Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ LOFTFERÐASAMNINGUR Kína og Íslands sem flugmálaráðherra Kína og utanríkisráðherra Íslands undirrituðu í gær heimilar flug- félögum í báðum löndum að stunda áætlunarflug milli landanna með farþega, frakt og póst allt að 10 sinnum í viku. Hvort ríki um sig getur tilnefnt þrjá áfangastaði í hvoru landi auk þriggja staða til millilendingar. Samningurinn tekur þegar gildi. Yang Yuangyuan, flugmálaráð- herra Kína sem einnig er flugstjóri og hefur lengi starfað sem slíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að þrátt fyrir mun á stærð og fólks- fjölda ættu löndin margt sameig- inlegt í flugi og tilgangur samn- ingsins væri að gefa færi á flugsamgöngum milli landanna. Hann sagði Kínverja hafa áhuga á Íslandi og sagði hann að fyrir utan að geta fjölgað ferðamönnum í báð- ar áttir gæfi samningurinn færi á fraktflugi milli landanna. Þá væri samningur sem þessi ekki síður mikilvægur í stjórnmálasamskiptum landanna. Loftferðasamningnum fylgir sam- komulag um heimildir til óreglu- bundinnar þjónustu milli landanna og heimild fyrir flugfélög í hvoru ríki að halda uppi flugi á tilgreind- um leiðum í samvinnu við flugfélög frá öðrum ríkjum, svo sem með sameiginlegum flugnúmerum eða annarri samvinnu. Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri mikilvægt atriði og væri loft- ferðasamningurinn, sá 14. milli Ís- lands og annarra landa, í heild betri en mörg önnur ríki í Evrópu hefðu gert við Kínverja. Hann sagði samninginn hafa verið í undirbún- ingi lengi og hann hefði síðan verið áritaður í Peking 26. nóvember sl. Var það í kjölfar heimsóknar ís- lenskrar sendinefndar íslenskra stjórnvalda og fulltrúa flugrekenda til Asíu þar sem flugmál voru á dag- skrá. Í sömu ferð var einnig árit- aður loftferðasamningur milli Ís- lands og Suður-Kóreu sem búist er við að verði undirritaður á næstu mánuðum. Þá er ráðgert að ljúka á árinu viðræðum um loftferðasamninga við Singapúr, Hong Kong og Macau. Halldór sagði samninginn gefa ís- lenskum flugfélögum ný tækifæri og væri hann gott dæmi um þátt stjórnvalda í útrás íslenskra fyr- irtækja. Asíumarkaður væri mjög vaxandi, um 75 milljónir farþega ferðuðust með kínverskum flug- félögum, þar í landi væri 6. mesta flugumferð í heiminum og hvergi jafnmikið um fraktflutninga. Loftferðasamningur Kína og Íslands undirritaður í Ráðherrabústaðnum í gær Tíu áætlunar- ferðir í viku milli landanna heimilaðar Morgunblaðið/Sverrir Flugmálaráðherra Kína, Yang Yuanyuan, og Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra eftir að loftferðasamningurinn hafði verið undirritaður. BIFREIÐ Blóðbankans var við hús- næði Sjóvár-Almennra við Kringl- una í gær. Blóðsöfnunin gekk von- um framar því stöðugur straumur var af fólki sem vildi gefa blóð. Blóðbankabíllinn er á ferð tvisv- ar í viku, á þriðjudögum og mið- vikudögum, og heimsækir fyrirtæki og skóla. Sigríður Eik Arnardóttir, mark- aðsstjóri hjá Sjóvá-Almennum, var að gefa blóð í fyrsta skipti og sagð- ist vel geta hugsað sér að gefa blóð reglulega. Hafa Sjóvá-Almennar styrkt starfsemi bílsins og buðu m.a. starfsmönnum hans í hádeg- isverð í gær. Í næstu viku verður Blóðbanka– bíllinn við Ráðhús Árborgar á Sel- fossi en áætlun hans má nálgast á veffanginu www.blodbankinn.is. Morgunblaðið/Sverrir Sigfríð Eik Arnardóttir og Pálína Guðmundsdóttir gáfu blóð í fyrsta skipti í gær. Sigríður Ósk Lárusdóttir og Hulda Tryggvadóttir, starfsmenn Blóð- bankans, höfðu í nógu að snúast við að taka á móti nýjum blóðgjöfum. Blóði safnað í bíl í borginni „VIÐ leggjum áherslu á að ekki verði farið í neinar hvalveiðar hér- lendis nema í sátt og samvinnu við okkar helstu viðskiptalönd og að veiðarnar verði samþykktar af Al- þjóðahvalveiðiráðinu,“ segir Ás- björn Björgvinsson, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands, um fyrirhugaðar hvalveiðar í vísinda- skyni. Samkvæmt frétt Morgun- blaðsins í gær gætu slíkar veiðar hafist á þessu ári. Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF, segir nauðsynlegt að undirbúa fyrirhug- aðar vísindaveiðar rækilega. „Stjórnvöld þurfa að skýra mjög vel afstöðu sína til þessara mála. Við sem sölufyrirtæki þurfum að geta útskýrt fyrir okkar viðskiptaaðilum af hverju við erum að þessu.“ Ásbjörn segir hrefnuveiðar koma til með að skaða hvalaskoðun við landið meira en veiðar á langreyð og steypireyð. „Hrefnuveiðar á þeim slóðum þar sem verið er að skoða hvalina munu skaða okkur því gæfustu dýrin koma til með að vera þau fyrstu sem verða tekin. Okkur finnst ekki hægt að fara af stað nema að undangengnum rann- sóknum.“ Mun skaða ímynd landsins ef ekki næst alþjóðleg sátt Ásbjörn segir að þótt lagalega séð sé hægt að hefja vísindaveiðar „án þess að spyrja kóng eða prest“ kæmi það til með að skaða ferða- þjónustuna, fiskútflutning og ímynd landsins út á við „ef fara á fram með þeim þjóðarrembingi sem ræð- ur þessu máli“. Hann segir ekki búið að tryggja neina markaði fyrir afurðirnar eða alþjóðlega sátt um hvalveiðar. Hann segir það einróma álit Hvalaskoðunarsamtakanna að leggja þurfi áherslu á að hvala- skoðun sé nýting á hvalastofnum ekki síður en veiðar. „Þetta viljum við fá viðurkennt hér heima. Þetta er nýting sem er að skapa þjóð- arbúinu verulegar tekjur.“ Að sögn Ásbjörns sýna niðurstöður óháðrar úttektar Landmats á tekjum af hvalaskoðun að velta hvalaskoðun- arfyrirtækja sé um 800–900 millj- ónir en að heildaráhrif á þjóðarbúið geti numið allt að 1,6 milljörðum króna. SÍF ekki á móti sjálfbærri nýtingu hvalastofnsins Gunnar Örn Kristjánsson, for- stjóri SÍF, segir að verði nýting hvalastofnsins sjálfbær sé SÍF ekki á móti slíkum veiðum. „Það þurfa hins vegar að liggja fyrir gild rök um það hvernig menn ætla að kynna þetta og hvaða röksemdir liggja á bak við veiðarnar.“ Gunnar Örn segir að á sínum tíma hafi umhverfissamtök gert at- lögu að Færeyingum og Norðmönn- um. „Það hefur hins vegar ekki haldið áfram. Það er ekki hægt að segja að þetta hafi skaðað þá neitt sérstaklega. En við erum ekki ugg- andi yfir þessu ef búið verður að undirbúa kynningu og ef röksemda- færslan er í lagi.“ Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor- maður SH, vildi ekki tjá sig um hugsanleg áhrif hvalveiða í vísinda- skyni á viðskipti fyrirtækisins að svo stöddu. Það vildi Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair, ekki heldur. „Ekki búið að tryggja markaði fyrir afurðir“ Stefnuskrá afgreidd á vorþingi SAMFYLKINGIN heldur vorþing sitt á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 4. og 5. apríl og þar verður stefnuskrá flokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor afgreidd. Vorþingið er opið öllum félagsmönnum í Samfylkingunni en það hefst í Súlnasal Hótels Sögu á föstudag kl. 17 og því lýkur kl. 17.30 daginn eftir. Við setningu vorþingsins flytur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarp og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, forsætisráð- herraefni flokksins, flytur stefnu- ræðu. Að því loknu flytur Stefán Ólafsson prófessor erindið Velferð á nýrri öld þar sem hann fjallar um rannsóknir sínar á íslenska velferð- arríkinu og framtíð þess í nýju þjóð- félagsumhverfi hnattvæðingar og þekkingarhagkerfis. Niðurstöður málefnanefnda verða kynntar á laugardag kl. 10 en eftir há- degið verður umræðufundur, þar sem Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri Alþýðusambands Íslands, Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Þorvaldur Gylfason, rannsóknarprófessor við Háskóla Ís- lands, ræða um ábyrga hagstjórn á næsta kjörtímabili, en Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir bregst við skoðunum hagfræðinganna. Þá verður fyrirspurnartími kl. 14 með oddvitum lista Samfylkingarinn- ar, en að honum loknum gera Anna Kristín Gunnarsdóttir, Einar Karl Haraldsson og Rannveig Guðmunds- dóttir grein fyrir heimsóknum fram- bjóðenda til félagasamtaka um allt land. Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar, flytur kosn- ingaávarp og slítur síðan vorþinginu. Samfylkingin Hefja verkefnaleit fyrir alvöru KÍNVERSKI flugmálaráðherrann hitti fulltrúa fjögurra íslenskra flugfélaga í heimsókn sinni hingað til lands, Flugfélagsins Atlanta, Icelandair, Íslandsfugls og Bláfugls. Fulltrúar flugfélaganna tjáðu Morgunblaðinu að nú væru komin skilyrði fyrir því að skoða af alvöru verkefni í þessum heimshluta, ekki síst á sviði fraktflugs. Óvíst væri þó hvenær slík verkefni myndu skila sér. Arngrímur Jóhannsson, einn eigenda Atlanta, segir að samning- urinn geri félaginu kleift að hefja ákveðinn undirbúning að því að afla verkefna í Asíulöndum. Hann segir þau einkum verða á sviði frakt- flugs. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir það mjög jákvætt að samningurinn skuli kominn á. Fyrirtækið hyggi á aukið markaðsstarf í Japan og Kína en hann kvaðst þó ekki sjá fyrir sér flug milli Íslands og Kína á vegum fyrirtækisins að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.