru stærstu verkefni sem við höfum farið í og tel ég ekki rétt að vera að rugga bátnum á meðan, með einkavæðingu í orkugeiranum,“ sagði hann. OECD telur brýnt að beita mótvægisaðgerðum vegna stóriðjuframkvæmda Prófraun fram undan fyrir íslenska efnahagsstefnu  Leggja til/34 MYNDIR af blæðandi börnum og grátandi mæðrum, sem sjónvarpað er til milljóna heimila, hafa vakið mikla reiði meðal araba yfir hernaðinum sem hófst í Írak fyrir hálf- um mánuði. „Þetta skelfir hjörtun, vekur hatur í garð Bandaríkjamanna,“ sagði egypskur hag- fræðinemi um stríðsmyndir sem Al-Jaz- eera-sjónvarpið sýnir daglega. Fregnir hermdu í gærkvöldi að stjórn Íraks hefði bannað sjónvarpsstöðinni að senda út fleiri fréttir frá landinu. Óhugnanleg mynd af kistu með líki konu og ungs barns hennar, sem er enn með snuð í munninum, var á forsíðu egypska dag- blaðsins Al-Akhbar. Við hlið hennar var mynd af ungum dreng, sem lá á jörðinni með höfuðið löðrandi í blóði. „Þetta er sárgrætilegt, við skiptum í sí- fellu um rás og alltaf blasa við sömu mynd- irnar,“ sagði stjórnmálafræðinemi í Kaíró. „Það ætti að sýna þessar myndir úti um all- an heim til að vekja fólk til umhugsunar.“ Bandaríkjaher kvaðst í gær vera að rannsaka fréttir um að fæðingarstofnun Rauða hálfmánans í Bagdad hefði skemmst í loftárás á borgina. Enginn var í bygging- unni þegar sprengingin varð þar sem starf- semin hafði verið flutt á brott en talsmaður Rauða hálfmánans sagði að um 28 manns, sem starfa eða búa á svæðinu, hefðu særst. Reuters Íraskur drengur sem særðist í bænum Hilla. Í arabaríkjum birtast daglega myndir af fórnarlömbum stríðsins, sem ekki sjást á Vesturlöndum. Stríðs- myndirnar vekja reiði Kaíró. AFP. BANDARÍSKAR hersveitir nálguðust í gær Bagdad eftir átök við hermenn Lýðveldisvarð- arins, úrvalssveita Írakshers, sem verja mik- ilvægar leiðir að írösku höfuðborginni. Tals- maður Bandaríkjahers sagði að innrásarliðið hefði náð á sitt vald mikilvægri brú yfir Tígris- fljót og „eytt“ einu af herfylkjum Lýðveld- isvarðarins. Stórfylkisforinginn Vincent Brooks sagði að landgöngulið flotans væri nú um 65 km frá höf- uðborginni eftir að hafa „eytt“ Bagdad-herfylki Lýðveldisvarðarins og hertekið bæinn Kut og brú yfir Tígris, um 150 km suðaustan við Bagd- ad. Medina-herfylki Lýðveldisvarðarins og her- menn úr Nebukadnesar-fylkinu hefðu einnig orðið fyrir hörðum árásum. „Hnífi er nú beint að hjarta ríkisstjórnarinnar,“ sagði Brooks. Undirhershöfðinginn Stanley McChrystal sagði að Bagdad- og Medina-deildin væri ekki lengur „trúverðugur herafli“. Árásir land- gönguliðsins virtust vera liður í tangarsókn í áttina að Bagdad. Fregnir hermdu að þriðja fylki fótgönguliðs Bandaríkjahers hefði sótt hratt fram beggja vegna Efrat-fljóts, vestan við Tígris, framhjá borgunum Karbala og Naj- af. Fréttamaður CNN-sjónvarpsins, sem er með einni sveita fótgönguliðsins, sagði að hún væri um 40 km frá Bagdad. Fregnir hermdu að fótgönguliðið hefði ráðist inn í Karbala í fyrri- nótt og sigrað sveit Medina-herfylkisins „mjög auðveldlega“. „Þeir ljúga á hverjum degi“ Herfræðingar sögðu að svo virtist sem fremstu varnir Íraka við Bagdad hefðu verið rofnar á minnst tveimur stöðum. Búast mætti við hörðum bardögum nærri höfuðborginni. Upplýsingaráðherra Íraks, Mohammed Saeed Sahaf, sagði fréttirnar um sókn innrás- arliðsins rangar. „Þeir ljúga á hverjum degi,“ sagði hann. „Þess vegna er það sem þeir stað- hæfa um góðan árangur og sókn í Najaf og Karbala ekkert annað en tálvon.“ Í íraska ríkissjónvarpinu var lesin yfirlýsing, sem sögð var frá Saddam Hussein, þar sem Írakar voru hvattir til að verja bæi sína og sagt að sigur væri í sjónmáli. Brooks stórfylkisforingi viðurkenndi að írösku hermennirnir hefðu mikinn hug á að berjast við innrásarliðið í Bagdad fremur en á bersvæði sunnan við borgina. Hann neitaði því hins vegar að Írakarnir hefðu aðeins veitt mót- spyrnu til málamynda og hindruðu þannig ekki í raun framrásina að höfuðborginni. CNN greindi seint í gærkvöldi frá bardögum í Vestur-Írak. Sagt var að skotmarkið kynni að tengjast meintri efnavopnaframleiðslu Íraka. Fremstu varnir Íraka rofnar nærri Bagdad BRESKUR bryndreki fer framhjá íröskum skriðdreka af gerðinni T-55 nálægt Basra, stærstu borg Suður-Íraks. Bandaríski und- irhershöfðinginn Stanley McChrystal sagði í gær að „erf- iðustu orrusturnar“ kynnu að vera fram undan nú þegar innrás- arliðið nálgast Bagdad. „Við stöndum nú frammi fyrir hættunni á því að þeir beiti efna- vopnum,“ sagði McChrystal. „Við vanmetum ekki hversu erfitt það getur verið að sækja fram.“ Fréttaritarar breska rík- isútvarpsins, BBC, sögðu að ekki hefði enn reynt fyllilega á hern- aðarmátt Lýðveldisvarðarins, úr- valssveita Írakshers.Reuters Erfiðustu orrusturnar fram undan?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.