Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, ASÍ, leggur megináherslu í tillögum sín- um um heilbrigðismál á heilsugæsl- una og heimilislækningar, um sé að ræða grunneiningu heilbrigðiskerf- isins. Góð og öflug heilsugæsla tryggi í senn ódýrustu meðferð sjúklinga og skilvirka þjónustu. Meðal helstu tillagna sem vinnuhóp- ur um heilbrigðismál lagði fram er að auka skilvirkni með því að taka upp tilvísanakerfi, nefnt „valfrjálst stýrikerfi“ til að stýra komum sjúk- linga til sérgreinalækna. Þegar ASÍ kynnti á dögunum mat sitt á kostn- aði við að framkvæma tillögur í vel- ferðarmálum kom fram að tillögur í heilbrigðismálum ættu ekki að hafa neinn kostnaðarauka í för með sér. Tillögurnar væru annars vegar byggðar á aukinni skilvirkni og hag- ræðingu og hins vegar á minni gjaldtöku og aukinni þjónustu. Vinnuhópur um heilbrigðismál kom saman sex sinnum fyrstu tvo mánuði ársins. Með vinnuhópi ASÍ funduðu fulltrúar frá Félagi eldri borgara, Félagi íslenskra hjúkr- unarfræðinga, Geðhjálp, Gigtar- félagi Íslands, Heilsugæslunni í Reykjavík, Landlæknisembættinu, Landssamtökum hjartasjúklinga, Læknavaktinni, Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) og Öryrkjabandalagi Ís- lands. Séu tillögurnar skoðaðar nánar, einkum hugmyndir um valfrjálst stýrikerfi, þá er fyrst og fremst ver- ið að tala um að einstaklingurinn velji hvort hann vilji nýta sér kerfið eða fara beint til sérgreinalæknis. Að mati ASÍ er alltaf fjárhagslega hagkvæmt fyrir sjúkling að leita fyrst til heimilislæknis, með eða án afsláttarkorts. Þá geti sérgreina- læknirinn einnig átt val um hvort hann vilji vera í kerfinu eða ekki. Er þá miðað við að sérgreinalæknir fái betur greitt fyrir viðtal með tilvísun frá heimilislækni og að læknirinn fái mun betur greitt fyrir fyrsta viðtal með tilvísun. Tilvísun á að gilda samkvæmt ákvörðun heimilislækn- is, til dæmis fyrir þrjár heimsóknir til sérgreinalæknis, en sjúklingur með krónískan sjúkdóm geti fengið ótakmarkaða tilvísun. Dönsk fyrirmynd Að sögn Þorbjörns Guðmunds- sonar, formanns velferðarnefndar ASÍ, sem stýrði vinnuhópunum, er helsta markmiðið með valfrjálsu stýrikerfi að draga úr kostnaði sjúk- linga við að leita sér læknisþjónustu. Almennt komugjald á heilsugæslu- stöð á hefðbundnum opnunartíma er 500 krónur í dag og til sérgreina- læknis 2.100 krónur, án afsláttar- korts. Þorbjörn segir að með því að leita fyrst til heimilislæknis og það- an til sérfræðings verði ódýrara að vera innan valfrjáls stýrikerfis. Komugjöldin verði ódýrari bæði hjá heilsugæslulækni og sérfræðingi en kjósi sjúklingar að vera utan kerf- isins og leita beint til sérgreina- læknis geti það verið kostnaðarsam- ara en í dag. Þorbjörn segir ASÍ ekki hafa lagt mat á hvað þessi gjöld þurfi að vera mikil, meginmarkmiðið sé að þau verði sem lægst þannig að allir geti innt þau af hendi. Staðan sé ekki sú í dag þar sem stækkandi hópur fólks veigri sér við að fara til læknis sök- um efnahags. Tillaga ASÍ um valfrjálst stýri- kerfi á sér fyrirmynd í Danmörku og segir Þorbjörn reynsluna þar hafa verið mjög góða. Merkir fólk þá á skattaskýrslu sína ef það kýs að vera innan þessa heilbrigðiskerfis. Að sögn Þorbjörns er svipað kerfi einnig í Noregi og í þessum löndum eru aðeins 2–3% skattgreiðenda ut- an þess, þ.e. kjósa að greiða hærri gjöld með því að leita beint til sér- greinalækna. ASÍ segir að vissir hópar sér- greinalækna verði undanskildir kerfinu, t.d. augn- og kvensjúk- dómalæknar. Rökin fyrir því eru sögð eftirfarandi í áfangaskýrslu ASÍ: „Heilsugæslulæknar/heimilis- læknar eru ekki nægilega margir til að þeir geti annað eftirspurn til að byrja með. Því er skynsamlegt að undanskilja vissa hópa lækna. Tilvísun er leið til að auka skil- virkni í kerfinu en ekki til að búa til óþarfa millilið. Ef um sérgreina- lækna eins og augnlækna eða kven- sjúkdómalækna er að ræða, þar sem miklar líkur eru á að viðkomandi sjúklingur myndi hvort eð er þurfa eða vilja fá þjónustu sérgreinalækn- isins, gæti sjúklingurinn snúið sér beint þangað.“ Skýrsluhöfundar ASÍ benda á að valfrjálsa stýrikerfinu verði ekki komið á nema í áföngum. Ekki hafi t.d. allir aðgang að heimilislækni og ennfremur sé ekki ástæða til að skylda þá, sem eru nú þegar í með- ferð sérgreinalæknis, til að afla sér samstundis tilvísunar fyrir áfram- haldandi meðferð. Lagt er til, svo upptaka kerfisins verði auðveldari, að undanskilja marga hópa sér- greinalækna og taka kerfið upp í ákveðnum sveitarfélögum í upphafi. Allt að 10 þúsund manns án heimilislæknis Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslunni í Reykjavík eru á bilinu 5 til 10 þúsund manns án heimilislæknis á umráðasvæði heilsugæslunnar, þ.e. í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarn- arnesi. Á síðasta ári leituðu nálægt 200 þúsund manns til heilsugæslu- stöðvanna, sem eru sjö talsins, en á svæðinu búa um 150 þúsund manns. Starfandi eru ríflega 70 heilsu- gæslulæknar á höfuðborgarsvæð- inu, að Hafnarfirði og Garðabæ und- anskildum, þar sem hver þeirra þjónar um 1.750 manns, og sjálf- stætt starfandi heimilislæknar, sem eru með samning við Trygginga- stofnun ríkisins, eru 13. Hæfilegur fjöldi sjúklinga fyrir hvern heimilis- lækni er talinn um 1.500, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Til samanburðar má geta þess að árið 2001 voru skráðar nærri 460 þúsund komur til sérfræðilækna, sem eru á samningi við Trygginga- stofnun. Er það fjölgun um rúm 20% frá árinu 1993. Á sama tíma jukust útgjöld vegna sérfræðilækninga um 149%, eða úr 938 milljónum árið 1993 í 2,3 milljarða árið 2001. Á þessu tímabili fjölgaði einnig heim- sóknum til heilsugæslulækna en ekki eins mikið og til sérfræðilækna. Árið 2001 komu ríflega 290 þús- und sjúklingar til 342 sérfræði- lækna, sem jafngildir því að hver Ís- lendingur hafi a.m.k. einu sinni leitað til sérfræðings og hver sér- fræðilæknir fengið að meðaltali 850 sjúklinga til sín það ár. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, segir að tillögur ASÍ í heilbrigðismálum séu mjög áhugaverðar. Efla þurfi þátt heilsugæslunnar í heilbrigðis- kerfinu og vel mögulegt sé að auka afkastagetu hennar. Hann segir að viðræður hafi átt sér stað að und- anförnu við Landspítalann – há- skólasjúkrahús um að Heilsugæslan í Reykjavík taki við auknum fjölda fólks sem leiti til bráðamóttöku spít- alans. Aðgengi sé hins vegar enn misgott á heilsugæslustöðvunum og unnið sé að því. „Við erum að bæta þetta og það hefur tekist síðustu mánuði,“ segir Guðmundur og bend- ir á að ný heilsugæslustöð verði tek- in í notkun í Salahverfi í Kópavogi í haust og líklega í Voga- og Heima- hverfi á næsta ári. Þessar stöðvar muni draga úr álaginu á þær sem fyrir eru. Fjölbreytni í þjónustu Vinnuhópur ASÍ leggur til ýmsar aðrar tillögur í heilbrigðismálum en að taka upp valfrjálst stýrikerfi. Meðal þeirra er að verkaskipting sjúkrahúsa og sérgreinalækna verði endurskoðuð og leiðir verði kann- aðar til að fela einkareknum stofum alfarið tiltekin afmörkuð verkefni. Hins vegar þurfi að koma í veg fyrir að sérgreinalæknar starfi bæði á sjúkrahúsum og einkastofum. Huga þurfi að sérstökum úrræðum í þessu efni á fámennum svæðum þar sem fáir læknar starfa. ASÍ telur ennfremur æskilegt að fjölga valmöguleikum í þjónustu, fjölbreytni gefi frekari möguleika á að leysa ný vandamál og bregðast við breyttum aðstæðum. Fjöl- breytnin megi þó ekki leiða til auk- innar stéttaskiptingar. Nauðsynlegt sé að draga skörp skil um hvaða eignar- og rekstrarform sé heimilt að nota í kjarnaþjónustu heilbrigð- iskerfisins. ASÍ nefnir ýmis vel- heppnuð dæmi um þátttöku einka- rekinna stofnana á vegum félagasamtaka og almannaheillafyr- irtækja í umönnun eldra fólks, barna, endurhæfingu og áfengis- og vímuefnameðferð. Mögulega megi styðjast við þessi dæmi við frekari útfærslu á þjónustutilboðum. Nokkrar tillögur eru lagðar fram í öldrunarmálum, þannig að tryggja megi eðlilegt framboð á fjölbreyttri þjónustu eins og hjúkrunarrýmum, dagvistarrýmum, hvíldarinnlögnum, valþjónustu, heimaþjónustu og þjónustu við aldraða sem eiga við geðræn vandamál að stríða. ASÍ telur nauðsynlegt að fjölga hjúkrunarrýmum á þeim svæðum þar sem einstaklingar í mjög brýnni þörf þurfi að bíða eftir úrræðum lengur en 90 daga. Mestur er vand- inn sagður í Reykjavík þar sem 350 einstaklingar biðu eftir varanlegri vistun í upphafi þessa árs. Verðmyndun lyfja endurskoðuð Vinnuhópur ASÍ fjallaði töluvert um lyfjamál og telur að endurskoða þurfi verðmyndun lyfja með það að markmiði að hagræða og lækka verð. Gerð er tillaga um fyrirkomu- lag sem tryggir að enginn greiði meira en ákveðið hámark á ári fyrir lyfseðilsskyld lyf. Um yrði að ræða lyfjakort sem fólk fengi við tiltekinn kostnað, og eftir það fengist aukinn afsláttur. Ekkert hámark er nefnt í skýrslu ASÍ en að sögn Þorbjörns Guðmundssonar er miðað við 20 þúsund kr. lyfjakostnað á ári. Fari kostnaður upp fyrir það fái viðkom- andi afhent lyfjakort. ASÍ telur margt benda til þess að heildarkerfi verðmyndunar hafi leitt til þess að lyf séu tiltölulega dýr hér á landi. Bent er á tölur frá Hagstof- unni um að lyfjavöruverð hafi hækk- að um 8% frá janúar 2002 til febrúar 2003 en neysluverð hafi hækkað á sama tíma um 1%. Í skýrslu ASÍ kemur fram að í vinnu starfshópa velferðarnefndar hafi ítrekað komið fram að lyfjaverð hér á landi sé mun hærra en stór hluti sjúklinga ráði vel við. Hátt lyfjaverð sé mjög íþyngjandi fyrir t.d. öryrkja og aldraða og mörg dæmi séu þess að fólk leiti til hjálp- arsamtaka eftir aðstoð við að leysa út nauðsynleg lyf. Leggur ASÍ loks til að haldið verði uppi eftirliti með verði á öllum lyfjum, skráðum og óskráðum. Alþýðusamband Íslands leggur fram tillögur að valfrjálsu stýrikerfi í heilbrigðismálum Sjúklingar og sérgreina- læknar hafi val Meðal tillagna ASÍ um heilbrigðismál er að auka skilvirkni með því að taka upp tilvísanakerfi til að stýra komum sjúklinga til sérgreinalækna, að því er fram kemur í grein Björns Jóhanns Björnssonar. Kerfinu yrði komið á í áföngum.                                " # $  %&  '(  )   Heilsugæslan verði efld sem grunneining heilbrigðiskerfisins.  Aðgangi að sérgreinalæknum verði stjórnað með „valfrjálsu stýri- kerfi“ í stað gjaldtöku.  Verkaskipting sjúkrahúsa og sérgreinalækna verði endurskoðuð og athugað að fela einkareknum stofum afmörkuð verkefni.  Fjölga valmöguleikum í þjónustutilboðum til að bregðast betur við breyttum aðstæðum.  Tryggja eðlilegt framboð á þjónustu fyrir aldraða, s.s. hjúkr- unarrýmum, dagvistarrýmum, hvíldarinnlögnum, valþjónustu, heimaþjónustu og þjónustu við aldraða með geðræn vandamál.  Heildarkerfi verðmyndunar lyfja verði endurskoðað með það að markmiði að hagræða og lækka verð.  Tryggt að enginn greiði árlega meira en ákveðið hámark fyrir lyf- seðilsskyld lyf. Komið verði á laggirnar sérstöku lyfjakorti. Nokkrar tillögur í heilbrigðismálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.