Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.04.2003, Blaðsíða 22
STRÍÐ Í ÍRAK 22 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MOHSEN Ali og Jinan Abdul Hamid hafa verið gift í 28 ár. Hann er þekkt- ur leikari og leikstjóri í Írak en hún starfar hjá ríkisútvarpinu íraska. Þau eiga tvo syni og tvíburadætur, hús í miðborg Bagdad og virðast lifa býsna góðu lífi. Að því frátöldu að þessa dagana rignir sprengjum Breta og Bandaríkjamanna yfir þau; stríðið er farið að taka sinn toll. Heimili þeirra Mohsens og Jinans er tveggja hæða einbýlishús. Það ber þess merki að loftárásir hafa staðið yfir á Bagdad undanfarnar tvær vik- ur, sprungur hafa t.d. myndast í hús- veggina vegna hristingsins frá loft- varnarbyssum Íraka í nágrenninu. Þau hafa tekið verðmæta muni niður af veggjum og úr hillum til að koma í veg fyrir skemmdir. Dætur Mohsens og Jinans eru fjórtán ára gamlar. Miriam sýnir meira hugrekki en Fatma, lætur að sögn Jinan eins og henni leiðist allur hamagangurinn. Þegar sprengjurnar taka að falla á kvöldin er Fatma hins vegar hrædd og leynir því ekkert. Allt frá því að stríðið hófst 20. mars sl. hefur fjölskyldan hafst við í hús- inu, sem er fyrir aftan bygginguna sem áður hýsti sendiráð Bandaríkj- anna í Írak. Þau nota ekki lengur efri hæð hússins og sofa öll saman í einu herbergjanna. Oft sækir svefn ekki á neinn fyrr en undir morgun, þegar sprengjuhríðinni er tekið að linna. Þeim er ljóst að herir bandamanna sækja nú í átt til Bagdad og þeim er kunnugt um að líklega verður háður blóðugur bardagi í borginni. Þau segjast áður hafa dáðst að banda- rísku þjóðinni en nú er eins og þeim finnist þau hafa verið svikin. „Það getur verið að einhver hafi trúað því að þegar Bandaríkjamennirnir birt- ust hér þá kæmu þeir færandi hendi; rétt eins og þeir myndu byrja að gefa fólki dollara úti á götu,“ segir Jinan. „Núna eru allir sannfærðir um að þetta séu skepnur, fantar.“ Hún er þó fljót að bæta því við að Írakar hafi ekkert á móti Banda- ríkjamönnum. „Þeir búa til bestu kvikmyndirnar, eiga besta fólkið í heiminum […] Aðdáun á Bandaríkj- unum hefur samt breyst í andúð og fjandskap af hálfu írösku þjóðarinn- ar.“ Mohsen segir að það hafi yljað honum um hjartaræturnar að sjá hversu margir Bandaríkjamenn væru andsnúnir þessu stríði. Hann segist nýlega hafa horft á mynd- bandsupptöku af Óskarsverðlaunaaf- hendingunni í Los Angeles og þar sá hann kvikmyndagerðarmanninn um- deilda, Michael Moore, fordæma hernaðinn. „Við urðum afar glöð þeg- ar við sáum bandaríska leikara lýsa óánægju sinni með ríkisstjórn lands- ins,“ segir hann. „Þarna var sú bandaríska þjóð sem við þekkjum.“ Segir hug sinn opinskátt Mohsen rekur eigið leikhús í Bagd- ad en það er nú lokað vegna stríðsins. Jinan hefur lengi stýrt tónlistardeild ríkisútvarpsins í Bagdad en skrif- stofum hennar hefur einnig verið lok- að vegna átakanna. Konurnar þrjár yfirgefa heimilið aldrei en Mohsen fer stundum á stjá ásamt yngri syni sínum, Omar. Mohsen fer og skiptist á fréttum við vini og kunningja á kaffihúsi í ná- grenninu en Omar léttir á spennunni, sem óhjákvæmilega myndast við þetta ástand, með því að lyfta lóðum. Elsta syni Mohsens og Jinans, Ali, er óhætt. Hann býr í Doha í Katar en þar vinnur hann hjá Al Jazeera-sjón- varpsstöðinni. Mohsen segir að þó að hann þjóni menningarráðuneyti stjórnvalda sé hann sjálfstæður í skoðunum og verkum. Jafnvel þó að túlkur stjórn- valda hafi fylgt erlendum blaðamann- inum á heimili hjónanna hikar Mohsen ekkert við að viðurkenna að margir séu ósáttir við stjórn Sadd- ams Husseins. Hann segir hins vegar að stríðið hafi gert það að verkum að Írakar fylkja liði að baki forseta sín- um. Jinan er afar leið yfir fréttum þess efnis að bandarískir hermenn hefðu fellt sjö konur og börn nærri Najaf á mánudag. „Þeir segjast vera hingað komnir til að frelsa okkur, en aðgerð- ir þeirra sýna að þeir haga sér í raun eins og innrásarlið og ódæðismenn,“ segir hún. Hún segir einangrunina á heim- ilinu hafa vond áhrif á sálina og brest- ur í sömu mund í grát. Um helgina tókst bandamönnum með sprengjum sínum að rjúfa allt símasamband í Bagdad. Þetta segir Fatma, annar tvíburanna, hafa slæm áhrif líka. Hún segist hafa rætt við bestu vinkonu sína oft á dag, til að fullvissa sig um að hún væri heil á húfi. Undanfarna daga hefur hún hins vegar ekkert heyrt af vinkonu sinni. Fjölskyldan hefur ekki heldur getað hringt í Ali í Katar til að segja honum að þeim sé óhætt. Öll óttast þau að þjáningar þeirra verði enn meiri þegar hersveitir bandamanna komast loks til Bagdad. Óttast að þjáning- arnar aukist enn Stríðið er farið að segja til sín svo um munar hjá íbúum Bagdad Bagdad. Los Angeles Times. Los Angeles Times/Carolyn Cole Mohsen Ali býr ásamt fjölskyldu sinni í Arasat-hverfinu í Bagdad. Sprengj- ur hafa fallið á skotmörk ekki fjarri heimili Alis. Ali er býsna vel stæður, hann segir að peningarnir verði þó uppurnir á um þremur mánuðum. Los Angeles Times/Carolyn Cole Tvíburasysturnar Miriam (t.v.) og Fatma Mohsen, sem búa hjá foreldrum sínum í Bagdad, yfirgefa aldrei heimilið af ótta við sprengjur bandamanna. Reuters Loftárásum á mikilvægar stjórnstöðvar í Bagdad var haldið áfram í gær. ’ Aðdáun á Banda-ríkjunum hefur samt breyst í andúð og fjandskap af hálfu írösku þjóðarinnar. ‘ SKÝRT var frá því í fréttumbreska ríkisútvarpsins, BBC, í gærdag að bandamenn hefðu fundið pyntingamiðstöð örygg- islögreglu Saddams Husseins Íraksforseta í bænum Abu al- Khasib í Suður-Írak. Fréttamaður BBC sem var í för með herflokki Bandaríkja- manna í bænum skoðaði aðstæð- ur og skýrði frá þeim. Sagði hann þar m.a. að finna örlitla fangaklefa. Þá væri þar að finna klefa þar sem kjötkrókar hefðu verið festir í loftið. Innfæddur maður tjáði BBC að þar hefðu andstæðingar Íraksstjórnar verið pyntaðir með þeim hætti að fólk hefði verið hengt upp á krókana og það síðan barið. Þá fannst herbergi þar sem aðeins var að finna tvo stóra hjólbarða og rafmagnskapal. Sagði í fréttinni að bandarískur hermaður hefði sagst kannast við þessar aðstæður frá því í stríðinu í Bosníu. Leiða mætti líkur að því að vatni hefði verið hleypt inn í herbergið og fang- anum þannig gefið raflost. Kval- ari hans hefði hins vegar komið sér fyrir á hjólbörðunum og þannig ekki orðið fyrir raflosti. Pyntinga- miðstöð fundin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.